Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Flugeldurinn til Bankasýslustjóra var vinagjöf en vínið fyrir alla

Starfs­menn Banka­sýsl­unn­ar fóru tví­veg­is út að borða í boði fyr­ir­tækja sem höfðu fjár­hags­leg­an hag af sölu stofn­un­ar­inn­ar á hlut­um rík­is­ins í Ís­lands­banka. Til við­bót­ar fengu starfs­menn gef­ins vín­flösk­ur og smá­rétti en flug­eld­ur sem stofn­un­inni barst á gaml­árs­dag er sögð hafa ver­ið vina­gjöf til for­stjór­ans.

Flugeldurinn til Bankasýslustjóra var vinagjöf en vínið fyrir alla
Undir lok dags Jón Gunnar, forstjóri Bankasýslunnar, fékk flugeldinn sendann á skrifstofuna á milli klukkan 16 og 17 á gamlársdag. Hann tók hann með sér, enda var um gjöf frá vini hans að ræða.

Starfsfólk Bankasýslu ríkisins fóru tvívegis út að borða í boði fyrirtækja sem komu að útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í minnisblaði sem Bankasýslan hefur skilað fjárlaganefnd og birt á vefnum sínum vegna þessa kemur fram að kvöldverðarboðin hafi verið til að fagna frumútboði á hlutum í Íslandsbanka, sem lauk í júní árið 2021. Sömu aðilar sáu um lokað útboð á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum í mars síðastliðnum. 

Fyrst var farið með fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka út að borða 24. september árið 2021 þar sem máltíðin kostaði 34 þúsund krónur per einstakling. Rúmum tveimur mánuðum síðar, 30. nóvember, fóru starfsmennirnir aftur út að borða með einstaklingum sem allir höfðu fjárhagslegan hag af sölunni; það er fulltrúum þriggja umsjónaraðila, tveggja fjármálaráðgjafa og þriggja lögfræðilegra ráðgjafa. Kostnaðurinn, 48 þúsund krónur á hvern einstakling, var greiddur af umsjónaðilum útboðsins; Citibank, Íslandsbanka og JP Morgan. 

Stundin hefur síðustu mánuði óskað upplýsinga frá Bankasýslunni um gjafir í tengslum við útboð bankans, síðast fyrir ellefu dögum, þann 29. september síðastliðinn. Þeim fyrirspurnum hefur ekki verið svarað eða vísað til þess að minnisblað væri í vinnslu um málið fyrir fjárlaganefnd. Nefndið hafði óskað eftir minnisblaði í kjölfar þess að forstjóri og stjórnarformaður Bankasýslunnar fóru á opinn fund nefndarinnar þar sem forstjórinn var spurður út í gjafir og málsverði. 

„Við fengum einhverjar vínflöskur og flugeld, konfektkassa, en svo eigum við náttúrulega hádegisverði og kvöldverði með ráðgjöfum og svo framvegis, en það er ekkert annað,“ sagði Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, á fundinum. 

„Frá vini forstjóra, sem starfar hjá fjármálafyrirtæki Flugeldur. Kostnaður var um 2.500 kr. Þetta hefur verið staðfest sem vinagjöf af viðkomandi einstaklingi.“
úr minnisblaði Bankasýslu ríkisins til fjárlaganefndar Alþingis

Til viðbótar við áðurnefnda kvöldverði kemur fram í minnisblaði Bankasýslunnar til fjárlaganefndar að starfsfólk hafi fengið vín, konfekt og kokteilasett að gjöf. Áður hefur komið fram að einn flugeldur hafi borist á skrifstofu stofnunarinnar. „Ég fékk flugeldinn hingað á skrifstofuna í Bankasýsluna (á milli kl. 16 og 17) á gamlársdag, þar sem ég var að vinna. Þetta var miðlungs raketta,“ sagði bankasýslustjóri í skriflegu svari til Stundarinnar um það í maí. 

Í minnisblaðinu nú segir að þetta hafi hinsvegar verið gjöf frá vini Jóns Gunnars og ætluð honum. „Frá vini forstjóra, sem starfar hjá fjármálafyrirtæki Flugeldur. Kostnaður var um 2.500 kr. Þetta hefur verið staðfest sem vinagjöf af viðkomandi einstaklingi,“ segir í minnisblaðinu.

Aðrar gjafir sem taldar eru upp í minnisblaðinu eru:

  • Frá ACRO verðbréfum: Vínflaska. Kostnaður var um 4.000 kr.
  • Frá Íslenskum verðbréfum: Tvær vínflöskur. Samtals kostnaður var um 8.000 kr.
  • Frá Landsbankanum: Konfektkassi. Kostnaður var 4.067 kr.
  • Frá lögmannsstofunni BBA/Fjeldco: Kokteilasett. Kostnaður við hverja jólagjöf var um 20 þúsund kr.
  • Frá verðbréfmiðlun og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka: Stöðluð jólagjöf bankans til stærri viðskiptavina þessara deilda. Ein léttvínsflaska og smáréttir. Kostnaður við hverja jólagjöf var um 14 þúsund kr.
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thorsteinn Thorvardarson skrifaði
    Viðbjóður, en flokkurinn bara styrkist og Kata litla brosir út ú eitt.
    1
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Þau eru ekki af baki dottin í spillinguni.
    2
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Auðvitað eru þetta mútur ?
    Allt í boði sjálfstæðisflokksins .
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu