Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Saga byggðar utan alfaraleiða – saga lands og þjóðar

Fá­skrúðs­fjarð­ar­saga I-III. Þætt­ir úr sögu byggð­ar til árs­ins 2003.

Saga byggðar utan alfaraleiða – saga lands og þjóðar
Bók

Fá­skrúðs­fjarð­ar­saga I-III

Þættir úr sögu byggðar til ársins 2003
Höfundur Smári Geirsson
Bókaútgáfan Hólar
Gefðu umsögn

Á bókarkápu aftanverðri segir sem svo (nokkuð stytt): „Fáskrúðsfjörður er nyrstur sunnanverðra Austfjarða, sautján kílómetrar að lengd og tignarlegum fjöllum girtur. Mannlífið við fjörðinn á sér merka sögu (...). Nú hefur saga byggðarinnar verið færð í letur og áhugamenn um byggðasögu ættu ekki að láta hjá líða að kynna sér þá umfjöllun, enda er hún mikilvægur þáttur í sögu Austurlands og landsins alls.

(...) [Í Fáskrúðsfjarðarsögu] er fjallað um fjölmarga efnisþætti og má þar nefna þróun byggðarinnar, málefni hreppa, sjávarútveg, landbúnað, verslun, starfsemi mikilvægra stofnana og félags- og menningarmál. Í verkinu öllu er öll áhersla lögð á að styðjast við prentaðar og skjallegar heimildir en eins er byggt á endurminningaskrifum, dagbókum og viðtölum við fjölmarga einstaklinga.“

Það er ekki ofsagt að Fáskrúðsfjarðarsaga Smára Geirssonar er mikið verk og vandað. Eins og fram kemur í textanum á bókarkápu er fátt látið ósagt um sögu mannlífs í þessum fyrrum tveimur hreppum, Búða- og Stöðvarhreppum, en þeir sameinuðust árið 2003 og þótti því eðlilegt að hafa þar sögulokin, enda trúlega erfitt um vik að tengja með eðlilegum hætti nútíð sagnaritara sjálfs þar sem hann væri bókstaflega í heimildahrúgunni miðri og hætt við að yfirsýn yrði ekki fullnægjandi. Þetta má því teljast skynsamleg afmörkun efnisins.

Sagan hefst með landnámi og fer eðlilega minnst fyrir þeim hluta sögunnar, enda heimildir af skornari skammti en síðar verður. Þó fáum við að vita, þökk sé Landnámu, að Naddoddur víkingur hrekst af leið til Færeyja og kemur að landi í grennd við Fáskrúðsfjörð. Hann gefur landinu nafnið Snæland áður en hann og föruneyti hans fer þaðan aftur. Nokkru síðar koma þeir Krumr og Vémundr og nema land um það bil þar sem síðar urðu Búða- og Stöðvarhreppar. Að öðru leyti er staðháttum og landslagi lauslega lýst, en hér hefði hugsanlega einnig mátt gera grein fyrir jarðfræði Austfjarða, en hún er um margt merkileg og fróðleg.

HöfundurSmári Geirsson skrifaði Fáskrúðsfjarðarsögu.

Það hefði einnig verið athyglisvert í ljósi rannsóknaraðferða í þjóðfræði og mannfræði að sjá ítarlegar fjallað um eðli náttúrugæða svæðisins og hvernig þau hafa hugsanlega mótað mannlíf og verklag í vinnu manna við lífsafkomuna. En um leið og það er sagt verður einnig að taka tillit til þess að verkið er meira en 1700 blaðsíður að stærð og það gildir um þetta eins og annað í svona útgáfu að einhvers staðar verður að draga skynsamleg mörk.

Það hlýtur að vera bagalegt fyrir höfund Fáskrúðsfjarðarsögu að sjá að í fornum heimildum er að mestu þögn um Fáskrúðsfjörð og síðan að lesa í sóknarlýsingu séra Ólafs Indriðasonar frá 1841 að „[þ]essi þögn sýnist vitni þess að hvörki hafi orðið þeir atburðir eða lifað þeir menn er merkir hafi metist eða orðið þjóðkunnir.“ Þetta má sumpart skýra með því að Fáskrúðsfjörður hefur aldrei legið í þjóðbraut, þangað komu ekki aðrir en þeir sem áttu erindi og má að sumu leyti segja að það gildi enn um Fáskrúðsfjörð. En augljóslega hefur þessi þögn fornra heimilda um Fáskrúðsfjörð orðið til að ögra höfundi og hugsa „ég skal víst“ og blásið honum móði í brjóst.

Það má nefnilega finna ýmislegt bitastætt úr fylgsnum sögunnar ef vel er leitað og það hefur Smári Geirsson gert. Til Fáskrúðsfjarðar rata á sínum tíma Tyrkir, í illum tilgangi sem kunnugt er, Fáskrúðsfjörður verður síðar miðstöð fyrir Fransmenn sem leita á Íslandsmið eins og einnig Færeyingar og Norðmenn. Þegar þéttbýlismyndun hefst á Íslandi hefst auðvitað einnig þéttbýlismyndun á Búðum og Fáskrúðsfjörður verður vettvangur íbúafjölgunar og framfara eins og víðar má sjá í sambærilegum sögum hinna smærri byggða í landinu öllu. Þannig verður Fáskrúðsfjarðarsaga líka eins konar Íslandssögulýsing – það er sama saga sem gerist alls staðar, ýmist ívið hægar eða hraðar, en líkindin eru það mikil að Fáskrúðrfjarðarsaga á skilið lesendahóp langt utan hinna fornu Búða- og Stöðvarhreppa. Dæmi um atriði sem tengir sögur byggða á Íslandi má til dæmis sjá í starfi Guðmundar Hannessonar, fyrrum landlæknis, sem skoðar skipulag byggða í upphafi 20. aldar og segir m.a. árið 1916 „að á Búðum í Fáskrúðsfirði hafi götur og byggingarreitir fremur verið gerðir af handahófi en fullri forsjá.“ En Guðmundur Hannesson kom eins og flestir væntanlega vita að skipulagi byggða víða um land og er ekki eina dæmið um embættismann í nýsjálfstæðu landi sem varð einn að bera ábyrgð á verkefnum síns sérsviðs. Þannig dreifðust hugmyndir um landið allt, en það voru hugmyndir þess eina manns sem við þær fékkst á þeim tíma.

Af framansögðu má skilja að fiskveiðar og sjómennska hafa vissulega skipað mikilvægan sess í lífi Fáskrúðsfirðinga ásamt auðvitað landbúnaði og hvorutveggja eru gerð ágæt skil í Fáskrúðsfjarðarsögu. Og enn má ítreka, að saga hins sértæka verður saga hins almenna; hér er stofnað kaupfélag eins og annars staðar á landinu, verslun og iðnaði vex fiskur um hrygg, verkalýðshreyfing eflist sem og fræðslustarfsemi og menningarlíf. Svo fátt eitt sé nefnt.

Hér gefst ekki tóm til að gera réttlát skil alls sem er að finna í efnisríkri og afar fróðlegri Fáskrúðsfjarðarsögu. En það er við hæfi að spyrja áður en sagt er skilið við hið metnaðarfulla og vandaða verk „hvað svo“? Nú liggur saga Fáskrúðsfjarðar fyrir. Eiga nú hin þrjú þykku bindi að safna ryki í hillum lesenda og svo ekki söguna meir? Eða búa þau kannski yfir óþrjótandi efni til að vinna frekar með söguna? Getur verk Smára Geirssonar og Bókaútgáfunnar Hóla hvatt til frekari dáða þannig að þeim sem málið er skylt geti unnið úr efniviðnum sýningar, frásagnir handa sagnamönnum, kvikmyndir og leiknar sögur handa gestum og gangandi – og vitaskuld heimamönnum líka? Getur Fáskrúðsfjarðarsaga orðið afl í þróun áframhaldandi blómlegrar byggðar á Búðum?

Það væri vel ef svo yrði og góðum tilgangi þá náð.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
3
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.
Alvotech tapaði 332 milljónum krónum á dag á fyrsta ársfjórðungi
4
GreiningRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Al­votech tap­aði 332 millj­ón­um krón­um á dag á fyrsta árs­fjórð­ungi

Fjöl­marg­ir fjár­fest­ar, með­al ann­ars ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, hafa veðj­að stórt á að Al­votech muni með tíð og tíma verða mylj­andi pen­inga­vél. Hökt hef­ur ver­ið á því ferli og á síð­ustu 27 mán­uð­um hef­ur fé­lag­ið tap­að um 180 millj­örð­um króna. Stjórn­end­ur Al­votech eru hins veg­ar bratt­ir og spá því að tekj­ur fé­lags­ins muni allt að fimm­fald­ast milli ára.
Erlendar veðmálasíður herja á íslensk börn og ungmenni
9
Fréttir

Er­lend­ar veð­mála­síð­ur herja á ís­lensk börn og ung­menni

Er­lend veð­mála­fyr­ir­tæki hafa á und­an­förn­um ár­um ver­ið í mik­illi sókn á ís­lensk­um spila­mark­aði. Aug­lýs­ing­ar frá fyr­ir­tækj­un­um má sjá víða á sam­fé­lags­miðl­um og öðr­um vef­síð­um. Lít­ið sem ekk­ert eft­ir­lit er haft með tengsl­um slíkra aug­lýs­inga og auk­inni spila­mennsku með­al ung­menna hér á landi. Ís­lensk stjórn­völd virð­ast vera mátt­laus gagn­vart þró­un­inni en starf­sem­in fer fram hand­an lög­sögu þeirra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
3
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
4
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
6
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
9
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
10
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu