Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Ráðgáta á Akranesi: Hvaðan er vatnið að koma?

Íbú­ar á Akra­nesi eru sum­ir hverj­ir ugg­andi yf­ir kenn­ing­um þess efn­is að jarð­veg­ur­inn í stór­um hluta mið­bæj­ar­ins sé mun blaut­ari en eðli­legt geti tal­ist. Veit­ur finna eng­an leka í sín­um kerf­um. Bær­inn hef­ur ráð­ið verk­fræði­stofu til að skoða mál­ið. Bæj­ar­full­trúi seg­ir ekki til­efni til að hræða fólk á með­an eng­inn viti neitt. Einn helsti áhrifa­mað­ur­inn í at­vinnu­lífi bæj­ar­ins hef­ur stað­ið fyr­ir eig­in rann­sókn­um á mál­inu.

Húseigendur á neðri Skaga, í grennd við miðbæinn á Akranesi, hafa sumir tekið eftir óútskýrðum raka eða jafnvel leka í kjöllurum húsa. „Við höfum fengið vatn inn í húsið, ekki rigningarvatn. Hvaðan er þá vatnið að koma?“ spyr íbúi við Vesturgötu og íbúi við Akurgerði lýsir því að vatn undir húsi hans hafi sópað jarðvegi frá skólplögn.

Stórhýsi í miðbænum hefur orðið fyrir tjóni og eigandi þess, einn helsti áhrifamaðurinn í atvinnulífi Akraness, fullyrðir að hitaveituvatn streymi um jarðveginn á stóru svæði, hefur sjálfur staðið fyrir rannsóknum og fengið að grafa holur í görðum samborgara sinna.

Ábendingar um að eitthvað ami að hafa verið sendar til Veitna, sem hafa í þrígang á þessu ári ráðist í bilanaleit á svæðinu, en veitufyrirtækið segir að ekkert athugavert hafi fundist við lagnir þess á Akranesi.

Akranesbær samdi í júní við verkfræðistofuna Verkís um að kanna málið frekar, í ljósi þess að ekki hafði …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Mig grunar að hér sé um alvarlegan spekileka að ræða á Akranesi.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu