Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stefnuleysi í fyrirrúmi

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son brá sér í leik­hús og rýndi í Mak­beð í Borg­ar­leik­hús­inu.

Stefnuleysi í fyrirrúmi
Leikhús

Mak­beð

Höfundur William Shakespeare
Leikstjórn Uršulė Barto
Leikarar Hjörtur Jóhann Jónsson, Sólveig Arnarsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Björn Stefánsson, Haraldur Ari Stefánsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Árni Þór Lárusson, Bergur Þór Ingólfsson, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Esther Talía Casey, Ásthildur Úa Sigurðardóttir, Sölvi Dýrfjörð

Þýðing Kristján Þórður Hrafnsson

Leikmynd Milla Clarke

Búningar og leikgervi Liucija Kvašytė

Tónlist Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson

Lýsing og myndbandshönnun Pálmi Jónsson

Dramatúrg Andrea Elín Vilhjálmsdóttir

Hljóðmynd Þorbjörn Steingrímsson

Borgarleikhúsið
Gefðu umsögn

Makbeð, jarl af Glamis, snýr ásamt Bankó aftur úr stríði þar sem hann hefur brotið aftur uppreisn jarlsins af Kafdor gegn Dunkan Skotakonungi. Á leiðinni úr stríðinu mætir hann þremur nornum sem spá honum frekari frama – hann verði jarl af Kafdor og síðar konungur Skota. Bankó segja nornirnar muni verða ættfaðir kónga en aldrei kóngur sjálfur. Makbeð fer að gæla við tilhugsunina um konungstign og styrkist af því að Dunkan konungur launar honum tryggðina með því að gera hann að jarli af Kafdor. Makbeð segir konu sinni, lafði Makbeð, af spádómi nornanna og hún fyllist metnaði fyrir hönd manns síns og sjálfrar sín og hvetur karl sinn til dáða; þau myrða Dunkan konung, skella skuldinni á þjónana sem áttu að gæta öryggis konungs, Makbeð myrðir þá og er útnefndur konungur.

En framinn er dýru verði keyptur – sálarheill Makbeðs bíður skaða af og hann fer að efast um gjörðir sínar. Lafði Makbeð glímir einnig við samviskukvalir og ljóst er að fengnum frama fylgir ekki nauðsynlega hamingja. Bankó fer að gruna að ekki sé allt með felldu og Makbeð lætur koma honum fyrir kattarnef. Malkolm, sonur Dunkans, ákveður að hefna föðurmorðsins og svo fer að bæði lafði Makbeð og Makbeð eru drepin og Malkolm verður að lokum konungur Skotlands.

Söguþráðurinn er sæmilega þekktur enda er Makbeð – Skoska leikritið einnig kallað vegna þrálátrar hjátrúar innan leikhússheimsins – með þekktari harmleikjum Shakespeares. Makbeð var frumsýndur í upphafi sautjándu aldar að því er talið er og kom fyrst út á prenti 1623, þótt grunur leiki á að sú útgáfa hafi verið nokkuð stýfð miðað við upphaflega gerð frá höfundarins hendi. Hvað sem því líður ber Makbeð öll einkenni klassísks harmleiks eins og við þekkjum harmleikinn frá tímum Grikkja – einstaklingurinn brýtur gegn hagsmunum heildarinnar (ættarveldisins?) í eiginhagsmunaskyni og hlýtur slík málagjöld að við, áhorfendur, skiljum að svona hegðun er óæskileg og okkur sé nær að hlíta því guðlega skipulagi, sem samfélagið felur í sér. Innsæi af því tagi nefndu Grikkir katharsis, sem merkir nokkurs konar hreinsun (af samfélagsfjandsamlegum hugsunum) og viðsnúning að samfélagssátt guðunum þóknanleg.

Leikstjórinn, Uršulė Barto, ákveður í sönnum póstmódernískum anda, að snúa við ákveðnum atriðum í upphaflegri sögu Shakespeares (eins „upphafleg“ og hún kann að vera) og því er Dunkan konungur hér leikinn af konu, Sólveigu Guðmundsdóttur, Lafði Makbeð er kasólétt og sitthvað fleira er breytt og sem Shakespeare hefði tæplega kannast við en kannski fundist fyndið.

Leikritið um Makbeð er skrifað á umbrotatímum. Í Englandi var hið aldagamla sveitasamfélag að líða undir lok og iðnaðarsamfélagið að taka á sig mynd. Borgarsamfélög efldust, verksmiðjur litu dagsins ljós og framleiðsluhættir tóku afgerandi breytingum. Í Makbeð má skynja þessar breytingar í því að í harmleiknum um Makbeð eru persónurnar sýndar ekki aðeins sem retórískar táknmyndir ákveðinna afla, fulltrúar þeirra strauma sem guðirnir stjórna, heldur einnig sem einstaklingar, sem geta efast um eigin gjörðir og jafnvel iðrast þeirra. Það er nálgun í átt að sálfræðidramanu og um það má því segja að leikrit Shakespeares hafi verið álíka „póstmódernistískt“ fyrir sinn tíma og sýning Uršulė Barto er á okkar tímum og má því jafnvel skoða sýningu hennar sem athyglisverða tilraun til að láta tíma ríma við tíma, fortíð við nútíð. Þessi nálgun er studd með þeim leikstíl sem Hjörtur Jóhann beitir á Makbeð – hann er fullur efasemda um voðaverk sín, að hafa brugðist trausti konungs og síðan myrt hann. Þetta er svipuð nálgun og enski leikarinn David Garrick er sagður hafa beitt árið 1744 þegar var í fyrsta sinn stuðst við frumtexta Shakespeares, en sú túlkun naut víst þá lítillar hylli.

Hér hverfur hin sálræna túlkun Hjartar Jóhanns þó fyrir lítið í skuggann af póstmódernískri umgjörð sýningar Uršulė Barto; boldangsleikmynd í anda þýsks eftirstríðsexpressjónisma og alls kyns útúrdúrahugdettur eins og ólétta lafði Makbeð sem fyrr er nefnd, hlaup sjónvarpsfréttamanna á meðal persóna verksins svo ekki sé minnst á nornirnar, sem eru eins konar afkáralegar sæberpönk fígúrur eru vissulega tilraunir til eins konar póstmódernískrar afbyggingar, en þær dreifa athygli áhorfandans og rugla hann í ríminu – þetta eru ekki samstæð tákn og sýningin verður því að eins konar gjörningi og eftir því sem á líður verður æ óljósara hvaða sögu er eiginlega verið að segja og að hvaða niðurstöðu er stefnt. Það verður ekki betur séð en það sé í hróplegri andstöðu við upphaflega narratívu Shakespeares. Til einhvers var það verk þó valið og varla til að koma því fyrir kattarnef – eða?

Það má segja um öll einstök atriði sýningarinnar – leik, leikmynd, gervi, lýsingu, tónlist og hljóðmynd – að þau fylgja stefnu, eða öllu heldur stefnuleysi leikstjórans vel eftir. Allt er tæknilega vel gert og vandað, sýningin er í sjálfu sér ósköp glæsileg og allir vilja augljóslega gera sitt besta, en það er eins og enginn viti hvaða sögu er verið að segja. Upphaflegum texta Shakespeares er augljóslega ekki treyst til að bera söguna frá upphafi til enda – og má reyndar við bæta að textaflutningi er á löngum köflum verulega ábótavant. Það hjálpast þannig allt að til að neita áhorfendum um þann munað að fá að trúa á persónur sögunnar, þær verða boðberar óljósrar stefnu og ómarkvissra viðhorfa leikstjórans og áhorfendur litlu nær fyrir vikið.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
7
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
5
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Brosir gegnum sárin
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
10
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár