Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Ein áhrifamesta kona í dönsku atvinnulífi hrökklast frá

Þeg­ar Lizette Ris­ga­ard var kjör­in fyrsti formað­ur danska al­þýðu­sam­bands­ins fyr­ir fjór­um ár­um þóttu það mik­il tíð­indi. Kona hafði ekki áð­ur gegnt svo háu embætti inn­an sam­taka launa­fólks. Nú hef­ur hún hrökklast úr for­manns­stóln­um.

Ein áhrifamesta kona í dönsku atvinnulífi hrökklast frá
Búið spil Lizette Risgaard tilkynnti afsögn sína í lok síðasta mánaðar. Mynd: AFP

Ekki er víst að Lizette Risgaard þekki orðatiltækið „skjótt skipast veður í lofti“ en það á sannarlega við um þær sviptingar sem urðu í lífi hennar síðustu helgina í apríl og enduðu með afsögn hennar sem formanns danska alþýðusambandsins sunnudagsmorguninn 30. apríl. 

Atburðarásin sem leiddi til afsagnar Lizette Risgaard hófst miðvikudaginn 26. apríl. Þann dag bárust henni þau tíðindi frá dagblöðunum Berlingske og Ekstra Bladet að fréttamenn þessara blaða hefðu undir höndum gögn þar sem greint væri frá ósæmilegri hegðan hennar. Og í gögnum blaðanna kom fram að ekki væri um að ræða eitt tiltekið atvik, þau væru mörg og hefðu átt sér stað um árabil. 

Bæði blöðin birtu svo daginn eftir, á fimmtudeginum 27. apríl, frásagnir sem óhætt er að segja að vakið hafi mikla athygli. Sem er skiljanlegt í ljósi þess að Lizette Risgaard var meðal valda- og áhrifamestu kvenna í dönsku atvinnulífi og þjóðþekkt. 

Löng saga innan verkalýðshreyfingarinnar

Lizette Risgaard er fædd 15. júlí 1960. Hún ólst upp hjá móður sinni sem vann stóran hluta starfsævinnar við hreingerningar. Fjölskyldan bjó lengst af á Norðurbrú í Kaupmannahöfn, í lítilli íbúð með mjög litlu salernisherbergi, bak-ind-toilet (lýsandi fyrir stærðina) og sameiginlegu baðherbergi í kjallaranum.

Lizette fékk ung áhuga á félagsmálum og kjarabaráttu og eftir að hafa lokið námi sem aðstoðarmanneskja á skrifstofu starfaði hún um árabil hjá nokkrum samtökum launafólks. Árið 2000 varð hún varaformaður LO- Storkøbenhavn (samtök 17 fagfélaga á Kaupmannahafnarsvæðinu) og jafnframt formaður HK, sem var fagfélag skrifstofufólks. Árið 2007 var Lizette kjörin í landsstjórn LO, varð jafnframt varaformaður samtakanna. Í umfjöllun danskra fjölmiðla er fullyrt að körlunum í landsstjórninni hafi ekki meira en svo litist á að kona væri komin í þetta karlavígi. Þeir hefðu viljað fela henni ýmis smáverkefni en Lizette gerði þeim ljóst að hún væri ekki nein puntudúkka í stjórninni. Átta árum síðar settist hún í formannsstól samtakanna. Fyrsta konan sem gegndi því embætti í þessum karlaklúbbi, eins og danskir fjölmiðlar komust að orði, þegar þeir lýstu starfsferli Lizette

Formaður fjölmennustu samtaka launafólks í Danmörku

Árið 2018 ákváðu fjölmennustu samtök launafólks í Danmörku að sameinast. Sameiningin tók gildi 1. janúar 2019, aðild að samtökunum eiga nær 70 fagfélög, með vel á aðra milljón félagsmanna. Samtökin, sem eru hliðstæð ASÍ, fengu nafnið Fagbevægelsens Hovedorganisation, í daglegu tali kallað FH. Lizette Risgaard var kjörin formaður til fjögurra ára. Á þingi samtakanna 1. nóvember á síðasta ári var hún endurkjörin formaður til næstu fjögurra ára, til áramóta 2026–27.

Lizette giftist árið 1989 Per Risgaard. Þau eignuðust tvo syni. Per lést árið 2011, úr krabbameini. Í viðtali fyrir nokkrum árum sagði Lizette frá því í blaðaviðtali að þau Per hefðu gert með sér samkomulag um að hann ynni að mestu leyti heima og sæi um heimilið.  Árið 2018 var gerð heimildamynd, Hjerter Dame, um formanns- og varaformannstíð Lizette Risgaard hjá LO. 

Afsökunarbeiðni á Facebook

Eins og áður var nefnt birtu dagblöðin Berlingske og Ekstra Bladet frásagnir sínar um Lizette Risgaard 27. apríl. Að kvöldi þess dags birti hún færslu á Facebook-síðu sinni. Þar segist hún hafa orðið hugsi eftir að blöðin birtu frásagnir um hegðan hennar. Hún sé manneskja sem sé laus við formlegheit og hitti marga.

Hún segir jafnframt að hún geri sér ljóst að framkoma sú sem lýst sé í blöðunum sé ekki við hæfi, ekki síst í ljósi stöðu sinnar og þeim völdum sem henni fylgi. Hún biður líka alla þá sem finnst hún hafa misboðið sér með framkomu sinni afsökunar. „Það er sá sem brotið er á sem metur hvenær of langt er gengið.“

Frásagnirnar

Þegar dagblöðin tvö, Berlingske og Ekstra Bladet, birtu greinar sínar um Lizette Risgaard kom fram að þau höfðu unnið heimavinnuna. Frásagnirnar voru margar, allar frá karlmönnum, og allar á sama veg: innilegt klapp á bak og niður á rasskinnar, hendi stungið inn undir skyrtu á bringu, haldið þétt utan um þegar staðið var hlið við hlið í myndatöku. Mennirnir tóku allir fram að ekki hefði beinlínis verið um kynferðislega áreitni að ræða. Mennirnir, sem flestir eða allir voru áratugum yngri en Lizette, lýstu því hve óþægilegt þetta hefði verið en þeir hefðu ekki treyst sér til að tala mikið um það, ekki síst vegna þess að þeir gætu átt von á „refsiaðgerðum“, eins og einn þeirra komst að orði. Hann vísaði þar til þess að Lizette var ekki mikið fyrir gagnrýni og þeir sem mæltu henni í mót innan samtakanna voru iðulega látnir fjúka. 

Mille Mortensen, sálfræðingur og sérfræðingur um einelti og framkomu yfir- og undirmanna á vinnustöðum, sagði í viðtali við Berlingske að framkoma Lizette Risgaard hefði verið af kynferðislegum toga, svo væri það alltaf matsatriði hvenær áreitni væri komin yfir strikið, eins og hún komst að orði.   

Neyðarfundur og frí

Föstudagsmorguninn 28. apríl var haldinn fundur í framkvæmdastjórn FH. Framkvæmdastjórnin með sína 22 fulltrúa er æðsta valdastofnun FH. Á fundinum var eitt mál á dagskrá: Fréttir tveggja dagblaða um Lizette Risgaard og viðbrögð vegna þeirra. Á fundinum lýstu viðstaddir stuðningi við Lizette Risgaard og jafnframt var ákveðið að láta fara fram lögfræðirannsókn vegna málsins. Niðurstöður hennar eiga að liggja fyrir innan tveggja mánaða. Framkvæmdastjórnin hélt annan fund sl. þriðjudag 2. maí, þar var ákveðið að boðað skyldi til auka aðalfundar eftir sumarleyfi og þar verði kosinn nýr formaður. Danskir fjölmiðlar segja að þar megi búast við valdabaráttu.

Blekið á fundargerðinni var vart þornað þegar dönsku fjölmiðlarnir greindu frá því að til þeirra streymdu frásagnir sem allar voru í sama anda og þær sem áður hafði verið greint frá. Á laugardeginum tilkynnti Lizette Risgaard að hún hefði ákveðið að taka sér frí, á meðan áðurnefnd lögfræðirannsókn færi fram. Hún sagði í tilkynningunni að fríið hæfist strax og hún myndi því ekki taka þátt í samkomum á baráttudegi verkalýðsins 1. maí en löng hefð er fyrir því að forystumenn stærstu samtaka launafólks tali á samkomum þennan dag. 

Bylgja vantraustsyfirlýsinga

Á laugardeginum 29. apríl streymdu inn yfirlýsingar frá stjórnum aðildarfélaga FH þar sem lýst var yfir að áframhaldandi stuðningur við formennsku Lizette Risgaard væri ekki til staðar. Staðan var orðin mjög þröng, eins og stundum er komist að orði, og ljóst var að barátta Lizette Risgaard fyrir áframhaldandi formennsku væri nánast töpuð og aðeins tímaspursmál hvenær afsögnin yrði tilkynnt. 

Afsögn

Snemma á sunnudagsmorgni, 30. apríl, nánar tiltekið kl. 7.59, birti Lizette Risgaard langa færslu á Facebook-síðu sinni, þar sem hún tilkynnti afsögn sína. Í færslunni nefndi hún að ýmislegt í þessu máli sé ekki komið fram í dagsljósið og tiltók sérstaklega hugsanlegar pólitískar ástæður, það sé eitthvað sem fjölmiðlar ættu að skoða.

Lizette rifjaði jafnframt upp það sem hefði áunnist í formannstíð hennar. Þar ber hæst sameininguna sem leiddi til stofnunar FH, danska alþýðusambandsins.

Ljóst að margir vissu    

Undanfarna daga hefur komið í ljós að mörgum var kunnugt um að framkoma og hegðan Lizette Risgaard á undanförnum árum hefði oft orkað tvímælis. Sumir nánir samstarfsmenn hennar höfðu bent henni á að fara sér hægar í gleðinni (drekka færri glös) á samkomum sem tengdust starfinu. Margir úr forystusveitum aðildarfélaga FH sem fjölmiðlar hafa rætt við harma það sem gerst hefur og segja að atburðir síðustu daga varpi skugga á allt það starf sem Lizette Risgaard hefði unnið á mörgum undanförnum árum.

Þess má í lokin geta að Morten Skov Christiansen, varaformaður FH, hefur tímabundið tekið við formennskunni í samtökunum.  

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
8
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
9
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Hljóðin eru verst
10
RannsóknirÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Hljóð­in eru verst

„Ég fæ bara gæsa­húð sjálf þeg­ar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síð­an ég sá þetta mynd­skeið,“ seg­ir Bylgja lög­reglu­full­trúi sem hef­ur það hlut­verk að mynd­greina barn­aníðs­efni. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að hún þarf að horfa á mynd­skeið þar sem ver­ið er að beita börn of­beldi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár