Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

„Við höfum verið beitt hótunum“

Efl­ing stétt­ar­fé­lag mun hefja und­ir­bún­ing verk­falls­að­gerða taki Sam­tök at­vinnu­lífs­ins ekki til­lit til sér­stakra að­stæðna verka­fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, seg­ir samn­inga­nefnd Efl­ing­ar hafa mætt ótrú­legri þver­móðsku.

„Við höfum verið beitt hótunum“
Segir málflutning formanna innan SGS „móðursýkislegar“ Kröfur Eflingar um að tekið sé tillit til hærri framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu eru byggðar á gögnum, segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Það sé því furðulegt þegar talað er á þeim nótum að með því að fara fram á að tekið verði tillit til þess í kjarasamningsgerð sé verið að fremja einhvers konar glæp. Mynd: Heiða Helgadóttir

Efling mun hefja undirbúning verkfallsaðgerða hafni Samtök atvinnulífsins tilboði stéttarfélagsins sem nú hefur verið lagt fram sem grundvelli áframhaldandi viðræðna. Tilboð Eflingar gildir til hádegis á morgun, þriðjudag.

Tilboð Eflingar hljóðar upp á kjarasamning til fimmtán mánaða, sem tæki gildi frá 1. nóvember síðastliðnum, og gilti til loka janúar 2024. Í forsendum samningstilboðsins er tilgreint að taxtalaun skuli hækka nægjanlega til að ná til baka kaupmáttarrýrnun frá síðustu launahækkun, frá því í apríl síðastliðnum, og jafnframt að kaupmáttur þeirra verði tryggður miðað við núverandi og væntanlega verðbólgu á samningstímanum.

Þá inniber samningstilboðið að taka skuli tillit til þess að húsnæðiskostnaður á samningssvæði Eflingar, sem einkum er höfuðborgarsvæðið, sé hár og hærri en á landsbyggðinni. Þannig segir að leigukostnaður sé 45 prósent hærri þar en á landsbyggðinni. Einnig eru settar fram þær forsendur að taka þurfi tillit til þess að munur sé á samsetningu félagahóps Eflingar og félagahópum stéttarfélaga á landsbyggðinni, meðal annars sé skipting milli atvinnugreina önnur og starfsaldur hjá sama fyrirtæki allt annar. Í tilboði Eflingar segir þá enn fremur að sérstök framfærsluuppbót að upphæð 15 þúsund krónur skuli bætast ofan á öll laun, en standi utan við grunnlaun, vegna hærri framfærslukostnaðar fólks á samningssvæði stéttarfélagsins.

Taxtahækkanir grunnlauna að krónutölu verða lægst 40 þúsund krónur og mest rúmar 64 þúsund krónur miðað við tilboðið og er það sagt innan þess ramma sem samið hefur verið um við aðra hópa. Þá eiga grunnlaun þeirra sem ekki taka laun eftir kauptöxtum að hækka um 33 þúsund krónur.

Segir ferlið hafa verið kostulegt

Í tilkynningu sem send var með samningstilboðinu segir að með því sé komið verulega á móts við Samtök atvinnulífsins, bæði frá upphaflegri kröfugerð sem og fyrri tilboðum í nóvember og í desember. Hins vegar er því með öllu hafnað af samninganefnd Eflingar að stéttarfélagið sé bundið af kjarasamningagerð annarra stéttarfélaga og yfirlýsingar Samtaka atvinnulífsins þar um séu í algjörri andstöðu við lagaramma íslensks vinnumarkaðar. Gefur samninganefndin sér að ríkissáttasemjari muni beita sér eins og þurfa þykir til að aðilar virði lögvarinn og sjálfstæðan samningsrétt hvors annars.

„Haldi Samtök atvinnulífsins áfram að hafna því að tekið sé tillit til augljósra staðreynda um aðstæður verkafólks á Höfuðborgarsvæðinu og lítilsvirða sjálfstæðan samningsrétt þeirra mun félagið lýsa viðræður árangurslausar og hefja undirbúning verkfallsaðgerða,“ segir í tilkynningu stéttarfélagsins.

Tilboði Eflingar var skilað inn í gærkvöldi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að enn hafi ekki borist viðbrögð við því. Henni þyki þó líklegt að ríkissáttasemjari boði til fundar áður en samningstilboðið rennur út.

„Það er því ansi langt gengið hjá öðrum, þá formönnum innan Starfsgreinasambandsins, að láta eins og við séum þarna að fremja einhvern glæp“

Spurð hvort hún sé bjartsýn á að Samtök atvinnulífsins taki jákvætt í tilboðið, byggt á þeim fundum sem Efling hefur þegar átt við viðsemjendur sína, segir Sólveig Anna að ferlið til þessa hafi verið fremur kostulegt. Efling hafi sýnt mikil faglegheit í viðræðunum til þessa, verið fljót að bregðast við og tekið tillit til sjónarmiða Samtaka atvinnulífsins. „Við höfum hins vegar aldrei fengið neitt til baka. Þau hafa sýnt ótrúlega þvermóðsku í viðræðunum. Það hefur raunverulega ekki verið viðurkennt af Samtökum atvinnulífsins að Efling hafi sjálfstæðan samningsrétt. Það hefur ekki verið viðurkennt að þetta sé lýðræðislegt og lögvarið ferli á Íslandi, sem menn verði að sætta sig við að vinna eftir.“

Segir sjálfstæðan samningsrétt Eflingar ekki virtan

Sólveig bendir á að Efling sé lang stærsta einstaka félag verkafólks á landinu, verið sé að semja fyrir 21 þúsund félaga. „Það ætti auðvitað að segja sig sjálft að okkar sjálfstæði samningsréttur sé virtur, en það hefur ekki verið. Við höfum verið beitt hótunum, okkur hafa verið settir afarkostir,“ segir Sólveig og vísar þar til yfirlýsinga um að ekki sé hægt að semja við Eflingu um meiri kjarabætur en þegar hefur verið samið um við önnur stéttarfélög.

Efling hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa haldið því á lofti að framfærslukostnaður sé hærri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Sólveig Anna segir að Efling byggi þann málflutning sinn á opinberum gögnum og gögnum sem safnað hafi verið innan stéttarfélagsins. „Við byggjum á opinberum gögnum sem sýna fram á að framfærslukostnaður á höfuðborgarsvæðinu er hærri. Það er auðvitað leiðinlegt að sjá menn fara í einhverja tilraun til að stilla þessu upp sem því að Efling sé að ráðast gegn hagsmunum annarra. Auðvitað erum við ekki að því. Okkur ber einfaldlega skylda til að starfa fyrir okkar félagsfólk og þegar þetta er ljóst, með opinberum gögnum, getum við ekki annað gert. Það er því ansi langt gengið hjá öðrum, þá formönnum innan Starfsgreinasambandsins, að láta eins og við séum þarna að fremja einhvern glæp. Ég veit eiginlega ekki hvað hægt er að segja um þann málflutning, hann er svo ótrúlega langsóttur og móðursýkislegur.“

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
1
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu