Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkissáttasemjari: Lagði tillöguna fram og kynnti hana sem ákvörðun án kosts á samráði

Í grein­ar­gerð Efl­ing­ar fyr­ir Fé­lags­dómi er því hald­ið fram að Efl­ingu hafi aldrei gef­ist tæki­færi á að ræða miðl­un­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara held­ur hafi hún ver­ið kynnt sem ákvörð­un sem bú­ið væri að taka. Efl­ing tel­ur það í and­stöðu við lög um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur.

<span>Ríkissáttasemjari:</span> Lagði tillöguna fram og kynnti hana sem ákvörðun án kosts á samráði
Mótmælti harðlega Sólveig Anna mótmælti framgöngu Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara harðlega þegar á fundinum þar sem hann kynnti henni að hann myndi leggja fram miðlunartillögu. Mynd: Bára Huld Beck

Efling-stéttarfélag segir rangt að ríkissáttasemjari hafi kynnt áform um framlagningu miðlunartillögu á fundi með samninganefnd félagsins, og þá hafi enginn kostur á ábendingum eða athugasemdum verið gefinn. Ekkert slíkt samtal hafi átt sér stað heldur hafi ríkissáttasemjari lagt fram ákvörðun sína um framlagningu tillögunnar, strax í upphafi fundar að morgni 26. janúar.

Samkvæmt lýsingu í greinargerð Eflingar fyrir Félagsdómi, vegna stefnu Samtaka atvinnulífsins á hendur stéttarfélaginu, afhenti Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari tvö skrifleg og undirrituð skjöl, annars vegar skjal sem bar heitið Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar-stéttarfélag og Samtaka atvinnulífsins, og hins vegar skjal sem bar heitið Framkvæmd og fyrirkomulag atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjari. „Um leið upplýsti ríkissáttasemjari að í skjölunum fælust ákvarðanir sem hann hefði þegar tekið,“ segir í greinargerðinni.

Þetta, heldur Efling fram, er í andstöðu við lög. Samkvæmt lögum im stéttarfélög og vinnudeilur er sáttasemjara skyld að ráðgast við samninganefndir aðila áður en hann ber fram miðlunartillögu. Það hafi hann ekki gert, í það minnsta ekki gagnvart Eflingu.

„Um leið upplýsti ríkissáttasemjari að í skjölunum fælust ákvarðanir sem hann hefði þegar tekið“
úr greinargerð Eflingar fyrir Félagsdómi

Samkvæmt því sem rakið er í greinargerðinni mótmælti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og formaður samninganefndar stéttarfélagsins, ákvörðunum ríkissáttasemjara á fundinum. Taldi hún þær ólögmætar, ósanngjarnar og að þær myndu ekki skapa sátt. Þá mótmæli Sólveig Anna því sérstaklega að miðlunartillagan væri samhljóða þeim samningi sem Samtök atvinnulífsins vildu gera en ekkert tillit væri tekið til sjónarmiða Eflingar.

Boðaði til blaðamannafundar áður en fundað var með deiluaðilum

Þá er tilgreint að ríkissáttasemjari hafi boðað blaðamenn til fundar við sig klukkan 11:00 sama dag og það hafi hann gert áður en fundir hófust með Eflingu og Samtökum atvinnulífsins. „Þannig hafði ríkissáttasemjari tilkynnt blaðamönnum að tíðinda væri að vænta áður en stefnda [Eflingu] var tilkynnt um ákvörðun ríkissáttasemjara um miðlunartillögu.“

Efling mótmælti sem fyrr segir framlagningu miðlunartillögunnar á fundinum og einnig með tilkynningu að honum loknum. Í samskiptum sem síðar fóru fram milli aðila mótmælti Efling því að lagaákvæði stæðu til þess að ríkissáttasemjari annaðist framkvæmd kosninga um miðlunartillöguna, að ekki væru til staðar lög sem skylduðu stéttarfélög til að afhenda kjörskrá og að ekki væri sýnt fram á að til staðar væru lagaskilyrði fyrir vinnslu persónuupplýsinga félagsmanna Eflingar.

Í bréfi ríkissáttasemjara 27. janúar kom fram, samkvæmt því sem segir í greinargerðinni, breytt afstaða hans. Þar mun hann hafa haldið því fram að embætti ríkissáttasemjara hafi aldrei ætlað sér að framkvæma kosningu um miðlunartillöguna heldur hafi hann gert ráð fyrir því að Efling gerði það. Efling hefði átt að vera ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga. Þá sagði í bréfi ríkissáttasemjara að hann hefði gert ráð fyrir að Advania yrði vinnsluaðili, fyrir hönd embættisins, og að lokum hafi ríkissáttasemjari gert ráð fyrir að Efling og Advania gerðu vinnslusamning sín á milli.

„Þrátt fyrir þessa lýsingu ríkissáttasemjara á því hvernig hann hefði ráðgert atkvæðagreiðsluna, barst stefnda nánast í beinu framhaldi fyrirkall frá Héraðsdómi Reykjavíkur vegna kröfu ríkissáttasemjara um að kjörskrá félagsins miðað við 26. janúar yrði afhent honum með beinni aðfararaðgerð,“ segir svo í greinargerð Eflingar.

Ræddi við aðra en ekki Eflingu

Í greinargerðinni er vísað til þess að í fjölmiðlum hafi komið fram að ríkissáttasemjari hafi rætt miðlunartillöguna við aðra en Eflingu áður en hún var kynnt stéttarfélaginu. Er væntanlega verið að vísa til fréttar Heimildarinnar frá 27. janúar þar sem greint var frá því að Sólveig Anna hefði fengið vitneskju 25. janúar um að ríkissáttasemjari hefði þá verið að ræða við aðila ótengda Eflingu um að hann væri að vinna að miðlunartillögu í kjaradeilunni. Í ofanálag, segir í greinargerðinni, hafi Efling haft af því spurnir að ríkissáttasemjari hafi rætt tillöguna við mun fleiri, meðal annar fulltrúa annarra aðila vinnumarkaðarins.

Efling krefst þess að kröfum Samtaka atvinnulífsins verði vísað frá dómi sökum þess að hún sé ótæk. Næði hún fram að ganga myndi krafan koma í veg fyrir að Eflingarfélagar gætu nýtt sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn, að grípa til verkfalla í kjaradeilu, þar til niðurstaða læti fyrir í atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. Grundvöllur málatilbúnaðar Samtakanna sé að með því að miðlunartillaga hafi verið lögð fram sé ólögmætt að boða vinnustöðvun. Á það fellst Efling ekki og segir slíka reglu hvergi koma fram í lögum eða lögskýringargögnum.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Það er augljóst að miðlunartillagan er lögbrot enda var ekkert samráð haft eins og tilskilið er í lögum.
    Auk þess er með tillögunni verið að taka af Eflingu réttinn til að semja og til að fara í verkfall. Einnig er ljóst að tillagan er ekki miðlunartillaga þar sem hún fer eingöngu eftir vilja SA en vilji Eflingar er algjörlega hunsaður.
    Nú er spurning hvort dómarar láti réttlætið eða flokksskírteinið ráða dómsniðurstöðunni.
    1
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Ríkissáttasemjari hefur auglýst sinn innri mann, Hann er í liði með elítunni sem stjórnar hér.

    Er það þjóðhagslega hagkvæmt að viðhalda fátækt. Þeir félagar AL og HBÞ vinna alla vega skv. því.
    3
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    Ríkinu er stjórnað af Sjálfstæðismönnum. Sjálfstæðismenn eru glæpalýður.
    4
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Óbreytt en kallar það miðlunartillögu?
    6
  • Guðjón Halldórsson skrifaði
    Kannski ruglaðist bara Aðalsteinn á orðum;
    Varast skyldi að rugla saman sögnunum ráðgast og ráðskast.
    1) Sögnin ráðgast merkir: leita ráða. Ráðgast við einhvern, þ.e. leita ráða hjá einhverjum.
    2) Sögnin ráðskast merkir: stjórna, ráða. Ráðskast með einhvern, þ.e. stjórna einhverjum.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
4
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
10
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár