Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Þá deyja sumir samt

„Helst lít­ur út fyr­ir að al­kunn skoð­un eða spá­dómsorð kerl­ing­ar muni sann­ast á Franco þeg­ar hún sagði: ,Djöfl­arn­ir deyja aldrei.‘ En þótt djöfl­arn­ir deyi kannski aldrei þá deyja sum­ir samt og flest fer eft­ir því hvaða aug­um menn líta á djöfl­ana, dauð­ann og líf­ið.“

Þá deyja sumir samt

Hólmfríður Matthíasdóttir, útgáfustjóri Forlagsins, segir hér í örfáum orðum frá bókinni Dauði Francos eftir Guðberg. Bókin er á leið í prentun og væntanleg glóðvolg nú í haust. Sjálf hefur Hólmfríður búið lengi í Barcelona þar sem Guðbergur nam spænsk fræði, listasögu og bókmenntir, nánar tiltekið í Háskólanum í Barcelona, La Universidad de Barcelona.

Hólmfríður Matthíasdóttirútgáfustjóri Forlagsins.

Bók Guðbergs Bergssonar, Dauði Francos, sem kemur út hjá Forlaginu í október, var í raun skrifuð árið 1975, þegar Guðbergur fylgdist með nokkurra vikna dauðastríði einræðisherrans Francisco Francos og skrásetti í dagbók.

Þetta er ekki löng bók, en hún er einstök heimild um þessi tímamót og varpar upp heillandi nærmynd af þjóðfélagi og tíðaranda þar sem nýi og gamli tíminn takast á í samfélagslegri ringulreið.

Grípandi lesning sem ég spændi í mig um leið og mér barst handritið í tölvupósti frá skáldinu. Guðbergur skrifar svo skemmtilega og af einstakri innsýn og skilningi á …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Guðbergur Bergsson

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár