Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Söngur, gleði og gaman um allt land

Stund­ar­skrá­in næstu vik­urn­ar.

Jólatónleikar Sinfóníunnar

Hvar? Eldborg, Hörpu

Hvenær? 17. og 18 desember kl. 14 og 16.

Miðaverð? 3.300–3.900 krónur

Hátíðleikinn er í fyrirrúmi á Jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands ár hvert þar sem hljómsveitin flytur sígildar og heillandi jólaperlur fyrir alla fjölskylduna.

Á tónleikunum í ár hljómar fjölbreytt tónlist sem hefur verið ómissandi í jólahaldinu. Einsöngvararnir Alexander Jarl Þorsteinsson, Björk Níelsdóttir og Kolbrún Völkudóttir ásamt Stúlknakór Reykjavíkur, Kammerkórnum Aurora og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytja sígildar jólaperlur með sveitinni. Dansarar úr Listdansskóla Íslands svífa um Eldborg og Skólahljómsveit Austurbæjar og Suzuki-fiðluhópur stíga einnig á svið.

Hljómsveitarstjóri er Mirian Khukhunaishvili og kynnir er trúðurinn Barbara, leikinn af Halldóru Geirharðsdóttur. Þetta eru tónleikar fyrir jólabörn á öllum aldri. Tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli.


Hátíðartónleikar Bríetar

Hvar? Menningarhúsinu Hofi Akureyri

Hvenær? 18. desember kl. 21

Miðaverð? 5.900 krónur

Tónlistarkonan Bríet ætlar að halda hátíðlega kósítónleika með kærastanum sínum, Rubin Pollock, og besta vini hans, Þorleifi Gauki, og skapa einstaka stemningu. Á efnisskrá verða lög Bríetar af hennar fyrstu plötu, „Kveðja, Bríet“, í rólegum búningi ásamt vel völdum jólalögum. Ekki missa af þessu tækifæri til þess að losna frá öllu stressinu í aðdraganda jólanna og hlusta á ljúfa tóna.


Karíus og Baktus

Hvar? Freyvangsleikhúsið

Hvenær? Frá 10. desember til 18. desember

Miðaverð? 2.500 kr.

Núna eru þeir bræður Karíus og Baktus að fara á svið í Freyvangsleikhúsinu í fyrsta skipti. Félagarnir Ormur Guðjónsson og Eyþór Daði Eyþórsson leika þá bræður og fara að sögn á kostum sem tanntröllin sem finnst ekkert skemmtilegra en að borða sætindi og höggva í tennur. Sögumaðurinn kemur líka fyrir á sviðinu; leikinn af hinum þaulreynda Jóni Friðriki Benónýssyni (Bróa). Svo er það tannburstinn, sem er leikinn af Ingimar Badda. Burstinn fer mikinn um sviðið til að hreinsa tennur og vippar sér svo í tannlæknaborslíki og lagar tennur, rétt áður en hann kemur aftur inn á sem tannbursti og tekur síðustu hreinsun á tanngarði Jens. Hljómsveitina skipa Reynir Schiöth píanóleikari, Gunnar Möller og Eiríkur Bóasson bassaleikarar. Verkið hefur þróast í áranna rás en boðskapurinn er alltaf sá sami: Hugsaðu vel um tennurnar þínar.


Jóli Hólm

Hvar? Bæjarbíó/Sviðið, Selfossi/Hamrar, Ísafirði

Hvenær? 27 dagsetningar

Miðaverð? 7.990 krónur

Nú ætlar Sóli Hólm, skemmtikraftur og eftirherma, að fylla hjörtu landsmanna af birtu og gleði á aðventunni með splunkunýrri jólasýningu: Jóli Hólm! Honum til halds og trausts verður Halldór Smárason píanóleikari en hann hefur verið kallaður undrabarnið frá Ísafirði af málsmetandi mönnum innan tónlistarsenunnar á Íslandi.

„Við fórum af stað 24. nóvember og þetta gengur fáránlega vel. Þarna er ég að blanda saman uppistandi og miklum söng og ég held að mér sé bara óhætt að segja að þetta sé dúndurstuð. Desember mun taka á en sem betur fer finnst okkur Halldóri, tónlistarstjóra sýningarinnar, þetta rosalega gaman,“ segir Sóli.


Kvöldvaka með Jóni Gnarr

Hvar? Borgarleikhúsið

Hvenær? 10., 17. og 27. desember og 14. janúar

Miðaverð? 7.200 krónur

Jón Gnarr snýr aftur á svið Borgarleikhússins með Kvöldvökur sínar þar sem hann segir áhorfendum sannar en lygilegar sögur frá viðburðaríkum ferli sínum. Jón hefur komið víða við með Tvíhöfða, Fóstbræðrum, sem uppistandari, leikskáld, rithöfundur og auðvitað sem borgarstjóri Reykjavíkur svo eitthvað sé nefnt. Óhætt er að segja að fá hafa aðrar eins sögur að segja og hann.

Á Kvöldvökunni mun sagnamaðurinn Jón, líkt og áður, segja sögur úr sínu lífi og má með sanni segja að sumt af því sem hann hefur upplifað er alveg hreint lygilegt. Hver Kvöldvaka er einstök upplifun og algjörlega á valdi örlaganornanna. Ekki vinnst tími til að segja frá öllu og því eru sögurnar, sem sagðar eru, dregnar blindandi upp úr pípuhatti töframannsins og hvert kvöld verður einstök upplifun þar sem sagnahefðin og frásagnargleðin mun ráða ríkjum.


Áramótaskop 2022

Hvar? Háskólabíói, Reykjavík  /  Hjómahöll, Reykjanesbæ  /  Hótel Selfossi, Selfossi  /  Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum  /  Hofi, Akureyri

Hvenær? Hljómahöll 15. des.  /  Hótel Selfoss 16. des.  /  Hótel Valaskjálf 17. des.  /  Hof 18. des.  /  Háskólabíó: 26. des. til 7. jan. 2023

Miðaverð? 6.900–7.900 krónur

Ari Eldjárn kveður árið 2022 með ógleymanlegri uppistandssýningu sinni, Áramótaskop.

Þetta er í sjötta sinn sem þessi geysivinsæla sýning Ara er sett á svið en síðast seldust allar sýningar upp. Um 20.000 manns mættu á sýningar víðs vegar um landið í fyrra til að kveðja gamla árið með hlátrasköllum. Hver sýning er einstök og mun áherslan vera lögð á að kveðja árið með eftirminnilegum hætti í bland við annað efni.

„Áramótaskopið er uppskeruhátíðin mín fyrir árið sem er að líða,“ segir Ari. „Þetta er í 6. skipti sem sýningin er haldin síðan 2016 og ég stefni á að halda hana árlega þangað til ég verð 93 ára gamall.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár