Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kíminn femínismi í glímu við listasöguna

Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir list­fræð­ing­ur rýn­ir í mynd­list og opn­ar heima með penn­an­um.

Kíminn femínismi í glímu við listasöguna
Annað

Gletta - mynd­list­ar­sýn­ing

Gefðu umsögn

Það eru gáskafull verk sem  taka á móti gestum á yfirlitssýningunni Gletta í Hafnarborg, sem tileinkuð er verkum Sóleyjar Eiríksdóttur (1957-1994). Mörg verkanna ólga af sprellandi leikgleði sem smitar sér áreynslulaust til áhorfandans í verkum sem taka á móti honum þegar gengið er inn á sýninguna. Kynjafígúrur með skírskotunum í furðuskepnur ímyndunaraflsins og líkama kvenna taka á sig margvíslegar myndir í leir og steinsteypu, efnivið sem Sóley notaði jöfnum höndum þegar leið á ferilinn. Efniviðir, sem hvort tveggja harðna þegar þeir taka á sig form, öðlast léttleika í meðförum Sóleyjar sem glæðir stórgerð form fígúratífum eiginleikum. Þessi lýsing á ekki síst við um röð af steinsteypuverkum, flest frá árinu 1988, sem er að finna innst í stærri sýningarsalnum á efri hæðinni í Hafnarborg.

Umrædd verk eru einlit, svört og fomföst í þeim skilningi að þau byggja á skýrum útlínum. Svarti liturinn drekkur í sig alla birtu þannig að verkin virðast abstrakt við fyrstu sýn og í andstöðu við ljóst yfirbragðið og leikgleði í verkinu Höfuðstaða (1987), fyrsta skúlptúrnum sem sýningargestir sjá. Þegar nær er komið reynast svörtu verkin búa yfir fimi og mýkt en í ljós koma rifur fyrir klof og munn eða smágerð augu sem glæða formin hlutbundnu lífi. Við blasir sjónarhorn á líkama eða brot af líkama í undnum eða samþjöppuðum stellingum sem ósa af húmor og gáska. M-laga skúlptúr Án titils (1988) reynist vera fætur með útglennt klof og hringlaga form með hausinn á hvolfi í öðru verki, Án titils (1988), líkami sem sveigist aftur og hringar sig saman í kuðung. Í fyrra verkinu er skýr femínískur undirtónninn sem skín í gegnum í fleiri verkum.  

Líkami konunnar sem börur  

Hægindi (1988) er eitt slíkt verk, ein heild í tveimur hlutum. Það er gert úr hálfhringlaga formi sem stendur á gólfinu eins og stöpull, en ofan á því liggur flatur kvenlíkami með útrétta arma og fætur. Líkaminn minnir á börur en það eina sem tengir börurnar við líkama konu eru tvö keilulaga form, brjóst staðsett rétt ofan við miðju búksins. Þessi böru-líkami liggur á völtum undirstöðum hálfhringsins sem einnig má sjá sem hálfmána, og virkar því eins og óstöðugt vegasalt sem sveiflast í þá átt sem þunginn er mestur. Titillinn Hægindi getur vísað til undirstöðunnar sem bólstraðra þæginda en vegna tengingar forms líkamans sem liggur útbreiddur og samvaxinn undirstöðunum sveiflast hugmyndin um hægindi að böru-líkamanum sem býður sig fram sem sæti. Konu-börurnar eru ekki aðeins bornar heldur bera þær þungann af hverju því sem lagt er á þær.

Fjalla-brjóst

Hægindi er ekki eina verkið á sýningunni sem býður upp á marglaga túlkun og tengingu við vangaveltur um stöðu konunnar í samfélaginu og í listum á tímabili sem einkenndist af orðræðu kvenréttindabaráttunnar. Notkun Sóleyjar á keiluforminu sem birtist í fjölmörgum verkanna má einnig sjá sem vísun í þrástef í íslenskri myndlist framan af 20. öldinni; myndinni af fjallinu í málverkum sem flest eru eftir karlkyns listamenn. Þessi tenging kemur greinilegast fram í verkinu Fjallkona (1988). Form verksins er hár og grannur ferstrendingur sem stendur uppréttur á þunnri plötu. Form verksins vísar í stöpulinn eða stallinn sem hefur borið skúlptúrinn uppi í gegnum listasöguna og höggmyndalistina sem ímynd karlmennsku og styrkleika. Uppi á stöplinum eru tvö keilulaga form sem standa allt í senn fyrir brjóst fjallkonunnar og fjöllin. Stöpullinn er enda ekki stöpull heldur táknmynd teinrétts líkama konunnar sem brjóstin tilheyra og er áréttuð með titli verksins og beinni línu sem er teiknuð í steypuna og liggur upp eftir miðju formsins frá gólfi þar til hún kvíslast í tvær áttir og myndar kvensköp rétt undir miðju stöpuls-líkamans. Merking verksins verður að yfirlýsingu um að konur hafi stigið inn á sviðið og séu tilbúnar að snúa upp á og út úr karllægum viðhorfum og viðmiðunum.

Merking miðilsins

Sóley Eiríksdóttir er af kynslóð listakvenna sem hóf nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands haustið sem fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn árið 1975. Verk hennar eru lituð af hugsjón kvenna- og jafnréttisbaráttunnar sem á eftir fylgdi og sterkri vitund um merkingu bæði efnis og forma sem hún vinnur með af einstakri hugvitssemi með hárfínan húmor að vopni. Sóley valdi upphaflega að vinna í leir, efnivið sem lengi stóð skör neðar í stigveldi listgreinanna en málverk og marmari. Leirinn átti sæti hjá nytjalistinni og á sýningunni eru keramikvasar og skálar sem geta flokkast sem nytjahlutir. En þar eru einnig verk sem sýna hvernig Sóley fjarlægist nytjahlutinn og færist nær myndlistarlegri hugsun með gerð fígúratífra leirverka sem taka gagnrýna afstöðu til listsögulegs flokkunarkerfis. Notkun Sóleyjar á steinsteypu á síðari hluta níunda áratugarins þýddi ekki að hún hefði yfirgefið leirinn, mögulega vegna þess að hann væri „of kvenlegur“, heldur var steinsteypan valkostur sem gaf henni færi á að vinna stærri verk úr efniviði sem ekki var sligaður af listsögulegri merkingu. Saga steinsteypunnar innan myndlistarinnar var hvorki löng né mótuð og því hægt að líta á hana sem nútímalegt efni með tengingu við 20. öldina og  nútímasögu byggingarlistar og þar með byggingar nýrrar sögu. Val Sóleyjar á efnivið til að vinna með ákveðnar hugmyndir í form er að þessu leyti hlaðið merkingu.

Tíðarandi

Hér hafa verið dregin fram nokkur verk sem gefa hugmynd um viðfangsefni Sóleyjar, en á sýningunni Gletta er einnig að finna skúlptúra úr bronsi, teikningar og ætingar sem bera ákveðin höfundareinkenni. Þau birtast í keilulaga formum, líkamsfettum, og höfuðstöðum sem draga fram femínískt sjónarhorn fullt af kímni þar sem daðrað er við súrrealisma – stefnu, sem þrátt fyrir að vera karllæg gaf konum og öðum kynjum færi á að fjalla um kynjapólitísk viðfangsefni. Þótt verk Sóleyjar hafi augljóslega mótast af tíðarandanum og ákveðinni fagurfræði sem staðsetur þau á níunda áratugnum og við upphafi þess tíunda, hafa þau sterka skírskotun til samtímans, kannski vegna þess að samtíminn virðist hafa sérstakt dálæti á þessu tímabili í lista- og menningarsögu 20. aldar. Sýningunni er fylgt úr hlaði með sýningarskrá sem hefur að geyma persónulega og upplýsandi texta eftir Auði Övu Ólafsdóttur og samræður Aðalheiðar Valgeirsdóttur við Kristínu Ísleifsdóttur.


Höfundur: Margrét Elísabet Ólafsdóttir
Sýning: Sóley Eiríksdóttir | Gletta
Staðsetning: Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði
Tímabil: 14. janúar–19. mars 2023
Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
6
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
8
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.
Grátrana sást á Vestfjörðum
9
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár