Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Telur hugmyndafræði Eflingar úrelta – „Snýst um átök átakanna vegna“

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, bland­aði sér í um­ræð­ur um kjara­mál á þing­inu í dag. Hún tel­ur að „ein­föld og úr­elt mynd“ sé dreg­in upp varð­andi sam­band og sam­skipti launa­fólks og at­vinnu­rek­enda.

Telur hugmyndafræði Eflingar úrelta – „Snýst um átök átakanna vegna“
Vonbrigði að samningar náðust ekki Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar ekki tókust samningar á milli Eflingar og SA. Mynd: Bára Huld Beck

„Sú kjaradeila sem við stöndum frammi fyrir snýst um heildarsamhengi hlutanna. Sú hugmyndafræði sem Efling beitir hér er úrelt og snýst um átök átakanna vegna. Þegar farið er af stað með það að leiðarljósi er ekki von á góðri niðurstöðu.“

Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskipta­nefndar, undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag.

Kjaramál hafa verið ofarlega á baugi í umræðunni síðustu vikur og hafa deilur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) verið hvað mest áberandi. Heimildin rekur atburðarásina í umfjöllun sinni í dag.

Vonbrigði að ekki tókust samningar á milli SA og Eflingar

Rifjaði þingmaðurinn upp á Alþingi í dag að í desember hefðu fréttir borist af því að kjarasamningar hefðu náðst við meirihluta launafólks á almennum vinnumarkaði. 

„Við höfðum ríka ástæðu til að ætla að nú tækist með samstilltu átaki að ná skynsamlegri lendingu á vinnumarkaðnum í heild og þannig vinna okkur hægt en örugglega í átt að því að ná niður verðbólgu og vöxtum. Heildarhagsmunir voru í forgangi, hagsmunir sem skipta máli við að reka hér samfélag á skynsamlegan og heilbrigðan hátt. 

Það urðu því mikil vonbrigði að ekki tókust samningar á milli Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þar með sátu liðlega 20.000 félagsmenn Eflingar eftir og þeir hafa ekki notið kjarabóta til jafns við aðra á almennum vinnumarkaði, kjarabóta sem félagsmenn þurfa á að halda,“ sagði Guðrún.

„Einföld og úrelt mynd“ dregin upp varðandi samband launafólks og atvinnurekenda

Þá sagðist Guðrún óhjákvæmilega leiða hugann að því hvort það hefði verið raunverulegur vilji forystu Eflingar að ná samningum fyrir sitt fólk. 

„Ég get ekki betur séð en að hugmyndafræðin snúist um átök átakanna vegna. Einföld og úrelt mynd er dregin upp varðandi samband og samskipti launafólks og atvinnurekenda. Ég leyfi mér að fullyrða að sú orðræða sem Efling hefur uppi varðandi það samband sé í hrópandi andstöðu við raunveruleikann nema í algerum undantekningartilfellum, enda hafa kannanir sýnt að flest fólk ber mikið traust til sinna vinnuveitenda og nýir kjarasamningar í vetur voru alls staðar samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.

Sú kjaradeila sem við stöndum frammi fyrir snýst um heildarsamhengi hlutanna. Sú hugmyndafræði sem Efling beitir hér er úrelt og snýst um átök átakanna vegna. Þegar farið er af stað með það að leiðarljósi er ekki von á góðri niðurstöðu,“ sagði hún að lokum. 

Efling enn engin svör fengið hjá sáttasemjara

Heimildin greindi frá því fyrr í dag að rík­is­sátta­semj­ari hefði fyr­ir­skip­að Efl­ingu að af­henda kjör­skrá þeg­ar hann kynnti stétt­ar­fé­lag­inu miðl­un­ar­til­lögu. Dag­inn eft­ir hefði hann hins veg­ar sagt að að­eins hefði ver­ið um til­mæli að ræða. Áð­ur en Efl­ing gat brugð­ist við hafði rík­is­sátta­semj­ari svo stefnt fé­lag­inu fyr­ir dóm­stóla og kraf­ist af­hend­ing­ar kjör­skrár. 

Enn fremur kemur fram hjá Heimildinni að Efling hefði engin svör fengið frá ríkissáttasemjara við ítrekuðum kröfum sínum um að fá afhent þau gögn og yfirlit um samskipti ríkissáttasemjara í aðdraganda þess að hann lagði fram miðlunartillögu í deilu stéttarfélagsins við SA. 

Hið sama væri að segja um ítrekuð erindi til félags- og vinnumarkaðsráðherra er lúta að stjórnsýslukæru Eflingar og þeirrar kröfu að réttaráhrifum miðlunartillögu ríkissáttasemjara verði frestað meðan stjórnsýslukæran er til meðferðar.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (12)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Mummi Týr skrifaði
    Sorglegt að lesa þetta og að þessi hugsanagangur skuli vera inn á þingi er mér fyrirmunað að skilja... jú, alveg rétt, fólk kaus þetta, silly me :)
    1
  • òtrùlegt bullid sem kemur frà mörgum flokksmönnum sjálfstæðisflokksins. sjálfstæðisflokkurinn aetti frekar ad heita sjálfsstjórnarflokkurinn eda sjálfræðiflokkurinn .
    ì Frakklandi ,Thyskalandi,Englandi og fleirum löndum Evròpu eru I dag verkföll.

    Verfall er thad eina sem mun vekja fòlkid.
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Hún er ekki bara atvinnurekendai í ísgerð í Hveragerði sem hefur félagsfólk Eflingar við störf heldur er hún einnig fyrrum forystumaður í samtökum atvinnurekenda. M.ö.o. aðili sem aðhyllist brauðmolakenninguna. Á síðasta ári hélst kaupmátturlaunafólks alls ekki í við verðbólguna í landinu. Sérstaklega hefur láglaunafólk farið illa út úr þeirri þróun sem ekki nýtur markaðslauna.
    2
  • RE
    Regína Eiríksdóttir skrifaði
    Mætti taka betur á hlutunum hér, Guðrún er atvinnurekandi á þingi, því í starfi fyrir samfélagið. Hefði viljað að greinin væri gagnrýnin á aðferðafræði elítunnar, sem vill meiri og meiri gróða og vill því ekki borga mannsæmandi laun
    3
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Eru verkföll úrelt að mati Guðrúnar? Eða er það úrelt að hafa sjálfstæðan samningsrétt í stað þess að taka upp samning sem aðrir hafa gert?
    2
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Hún lokar augunum, fast!
    3
  • Oddur Ingi skrifaði
    Afskaplega þreytt retórík að Eflingarfólk skilji ekki "heildarmyndina" eða "heildarsamhengið" og vilji bara "átök átakanna vegna."

    Svipað uppi á teningnum hjá Konráði efnahagsráðgjafa SA í annarri grein.

    Þetta er vísvitandi niðrandi og meiðandi orðræða og þessu fólki veitir ekki af að víkka aðeins sinn sjóndeildarhring.

    Auðvitað finnst atvinnurekendum bara fínt að borga fólki laun undir framfærsluviðmiðum. Skilja bara ekkert hvaða vesen þetta er.
    5
  • Siggi Rey skrifaði
    Þessi Guðrún er bara vesæll sjálfstæðismaður og tala sem slík. Eins og henni ber að gera samkvæmt vilja Vellýgna Bjarna. þessi Guðrún ætti að hundskammast sín fyrir að niðurlægja kynsystur sína sem vart hafa í sig og á, á sultarlaunum fyri mikla vinnnu og þurfa að leigja á heilsjúkum leigumarkaði. Sjáið þið þessa konu Í anda þurfa að þrífa 50 hótel herbergi á vakt. Það er mér til efs. Þessi pistill hér að ofan lýsir kvenfyrilitningu og hroka.
    5
  • Konráð Gíslason skrifaði
    ,, Við viljum þræla!" þetta er hugsunarhátturinn hjá henni og hennar líka.
    5
  • Guðjón Halldórsson skrifaði
    Einfalt - Engin laun fyrir 100% starf undir framfærsluviðmiðum !
    4
  • Sigga Svanborgar skrifaði
    ...hér er ekkert hlutleysi í þessari frétt þar sem GH og hennar fjölsk eru atvinnurekendur.....það sem GH áttar sig ekki á að gamalgróin ofbeldis og eineltismynstur sem hún og hennar flokkur hefur beitt almennig frá upphafi lýðræðis er að verða öllum ljós.......
    8
  • HSG
    Helga Salbjörg Guðmundsdóttir skrifaði
    Það eru skiljanleg vonbrigði hjá henni þegar fólk vill ekki þiggja þær brauðmylsnur sem falla af yfirfullu borði auðvaldsins :(
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
1
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
3
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi
6
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Hafró gagn­rýn­ir „for­dæma­lausa fram­kvæmd“ Heidel­berg í Ölfusi

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur skrif­að gagn­rýna um­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Ölfusi. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að taka tæp 12 þús­und tonn af efni á dag, eða sem nem­ur 358 ful­lest­uð­um flutn­inga­bíl­um, af hafs­botni. Hafró tel­ur fram­kvæmd­ina geta haft slæm áhrif á fiski­stofna sem hrygna á svæð­inu og að efn­istak­an geti breytt strand­lengj­unni til fram­búð­ar.
Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Fékk millj­ón­ir frá Reykja­vík­ur­borg þrátt fyr­ir rang­færsl­ur í um­sókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
2
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
3
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
4
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
6
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
8
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
10
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár