Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Maðurinn með götótta gítargarminn

Gít­ar­inn lít­ur út eins og haugamat­ur, streng­irn­ir gerð­ir úr dýra­görn­um og eig­and­inn syng­ur aldrei á takt­in­um. Hann hef­ur gef­ið út fleiri en 100 plöt­ur sem hafa selst í yf­ir 60 millj­ón­um ein­taka og er einn þekkt­asti sveita­söngv­ari heims. Willie Nel­son er orð­inn ní­ræð­ur og enn að.

Maðurinn með götótta gítargarminn
Verðlaunaður Willie Nelson var heiðraður á LBJ Liberty and Justice for All Award Gala í Texas í gær, 12. maí. Mynd: AFP

Þegar Willie Nelson birtist á sviðinu með gítarinn munu ókunnugir vart geta ímyndað sér að hægt sé að ná einhverjum tóni úr þessum gítargarmi. Götóttur, rispaður og útkrotaður. Þeir sem til þekkja vita betur.  Snemma árs 1969 gaf hljóðfæraframleiðandinn Baldwin Willie Nelson magnara og gítar með Prismatone pickupBalwin fyrirtækið, sem var stofnað árið 1857, var einkum þekkt fyrir smíði á píanóum og orgelum var á þessum árum að reyna hasla sér völl sem gítarframleiðandi.

Baldwin hafði fengið verkfræðinginn Robert C. Sherer til að hanna pickup (hér vantar íslenskt orð) sem sérstaklega væri ætlaður fyrir nælonstrengi. Willie Nelson hafði einungis átt þennan gítar í nokkra mánuði þegar hann skemmdist. Shot Jackson, þekktur hljóðfærasali, með smiði á sínum snærum, sagði gítarinn svo illa farinn að ekki yrði hægt að gera við hann. Hann ráðlagði Willie að kaupa Martin N-20 klassískan gítar og að ósk Willie var Prismaton picuppinn settur í nýja gítarinn. Willie gaf honum nafnið Trigger og sagði aðspurður að hann hefði nefnt í höfuðið á hesti Roy Rogers. Þennan gítar hefur Willie notað æ síðan.

Fjölmargir tónlistarmenn hafa gegnum árin ritað nöfn sín á gítarinn, fyrstur til þess var Leon Russell (1942- 2016) en hann og Willie voru góðir vinir. 

Trigger bjargað úr eldinum

Á Þorláksmessu árið 1969, sama árið og Wille Nelson eignaðist Trigger, kom upp eldur í húsi hans í smábænum Ridgetop í Tennessee, skammt frá Nashville. Þegar Willie kom heim stóð húsið í björtu báli en Willie óð inn í eldinn og kom til baka með gítarinn Trigger, sem ekki hafði hafði haft gott af hitanum, og hálft kiló af marijúana. „Ég ætlaði ekki að láta lögguna nappa mig fyrir hampinn og Trigger bjargaði ég af augljósum ástæðum.“

Meðal þess sem eyðilagðist í brunanum voru tugir segulbanda, sem lögum sem ýmist voru hálf- eða fullkláruð. „Maður getur alltaf skrifað ný lög, en það er bara einn Trigger“ sagði hann þegar spurt var hvort ekki hefði verið nær að bjarga segulböndunum en gítarnum. 

Í tónlistinni frá unga aldri

Willie Nelson fæddist í þorpinu Abbott í Texas 29. apríl 1933. Fæðingardagurinn er þó í opinberum gögnum sagður 30. apríl en þetta misræmi stafar að líkindum af því að fæðingin var ekki tilkynnt og skráð fyrr en daginn eftir að drengurinn kom í heiminn. Willie ólst upp hjá föðurforeldrum sínum ásamt Bobbie systur sinni, sem var tveimur árum eldri, foreldrarnir skilu þau eftir hjá ömmu og afa og fóru hvort í sína áttina. Föðurforeldrarnir voru músikalskir og snemma kom í ljós að þau Willie og Bobbie höfðu erft tónlistargáfurnar.

Þegar Willie var sex ára gáfu afinn og amman honum gítar og kenndu honum nokkur grip, og jafnframt kenndu þau Bobbie á píanó. Afinn og amman voru trúuð og Willie hefur alla ævi verið mjög trúaður. Þau systkinin sungu saman í kirkjukórnum í þorpinu og Willie spilaði á gítarinn. Willie samdi fyrsta lagið þegar hann var sjö ára gamall og níu ára gamall spilaði hann í hljómsveit. Afinn og amman unnu við bómullartínslu á sumrin, eins og flestir þorpsbúar í AbbottWillie leiddist bómullartínslan en aflaði tekna með söng þar sem slíkt bauðst. Þrettán ára var hann farinn að spila og syngja á knæpum á svæðinu og hélt því áfram þangað til hann útskrifaðist úr Abbott High School, sautján ára gamall. Hann var í körfuboltaliði skólans og einnig í fótboltaliði (american football) skólans. Meðfram þessu söng hann og spilaði í hljómsveitinni The Texans.

Flugher, landbúnaðarfræði og fyrsta upptakan

Árið 1950, að loknu menntaskólaprófi, fór Willie í flugherinn. Eftir nokkra mánuði kom í ljós að hann var bakveikur og eftir tæp tvö ár var endi bundinn á hermennskuna. Árið 1954 hóf Willie nám í landbúnaðarfræðum við Baylor háskólann í Waco í Texas. Hann hætti í skólanum árið 1956 til að einbeita sér að tónlistinni. Jafnframt stundaði hann ýmis konar vinnu því tónlistin gaf ekki mikið í aðra hönd. Hann fékk vinnu sem plötusnúður hjá útvarpsstöðinni KBOP í Pleasanton í Texas.

Þarna, árið 1955, hljóðritaði Willie í fyrsta sinn lög eftir sjálfan sig „The storm has just begun“ og „When I´ve sung my last hillbilly song. Fyrrnefnda lagið samdi hann þegar hann var sjö ára og þessi tvö lög voru tekin upp á notuð segulbönd. Upptökurnar sendi hann til SARG útgáfufyrirtækisins sem hafnaði þeim.

Fyrstu hljómplötuna gerði Willie Nelson árið 1956, hún vakti litla athygli og Willie ákvað nokkru síðar að snúa baki við tónlistinni og sneri sér aftur að sölumennskunni, seldi meðal annars ryksugur og biblíur.

Nashville

Árið 1960 flutti Willie Nelson til Nashville Tennesse. Vinur hans hafði sagt honum að það væri „staðurinn“. Þar gekk hann á milli útgefenda sem sýndu honum lítinn áhuga en Willie framfleytti sér með lausamennsku í tónlistinni. Kvöld eitt hitti hann Hank Cochran, tónlistarmann og lagahöfund, sem vann fyrir útgáfufyrirtækið Pamper MusicHank hafði heyrt og séð Willie spila og syngja nokkrum dögum fyrr á skemmtistað í Nashville og nú vantaði skyndilega bassaleikara í hljómsveit Ray Price, sem var annar eigenda Pamper Music

Willie Nelson kunni ekkert að leika á basa en tók samt starfið að sér. Þótt hann hafi ekki ennþá náð að slá í gegn sem flytjandi voru ýmsir þekktir tónlistarmenn búnir að uppgötva lög hans. Maður að nafni Charlie Dick heyrði eitt kvöldið, á bar í Nashville lag eftir Willie Nelson og fékk hann til að spila fyrir sig prufuupptöku af laginu. Í framhaldinu bauð Charlie Dick Willie að koma með sér heim og leyfa eiginkonu sinni að heyra lagið, hún væri söngkona. Það var komið fram á nótt þegar þeir komu heim til Charlie Dick og Willie leist ekki á blikuna. Eiginkona Charlie Dick reyndist vera Patsy Cline, hún ákvað að hljóðrita lagið, sem heitir „Crazy“ sem kom út á plötu árið 1961. Patsy Cline var þá  orðin þekkt söngkona og lagið „Crazy flaug upp vinsældalistana og er sagt vera það lag sem oftast hefur verið leikið í glymskröttum (jukebox) í öllum heiminum.

RCA Victor

Haustið 1964 samdi Willie Nelson, fyrir tilstilli gítarleikarans Chet Atkins, við útgáfufyrirtækið RCA Victor. Vorið 1965 kom út fyrsta plata hans hjá RCA Victor „Country Willie – His own songs.

Á RCA Victor árunum gekk á ýmsu en uppúr samvinnunni slitnaði árið 1972, vegna deilna. Willie Nelson ákvað að hætta í tónlistinni, þá ákvörðun dró hann þó fljótlega til baka.

Bandera, Austin og frægðin

Eftir húsbrunann í Ridgetop, sem áður var á minnst keypti Willie Nelson búgarð í skammt frá Austin í Texas en flutti síðan á annan búgarð á sama svæði. Segja má að frægðarsól hans hafi fyrir alvöru risið á árunum eftir 1970, þegar hann var fluttur á Austin svæðið. Þá stofnaði hann hljómsveitina „The Family“, þar voru ýmsir sem höfðu unnið með Willie áður en einnig nýtt fólk. Bobbie, systir Willie, gekk til liðs við þessa sveit og starfaði með henni til dauðadags 2022. Um svipað leyti og Willie flutti til Austin voru þar fyrir nokkrir tónlistarmenn (og þeim átti eftir að fjölga) sem sömdu og fluttu sveitatónlist sem var hrárri og óheflaðri en sú sem kennd var við NashvilleWillie var um tíu ára skeið félagi í hljómsveitinni „The Highwaymen

ásamt Johnny CashWaylon Jennings og Kris Kristofferson. Þessi „súpergrúppa“, sem starfaði óreglulega, gerði þrjár plötur.

Tónlistar- og söngstíllinn

Þótt Willie Nelson sé fyrst og fremst maður sveitatónlistarinnar er tónlistin blanda úr ýmsum áttum, rokk, þjóðlagatónlist, djass og rokk. Nefmælt og  iðulega titrandi röddin er líka auðþekkt. Annað sem einkennir flutninginn er að Willie syngur ekki á taktinum, oftast aðeins á eftir, sem gerir þeim sem með honum spila erfitt fyrir.

Skatturinn og skuldirnar

Árið 1990 voru nær allar eignir Willie Nelson gerðar upptækar af skattinum. Í ljós hafði komið að endurskoðandi Willie hafði ekki staðið skil á skattgreiðslum sem náum tugum milljóna dollara. Willie gat ekki borgað og því voru eignirnar kyrrsettar. Þótt þetta væri mikið högg hafði Willie mestar áhyggjur af gítarnum Trigger og til að koma í veg fyrir að skatturinn kæmist með puttana í hann fékk Willie dóttur sína til að fela Trigger og hann var svo í geymslu til ársins 1993 en þá hafði Willie tekist að greiða alla skattaskuldina og fá eigur sínar til baka.

Hefur komið víða við

Í stuttum pistli er ekki hægt að gera grein fyrir öllu því sem Willie Nelson hefur tekið sér fyrir hendur. Hann hefur gefið út um 100 hljómplötur, komið fram í að minnsta kosti 30 kvikmyndum og skrifað allnokkrar bækur. Hann hefur sömuleiðis starfað að ýmsum baráttumálum, var meðal annars einn stofnenda FarmAid tónleikanna sem haldnir hafa verið nær árlega frá árinu 1986. Allur hagnaður af tónleikunum rennur til bænda og ætlað að sjá til þess að bú þeirra og bústofn falli ekki í hendur banka og stóreignamanna. 

Willie Nelson sem nú stendur á níræðu hefur lengi barist fyrir lögleiðingu marijúana og margoft verið handtekinn með slíkt efni í fórum sínum. Hann segir að hampurinn hafi bjargað lífi sínu en hætti þegar hann var 35 ára að reykja Chesterfield sígarettur og drekka viskí.

Í viðtali við tónlistartímaritið Rolling Stone fyrir tveimur árum sagði hann þegar talið barst að notkun hans á marijúana „ef ég hefði haldið áfram að reykja sígarettur og drekka eins og ég gerði á fertugsaldrinum hefði ég ekki orðið nema 85 ára.“

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
3
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
4
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Hljóðin eru verst
6
RannsóknirÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Hljóð­in eru verst

„Ég fæ bara gæsa­húð sjálf þeg­ar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síð­an ég sá þetta mynd­skeið,“ seg­ir Bylgja lög­reglu­full­trúi sem hef­ur það hlut­verk að mynd­greina barn­aníðs­efni. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að hún þarf að horfa á mynd­skeið þar sem ver­ið er að beita börn of­beldi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
9
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Formaður BÍ: Innflutningur afurðastöðva „ekki beint í samkeppni við bændur“
10
ViðtalSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Formað­ur BÍ: Inn­flutn­ing­ur af­urða­stöðva „ekki beint í sam­keppni við bænd­ur“

Formað­ur Bænda­sam­tak­anna seg­ist treysta því að stór­fyr­ir­tæk­in í land­bún­aði muni skila bænd­um ávinn­ingi af nýj­um und­an­þág­um frá sam­keppn­is­lög­um. Hann við­ur­kenn­ir að litl­ar sem eng­ar trygg­ing­ar séu þó fyr­ir því. Það hafi þó ver­ið mat hans og nýrr­ar stjórn­ar að mæla með breyt­ing­un­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu