Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Njáls saga Einars Kárasonar – með Flugumýrartvisti

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son skellti sér í Borg­ar­nes og sá Ein­ar Kára­son í Land­náms­setrinu.

Njáls saga Einars Kárasonar – með Flugumýrartvisti
Leikhús

Náls­brennu­saga og flugu­mýr­art­vist

Höfundur Óþekktur (Sturla Þórðarson?)

Sögugerð og flytjandi: Einar Kárason

Landnámssetur Íslands
Gefðu umsögn

Því verður ekki neitað að Njáls saga er einn helsti menningararfur okkar Íslendinga, ásamt auðvitað öðrum Íslendingasögum. Þar að auki teljast Íslendingasögur okkar framlag til heimsbókmenntanna, einstakar í sinni röð. En Njála er í ákveðnum sérflokki umfram aðrar Íslendingasögur. Hún er þeirra lengst, söguþráðurinn flóknari og persónur fleiri en taldar verða með góðu móti og hafa sumar verið til í raun og veru en aðrar skáldaðar upp til að þjóna hagsmunum sögunnar.

Njála á það sameiginlegt með öðrum Íslendingasögum að hafa varðveist í munnlegri geymd fram að því að hún var fest á bókfell, trúlega í byrjun 13. aldar. Þá hefur skrásetjari – eða höfundur hennar, sá sem Halldór Laxness kallaði X vegna þess að hans gætti ekki sögunni en væri hlutlaus og hlédrægur gagnvart atburðum hennar – púslað sögunni saman í skáldlega frásögn og séð svo um að hún yrði læsileg og skiljanleg lesanda. Fyrir ritun sögunnar hefur sögumaður aftur á móti þurft að gæta að því að sagan vekti áhuga hlustanda – en það er hvor sín listin, að setja saman skáldsögu fyrir lesanda eða segja sömu sögu hlustanda.

Nú hefur Einar Kárason, sem er bæði rithöfundur og sagnamaður, ráðist í það þrekvirki að segja Njáls sögu af munni fram í Landnámssetri og gerir það á nær sléttum tveimur klukkustundum. Það felur í sér talsverða styttingu á sögunni, samanborið við ritaða útgáfu hennar, því það tekur rúmar sextán klukkustundir að lesa Njálu upphátt frá upphafi til enda.

Þrekvirki Einars er því ekki aðeins fólgið í að segja söguna, heldur einnig að stytta hana svo miðað við rituðu útgáfuna, að hún verði skiljanleg þeim sem á hlýðir og þá verður að hafa í huga að áheyrendur nútímans taka trúlega allt öðrum tökum þá list að hlusta miðað við þá sem hlustuðu á sagnamenn segja söguna áður en hún var fest á bókfell.

En hér reynir líka á sögumann. Hann getur valið um mismunandi frásagnartæknileg sjónarhorn, sem hafa hvert um sig mismunandi áhrif á áheyrendur hans og skilning þeirra á sögunni. Í grófum dráttum getur hann valið að segja söguna eins og um væri að ræða einleik, sem krefst þess að hver persóna sögunnar sé skilgreind og henni ljáð sérkenni andar, óðs, lás og litar. (Gísli Rúnar heitinn gerði það þegar hann flutti sem einleik í hljóðvarpi söguna Babbitt eftir Sinclair Lewis – dálítið kraftaverk, sem lifir í minningunni). Þegar um Njáls sögu er að ræða væri það örugglega óvinnandi vegur – persónur hennar nema hundruðum og koma flestar aðeins stuttlega við sögu og örugglega ofverk leikara að gera þeim skil og trúlega einnig ofverk áheyrenda og áhorfenda að henda reiður á öllum þeim mannfjölda. Kannski mætti skera söguna niður, en spurning hvort slík stýfing gæti skilað sögunni á fullnægjandi hátt. Auk þess er Einar Kárason sagnamaður, ekki leikari og skynsamlegt af honum að fara ekki út á neina slíka braut.

„Og þegar Einar fer í seinni hluta sögunnar að bera saman Njálsbrennu og brennuna á Flugumýri, sem um getur í Sturlungu, þá kemst frásagnarlistin á flug og sögumaðurinn lifnar við.“

Annar kostur sögumanns í stöðunni er að gera söguna að sinni og segja hana eins og hann væri höfundur hennar. Það eru velþekkt vinnubrögð sagnamanna og einmitt þau listrænu tök að segja söguna eins og hún kæmi frá eigin brjósti auðvelda sögumanni að fanga og halda athygli áheyrenda, hann gefur sögunni ákveðinn karakter en persónur hennar fá ekki sérstök einkenni umfram það sem þjónar atburðarásinni.

Sú leið væri að mínu viti sú leið sem heppilegast hefði verið að Einar kysi sér, og hann gerir það að vissu marki, en fer ekki alla leið. Það hendir of oft að orka hans fari í að rifja söguna upp, líkt og hann væri að sýna og sanna að hann muni söguna, en sé ekki að segja hana. Ég vona að það eigi eftir að rjátla af honum þegar hann verður búinn að flytja söguna nokkrum sinnum, því þar sem honum tekst að glæða söguna því lífi að hún einkennist af önd, óði, lá og litu Einars sjálfs lifnar hún við og nær góðum og þéttum tökum á áheyrendum. Og þegar Einar fer í seinni hluta sögunnar að bera saman Njálsbrennu og brennuna á Flugumýri, sem um getur í Sturlungu, þá kemst frásagnarlistin á flug og sögumaðurinn lifnar við – enda er hann þá að segja þá sögu sem hann ber sjálfur ábyrgð á. Og henni trúum við alveg í botn og án efasemda, hvað sem fræðingar (aðrir en Einar) hafa um það sagt. Og þá hefur sögumaður náð tilgangi sínum.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
6
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
8
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.
Grátrana sást á Vestfjörðum
10
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár