Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Mikilvægast að sýna þolendum mildi

Lovísa Ösp Helga­dótt­ir seg­ist hafa ver­ið föst í of­beld­is­sam­bandi í rúmt ár og all­an tím­ann ver­ið ást­fang­in af mann­in­um sem beitti hana of­beldi. Djúp­ar til­finn­ing­ar í ástar­sam­bönd­um rugli fólk í rím­inu og sjálf hafi hún ekki vilj­að yf­ir­gefa mann­inn. Hún hvet­ur ást­vini þo­lenda heim­il­isof­beld­is til að sýna þeim mildi.

Mikilvægast að sýna þolendum mildi
Lovísa Ösp segir í þættinum Eigin konur frá því að hún sé á batavegi eftir alvarlegt heimilisofbeldi. Hún hafi lengi átt erfitt með að trúa því að kærastinn hennar væri ofbeldismaður þó að hann hafi ítrekað lagt á hana hendur því að þegar hann hafi verið í „góðu standi“ hafi hann verið fullkominn.

Lovísa Ösp var í sambandi með manni í eitt ár sem beitti hana ofbeldi nær allan tímann. Hún segir Eddu Falak frá þessu tímabili og því sem hún hefur gengið í gegnum eftir að sambandinu lauk í nýjasta þætti Eigin kvenna. Hann var bara minn klettur þótt þetta hafi verið svona ljótt þá sagði ég honum allt,“ segir Lovísa Ösp þegar hún lýsir því hve flókið það hafi verið að vera ástfangin af manni sem beitti hana ofbeldi.

Lamdi hana með skóLovísa Ösp sendi Eddu Falak nokkrar þeirra mynda sem hún tók eftir að maðurinn beitti hana ofbeldi. Hún gaf Stundinni leyfi til að birta myndirnar.
„Ef hann væri ekki ofbeldismanneskja væri hann fullkominn“
Lovísa Ösp Helgadóttir

Hún segir að hann hafi oft verið yndislegur“ og þess vegna hafi hún ekki farið eftir að hann lagði á hana hendur í fyrsta sinn en þá voru þau búin að vera saman í einn mánuð.  „Maður heldur alltaf að  hann verði betri og líka, við vorum með svo góð tilfinningaleg tengsl, höfum farið í gegnum margt á ævinni og tengdum bara í gegnum það. [...] Þetta er brotið sjálfstraust, mér finnst hann ógeðslega fallegur og ef hann væri ekki ofbeldismanneskja væri hann fullkominn, við erum með sömu áhugamál, við hlustum bæði á tónlist, hann gerir tónlist og þetta var bara eins og í bók, ævintýrabók einhvern veginn.“

Forðaðist að veita henni áverka á andliti 

Lovísa segir að fyrsti mánuðurinn þeirra saman hafi verið dásamlegur,  einskonar hveitibrauðsdagar en eftir fyrstu árásina hafi ofbeldið stigmagnast.

„Hann sagði aldrei fyrirgefðu, hann bara hlúði að mér þegar þetta var búið,“ segir Lovísa Ösp. Hún segist fljótt hafa áttað sig á að kærastinn hennar fyrrverandi missti stjórn á skapi sínu þegar hann var á  „niðurtúr“ en þau hafi bæði verið í mikilli fíkniefnaneyslu.

Samkvæmt lýsingum Lovísu Aspar virðist maðurinn hafa haft stjórn á gjörðum sínum því hún segir að hann hafi gætt sín á því að áverkarnir sæjust ekki. 

„Þetta var alltaf á höndunum eða fótunum, hann passaði sig með andlitið en ég fékk glóðarauga einu sinni og ég man eftir því, þá var hann að lemja mig og síðan kemur högg á augað á mér og þá bara: Fokk, sorrí. Hann kom með klaka og það var eins og hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað hann væri að gera,“ segir Lovísa Ösp og bætir við að hún hafi keypt sér langermaboli til að fela áverkana.

Mætti skilningsleysi 

Lovísa Ösp segir að lýsingar á svokallaðri sjúkri ást eigi mjög vel við um samband þeirra, sérstaklega upphaf þess því það hafi þróast mjög hratt og hann hafi flutt inn til hennar nokkrum dögum eftir að þau kynntust.  „Ég átti ógeðslega erfitt með að trúa að þetta væri að gerast fyrir mig. Við pössuðum svo ógeðslega vel saman, þegar hann er í góðu standi þá er hann fullkominn. Ég hugsa enn til hans og ég sakna hans, ég er ennþá ógeðslega meðvirk.“

Lovísa segist víða hafa mætt skilningsleysi, fólk hafi sagt að hún hefði átt að fara frá honum um leið og hún áttaði sig á að hún var í ofbeldissambandi. En þetta sé ekki svona einfalt. Þú myndir aldrei ef þú myndir fara á fyrsta deit með strák og hann myndi slá þig á fyrsta deiti, þá myndir þú væntanlega aldrei hitta hann aftur. En hann var búinn að byggja upp traust og ég hélt náttúrulega að þetta væri bara lífið skilurðu.“  

„Þetta var alltaf á höndunum eða fótunum hann passaði sig með andlitið“
Lovísa Ösp Helgadóttir

Hún segist oft hafa hugsað um að fara frá honum á þessu tímabili. Ég átti mjög erfitt. Það var eiginlega hann sem slúttaði þessu, út af því að ég kunni ekki neitt annað, ég elska þann sem ég er með í sambandi, sama hvað.“ 

Hún segir að það hafi ekki verið fyrr en hún fór í meðferð vegna fíknivandans sem hún hafi áttað sig á alvarleika ofbeldsins. Hún segist þá hafa ákveðið að kæra hann til lögreglu til að reyna að koma í veg fyrir að hann beitti fleiri stelpur ofbeldi. Kæruna lagði hún fram í byrjun árs en segist ekkert hafa heyrt frá lögreglu síðan þá. Ég er með svo mikið af gögnum sem benda til að þetta var alvarlegt og ég er náttúrulega með myndir, ég tók ekki alltaf en alveg nóg af myndum.“ 

„Maður verður svo einangraður“
Lovísa Ösp Helgadóttir

Hún segist vera á batavegi en fyrstu mánuðina hafi hún átt erfitt með að sofa ein og þess vegna hafi hún fengið sér kött. Hún fái enn martraðir og segist ekki enn treysta karlmönnum. „Það er búið að vera frekar erfitt fyrir mig núna seinasta árið að finna einhvern. Mér líður eins og allir séu að nota mig.“

Lovísa segir að mamma sín hafi hjálpað sér með ráðum og dáð. Hún er búin að vera eins og klettur fyrir aftan mig,“ segir hún en bætir við að þegar hún líti til baka eigi hún erfitt með að sætta sig við að sumar vinkonur og vinir hafi snúið við henni baki.  Hún hvetur ástvini þolenda heimilisofbeldis til að reyna að vera til staðar. 

 Ekki loka á hana út af þessu. Út af það gerðist alveg við mig, út af því að þetta var að gerast aftur og aftur og vinir mínir voru orðnir þreyttir og skildu ekki af hverju ég væri ekki búin að fara en þetta er svo miklu meira en að segja það. Þetta eru bara tilfinningarnar, maður er svo fastur og trúir því ekki að þetta muni verða betra en þetta er ekkert líf, að vera barin á þriggja vikna fresti,“ segir Lovísa Ösp og bætir við að það sé mjög mikilvægt að sýna þolendum heimilisofbeldis mildi.  Ég myndi segja að það væri númer eitt, tvö og þrjú af því að þú getur ekki leitt neinn til að gera eitthvað þótt það sé betra fyrir mann. Maður verður svo ógeðslega blindur og þú veist, ég hélt að þetta væri bara lífið en ég myndi segja öðrum konum, ja konum eða körlum, að vera  með mildi, spyrja:  Hvernig hefurðu það, hvernig ertu í dag - bara basic samskipti út af því að maður verður svo einangraður,“ segir Lovísa Ösp Helgadóttir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Eigin konur

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Leigubílstjórinn handtekinn
7
VettvangurÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíl­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
8
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
10
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu