Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Þrjár dansmyndir frá síðustu öld

Litlu síðra get­ur ver­ið að liggja graf­kyrr og horfa á kvik­mynd sem snýst um dans en að dansa sjálf­ur. Sér í lagi á það við um þess­ar þrjár.

Dans getur bæði verið íþrótt og list, líkamsrækt eða aðeins skemmtun. Eða bara allt í senn. Það er þó ekki aðeins með því að hreyfa sinn eigin líkama eða sitja í leikhússal sem njóta má dansins. Litlu síðra getur verið að liggja grafkyrr og horfa á eina af þeim hundruð dansmynda sem framleiddar hafa verið í Hollywood og víðar.

Hér er listi yfir þrjár kvikmyndir sem myndu vel duga í það verk en eru líklega ekki þær sem þér dettur fyrst í hug.

1.

Strictly Ballroom (1992)

Fyrsta kvikmynd ástralska leikstjórans Baz Luhrmann, sem síðar átti eftir að slá í gegn með kvikmyndinni Moulin Rouge.

Dansíþróttamaðurinn Scott Hastings, leikinn af Paul Mercurio, er aðalpersóna myndarinnar, sem fjallar um baráttu hans fyrir frelsi á dansgólfinu. Sögusviðið er skipulagður heimur samkvæmisdansíþróttarinnar í Ástralíu, þar sem hann er vonarstjarnan í dansskóla foreldra sinna. Óreyndur byrjandi í dansíþróttinni, leikin af Töru Morice, sem aðeins …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár