Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Annaðhvort ertu lesandi eða ekki

Glæpa­skáld­in Yrsa Sig­urð­ar­dótt­ir og Ragn­ar Jónas­son njóta bæði al­þjóð­legra vin­sælda. Þau hafa á sinn hátt skrif­að nýj­an veru­leika inn í ís­lensk­an bók­mennta­heim, rétt eins og ís­brjót­ur­inn Arn­ald­ur Ind­riða­son. Kannski má segja að þau séu kyn­slóð­in sem hélt áfram að brjóta ís­inn, þó að Yrsa hafi fyr­ir löngu hlot­ið nafn­bót­ina glæpa­sagna­drottn­ing.

Annaðhvort ertu lesandi eða ekki

Raunar má líka segja að Ragnar hafi klifið fjöll sem áttu að vera ókleif, líkt og þegar hann átti þrjár bækur í einu á metsölulista Der Spiegel, svo eitthvað sé nefnt, en líklega er það heimsmet. Rosalegar vinsældir íslenskra glæpasagna, bæði hér heima og erlendis, hafa umbreytt landslagi bókmenntanna – og að velta því fyrir sér er líklega hinn glæpsamlegi tilgangur þessa viðtals.

Mig langaði að hitta þau til að forvitnast hvort þau upplifi að hafa á einhvern hátt brotist inn í bókmenntirnar – jafnvel brotið og bramlað eitthvað með ísöxum. Eða hver eru áhrif glæpasögunnar?

Í síðasta blaði var Kjartan Örn Ólafsson í viðtali, en hann vann um árabil hjá Random House, auk þess að hafa árum saman starfað með föður sínum sem reyndi að búa til grundvöll fyrir glæpasögur á Íslandi með því að gefa út Arnald, á tíma þegar álitið var að glæpasögur gætu ekki sprottið úr …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu