Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Hvalveiðiskipin haldin til veiða

Síð­deg­is í gær héldu skip Hvals hf., Hval­ur 8 og Hval­ur 9, til veiða frá hval­stöð­inni í Hval­firði. „Von­brigði,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri sjáv­ar­vernd­un­ar­sam­tak­anna Hard to Port. Ljós­mynd­ari frá þeim fylgd­ist með brott­för skip­anna hand­an raf­magns­girð­ing­ar.

Hvalveiðiskipin haldin til veiða
Út á miðin Hvalveiðiskipin tvö á leið til veiða síðdegis í gær. Auk áhafna eru eftirlitsmenn frá Fiskistofu um borð sem munu taka upp veiðarnar. Mynd: Boris Niehaus/Hard To Port

Skip Hvals hf., Hvalur 8 og Hvalur 9, héldu til veiða frá hvalstöðinni síðdegis í gær. Þau sigldu lygnan sjó út Hvalfjörðinn, hlaðin sprengjuskutlum til veiða á langreyðum undan ströndum Íslands. Fyrirtækið hefur leyfi til veiða á 161 dýri í ár.

Á förumKristján Loftsson, forstjóri Hvals, ekur frá hvalstöðinni skömmu áður en skip hans tvö héldu til veiða.

Til stóð að vertíð Hvals hf. hæfist í júní en degi áður en skipin héldu út á miðin ákvað Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra að stöðva veiðar tímabundið. Tímann til hausts átti að nýta til að ganga úr skugga um að hægt væri að veiða langreyðar í samræmi við lög um dýravelferð. Fagráð um dýravelferð hafði nokkru áður komist að því að slíkt væri ómögulegt með þeim aðferðum og við þær aðstæður sem veiðarnar eru stundaðar.

Starfshópur sem Svandís skipaði skilaði skýrslu í lok ágúst og taldi „ekki unnt að útiloka“ að tillögur Hvals hf. að umbótum við veiðarnar „verði betur til þess fallnar en eldri aðferðir að fækka frávikum“. Umbæturnar, sem tilteknar eru í nýrri reglugerð, felast m.a. í að nota ljós við mið, að skjóta aðeins á dýrin ef færið er innan við 25 metrar, að stunda veiðar eingöngu í dagsbirtu, að skima eftir kálfum í fylgd dýra sem skyttur hafa í sigtinu og í hertara eftirliti og skráningu frávika við veiðarnar.

Svandís ákvað, í ljósi niðurstöðu starfshópsins, að heimila veiðar á ný. Var sú ákvörðun harðlega gagnrýnd og komu tvær konur í veg fyrir brottför skipa Hvals hf. frá Reykjavíkurhöfn í byrjun viku með því að koma sér fyrir í tunnum í möstrum skipanna. Þar dvöldu þær í 33 klukkustundir.

Við ReykjavíkurhöfnTvær konur stöðvuðu brottför hvalveiðibátanna tveggja frá Reykjavíkurhöfn með því að koma sér fyrir í möstrum þeirra í 33 klukkustundir.

Er þær höfðu komið niður, eftir að lögregla hafði ítrekað reynt að fá þær til þess, voru vélar skipanna ræstar og þeim siglt að hvalstöðinni í Hvalfirði þar sem veiðarfæri og vistir voru teknar um borð. Um klukkan 17 í gær héldu þau svo út á miðin. Auk áhafnar er einnig eftirlitsmaður frá Fiskistofu um borð sem mun líkt og á seinni hluta síðustu vertíðar taka upp veiðarnar.

Í fyrrasumar fylgdust félagar í Hard to Port náið með í hvert skipti sem langreyður var dregin á land í hvalstöðinni. Þeir mynduðu m.a. þegar fóstur voru skorin úr kúm, dýr með marga sprengjuskutla í sér og þegar ósprungnir skutlar voru fjarlægðir úr skrokkum þeirra.

Sprungu ekkiÁ síðustu vertíð voru dæmi um að skutlar sprungu ekki og að skjóta hafi þurft dýr ítrekað.

Nú hefur Hvalur hf. komið upp sterkbyggðum rafmagnsgirðingum umhverfis hvalstöðina og ber óviðkomandi, þ.e. þeim sem ekki vinna hjá fyrirtækinu, að halda sig utan hennar – í meiri fjarlægð frá hvalskurðarplaninu en áður.

„Það eru mikil vonbrigði og veldur áhyggjum að sjá að tvö eldgömul skip Hvals hf. hafa fengið leyfi til að veiða hvali á ný eftir allt það sem dregið hefur verið fram í dagsljósið um starfsemi þeirra undanfarið ár,“ segir Arne Feuerhahn, framkvæmdastjóri Hard to Port, við Heimildina. „Við getum ekkert gert nema vonað að óhagstætt veður muni vernda hvalina á komandi vikum.“

Leyfi í gildi út árið

Kristján Þór Júlíusson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, endurnýjaði leyfi Hvals hf. til veiða á langreyðum árið 2019. Fyrstu þrjú árin var ekkert veitt en í fyrra voru veiddar 148 langreyðar á 100 daga vertíð sem lauk 28. september. Leyfið gildir út árið 2023.

RafmagnaðÍ vor var komið upp rammgerðri rafmagnsgirðingu umhverfis hvalstöðina í Hvalfirði.

Svandís setti í fyrrasumar reglugerð um hert eftirlit með veiðunum. Var það gert í kjölfar þess að Hard to Port upplýsti um mörg frávik líkt og hér að framan er rakið. Við myndavélaeftirlit það sem hófst síðari hluta vertíðarinnar kom í ljós að veiðar stóðu í einhverjum tilvikum fram í myrkur, að dýr voru skotin margsinnis og að dauðastríð þeirra gat staðið klukkustundum saman. Í að minnsta kosti einu tilviki sleit dýr sem skotið hafði verið línu og hvarf sært veiðimönnunum sjónum.

Ef vel ber í veiði fyrir áhafnirnar á Hval 8 og Hval 9, má gera ráð fyrir að fyrstu langreyðarnar verði dregnar á land í hvalstöðinni í Hvalfirði í kvöld eða nótt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Svandís ætlar ekki að segja af sér vegna álits umboðsmanns
FréttirHvalveiðar

Svandís ætl­ar ekki að segja af sér vegna álits um­boðs­manns

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur að mat­væla­ráð­herra hafi ekki gætt að með­al­hófi eða haft nægi­lega skýra laga­stoð þeg­ar hún frest­aði upp­hafi hval­veiða síð­ast­lið­ið sum­ar. Ráð­herr­ann, Svandís Svavars­dótt­ir, seg­ist taka nið­ur­stöð­unni al­var­lega en að hún hygg­ist beita sér fyr­ir breyttri hval­veiði­lög­gjöf. Hún ætl­ar ekki að segja af sér.
Kristján og Ralph tókust á – Báðir pólar á villigötum
FréttirHvalveiðar

Kristján og Ralph tók­ust á – Báð­ir pól­ar á villi­göt­um

Óvænt­ur gest­ur mætti á er­indi um mik­il­vægi hvala fyr­ir líf­ríki sjáv­ar í Hörpu í lok októ­ber. Hann mót­mælti því sem hafði kom­ið fram í er­ind­inu um kol­efn­is­bind­ingu hvala. „Ég er sjálf­ur hval­veiði­mað­ur,“ sagði mað­ur­inn – Kristján Lofts­son – áð­ur en hann full­yrti að hval­ir gæfu frá sér tvö­falt meira magn af kolt­ví­sýr­ingi en þeir föng­uðu.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár