Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Katrín Jakobsdóttir: Ábyrgðin bankans, ekki fjármálaráðherra

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra tel­ur að banka­stjóri og stjórn Ís­lands­banka beri fulla ábyrgð á lög­brot­um við söl­una á bank­an­um. Um póli­tíska ábyrgð seg­ir Katrín ekk­ert hafa kom­ið fram sem bendi til þess að óeðli­lega hafi ver­ið stað­ið að und­ir­bún­ingi söl­unn­ar.

<span>Katrín Jakobsdóttir:</span> Ábyrgðin bankans, ekki fjármálaráðherra
Áfellisdómur „Ég get enga aðra niðurstöðu dregið en að þetta sé mjög alvarlegur áfellisdómur yfir stjórnendum bankans,“ segir Katrín um sáttina. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ríkisstjórnin mun ekki ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr en öll kurl eru komin til grafar varðandi sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum í fyrra. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME) var birt í dag en bankinn hefur viðurkennt að hafa brotið lög við söluna. Ríkið á enn 42,5% í bankanum og var frekari sala á hlut ríkisins á áætlun í ár.

Samtök atvinnulífsins sögðu í umsögn sinni um fjárlög þessa árs að ef ekki yrði af sölu bankans væri ein meginforsenda fjárlaga í uppnámi. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að 75 milljarðar króna fengjust fyrir hlut ríkisins í bankanum. Ef salan fer ekki í gegn í ár verður því til 75 milljarða gat í fjárlögum.

Spurð um það segir Katrín að ríkisstjórnin sé alltaf að vinna með mikla óvissu. „Það er ekki eitthvað sem ég hef stórar áhyggjur af,“ segir Katrín. „Mér finnst mikilvægara að við ætlum að vanda bæði mjög vel til þess að skoða þessa sölu og ekki taka ákvörðun um nýja fyrr en þetta fyrirkomulag hefur verið endurskoðað.“

Kallar eftir því að stjórnendur bankans axli ábyrgð

Katrín segir ítarlega rannsókn FME vera alvarlegan áfellisdóm yfir stjórnendum bankans. Hún kallar brot bankans alvarleg, m.a. hvað varðar skort á áhættuvitund og ráðstafanir til að tryggja að bankinn uppfyllti lagakröfur. 

Í sáttargjörðinni kemur einnig fram að bankinn veitti Bankasýslunni villandi upplýsingar og virti ekki útboðsskilmála hennar. 

„Það er auðvitað stóralvarlegt mál því hér er um að ræða sölu á almannaeign“
Katrín Jakobsdóttir
um villandi upplýsingar Íslandsbanka til Bankasýslunnar.

„Það er auðvitað stóralvarlegt mál því hér er um að ræða sölu á almannaeign,“ segir Katrín. „Við köllum eftir því að stjórn og stjórnendur axli ábyrgð á þessu ferli.“

Ertu þá að kalla eftir því að stjórn bankans og bankastjóri segi af sér? 

„Ég kalla eftir því að þau geri okkur, eigendum sínum, grein fyrir því hvernig þau ætla að axla ábyrgð á þessari stöðu og sínum gjörðum,“ segir Katrín. 

Bankinn sem fylgdi ekki reglum

Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra axli pólitíska ábyrgð á málinu. Katrín segir aftur á móti ekkert hafa komið fram um að óeðlilega hafi verið staðið að undirbúningi sölunnar en þar taki ráðherrar ákvarðanir. 

„Síðan er það auðvitað bankasýslan sem á að annast þetta fyrir hönd ríkisins. Samkvæmt þessari skýrslu, sem við eigum eftir að kafa betur í, þá virðast reglur hafa verið brotnar, skilmálum ekki verið fylgt og villandi upplýsingar verið gefnar. Mér finnst alveg blasa við hver ber ábyrgð á því.“

Er það þá ekki fjármálaráðherra? 

„Ég myndi telja að það væri bankinn sem fylgir ekki reglunum og gefur ekki réttar upplýsingar.“

Ber Bjarni þá enga ábyrgð? 

„Þarna er hafin framkvæmd þar sem á að fylgja ákveðnum reglum og það er ekki gert. Þá horfi ég auðvitað til þess hver það er sem fylgir ekki reglunum, það er bankinn.“

Áfellisdómur

Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því síðan salan fór fram í fyrra að rannsóknarnefnd verði skipuð sem fái það hlutverk að fara yfir söluna. 

Munt þú styðja kröfu um skipun rannsóknarnefndar? 

„Ég tel að bæði skýrsla Ríkisendurskoðunar og þessi skýrsla muni gefa heildstæða mynd af þessu ferli öllu og það kalli ekki á frekari rannsóknir en með þeim fyrirvara að við eigum eftir að fara yfir þetta mál á vettvangi ríkisstjórnar. Ég tel að þessi skýrsla sýni mjög vel hvernig framkvæmdinni var háttað.“

„Við köllum eftir því að stjórn og stjórnendur axli ábyrgð á þessu ferli“
Katrín Jakobsdóttir,
forsætisráðherra

Katrín segir að í framhaldinu verði ráðist í að endurskoða fyrirkomulag sölunnar frá grunni og ítrekar að engin frekari sala muni fara fram fyrr en því er lokið. 

Sérðu fyrir þér að það gerist á þessu ári? 

„Ég þori ekki að segja nákvæmlega til um það. Það verður bara að taka þann tíma sem það tekur því að stóra málið er að svona sala þarf að vera hafin yfir allan vafa. Þessi skýrsla er áfellisdómur yfir framkvæmd bankans og það getum við ekki látið endurtaka sig.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Brynja Óskarsdóttir skrifaði
    Það er sorglegt, aumlegt og skammarlegt þegar forsætisráðherra landsins telur sig enga ábyrgð bera á gjörðum ráðherra sinna og yppir áhyggjulausum öxlum yfir hverju stórmálinu á fætur öðru. Og kona þaraðauki! Það er hættulegt þegar hún leyfir dómsmálaráðherra að vígvæða lögreglu án lýðræðislegs samráðs við ríkisstjórn og Alþingi og beinir þarmeð farvegi lýðræðis í átt að einræði og ofbeldi. Og felur samþykkta stjórnarskrá alþýðunnar. Það er fáránlegt þegar hún forsætisráðherrann, skipstjórinn í brúnni, telur sig valdlausa í fjármálum þjóðarinnar og leyfir þarafleiðandi auðgunarbrot sérhagsmunaafla á kostnað lífsviðurværis hins almenna borgara: svo sem sést á að helstu auðlindir landsins færa örfáum ofurauð en fjöldanum versnandi heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og lélegri vernd fjölskyldna og barna. OG nú síðast á lýðræði Alþingis í vök að verjast þegar forseti Alþingis tekur upp einræði í upplýsingagjöf sem alþingismenn, kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eiga fullan rétt á að nálgast. En Katrín Jakobsdóttir, kona, forsætisráðherra þjóðarinnar, telur sig ábyrgðarlausa og valdlausa og vísar til almennra starfsmanna og borgara um að sinna ábyrgð. Hvað kom fyrir þig, Katrín Jakobsdóttir? Af hverju ættir þú að vera sú manneskja sem skiptir máli að stjórni? Ég velti fyrir mér að þú ættir að skipa svo fyrir að Rannsóknarnefnd Alþingis rannsaki allan fjárhagsrekstur ríkisstjórnar þinnar svo hægt verði að sýna hver ber pólitíska ábyrgð framar öðrum í stjórn landsins fyrst hvorki þú eða fjármálaráðherra kannist við slíkt. Skyldi engan undra að fjármálakerfið haldi að það megi hegða sér eins og það beri enga ábyrgð gagnvart almenningi. Ég mæli með að starfsleyfi allra deilda Íslandsbanka sem komið hafa að sölu bankans fyrr og nú verði tekið af þeim. Mæli einnig með að bankastjóranum verði sagt upp störfum strax. Svo mæli ég eindregið með að ríkisstjórninni verði sagt upp tafarlaust og að almenningur þessa lands hætti viðskiptum við Íslandsbanka og mæti til borgaralegrar uppreisnar á Austurvöll. Og kjósi aldrei aftur vinstri græna eða sjálfstæðisflokk.
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    bjarN1 benediktsson er ekki stjórnmálamaður, hann er foringi stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisglæpasamtakanna.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Í alvörulandi er keðjuábyrð ábyrgðar og Bjarni er bullandi sekur og ekki mark á honum takandi... sér í lagi yfirlýsingar um þekkingarleysið á fjárfestingum föður hans enda Bjarni Beneficial Owner á aflandseyjaskráðu höllinni í Florida enda notaði hann bústaðinn þrátt fyrir að honum sem þingmanni og ráðherra væri fulljóst að um aflandseyjaskráða felueign væri að ræða.

    Frekar fyndið að fjármálaráðherrar notið hulduheimaeignir í R&R... en ekkert nýtt á Íslandi.

    Þetta er galið ástand og því miður ekki óhætta að sleppa neinum upplýsingum lausum því landinn og kerfið svæfir og kæfir allt. Breytingin frá 2000 er engin og allir dómarnir um "vondu" banksterana voru eins og allir erlendir sérfræðingar sáu í hendi sér... bara sýndarmennska.... því kerfið breytttist ekkert.

    Auðvitað veit Katrín af öllu... uppalin af Steingrími og meðvituð um allar hans gerðir... líka þegar hann vildi selja bretum sjálfsdæmið.

    En við fáum það sem við eigum skilið... ekki satt ?
    1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Spillingin er svo svakalega mikil á Íslandi að ekkert verður gert , en hvers vegna er VG svona sokkin í spillingu ?
    3
  • Sveinn Hansson skrifaði
    Nei sko, klappstýran mætt.
    Bjaddni klapp klapp klapp, Bjadddni klapp klapp klapp.
    Er til meiri vesalingur í pólitík en Katrín ?
    4
  • Kári Jónsson skrifaði
    Hvað er Bjarni Ben með uppí erminni gegn Katrínu Jak sem þolir ekki dagsljósið ?Meðvirkni Katrínar Jak með Bjarna Ben er hreinlega átakanleg og öllum í sömu stöðu ráðlagt að leita sér aðstoðar hjá alanon-samtökunum. Bjarni Ben ber 100% ábyrgð á sölu ríkiseigna sem fjármálaráðherra í stjórnarráði Katrínar Jak.
    7
    • Sveinn Hansson skrifaði
      Nei sko, klappstýran mætt.
      Bjaddni klapp klapp klapp, Bjadddni klapp klapp klapp.
      Er til meiri vesalingur í pólitík en Katrín ?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ójöfnuður kemur okkur öllum við
1
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
2
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
5
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
7
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
8
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
7
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár