Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sönn leikgleði ræður för!

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son brá sér í leik­hús og rýndi Mátu­lega.

Sönn leikgleði ræður för!
Leikhús

Mátu­leg­ir

Höfundur Thomas Vinterberg og Claus Flygare
Borgarleikhúsið
Gefðu umsögn

Norskur sálfræðingur, Finn Skårderud að nafni, skrifaði eitt sinn inngangsorð að norskri þýðingu á bók eftir nítjándu aldar fræðimanninn Edmondo de Amicis. Bók de Amicis fjallar um sálfræðileg áhrif áfengis og í innganginum að norsku útgáfunni lét Skårderud að því liggja að þegar vínið hafi áhrif, hrapi maður að þeirri niðurstöðu að maðurinn sé í raun skapaður með hálfu prómilli of lítið af áfengi í blóðinu. Þegar þetta hálfa prómill sé komið, þá njóti maðurinn krafta sinna og hugarafls til fulls, allt virðist „rétt“ – hvað sem það svo kann að merkja – og allt gengur upp. Maðurinn nálgast kannski það sem sálfræðiprófessorinn Mihaly Csikszentmihalyi kallaði „flow“, sem er sú tilfinning þegar maðurinn er upptendraður, glaður, fullur sköpunarkrafts og hamingjusamur – sú upplifun hámörkunar sem við öll þráum.

Rétt er að taka það fram að Finn Skårderud var hrapallega misskilinn. Hann hélt í rauninni aldrei fram í alvöru að manninn skorti hálft prómill af áfengi í blóðið – hann benti á þetta sem fjarstæðu, enda var hann sammála de Amici, að manninum tækist aldrei að halda sér á línunni, hann færi offari og hneigðist að ofdrykkju og í versta falli alkóhólisma og þá er auðvitað voðinn vís. Og má sosum til sanns vegar færa.

„Mátulegir“ verður þar með sagan um guðsgjöfina sem snýst í andhverfu sína og veldur á endanum óhamingju og tortímingu.

„Mátulegir“ er leiksviðsútgáfa af kvikmynd Thomasar Vinterbergs, „Druk“, frá 2020 og hefur verið tilnefnd til og hlotið fleiri verðlaun en hollt væri að telja upp. Myndin er skrambi góð, enda skreytir hún stórkanónum á borð við Mads Mikkelsen, Thomas Bo Larsen, Magnus Millang og Lars Ranthe í aðalhlutverkunum fjórum. Í sýningu Borgarleikhússins eru þessi fjögur hlutverk hinna firrtu og lífsleiðu menntaskólakennara leikin af Hilmi Snæ Guðnasyni, Halldóri Gylfasyni, Jörundi Ragnarssyni og Þorsteini Bachmann.

Undirrituðum þykir sagan fara betur á leiksviði en í kvikmynd. Handritið hefur verið stýft, aukapersónur sem koma fyrir í kvikmyndinni eru skornar burt eða breytt í raddir af segulbandi í símtölum og er það til einföldunar; hér eru fjórmenningarnir einir á sviðinu allan tímann og bera söguna uppi. Sálfræðingurinn Nikolaj er öðrum fremur sögumaður og talar beint til áhorfenda; þegar aðrar sögupersónur snúa sér til áhorfenda þjóna þeir því hlutverki að vera nemendur í hinum ýmsu kennslustundum – hjá íþróttakennaranum Tommy, sögukennaranum Martin eða tónlistarkennaranum Peter. Þetta er allt saman haganlega útfært og skýrlega gert og vel stutt haganlegri leikmynd og myndböndum Heimis Sverrissonar og lýsingu Þórðar Orra Péturssonar. Leikmyndin er að stofni til leikfimisalur og önnur sögusvið búin þar til eftir þörfum. Þessi lausn styður við sögu Tommy, íþróttakennarans sem er hrakfallabálkur þessarar sögu; hann fer verst út úr þeirri tilraun, sem félagarnir fjórir leggja af stað með, að halda sér rallhálfum – með hálfa prómillið í blóðinu! – og endar á að missa allt í bókstaflegum skilningi. Sú harmsaga á skilið að vera í brennidepli og Halldór Gylfason skilar íþróttakennaranum Tommy á svo grípandi hátt að unun er á að horfa. Hver handahreyfing, hvert svipbrigði, hver augngota byggir upp karakter sem ekki er annað hægt en láta sér þykja vænt um. Hið sama gildir um samleikara hans, þá Hilmi Snæ, Jörund og Þorstein – þeir brillera allir í hlutverkum sínum, hér er valinn maður í hverju rúmi og sönn leikgleði ræður för! Þökk einnig leikstjóranum, Brynhildi Guðjónsdóttur!

Tveir listrænir kraftar skulu nefndir, sem eru óðum að hasla sér völl í íslensku leikhúslífi sem er vel. Anna Kolfinna Kuran annast sviðshreyfingar og Guðlaug Ólafsdóttir raddþjálfun. Hvort tveggja skilaði sér í afar áferðarfallegri sýningu – hreyfingar leikaranna ýttu undir áherslur sögunnar, og raddir þeirra urðu ásamt tónlist og hljóðmynd Ísidórs Jökuls Bjarnasonar að hljómfagurri sinfóníu – vonleysisins í upphafi, hinnar upphöfnu gleði þegar á leið, hins óumflýjanlega ósigurs og að endingu sáttarinnar í lokin – rétt eins og vera ber í öllum góðum sögum.


Þýðing: Þórdís Gísladóttir
Leikstjórn: Brynhildur Guðjónsdóttir
Leikmynd og myndbandshönnun: Heimir Sverrisson
Búningar: Filippía Elísdóttir
Tónlist og hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason
Lýsing: Þórður Orri Pétursson
Sviðshreyfingar: Anna Kolfinna Kuran
Leikgervi: Elín S. Gísladóttir
Raddþjálfun: Guðlaug Ólafsdóttir
Leikarar: Halldór Gylfason, Hilmir Snær Guðnason, Jörundur Ragnarsson, Þorsteinn Bachmann
Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
6
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
8
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.
Grátrana sást á Vestfjörðum
9
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
5
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Brosir gegnum sárin
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
10
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár