Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Frá Berlín til Íslands – Útvíkkun á formi, afbygging og póstdramatík

Bára Huld Beck spjall­aði við ís­lenskt leik­hús­fólk sem hef­ur starf­að á leik­hús­sen­unni í Berlín og flutt stefn­ur og strauma á milli Berlín­ar og Reykja­vík­ur – já, Ís­lands – og end­ur­nýj­að um margt hug­mynd­ir land­ans um leik­hús.

Frá Berlín til Íslands – Útvíkkun á formi, afbygging og póstdramatík
Volksbühne er frægt m.a. fyrir að vera í fremstu röð varðandi listrænt hugrekki en það hefur þó tekið ýmsum breytingum síðustu ár. Arnbjörg segir að áhugaverð þróun eigi sér nú stað með innkoma sterkra kvenradda sem komi ekki úr hinni hefðbundnu leikhússenu. Mynd: Bára Huld Beck

Tenging hefur verið á milli þýsks leikhúss og þess íslenska síðan íslenskir listamenn fóru að venja komur sínar í leikhús sérstaklega í Berlín á tíunda áratug síðustu aldar. Áhrifin voru áþreifanleg í íslensku leikhúsi um og eftir aldamótin og fram á nýja öld þar sem afbygging var áberandi – og hrist var upp í viðteknum venjum, normið rifið niður og eitthvað nýtt byggt úr rústunum.

Breytti lífinu að kynnast þessari leikhúsmenningu

Egill Heiðar„Ef múrinn gat fallið þá geta hin fagurfræðilegu prinsipp líka fallið – og hefðir.“

Egill Heiðar Anton Pálsson býr nú í Noregi en hefur dvalið langdvölum síðustu áratugi í Berlín – og hefur því mikið verið á ferðinni um Evrópu. Hann fór fyrst til Berlínar árið 1995 þegar hann var búinn með fyrsta árið í Leiklistarskólanum. „Þar sá ég í fyrsta sinn leiklist í Berlín og þá þetta fræga leikhús Volksbühne.“ Hann segir að sú reynsla hafi breytt lífi sínu. „Af því að ég sá leiklist þarna sem ég hafði aldrei séð áður. Í formi sínu og innihaldi og leikstíls sem ég hafði aldrei kynnst áður, sem varð til þess að ég hélt áfram í leiklist og lærði leikstjórn.“

Hann segir að þetta hafi haft gríðarleg áhrif á sig sem listamann, þetta þýska leikhús. „Fyrir mér breytti það lífi mínu að kynnast þessari borg – þessari leiklistarmenningu sem er þar.“

Eftir heimkomu í kringum árið 2002 miðlaði hann reynslu sinni í Listaháskólanum ásamt öðrum sem höfðu verið úti. Hann segir að útgangspunkturinn hafi verið: „Breytingin byrjar í menntuninni.“ Þannig hafi áhrif þýsks leikhúss farið beint inn í æðar íslenska leikhússins.

Schaubühne, ásamt Volksbühne, endurskilgreindi á síðustu áratugum fyrir og eftir aldamót hvað leikhús væri. Egill vann þar um tíma sem aðstoðarleikstjóri Thomasar Ostermeier. „Þetta hafði gríðarleg áhrif á mig sem listamann, þetta þýska leikhús.“

„Ef múrinn gat fallið þá geta hin fagurfræðilegu prinsipp líka fallið – og hefðir“

Að mati Egils hefur afbygging Franks Castorf, fyrrum leikhússtjóra í Volksbühne og leikstjóra, haft mikil áhrif á íslenskt leikhús. Egill útskýrir afbyggingu sem svo að hún sé verkfæri póstmódernismans. „Þú afbyggir samfélagið til að komast að því hverjar byggingareiningarnar séu.“ Hann segir að listamenn hafi notað ýmsar aðferðir til þess, m.a. með því að leika illa, vera þau sjálf, lesa upp sviðslýsingar – sem sagt ekki gert það sem var ætlast til af þeim. Þannig hafi þeir „tekið heiminn í sundur, rifið hann niður“.

Hann segir að byltingin sem kom í kjölfar fall Berlínarmúrsins hafi haft þau áhrif að fólk uppgötvaði að ekkert væri eilíft. „Ef múrinn gat fallið þá geta hin fagurfræðilegu prinsipp líka fallið – og hefðir.“ Hann segir að í því felist gríðarlegt frelsi og mikil orka.

Varðandi íslenskt leikhús þá segir Egill að við þjáumst af „hræðilegri minnimáttarkennd“ en út frá „brjáluðum egóisma“. „Þetta er svo skemmtilega banvæn blanda. Íslensk leiklist býður upp á alla flóru sem þú finnur hvar sem er, í hvaða borg sem er.“

Egill segir þannig vera mikla breidd í íslenskri leiklist. „Mér finnst geggjað að koma heim til Íslands og fylgjast með leikhúsinu þar,“ segir hann og bætir því við að sú menntun sem finna má á Íslandi sé á mjög háu stigi. Hann telur að við eigum að hrósa okkur fyrir það og ekki endilega vera góð með okkur – heldur sátt.

Útvíkkun á „hvað er leikhús“

Arnbjörg María„Helsti munurinn á íslensku senuninni og þeirri þýsku fyrir utan stærðina er þessi mikli núningur á milli stofnanaleikhúss og frjálsu senunnar og annarra listgreina.“

Arnbjörg María Danielsen hefur starfað í sviðslistum erlendis til fjölda ára. Hún segir að þýska leikhúsið hafi upp úr aldamótum 2000 gengið í gegnum mikla sviptingar hvað varðar aðferðafræði og nálgun. Þarna byrjaði fólk að skilgreina hið „póstdramatíska leikhús“ til aðgreiningar frá hinu hefðbundna „dramatíska“ talleikhúsi.

„Þó að í praxis hafi það sem er kallað póstdramatískt svo sem alltaf verið til staðar í ýmsum öngum leikhússins í áratugi og fræðimenn rannsakað þessa þróun í lengri tíma. En þetta verður svona meginstraumsumræða í leikhúsi á þessum tíma. Þessi útvíkkun á „hvað er leikhús“, aukin tenging við gjörningalist, tækni, hljóðlist, starfræna miðla, endurskoðun á viðfangsefnið, persónur og leikendur. Við sjáum mikla aukningu á samvinnu við einstaklinga úr öðrum senum og jaðarsettum hópum í bland við leikara. Og leikara sem eru ekki leikarar. Þar var mikil útvíkkun á forminu og heillandi persónuleikar sem drifu þetta áfram, ekki hefðbundnir leikstjórar.“

Hún segir að áhugavert sé að eitt þekktasta póstdramatíska leikskáldið, Renée Pollesch, sé nú leikhússtjóri í Volksbühne, og stýri þar ásamt öfluga tónlistarkúratornum Marlene „Bürgerkurator“. „Þar er maður að sjá mjög áhugaverða þróun og það allra áhugaverðasta þar er innkoma mjög sterkra kvenradda sem koma ekki úr hinni hefðbundnu leikhússenu, sem eru að skapa stórbrotin sviðsverk sem sprengja út formið án málamiðlana.“

Spennandi raddir og tilraunir sem mættu fá meira vægi á Íslandi

Margir hópar í Þýskalandi, óháð Berlín, fá leiða á hinu svokallaða klassíska talleikhúsi og viðfangsefnum þess, að sögn Arnbjargar Maríu. Hún segir að sjálfstæðir hópar fari sínar eigin leiðir, skapi á eigin forsendum utan stofnanaleikhússins og séu þannig með allt aðra nálgun á leikhús. „En þau eru í dag orðin nokkurs konar stofnun sjálf,“ bætir hún við.

Þá bendir hún á að í dag lifi hið póstdramatíska leikhús góðu lífi hlið við hlið hins „klassíska leikhúss“. Margir sem voru í sjálfstæðu senuninni séu sýnilegir í stóru stofnunum í dag og fagurfræði og aðferðir víxlverkandi. „Helsti munurinn á íslensku senuninni og þeirri þýsku fyrir utan stærðina er þessi mikli núningur á milli stofnanaleikhúss og frjálsu senunnar og annarra listgreina.“ Hún segir að á Íslandi hafi ýmsir í gegnum tíðina reynt að hrista upp í íslensku leikhúsi en hún bendir á að það sé frekar hefðbundið og meginstraums í eðli sínu – þó að það séu virkilega góðar sýningar inn á milli. „En það eru spennandi raddir og tilraunir sem mættu fá meira vægi. Eitthvað sem við sjáum miklu meira af í danssenunni, myndlistinni og sjálfstæðu leikhússenunni, það er miklu betri umgjörð og fjármögnun.“

„Gjörbreytti hugmyndum mínum um hvað leikhús gæti verið“

Þorleifur Örn„Ísland er mikið nær skandinavískum natúralisma en þarna er tæki afbyggingarinnar komið inn í leikhúsið í Þýskalandi.

Þorleifur Örn Arnarsson hefur gert garðinn frægan í Berlín og víðar í Þýskalandi en hann hefur sett upp tugi sýninga þar í landi. Hann fór til Berlínar í leikstjóranám eftir að hafa útskrifast sem leikari hér heima.

Hann var alinn upp í ákveðinni leikhúshefð á Íslandi en ákvað, eftir að hafa farið í heimsókn til Berlínar og séð sýningar þar sem heilluðu hann upp úr skónum, að breyta til og flytja út. Hann heillaðist af aðferðafræðinni og frelsinu í bæði formi og hugsun. „Þetta gjörbreytti hugmyndum mínum um hvað leikhús gæti verið og ég hugsaði að ef ég ætlaði mér að forma mitt eigið leikhús þá yrði ég að komast inn í þennan skóla í Berlín – og ég komst inn. Þá fór mér að skiljast að ólíkt Íslandi, sem er með tvö stofnanaleikhús og síðan frjálsa leikhópa, þá eru 180 stofnanaleikhús í Þýskalandi og hundruð leikhópa. Í þannig umhverfi er náttúrlega framþróun, samtal og suðupottur af nýjungum – og af nýrri hugsun,“ bendir hann á.

Leikhús hefur samfélagslegt mikilvægi fyrir Þjóðverja eins og bókmenntir fyrir Íslendinga

Þýska tungumálið og þjóðríkið sem verður til á ofanverðri 18. öld og byrjun 19. aldar byggir að svo stórum hluta sjálfsmynd sína á stóru þýsku skáldunum, að hans sögn. Leikhús hafi samfélagslegt mikilvægi fyrir Þjóðverja á meðan á Íslandi sé það bókmenntaarfurinn. „Ísland er mikið nær skandinavískum natúralisma en þarna er tæki afbyggingarinnar komið inn í leikhúsið í Þýskalandi. Það var búið að frelsa leikhúsið undan höftum hinnar aristótelísku frásagnaraðferðar.“

Hann bendir jafnframt á að leikstjórinn hafi gríðarlegt vægi sem annar höfundur í Þýskalandi, enda eru og voru mörg stór skáld þar í landi einnig leikstjórar. „Í svona samhengi eru takmörk þess sem hægt er að gera svo miklu víðari.“

Þorleifur er með ýmis verkefni í vinnslu, bæði hér heima sem og erlendis, en hann fluttist frá Berlín til Íslands fyrir nokkrum árum. Hann segist vera spenntur fyrir íslensku leikhúsi um þessar mundir þar sem mikil gróska sé innan þess. „Nú þegar miklar samfélagsbreytingar standa yfir og raddir sem lengi hafa verið þaggaðar niður fá sviðið, þá getur það ekki annað en haft jákvæð og spennandi áhrif á leikhúsið sem samfélagslega rannsóknarstöð.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grátrana sást á Vestfjörðum
2
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
7
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár