Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Óbærilegt æðruleysi dauðans

„Fjöldi við­mæl­enda og það hve stutt við­töl­in eru reyn­ist líka vanda­mál, þau eru flest of stutt til að kom­ast virki­lega á dýpt­ina og eru end­ur­tekn­inga­söm, dauð­inn er tölu­vert fjöl­breytt­ari en hann birt­ist okk­ur hér,“ seg­ir m.a. í rit­dómi um Dauð­ann eft­ir Björn Þor­láks­son.

Óbærilegt æðruleysi dauðans
Björn Þorláksson Fyrsta bók Björns er smásagnasafnið Við sem kom út árið 2001. Mynd: b'P\xc3\xa9tur Fjeldsted Einarsson'
Bók

Dauð­inn

Höfundur Björn Þorláksson
Tindur
272 blaðsíður
Niðurstaða:

Þessi bók er eins og loforð um hólmgöngu sem fer aldrei almennilega fram. Dauðinn er enn í skugganum, þótt hann sé í titlinum. En í Mývatnssveit lifnar bókin við.

Gefðu umsögn

Blaðamaður liggur slasaður og óvinnufær og fer að hugleiða endalokin. Fer að lesa sér til og dettur niður á hugleiðingar þýska heimspekingsins Michaels Theunissens um dauðann. Maður fer að skynja hálfgerða esseyjubók blaðamanns blandaða viðtölum og heimildavinnu, sem hljómar eins og áhugavert form – og kveikjan, þessi þýski heimspekingur, virkar áhugaverður, segir „að í hans eigin dauða upplifi hann einnig dauða annarra og í dauða annarra upplifi hann eigin dauða“.

En svo er eins og hann týni þessum þræði Theunissens og fari á öllu meinlausari slóðir. Fjöldi viðmælenda og það hve stutt viðtölin eru reynist líka vandamál, þau eru flest of stutt til að komast virkilega á dýptina og eru endurtekningasöm, dauðinn er töluvert fjölbreyttari en hann birtist okkur hér.

Aðallega fannst mér samt vanta meiri Dylan Thomas í bókina. Þið þekkið þessar línur vonandi, um að ganga ekki auðsveipur inn í nóttina löngu og „berjast, berjast gegn dauða ljóssins“ – já, eða Tolstoj, sem skrifaði um Dauða Ivan Ilyich, magnaða bók um hina löngu angistarnótt sálarinnar andspænis dauðanum, eins og hún birtist í einu ákveðnu dauðastríði.

„Dauðinn er töluvert fjölbreyttari en hann birtist okkur hér“

Nú er ég ekki bókstaflega að biðja um Tolstoj eða Thomas, en ég sakna þess að þessi lykilþemu í glímunni við dauðann séu jafn lítið áberandi og raun ber vitni, þessi angistarnótt sálarinnar gagnvart endalokunum, þessi örvæntingarfulla barátta gegn honum. Öll eftirsjáin, öll sorgin.

En í þessari bók birtist okkur fyrst og fremst endalaust æðruleysi Íslendinga gagnvart dauðanum. Hreinlega bugandi æðruleysi þegar á líður og viðtölin fara að enduróma hvert annað og mig fer að gruna að þetta sé oftar en ekki æðruleysi sem varnarviðbrögð, ný tegund af þagnarhjúp um dauðann. Ekki fara í kvikuna, tala frekar í kringum hann.

Æðruleysi getur vissulega verið einlægt, margir fara saddir lífdaga og hafa náð sátt við guð og menn – en sem almenn regla þegar fólk stendur andspænis dauðanum, nei, þá eru sorgin og dauðabeygurinn ekki síður algeng – og satt best að segja mun áhugaverðara viðfangsefni. Æðruleysi er sjaldnast sérlega áhugavert aflestrar.

Þá eru prestar alltof fyrirferðarmiklir í viðmælendahópnum – og það án þess að þeir líti nokkru sinni af alvöru inn á við þegar kemur að minnkandi vægi trúarinnar í samtímanum. Og í bókina vantar alveg þá spurningu hvort það sé ekki dálítið skakkt að prestar hafi enn þetta stórt hlutverk þegar kemur að dauðanum hjá þjóð sem verður sífellt trúlausari?

Langbestu kaflar bókarinnar fjalla hins vegar ekki beinlínis um dauðann. Kaflar um æsku höfundar í Mývatnssveit, afskaplega fornri Mývatnssveit, um eldsumbrot og háska Kröflueldanna. Þessir kaflar eiga þó á einkennilegan hátt vel heima í bók um dauðann, því í dauðanum speglast upphafið og margir velta þá fyrir sér hvar þeir hafi beygt af leið eða komist á réttu brautina – og það er heil bók þarna undirliggjandi sem væri gaman að lesa. En endalokin sem þessi kafli á að spegla nær sjaldnast raunverulegu flugi, til þess er æðruleysið og prestafjöldinn of yfirþyrmandi.

„Það var erfitt að takast á við dauðann með sorgina í felum,“ stendur í miðri bók – og það reynast forspá orð, dauðinn nær merkilega vel að fela sig á þessum síðum þótt hann sé í titlinum.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu