Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Geta aldrei ræktað neitt aftur og fóru að breyta pallbílum í færanlega skotpalla

Það er erfitt að finna sterk­ari hvatn­ingu til ný­sköp­un­ar en ógn við sjálfa til­ver­una. Feðg­ar sem stund­uðu land­bún­að á jörð sinni í Úkraínu fyr­ir stríð eru nú komn­ir í „Gerðu það sjálf­ur“-vopna­fram­leiðslu. Þeirra ný­sköp­un fel­ur í sér að breyta pall­bíl­um í fær­an­lega skot­palla til að nýt­ast í stríð­inu.

Við lítum oft á söguna sem eins konar uppskrift að því sem koma skal. Auðvelt er að bera saman hin ýmsu stríð úr fortíðinni við þau sem við heyjum í nútímanum og þannig reynum við að hafa einhverja hugmynd um það sem koma skal. Stríðið í Úkraínu hefur kennt okkur þá lexíu að það er í raun ekkert sem heitir hefðbundið stríð og jafnvel hugtakið um nútímastríð, er eingöngu síðasta stríð. Þó sagan sé stutt, þá er hún svo sannarlega í fortíð.

Einhver sagði mér að sagan endurtekur sig ekki en hún á það til að ríma og það er vissulega tilfellið hér. Það sem rímar er að stríð eru í flestum tilfellum hörmuleg, sprengjur springa og skotið er úr byssum. Það kemur manni jafnvel á óvart hversu oft gamaldags verkfæri og kænska svipa til milli stríða.

Skotgrafir eru gott dæmi um endurtekið rím milli stríða en þær eru eitthvað …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Konráð Eyjólfsson skrifaði
    Skrifaðu meira Óskar. Ég upplifi að þessi hlið málanna svona vel framsett hrærir upp í doðanum sem ofgnótt upplýsinga og umfjallana frá pólitíkusum og bútafréttum skapar. Þarna er fólk að gera hluti sem maður samsamar sig við og langar að leggja lið
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu