Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Með skýra sýn úr hinum stóra heimi

Magnús Hall­dórs­son skrif­ar um ævi­sögu eina stjórn­ar­manns­ins í skráðu fé­lagi á Ís­landi, Magnús­ar Gúst­afs­son­ar, sem skrif­uð er heil bók um fyr­ir kom­andi jól.

Með skýra sýn úr hinum stóra heimi
Guðmundur Magnússon sagnfræðingur skrifaði bókina sem ber heitið „Með skýra sýn“. Mynd: Samsett

Ísland er hluti af hinum stóra heimi og á allt undir því að hafa greiðan aðgang að honum með vörur og þjónustu. Þetta þekkja fáir betur í íslensku atvinnulífi en Magnús Gústafsson. Hann er eini stjórnarmaðurinn í skráðu félagi hérlendis sem skrifað er um heil bók fyrir þessi jól - Með skýra sýn - sem Guðmundur Magnússon, blaðamaður og sagnfræðingur, skrifaði. 

Bókin er skemmtileg og mikilvægt innlegg í unga sögu atvinnulífsins - ekki síst fyrir okkur sem þekkjum ekki nægilega vel til þeirrar mikilvægu vinnu sem fór fram þegar undirstöðurnar í hagkerfi landsins voru byggðar, til dæmis á árunum frá 1950 til 1980.

Bókin rekur ævintýralegt og merkilegt lífshlaup Magnúsar, sem hófst í Hlíðardal við Kringlumýrarveg í útjaðri Reykjavíkur, árin eftir 1940. Nú, rúmlega 80 árum síðar, er Magnús ríkur af reynslu og gefur af sér, t.d. sem hluti af annars reynslumikilli stjórn sjávarútvegsfyrirtækisins Brims. Með honum þar situr fólk með fjölbreytta reynslu - Anna K. Sverrisdóttir, Kristján Davíðsson, Hjálmar Þór Kristjánsson og Kristrún Heimisdóttir. Öll eru þau með reynslu úr mörgum áttum, en hin alþjóðlega og djúpa reynsla sem Magnús hefur er án vafa mikilvæg í stjórnarherbergi Brims.

Sviðsljós á sjómannadaginn

Magnús fékk umtalsverða athygli í íslenskum fjölmiðlum, á sjómannadaginn 1962, þegar hann var verðlaunaður fyrir góðan námsárangur í Vélskólanum. Þarna má segja að ferill Magnúsar taki á flug. Hann var þó kominn í sumarvinnu til Fáskrúðsfjarðar og tímdi ekki að fara til að vera viðstaddur viðburðinn - ferðin að Austan kostaði sitt. Að lokum fékkst hann til þess, fyrir tilstilli mömmu sinnar

Guðmundur sýnir lipurð í þessum fyrstu köflum bókarinnar, þar sem heimilislíf, menntavegur og mótandi atburðir í lífi Magnúsar, eru þræddir saman. Þungbær reynsla fær þar einnig sinn part, eins og átakanlegan barnsmissi eftir að Sigfús, eins og hálfs árs gamall sonur Magnúsar og Margrétar konu hans, lætur lífið í örmum mömmu sinnar vegna læknamistaka á Slysavarðstofunni. Þetta var ungum foreldrum erfið reynsla og lögðu þau áherslu á að það væri hægt að læra af því sem aflaga fór.

Lífið hélt áfram og það er eitt af því sem bókin rekur vel - og virðist sterkt karaktereinkenni á Magnúsi fyrir okkur sem ekki þekkjum hann persónulega - að Magnús heldur alltaf áfram og vill gera gagn hvar sem hann er. Annar sonur, Einar, kom í heiminn síðla árs 1970, tæpu ári eftir hinn þungbæra atburð, og dóttirin, Jórunn, tveimur árum síðar. 

(Einar er nú forstjóri eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Bandaríkjanna, American Seafoods, og ritaði athyglisverða grein í The Economist á dögunum, um áskoranir í sjávarútvegi og stóru spurninguna um það, hvenær hann telst sjálfbær).

Hagræðingarráðunauturinn

Greinilegt er að reynsla sem Magnús fékk frá Vinnuveitendasambandinu (VSÍ) sem hagræðingarráðunautur hefur mikil áhrif á hann sem fagmann. Áhugi hans á smáatriðum og að velta við hverjum steini til að skapa sem mest virði í rekstri reynist mörgum fyrirtækjum á Íslandi afar mikilvæg á þessum tíma. Sútunarverksmiðjan og Sláturfélag Suðurlands nutu góðs af ráðleggingum Magnúsar til að bæta rekstur og vinnulag og innlegg hans kallað “himnasending” - enda samkeppnin við Sambandið á Akureyri hörð á þessum árum. Önnur atriði eru athyglisverð - og fróðlegt um þau að hugsa í ljósi þróunar atvinnulífsins - eins og mikil áhersla á endurmenntun stjórnenda, nýsköpun í stjórnun og eftirfylgni í rekstri. Að þessu vann Magnús ötullega, meðal annars með Árna Vilhjálmssyni prófessor.

Með þessa reynslu, um þrítugt 1973, tekur Magnús við sínu fyrsta forstjórastarfi, hjá Hampiðjunni. Það var þá efnilegt fyrirtæki með 160 starfsmenn en samkeppnin við innflytjendur veiðarfæra var hörð og mikilvægt að halda rekstrinum rétt stilltum. Áður en Magnús tekur formlega við stjórnartaumunum hefur Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri og forystumaður í íslensku þjóðlífi áratugum saman, frumkvæði að því tengja Magnús við stjórnendur í Bandaríkjunum þangað sem hann fór til að afla sér reynslu á námsstyrk og var fjölskyldan öll með.

Mér finnst bókin sýna ágætlega, að þarna kviknar einhver neisti hjá Magnúsi - hinn stóri heimur opnast. Tækifæri alþjóðavæðingarinnar gera Íslandi mögulegt að byggja upp sterkara atvinnulíf og betri lífskjör. Þetta sá Magnús - og markaði sér feril við uppbyggingu innviða og sölustarfs fyrir íslenskan sjávarútveg.

Innviðauppbygging

Til að gera langa sögu stutta - og rekja ekki öll atriði bókarinnar - þá er Magnús innsti koppur í búri, svo að segja, þegar Innviðirnir fyrir söluna á íslenskum sjávarafurðum voru smíðaðir af mikilli harðfylgni og útsjónarsemi, inn á alþjóðamarkaði. Til þess að gera þetta þurfti fólk sem var tilbúið að flytja til útlanda, búa þar og starfa, áratugum saman. Magnús er líklega þekktastur á sínum ferli sem forstjóri Coldwater Seafoods, Atlantika INC og Alræðismaður Íslands í New York í Bandaríkjunum. 

En greinilegt er á frásögnum í bókinni, að það sem eftir situr eftir langan feril í krefjandi verkefnum, eru sterk vináttubönd við fólk sem hann hefur hitt og unnið með. Til dæmis segir Guðbjörg Matthíasdóttir hjá Ísfélaginu í bókinni, að jólin teljist varla komin fyrr en Magnús hringir á aðfangadag, en hann og Sigurður Einarsson, fyrrum eiginmaður Guðbjargar sem lést langt fyrir aldur fram úr krabbameini árið 2000, voru nánir vinir.

Hin skýra sýn - sem titill bókarinnar um Magnús vísar til - er í hans tilviki alþjóðleg og til vitnis um fjölbreytilega reynslu úr lífi og starfi í hinum stóra heimi. Guðmundur rekur sögu hans listilega vel, enda reynslumikill sagnaritari og fagmaður fram í fingurgóma, í orðsins fyllstu merkingu.

Rödd skynseminnar og reynslunnar í stjórnarherberginu hjá Brimi, heyrist frá Magnúsi. En mér finnst samt líklegt að hann komist á flug þegar hagræðingarráðunauturinn í honum tekur yfir. Það er verðmætt fyrir íslenskan sjávarútveg að hafa hann enn í liðinu, og saga hans á mikið erindi.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
4
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár