Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Segja hafnir á horriminni í nýrri samgönguáætlun

Formað­ur stjórn­ar Hafna­sam­bands Ís­lands seg­ir að þre­falda þurfi fjár­fram­lög til ný­fram­kvæmda í höfn­um lands­ins næstu fimm ár frá því sem gert er ráð fyr­ir í fram­kvæmda­áætl­un sam­göngu­áætlun­ar. Tómt mál sé að tala um raf­væð­ingu flot­ans nema veru­lega auk­ið fjár­magn komi til.

Segja hafnir á horriminni í nýrri samgönguáætlun
Kostar meira en fimmaur Ef rafvæða á skipaflotann þarf fyrst að koma upp raftengingum í höfnum landsins og það kostar háar fjárhæði, segir Lúðvík Geirsson, formaður stjórnar Hafnasambands Íslands.

Hafnasamband Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við drög að samgönguáætlun Alþingis sem nú er til kynningar. Er það framkvæmdaáætlun næstu fimm ára sem Hafnasambandið er ósátt með en þar þykir stjórnendum hafnanna þær bera lítið úr býtum. Lúðvík Geirsson, formaður stjórnar, segir að tómt mál sé að tala um rafvæðingu flotans verði fjármagn ekki aukið og þar í ofanálag sé viðhaldsþörf í mörgum höfnum orðin mjög veruleg, svo veruleg að það sé farið að hamla útgerð og annarri skipaumferð og hafnartengdri þjónustu. „Þessi fjárhæð þarf alveg að þrefaldast til að mæta brýnustu þörfum.“

Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 var lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda 13. júní síðastliðinn og rann umsagnarfrestur vegna hennar út í gær, 31. júlí. Samhliða áætluninni er lögð fram framkvæmdaáætlun til fyrstu fimm ára áætlunarinnar. Í framkvæmdaáætluninni er gert ráð fyrir veitt verði 6,1 milljarði króna til nýframkvæmda í höfnum landsins. Það telur stjórn Hafnasambands Íslands langt í frá nægilegt enda hafi hafnarsjóðir landsins þegar sótt um framlög upp á 36 milljarða til brýnna framkvæmda, sem falli að meginmarkmiðum og áherslum samgönguáætlunar. „Það er því augljóst að þarna vantar mikið upp á að hafnir landsins geti haldið áfram þeirri þróun og uppbyggingu sem brýn þörf er á,“ segir í umsögn Hafnasambandsins.

Dýpka, endurnýja og rafvæða

Lúðvík Geirsson, formaður stjórnar Hafnasambandsins, segir þörfina á auknum fjárframlögum einkum felast í þrennu. „Í fyrsta lagi er komin tími á töluvert miklar endurbætur og endurnýjun í höfnunum. Þær eru margar hverjar komnar töluvert til ára sinna, stálþil og viðlegukantar.

„Það er ekkert eitthvað sem kostar fimmaur, það eru hundruðir milljóna og milljarðar sem liggja í því í stærri höfnum“
Lúðvík Geirsson
um rafvæðingu hafna

Í öðru lagi er skipaflotinn að stækka og því þarf dýpri, stærri og rúmbetri hafnir en áður voru, og það er verkefni sem menn hafa verið að vinna í.

Svo bætist við í þriðja lagi rafvæðing hafnanna, sem er stóra umræðan í dag. Ef menn meina eitthvað með því að ætla sér að rafvæða flotann og tryggja að hægt sé að raftengja skipin, þá þarf auðvitað að koma upp slíkum búnaði í höfnunum. Það er ekkert eitthvað sem kostar fimmaur, það eru hundruðir milljóna og milljarðar sem liggja í því í stærri höfnum.“

Finnst sem hafnirnar gleymist

Lúðvík viðurkennir að 36 milljarðar séu töluvert há tala og segir að það séu ítrustu óskir og væntingar sem liggja að baki þeirri upphæð. „Menn verða samt að átta sig á að þessar tölur eru engar risatölur miðað við það sem menn eru að horfa til í flugvelli og vegakerfi. Það er eins og menn gleymi því alltaf að hafnirnar eru líka mjög stór innviðaþáttur í samgöngum. Þær hafa orðið útundan og það þarf að gera þar stórátak til að viðhalda þeim búnaði og þeirri aðstöðu sem fyrir hendi er, og styrkja hana enn frekar. Um það snýst málið.“

Árið 2021 var gerð skýrsla fyrir Hafnasambandið þar sem lagt var mat á nýframkvæmda- og viðhaldsþörf hafna á tíu ára tímabili. Þar kom fram að viðhaldsþörf hafna væri metin 12,3 milljarðar króna árin 2021 til 2025 og að gert væri ráð fyrir nýframkvæmdum að upphæð ríflega 68 milljarða til ársins 2031. Þar af var gert ráð fyrir nýframkvæmdum við rafbúnað vegna orkuskipta fyrir 16,6 milljarða króna.

Landtengingarbúnaður þarf að koma fyrst

Lúðvík segir tómt mál að tala um rafvæðingu íslenska flotans næstu ár ef ekki komi til frekari fjármunir í verkefnið. „Það rafvæðir enginn flotann fyrir landtengingu nema að landtengingarbúnaður sé til í höfnunum. Það þarf að byrja á því að fara í það verkefni. Það eru bara allra stærstu hafnirnar sem eru farnar af stað í því, Hafnarfjörður, Faxaflóahafnir og Akureyri er með sitt í undirbúningi. Annars staðar er ekkert að gerast, nema að Síldarvinnslan í Neskaupsstað er farin af stað með sín verkefni.“

Í sumar hefur mengun frá skemmtiferðaskipum verið til töluverðrar umræðu enda hafa íbúar við Eyjafjörð til að mynda þurft að þola bláan reyk yfir firðinum sem skemmtiferðaskip hafa spúið úr sér. Spurður hvort að rafvæðing hafna sé ekki nauðsynleg til þess einnig að hægt sé að landtengja skemmtiferðaskip og koma þar með í veg fyrir umrædda mengun svarar Lúðvík því játandi. „Jújú, sá búnaður sem til er í stærstu höfnum í dag, hann dugar eingöngu fyrir ísfiskstogara og minni skip, hann dugar ekki einu sinni til frystiskipin, hvað þá farþegaskipin. Það er kominn fyrsti vísir að þessum landtengingum í Hafnarfirði og Reykjavík ætlar að tengja fyrsta skipið hjá sér, jafnvel bara í næstu viku. Svo þetta er að gerast en það eru bara fyrstu skrefin.“

Treystir á að þingmenn þekki til í sínum kjördæmum

Lúðvík segir þá jafnframt að þörfin á endurnýjun, viðhaldi og uppbyggingu sé orðin ærið brýn víða, staðan sé þannig að hún sé farin að hamla útgerð og annarri skipaumferð í ákveðnum plássum.  „Bæði vegna þess að það vantar meira dýpi og þilin eru komin á aldur. Til að mynda hafa menn miklar áhyggjur af þessu í Vestmannaeyjum. Þetta eru verkefni sem kosta sitt, taka ár og áratugi í framkvæmd og menn verða bara að vera í takt við tímann. Við erum að missa af lestinni.“

„Þessi fjárhæð þarf alveg að þrefaldast til að mæta brýnustu þörfum. Þetta þyrftu að vera 18 til 20 milljarðar króna“
Lúðvík Geirsson
um fjármuni til nýframkvæmda í höfnum.

Sem fyrr segir eru milljarðarnir 36 sem hafnarsjóðir hafa þegar sótt um ítrustu kröfur. Lúðvík segir að hægt sé að komast af með minna í fyrsta áfanga, þessi fyrstu fimm ár, en 6,1 milljarður dugi hins vegar engan veginn til. „Þessi fjárhæð þarf alveg að þrefaldast til að mæta brýnustu þörfum. Þetta þyrftu að vera 18 til 20 milljarðar króna.

Spurður hvort hann sé bjartsýnn á að tekið verði tillit til umsagnar Hafnasambandsins við frekari vinnu og útfærslu samgönguáætlunnar svarar Lúðvík: „Ég er alltaf bjartsýnn. Ég held að þingmenn sem þekki til heima, hver í sinni sveit, þeir viti hvar skóinn kreppir í þessum efnum.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Ríkisstjórnin stöðvaði strandveiðar 12 júlí og skrúfaði þar með fyrir fjármagn frá strandveiðibátum til hafna hringinn í kringum landið.
    Á því tapa allir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ójöfnuður kemur okkur öllum við
3
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
4
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
6
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár