Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Framandi heimur, mundo ajeno

Eins og seg­ir í inn­gangi er bók­in „vitn­is­burð­ur um flækj­ur inn­flytj­anda“ sem set­ur spurn­ing­ar­merki við „hvað það þýð­ir að vera ís­lensk­ur rit­höf­und­ur“. Ljóð með klof­ið hjarta er ekki galla­laus ljóða­bók — sum ljóð­in skilja lít­ið eft­ir sig — en með sinni bráð­snjöllu fram­setn­ingu og tím­an­lega um­fjöll­un­ar­efni er hún merki­legt fram­lag til ís­lenskra sam­tíma­bók­mennta.

Framandi heimur, mundo ajeno
Bók

Ljóð fyr­ir klof­ið hjarta

Höfundur Helen Cova
Karíba útgáfa
56 blaðsíður
Niðurstaða:

Frumlegt og merkilegt framlag til íslenskra innflytjendabókmennta. Ljóðin eru misöflug en taka á brýnum málum á nýstárlegan og áhrifaríkan hátt.

Gefðu umsögn

Margir kannast við að reyna að fóta sig á nýju tungumáli og rekast á vegg. Það er einhver meining í huga manns, einhver stórmerkileg meining, sem manni bara tekst ekki að koma á framfæri. Maður hikar, tafsar, stamar, og lendir að lokum á einhverri málamiðlun milli tungumálsins sem maður hugsar á og þess sem maður reynir að tala á, málamiðlun sem er hvergi nærri þeirri orðsnilld sem maður hafði ætlað sér. Maður lýkur máli sínu með hnút í maganum (var ég að gera mig að fífli?) og vildi óska þess eins að maður hefði aldrei opnað á sér munninn til að byrja með.

Svona upplifanir geta verið nóg til að fá mann til að gefast upp á því að tala ný tungumál. Að halda áfram krefst seiglu. Að gefa út ljóð krefst hugrekkis. Helen Cova, íslenskur rithöfundur af venesúelskum uppruna, er hugrökk svo eftir verður tekið. Ljóð fyrir klofið hjarta er fjórða bók hennar á íslensku, á eftir barnabókunum Snúlla finnst gott að vera einn (2019) og Snúlla finnst erfitt að segja nei (2022) og smásagnasafninu Sjálfsát: Að éta sjálfan sig (2020). Allar komu þessar bækur út á ensku og/eða spænsku samhliða íslensku útgáfunni. Helen hefur því lagt áherslu á fjöltyngi í sinni útgáfustarfsemi, en í Ljóðum fyrir klofið hjarta einblínir hún beint á þá tilfinningu að vera klofinn milli tveggja tungumálaheima. Niðurstaðan er afskaplega frumleg ljóðabók svo eftir verður tekið.

Eins og segir í inngangi er bókin „vitnisburður um flækjur innflytjanda“ sem setur spurningarmerki við „hvað það þýðir að vera íslenskur rithöfundur“. Bókin nær þessu fram með því að birta ljóðin í tveimur dálkum. Vinstra megin birtist uppkastið, handrit höfundarins, oftast á íslensku en með orð eða setningar á spænsku á milli og ýmsar „villur“ í beygingum og stafsetningu íslensku orðanna. Þar sjáum við það sem Helen kallar „mína íslensku, framsetningu á tungumáli sem stöðugt er lært og skoðað, mótað af flækjum innflytjanda lífsins […] með öllum sínum ófullkomleika“.

Ljóðabókin „upphefur þennan ófullkomleika“, setur hann á svið og neitar að skammast sín fyrir hann. Hægra megin birtast svo sömu ljóð eftir að hafa verið yfirlesin og snúið yfir á reglubundnari, staðlaðri íslensku til að „móta ljóðin að heimi bókmenningarinnar sem þau voru ætluð“.

Að mati þessa lesanda er engin spurning um að ljóðin vinstra megin, þau hráu og handskrifuðu, skara fram úr þeim yfirlesnu hægra megin. Handskrifuðu ljóðin bera sterkan spænskan keim, ekki bara í þeirri merkingu að vera að hluta til á spænsku, heldur í ljóðrænni áherslu. Myndlíkingarnar eru stórar, háleit orð eru valin frekar en lágstemmd, línurnar eru stuttar og knappar. Hægra megin verður allt íslenskara, jarðbundnara og grárra og missir stundum flugið. En það er í samsetningunni sem snilld bókarinnar liggur.

„Niðurstaðan er afskaplega frumleg ljóðabók svo eftir verður tekið“

Vinstra megin sjáum við „Por qué es que / aunque vienes / de mundo ajeno / virðist þú vera / svo nálægt mér?“ Hægra megin birtist „Hvers vegna. / Jafnvel þó / þú komir frá / andstæðum heimi / virðist þú vera mér / samstæður?“ Það er eins og dálkarnir séu að varpa spurningunum hvor til annars. Útgáfurnar tvær af ljóðinu eru auðvitað nálægar og samstæðar, en þær eru líka hvor annarri framandi (þannig myndi ég persónulega þýða ajeno, frekar en „andstæður“). En það sem finnst vinstra megin er einhvern veginn sannara, en styrkist þó bara af nærveru stöðluðu íslenskunnar til hliðar við sig.

Bókinni er skipt í þrjá kafla, eða þrjú sjónarhorn: „Ísland“, „Venezuela“ og „Bæði“. Horft er á Ísland frá Venesúela, á Venesúela frá Íslandi, og í báðar áttir í senn. Hér birtist kunnuglegt stef úr innflytjendabókmenntum allra landa: Hafandi flutt úr heimalandinu, kemst maður nokkurn tímann til baka að fullu? Eða hefur maður breyst varanlega, er maður orðinn „svikari heimalandsins“ // „traidora de la patria“? Í tilfelli Helenar er þessi spurning enn brýnni, þar sem ástandið í Venesúela er skelfilegt eins og við flest þekkjum. Það dregur þó ekkert úr löngun íslenskra stjórnvalda til að vísa Venesúelamönnum á Íslandi aftur „heim“, hvað sem það nú þýðir.

Helen spyr eins og svo margir hljóta að gera á Íslandi nú: „Hvaða ónefnda / refsing bíður / þessarar konu?“ Ljóðmælandi er milli steins og sleggju: „Ísland / mun brjóta beinin mín / með klakanum sínum … með sínu myrkri / vægðarlaust / endalaust“, en „Venesúela / mun brjóta beinin mín / með byssunni … Með vélbyssunni, / vægðarlaus, / endalaus“. 

Ljóð með klofið hjarta er ekki gallalaus ljóðabók, sum ljóðin skilja lítið eftir sig, en með sinni bráðsnjöllu framsetningu og tímanlega umfjöllunarefni er hún merkilegt framlag til íslenskra samtímabókmennta. Við þurfum fleiri Íslendinga á borð við Helen Cova og færri á borð við dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
6
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
9
RannsóknirÁ vettvangi

Kyn­ferð­is­legt efni not­að til fjár­kúg­un­ar

„Ný­lega vor­um við með mál þar sem ung­ur mað­ur kynn­ist einni á net­inu og ger­ir þetta og hann end­aði með því á einni helgi að borga við­kom­andi að­ila alla sum­ar­hýruna eft­ir sum­ar­vinn­una og síð­an bætti hann við smá­láni þannig að hann borg­aði alls eina og hálfa millj­ón krón­ur en þrátt fyr­ir það var birt,“ seg­ir Kristján lngi lög­reglu­full­trúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
10
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
4
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár