Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Dæmdur fyrir frelsissviptingu og alvarlega árás: Sagðist hafa verið einmana

Vil­hjálm­ur Freyr Björns­son er mað­ur­inn sem var dæmd­ur fyr­ir vændis­kaup, frels­is­svipt­ingu, al­var­lega lík­ams­árás og kyn­ferð­isof­beldi í des­em­ber. Hann veitti Omega við­tal þar sem hann ræddi með­al ann­ars um árás­ina. „Það kvöld þá framdi ég ljót­asta hlut sem ég hef gert.“

Dæmdur fyrir frelsissviptingu og alvarlega árás: Sagðist hafa verið einmana

„Ég var einmana þetta kvöld,“ sagði Vilhjálmur Freyr Björnsson í viðtali sem hann veitti á sjónvarpsstöðinni Omega, þar sem hann ræddi meðal annars um alvarlega árás sem hann framdi. Vilhjálmur hlaut fjögurra ára fangelsisdóm fyrir árásina í desember síðastliðnum, en viðtalið var tekið í apríl síðastliðnum. 

Dómurinn vakti mikla reiði vegna þess að nafn Vilhjálms var afmáð fyrir birtingu, þrátt fyrir alvarleika brotanna. Var hann dæmdur fyrir vændiskaup, frelsissviptingu, sérlega hættulega líkamsárás og kynferðisofbeldi. Sú ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að afmá nafn hans úr dómnum var endurskoðuð og var dómurinn birtur í uppfærðri mynd fyrr í dag, þar sem nafn Vilhjálms kom fram. 

Krafðist vægustu refsingar

Konan leitaði til lögreglu aðfaranótt mánudagsins 19. apríl 2021, ákæra var gefin út þann 25. ágúst 2022 og dómur féll þann 20. desember síðastliðinn. Málsatvik voru með þeim hætti að Vilhjálmur keypti vændi af konunni. Um tíu mínútum áður en umsömdum klukkutíma var lokið hafði hann hins vegar lokið sér af, og krafðist þá endurgreiðslu. Þegar konan varð ekki við því þá varnaði hann konunni útgöngu úr kjallaraherberginu þar sem hann dvaldi, svipti hana frelsi í að minnsta kosti þrjár klukkustundir og þvingaði endurtekið til kynmaka og annarra kynlífsathafna með ofbeldi og ólögmætri nauðung. Tók hann konuna meðal annars kverkataki og sló hana í andlit og líkama, með þeim afleiðingum að hún hlaut brot á augntóttargólfi og á vanga, mar og fleiri áverka. Samhliða ákæru var lögð fram einkaréttarkrafa um miskabætur að fjárhæð 6 milljónir auk vaxta. Vilhjálmur krafðist hins vegar sýknu af ákæru vegna frelsissviptingar og nauðgunar og af hluta þess sem honum var gefið að sök varðandi líkamsárásina. Viðurkenndi hann vændiskaup, ákveðið ofbeldi og að hafa tekið símann af konunni, en annað ekki. Til vara fór hann fram á að honum yrði dæmd vægasta refsing er lög leyfa. Þótt hann viðurkenndi bótaskyldu krafðist hann þess jafnframt að bætur yrðu stórlega lækkaðar. 

Óttaðist um líf sitt

Í dómsorði er tekið fram að konan hafi verið í sérlega viðkvæmri stöðu vegna vændis og haft lítið bakland. Hún hafi leitað strax á lögreglustöð þar sem hún lagði fram kæru á hendur Vilhjálmi, sem hefði hringt í hana og beðið hana um að koma. Fyrir vikið hefði hann greitt 10 þúsund krónur fyrir leigubíl og lagt 40 þúsund krónur inn á hana fyrir vændi. Þegar hann hafi fengið sáðlát hafi hann krafist endurgreiðslu en hún kvaðst ekki geta orðið við því. Hann hefði brugðist illa við, barið hana og tekið af henni símann. Sagðist hún hafa haldið að hann ætlaði að drepa hana, hann hefði sagt það ítrekað við hana og tekið um háls hennar svo hún gat ekki andað. Á hálsi hennar voru áverkar. Hún hefði öskrað hátt en enginn hringt á lögreglu. Samkvæmt lýsingum hennar hafði hann misst alla stjórn á sjálfum sér. Farið inn í síma hennar og reynt að endurgreiða sjálfum sér peningana og haldið áfram að beita hana ofbeldi. Eitt skiptið hefði verið mjög sársaukafullt og dregið úr henni allan mátt. Hann hafi lamið hana alls staðar og hún hvorki getað hreyft sig né yfirgefið aðstæður. Eitt skiptið hefði hún farið að dyrunum en hann náð henni og haldið áfram að beita hana kynferðisofbeldi. Hann hefði meðal annars nauðgað henni og neytt til annarra kynferðislegra athafna. Lýsti hún því sem svo að ákærði hefði viljað láta hana þjást, það hefði æst hann upp og hann hefði notið þess að kvelja hana. Nóttin hefði öll verið eins, hann hefði ýmist verið að beita hana kynferðisofbeldi eða lemja hana, í lotum. Þess á milli hefði hann krafist endurgreiðslu og haldið síma hennar allan tímann. Á einum tímapunkti hefði henni liðið svo illa að hún bað hann um að drepa sig svo hún losnaði undan þessum pyntingum.

Leigubílstjórinn fylgdi henni á lögreglustöð

Þegar hún losnaði loks út úr aðstæðunum hefði hún sest inn í leigubíl, og leigubílstjórinn spurt hvað kom fyrir hana. Hann hefði síðan fylgt henni heim til að reyna að finna út úr því hver árásarmaðurinn væri og síðan fylgt henni á lögreglustöð, sem var lokuð. Þaðan lá leiðin á slysadeild.  

Í gögnum málsins kemur fram að Vilhjálmur Freyr var handtekinn síðar sama dag, færður í læknisskoðun og yfirheyrður bæði þá að kvöldi og aftur næsta dag. Viðurkenndi hann fyrir lögreglu að hann hefði séð eftir peningunum sem hann notaði til vændiskaupa um leið og hann hefði lokið sér af, því peningana hafði hann ætlað að nota til að fara til tannlæknis. Hann hefði reiðst og slegið konuna, tekið af henni símann og reynt að fara inn í heimabankann hennar til að millfæra peningana aftur inn á sig. Þau hefðu talað saman og í því samtali hefði komið fram að hún hefði ekki borðað í marga daga, svo hann hefði sárvorkennt henni. En þegar hann sló hana hefði hún ráðist á hann svo hann hefði tekið um háls hennar. Í skýrslutökunni sagðist hann ýmist hafa verið undir áhrifum vímuefna eða ekki, fyrst að svo hefði ekki verið en síðar að hann hefði keypt sér spritt og blandað í appelsín. 

„Ég beitti ofbeldi“

Í viðtalinu sem hann veitti á Omega í apríl 2022, ári eftir árásina, ræddi hann einmitt um þennan þátt málsins. Þar greindi hann frá því hvernig hann hefði alist upp við ástríki, frelsi og lífsgleði á Akranesi, á tímum þar sem traust ríkti á milli fólks og óþarft var talið að læsa húsum sínum. Hann hefði síðan leiðst út í neyslu vímuefna og glímt við fíkn, sem hann náði engum tökum á. 

„Það kvöld þá framdi ég ljótasta hlut sem ég hef gert“

Sagðist hann hafa verið nýkominn úr sex mánaða meðferð í Svíþjóð þegar hann leigði herbergi hjá systur sinni í kjallara í Breiðholti, þar sem árásin átti sér stað. „Ég var einmana þetta kvöld, ég man eftir því,“ sagði Vilhjálmur í viðtalinu og útskýrði það meðal annars með því að Covid var nýbyrjað. „Ég kaupi mér þrjá sprittbrúsa. Ég drekk þá og það kvöld þá framdi ég ljótasta hlut sem ég hef gert. Ég beitti ofbeldi,“ sagði hann.

Annað sagði hann ekki um árásina í þessu viðtali, sem fjallar að mestu leyti um það hvernig hann fann æðri máttarvöld í leit að bata frá fíkninefnaneyslunni. 

Það kemur þó fram að hann hafi verið handtekinn og leitað í kannabisneyslu til að forðast frekari „skandala“. „En mig langaði ekkert að vera í neyslu,“ hélt hann áfram. Í átta mánuði hafi hann reykt kannabis, lokað á alla og einangrað sig. 

„Svo féll ég fyrir alvöru og fór úr því að reykja kannabis í það að sprauta mig. Ég man eftir því að sonur minn, þegar ég var búinn að vera inni á baði í svona fjörutíu mínútur, búinn að sprauta mig og kom fram. Hann sá bara ástandið á mér. Ég horfði í augun á syni mínum og sá hræðsluna í augunum á honum og ég sá vonbrigðin í augunum á honum.“

Þrátt fyrir að hann væri enn virkur í neyslu hefði hann verið að þjóna Guði, fara með þjónustu inn á Hlaðgerðakot og víðar. Á fíknigeðdeild varð hann hins vegar að horfast í augu við sjálfan sig. „Það eina sem ég hafði inni á þessari deild var tími. Það sem ég gerði, ég var svo örvæntingarfullur af því að ég hélt að ég væri að deyja, ég var að deyja, að ég leitaði guðs af heilum hug. Ég las í orðinu allan daginn. Ég var með lofgjörð í eyrunum allan sólarhringinn. Ég leitaði ríkis hans og hann bara kom og fyllti mig. Síðan þá hef ég bara brunnið fyrir hann. Ég upplifði að þennan dag þá dó ég. Framar lifi ég ekki fyrir mig heldur lifir Jesús í mér. Hvað er himnaríki annað en nýtt sett af gleraugum? Ég hafði verið blindur í átta ár. Allt í einu fékk ég að sjá sannleikann um sjálfan mig og það er gjöf frá Guði.“ Hann væri hættur að heimsækja Guð, nú væri hann búinn að færa lögheimilið til hans. „Ég bý á himnum og ég þrái bara að meta náungann meira en sjálfan mig, eins og Jesús gerði.“

Þetta var áður en hann fór fyrir dóm. 

Sagður fegra hlut sinn

Fyrir dómi bar sálfræðingur vitni um að sálræn einkenni brotaþola í kjölfar áfallsins samsvöruðu einkennum sem eru þekkt hjá fólki sem hefur upplifað alvarleg áföll eins og líkamsárás, nauðgun, stórslys eða hamfarir. Árásin hefði víðtæk áhrif á líðan brotaþola og líklegt væri að í framtíðinni þyrfti hún að takast á við áminningar í daglegu lífi sem gæti valdið vanlíðan.

Þar kom jafnframt fram að þegar konan leitaði á Neyðarmóttöku vegna nauðgana hefði hún verið í losti, hrædd um líf sitt og með skjálfta, hroll og vöðvaspennu.

Samkvæmt dómsorði fékk frásögn hennar stoð í fjölda gagna, svo sem læknisvottorði, greinargerð réttarmeinafræðings, skýrslum og vætti vitna um aðstæður á vettvangi. Dómur mat framburð hennar trúverðugan.

Var það hins vegar mat dómsins að framburður Vilhjálms „beri um sumt keim af því að hann sé að reyna að fegra hlut sinn“. Ásetningur hans hefði verið sterkur, „en hann frelssvipti brotaþola í um þrjár klukkustundir og beitti hana á þeim tíma líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi,“ eins og segir í dómsorði. 

Var það þó metið honum til refsilækkunar að hafa sótt vímuefnameðferð og játað brot sín að hluta. Sem fyrr segir var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi og auk þess gert að greiða konunni þrjár milljónir í miskabætur.

Þrátt fyrir að dómstólar hafi í fyrstu valið að fjarlægja nafn mannsins úr dómnum vöruðu konur við honum í hópum á samfélagsmiðlum.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár