Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi gengin 17 vikur með tvíbura

Barns­fað­ir Magda­lenu Valdemars­dótt­ur réðst inn til henn­ar, sló hana og tók kverka­taki þeg­ar hún var barns­haf­andi. Árás­in og áreiti af hálfu manns­ins ollu Magda­lenu áfall­a­streitu, kvíða og þung­lyndi sem hafði það í för með sér að hún sá sig knúna til að láta börn­in frá sér í var­an­legt fóst­ur.

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi gengin 17 vikur með tvíbura
Óttaðist um börnin sín Magdalena var svo illa haldin af fæðingarþunglyndi að hún óttaðist að hún myndi vinna börnunum sínum skaða.

Áfallastreita, kvíði og þunglyndi sem Magdalena Valdemarsdóttir glímdi við eftir að barnsfaðir hennar réðst að henni með ofbeldi þegar hún var þunguð ollu því að Magdalena fann sig knúna til að láta börn sín frá sér og í varanlegt fóstur. Árásin og áframhaldandi áreiti mannsins voru stór þáttur í því fæðingarþunglyndi sem helltist yfir Magdalenu við fæðingu tvíbura hennar sem endaði með því að hún gat ekki meir og gerði sér grein fyrir að hún gæti ekki sinnt börnunum.  

Magdalena kynntist manninum fyrir um sex árum. Í byrjun var sambandið mjög gott. „Ég man að ég stóð einhvern tíma í eldhúsinu og hugsaði: Er hægt að vera svona hamingjusöm? Er þetta ekki bara í bíómyndum?“ segir Magdalena í viðtali í hlaðvarpsþættinum Eigin konur á Stundinni.

Þó sambandið hafi sem fyrr segir byrjað vel fór þó að halla til verri vegar þegar frá leið. Magdlena lýsir því að sjúkleg afbrýðisemi mannsins hafi haft verulega neikvæð áhrif eftir því sem á sambandið leið. Það hafi vissulega verið góðir tímar en líka vondir. „Það komu dagar þar sem hann tók köst og gargaði á mig fyrir að tala við aðra gaura. Ég man eftir nótt þar sem hann vakti mig tvisvar, af því hann skrollaði yfir símann minn og hélt því fram að ég hefði ætlað að sofa hjá gaur.“ Þau samskipti voru hins vegar eldri en samband Magdalenu og mannsins og hann því ekki í nokkrum rétti til að bregðast illa við þeim.

Sleit sambandinu vegna óeðlilegs áhuga mannsins á kynlífi

Magdalena varð þunguð á meðan á sambandinu stóð. Hún lýsir því að þegar það hafi orðið ljóst hafi maðurinn skyndilega fengið mjög mikinn og aukinn áhuga á kynlífi, svo mikið að það var óheilbrigt. Í raun hafi ekkert annað komist að í sambandinu, öll samtöl hafi leitt til tals hans um kynlíf. Á meðgöngunni hafði Magdalena hins vegar mjög takmarkaðan áhuga á kynlífi. Af þessum sökum, meðal annarra, tók hún ákvörðun um að slíta sambandinu. Þá var hún gengin um átta vikur með tvíburana.

Magdalena lýsir því að eftir sambandsslitin hafi hún setið undir gríðarlegu áreiti frá manninum, hann hafi hringt linnulítið og sent ótal skilaboð í gegnum samfélagsmiðla. Svo mikið varð áreitið að hún neyddist til að blokka manninn á öllum umræddum stöðum. Maðurinn beitti þá vinum og kunningjum fyrir sig til að hafa samband við Magdalenu. Meðal annars fékk hún símtal um kvöld þar sem vinur mannsins lýsti því að hann hyggðist hoppa í sjóinn ef Magdalena hefði ekki samband við hann.  Við því brást hún ekki og ekkert varð af því að maðurinn hoppaði í sjóinn.

Um tíu vikum eftir að Magdalena sleit sambandinu réðst maðurinn hins vegar á hana. „Þetta byrjaði með því að um morgunin fékk ég skilaboð frá vini hans um að hann væri að spyrja hvort ég væri að hitta einhvern annan. Ég var búinn að fá þessa spurningu aftur og aftur og svarið var alltaf nei, ég er ekki að deita neinn, látið mig bara vera. En í þetta skipti sagði ég: Segðu bara við hann að ég sé að hitta einhvern.“

Bað lögregluna um að hjálpa sér

Skömmu síðar, klukkan hálftíu um morgunin var dyrabjöllunni hringt heima hjá Magdalenu. Þar var þá maðurinn kominn. Magdalena sagði honum að koma sér í burtu ellegar hringdi hún á lögregluna. Hún sneri sér síðan við til að ná í heimasímann í íbúðinni. „Þá er hann kominn inn. Hann tekur af mér símann og grýtir honum burt. Ég fer þá inn í eldhús og næ í símann minn en hann tekur hann líka af mér. „Sjáum hvaða gaura þú ert að tala við,“ sagði hann.“

Magdalena lýsir því að hún hafi passað sig að ögra manninum ekki að óþörfu, þar sem hún hafi ekki viljað lenda í líkamlegum átökum, ekki síst þar sem hún var ólétt. Hún hafi þó sagt manninum að skila sér símanum sínum. Við það hafi hins vegar runnið á hann æði. Réðst maðurinn á hana, tók hana hálstaki og hélt henni upp við vegg. „Þegar hann sleppir og ég næ andanum segi ég við hann: Þú átt ekki þessi börn. Hann spurði: Hver á þau? Ég sagði að það skipti ekki máli. Þá lemur hann mig með opnum lófa og tekur mig aftur hálstaki. Ég næ að segja við hann að slaka á, við gætum talað saman rólega. Þá sleppir hann mér.“

„Það var allt í glerbrotum, allt út í kaffi og allt í fokki“

Á þessum tímapunkti virðist maðurinn hins vegar hafa áttað sig á hvað hann hefði gert. Hann brotnaði niður og bað Magdalenu ítrekað fyrirgefningar. Þá var hins vegar bankað á hurðina. „Það var allt í glerbrotum, allt út í kaffi og allt í fokki. Ég opna og þar er lögreglan. Hann sagði: Ég var bara að tala við barnsmóður mína, og ég stend þarna og er bara: Hjálp.“

Dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar

Lögreglan hafði verið kölluð til vegna hávaða úr íbúðinni enda hafði maðurinn brotið húsgögn og gengið berserksgang þar inni. Lögreglumönnum var strax ljóst að eitthvað mikið hefði gengið á, meira en samtal, og komu inn í íbúðina til að ræða við Magdalenu og manninn. Þegar lögreglan var  svo að tygja sig út kom maðurinn til Magdalenu og spurði hana hvort hún gerði sér grein fyrir að ef hún kærði hann þá myndi hann enda í fangelsi. Magdalena sagði að hún gerði sér fulla grein fyrir því og gaf skýr skilaboð um að hún myndi engu að síður leggja fram kæru. Við það hugðist maðurinn ráðast aftur á hana og endaði það með því að lögreglan handtók hann á staðnum og færði hann burtu í járnum.

Fyrir Héraðsdómi Suðurnesja játaði maðurinn skýlaust brot sín. Var hann fundinn sekur um húsbrot og eignaspjöll, auk líkamsárásarinnar þar sem hann var dæmdur fyrir að hafa hrint Magdalenu, slegið hana í tvígang og tekið hana kverkataki, einnig í tvígang. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa rofið nálgunarbann gegn Magdalenu í sex skipti.

„Ég sagði við sjálfa mig að ef hann myndi koma aftur nálægt mér myndi ég drepa hann“

Maðurinn á baki brotaferil sem nær aftur til ársins 2014 og hefur hann í allnokkur skipti verið dæmdur til fangelsisvistar, auk þess sem hann hefur verið dæmdur fyrir að rjúfa skilorð. Með brotum sínum gegn Magdalenu rauf hann einmitt skilorð. Niðurstaða héraðsdóms var að maðurinn skyldi sæta fangelsi í 18 mánuði, en þar af voru 17 mánuðir skilorðsbundnir.

Óttaðist að vinna börnunum mein

Magdalena segir að eftir árásina hafi hún verið uppfull af reiði, svo mikilli að hún hafi ekki verið neitt hrædd við manninn þrátt fyrir að hann gengi laus. Miklu fremur hafi hún haft áhyggjur af því að hún sjálf myndi ráðast á manninn. „Ég sagði við sjálfa mig að ef hann myndi koma aftur nálægt mér myndi ég drepa hann.“

Magdalena segir að hún hafi haft ítrekaðar hugsanir um að vinna manninum skaða, svo miklar að hún hafi leitað til fagaðila, geðlækna og sálfræðinga, til að vinna bug á þeim. Árásin og áreitið hafi haft þær afleiðingar en líka fleiri og víðtækari afleiðingar. „Ég er með áfallastreitu á háu stigi, kvíðaröskun á háu stigi og þunglyndi. Ég þurfti svefnlyf því ég fékk martraðir þar sem ég upplifði atburðinn aftur.“

Magdalena greindist þá með fæðingarþunglyndi eftir fæðingu tvíburanna, sem varð henni mjög erfitt, ekki síst í ljósi þess að hún glímdi þegar við þunglyndi eftir árásina. Fæðingarþunglyndið var að sögn hennar svo svæsið að hún óttaðist að vinna börnum sínum mein. Hún hafði samband við barnaverndarnefnd sem sömuleiðis hafði verið tilkynnt um ástandið á Magdalenu. „Sem var gott, því ég þurfti á hjálp að halda,“ segir hún.

Niðurstaðan varð sú að Magdalena lét börnin sín frá sér í fóstur, fyrst tímabundið, en síðar varanlegt fóstur. Hún hittir börnin með reglubundnum hætti. Hún segir aðspurð að það hafi verið rétt ákvörðun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Eigin konur

Mest lesið

Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
1
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
2
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
4
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Ástandið í Grindavík dró úr gróða stóru bankanna
8
Viðskipti

Ástand­ið í Grinda­vík dró úr gróða stóru bank­anna

Dreg­ið hef­ur úr hagn­aði hjá þrem­ur stærstu við­skipta­bönk­un­um. Í árs­hluta­skýrsl­um sem bank­arn­ir þrír birtu ný­lega má sjá að arð­semi eig­in­fjár hjá bönk­un­um þrem­ur er und­ir 10 pró­sent­um. Í til­felli Ís­lands­banka og Lands­banka, sem rík­ið á hlut í, er hlut­fall­ið und­ir þeim kröf­um sem rík­ið ger­ir til þeirra. Jarð­hrær­ing­ar á Reykja­nes eru með­al ann­ars tald­ar hafa haft áhrif á af­komu bank­anna.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
10
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár