Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Íslendingar eru ekki villimenn!

Íslendingar eru ekki villimenn!
Sýnisbók Jóns og þýðandinn Sigurður Pétursson. Myndin birtist með minningargreinum um Sigurð í Morgunblaðinu.

Jón Þorkelsson:

Sýnisbók þess að Ísland er ekki barbaraland heldur land bókmennta og menningar

Hér er komin — að mínum dómi — ein skemmtilegasta bókin í jólabókaflóðinu þó það verði kannski ekki endilega slegist um hana í bókabúðunum. Höfundur er Jón Þorkelsson (1697-1759) sem var um tíma skólameistari í Skálholti og síðan sérlegur aðstoðarmaður danska biskupsins Ludvig Harboe sem kom í fræga eftirlitsferð til Íslands laust fyrir miðja 18. öld, gjarnan kallaður Jón Thorkillius. Hann bjó svo í Kaupmannahöfn til æviloka.

Markmið Jóns með bókinni kemur skýrt fram í titli hennar. Honum sveið að stallbræður hans í Höfn skyldu ekki hafa betri skilning á Íslandi og íslenskri menningu en svo að þeir héldu að landið væri menntunarsnautt villimannaland.

Því skrifaði hann á latínu, tungu menntamanna í Evrópu, stuttar ævisögur íslenskra menntamanna á öllum tímum til að sanna að þeir hefður ekki verið barbarar, eða villimenn.

Og nú hefur Stofnun Árna Magnússonar gengist fyrir því að gefa út íslenska þýðingu Sigurðar heitins Péturssonar á öllu verkinu. Samkvæmt formála er langt síðan Sigurður byrjaði á þýðingu verksins en það var ekki fyrr en nokkru fyrir andlát sitt árið 2020 sem hann gekk endanlega frá verkinu og naut þá aðstoðar Hjalta Snæs Ægissonar.

Hjalti Snær hefur nú séð um útgáfu og ritar formálann og eftir því sem best verður séð er alveg bráðvel frá öllu gengið. Textinn er birtur bæði á latínu og íslensku, skýringar eru greinargóðar og hæfilegar, umbrot fínt og svo framvegis. Það er náttúrlega leitt að sá sómamaður Sigurður skyldi ekki lifa að sjá þessa útgáfu á prenti en þessi skemmtilega bók er honum prýðilegur bautasteinn.

„Torskilin og fánýt kvæði“

Það er hægt að blaða lengi í bókinni og skemmta sér við mannlýsingar Jóns Thorkilliusar. Hann er ekkert að skafa utan af hlutunum. Í kafla sínum um Sæmund fróða nefnir hann til dæmis hugmyndir um hvort Sæmundur hafi samið hina svonefndu Sæmundar-Eddu eður ei, og segir svo:

„Sennilegra er að þetta safn, torskilinna og fánýtra kvæða sé ekki eftir einn höfund heldur hafi Sæmundur safnað þeim saman eða þá einhver annar áhugamaður um þess háttar goðfræðilegan þvætting.“

Það er auðvitað ljóður á ráði Jóns sem fræðimanns að hafa ekki áttað sig á mikilvægi Eddukvæðanna (eða vilja altént ekki viðurkenna það) en ætli það sé ekki enn eitt dæmið hvernig trúarbrögðin blinda mönnum sýn? — hafi þá verið þörf á einhverjum fleiri dæmum um það.

Ómenntuð og illgjörn alþýða

Raunar er margt í þessari bók náttúrlega fyrst og fremst til marks um hugarfar höfundarins og þar með líka menntamanna almennt á 18. öld. Eins og Hjalti Snær bendir á í formála sínum kemur til dæmis víða fram fyrirlitning Jóns á alþýðufólki, sem margir menntamenn deildu áreiðanlega með honum, og má af handahófi sýna hér brot úr skrifum Jóns um nafna sinn Daðason í Arnarbæli:

„En að hann hafi verið talinn galdramaður má reka til ómenntaðrar og illgjarnar alþýðu af því að hann gerði það af hygguviti sinu og visku sem vitgrannir menn telja gjarnan til listar og verka myrkrahöfðingjans.“

Margir kaflar í þessari bók beinlínis hrópa á að vera lesnir upp í útvarpsþættinum mínum Frjálsum höndum og má til dæmis nefna skrif  Jóns um nafna sinn Vestmann soldáta í danska hernum. Alveg gullvægt allt saman!

Saga útgáfunnar er rakin í eftirmála ritstjóranna Margrétar Eggertsdóttur og Guðvarðar Más Gunnlaugssonar. Öll útgáfan er til prýði og fyrirmyndar sem áður greindi og eina athugasemdin sem ég hef við þetta allt saman er að ritstjórar hefðu mátt mæta við fæðingar- og dánarári þeirra sem Thorkillius fjallar um.

En það er smáatriði. Að öðru leyti: Allt gott!

Útgefandi: Stofnun Árna Magnússonar

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
6
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
7
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár