Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Í dag eru 80 ár frá fundi í Kreml sem réði úrslitum í orrustunni um Stalíngrad

Í dag eru 80 ár frá fundi í Kreml sem réði úrslitum í orrustunni um Stalíngrad
Þeir hittust í Kreml: Vasilévskí, Stalín, Sjúkov. „Enginn, fyrir utan okkur þrjá, má vita af þessu í bili,“ sagði Stalín

Í dag, 13. september, eru rétt 80 ár frá því fundur var haldinn í Kreml þar sem segja má að örlög hafi ráðist í einni gríðarlegustu orrustu seinni heimsstyrjaldar en sú var þá nýhafin við Stalíngrad í Suður-Rússlandi.

Þjóðverjar og bandamenn þeirra höfðu að skipan Adolfs Hitlers ráðist inn í Sovétríkin í júní 1941. Markmið þeirra var að gersigra hinn Rauða her Sovétríkjanna í einu vetfangi og knýja Stalín leiðtoga þeirra til uppgjafar. Í fyrstu virtist allt ganga Þjóðverjum í hag. Þeir unnu gríðarleg landsvæði og drápu eða tóku höndum milljónir sovéskra hermanna.

Illskeyttur vetur

Í desember voru þýskir skriðdrekar komnir að borgarmörkum Moskvu, þeir sátu um Leníngrad (Pétursborg) og höfðu náð undir sig Kyiv.

En þá stöðvaðist sóknin, meðal annars vegna þess að illskeyttur vetur fór í hönd. Þá var mótspyrna Rauða hersins — þrátt fyrir alla ósigrana — miklu meiri en Hitler og nótar hans höfðu ímyndað sér, og sömuleiðis framleiðslugeta hergagnaiðnaðarins í Sovétríkjunum.

Vorið eftir réðu Þjóðverjar enn stórum svæðum Sovétríkjanna en nú ákvað Hitler að næsta stórsókn skyldi ekki beinast að Moskvu — eins og Stalín var þó lengi viss um — heldur skyldi stefnt suður til Kákasus og olíulindanna miklu í Bakú í Aserbædjan.

Málið var að þýska hernaðarvélin stóð frammi fyrir sívaxandi eldsneytisskorti og brýnt að útvega nýjar olíulindir.

Hitler beinir sjónum að Stalíngrad

Sókn Þjóðverja í átt til Kákasus hófst um mitt sumar 1942 og virtist ganga vel til að byrja með. Eftir því sem leið á sumarið varð Hitler hins vegar uppteknari af borginni Stalíngrad við Volgu, sem var þó eiginlega í útjaðri þess svæðis sem þýska hernum var ætlað að ná í þessum áfanga.

Stalíngrad var vissulega mikilvæg iðnaðarborg og samgöngumiðstöð við Volgu neðanverða en í hinu stóra samhengi skipti hún Þjóðverja þó nánast engu máli. Það myndi ekki ráða neinu um framgang stríðsrekstursins í fyrirsjáanlegri framtíð hvort Þjóðverjar réðu Stalíngrad eða ekki.

Fyrir Hitler var stríðið hins vegar í ótrúlega miklum mæli persónulegt uppgjör hans við heiminn og hann afréð því að niðurlægja Stalín með því að leggja undir sig borgina sem við hann var kennd.

Heilum þýskum her, 6. hernum, var því snúið frá sókninni til Kákasus og beint til Stalíngrad.

Afleiðingin var sú að sóknin til olíulindanna í Bakú rann út í sandinn.

En framan af virtist allt ganga Þjóðverjum í hag við Stalíngrad. Í byrjun september var þýski herinn kominn inn í úthverfi borgarinnar, en hún stóð þá fyrst og fremst á vestari bakka Volgu. Rauði herinn reyndi gagnsókn en hún fór út um þúfur. Örlög borgarinnar virtust ráðin.

Tíu dagar eftir

Þann 12. september var haldinn fundur Hitlers með Paulusi yfirmanni 6. hersins, Halder yfirmanni þýska hersráðs og fleiri pótintátum þýska hersins.

Fundurinn fór fram í borginni Vinnitsa í miðri Úkraínu, sem Þjóðverjar héldu þá, og þýsku herforingjunum varð fljótt ljóst að Hitler hafði ekki áhuga á neinu nema að taka Stalíngrad.

Hann spurði hreint út hve langt yrði þangað til borgin félli.

Paulus svaraði að hann þyrfti tíu daga til viðbótar til að hrekja Rauða herinn burt úr borginni og svo tvær vikur til að „hreinsa til“.

Í byrjun október yrði borgin sem sé tryggilega á valdi Þjóðverja.

En sama dag var líka haldinn fundur í Kreml þar sem helstu herforingjar Rauða hersins, þeir Georgí Sjúkov og Alexander Vasilévskí, gengu á fund Stalíns.

Einræðisherrrann krafðist þess að fá að vita hvers vegna gagnsóknin fyrrnefnda hefði ekki gengið. Sjúkov svaraði því til að það hefði einfaldlega vantað bæði hergögn og mannskap og stuðning úr lofti.

„Hvað þýðir „önnur lausn“?“

Stalín fór að rannsaka kort en þeir Sjúkov og Vasilévskí fóru saman út í horn á herberginu í Kreml og ræddu í hálfum hljóðum um hvað hægt væri að gera. Þeir voru báðir sammála að það yrði að finna aðra lausn en bara að henda sífellt meiri mannskap og hergögnum inn í Stalíngrad.

Stalín hafði næma heyrn og kallaði allt í einu til þeirra:

„Og hvað þýðir „önnur lausn“?“

Þeir hrukku í kút en höfðu ekki svör á reiðum höndum. Stalín sagði þeim þá að fara í aðalstöðvar herráðsins og finna lausn sem dygði. Þeir gerðu það og næsta sólarhringinn skoðuðu þeir alla kosti gaumgæfilega.

Og undir kvöld þann 13. september 1942 voru þeir komnir aftur á fund Stalíns.

Stalín heilsaði þeim með handabandi sem var óvenjulegt að sögn Antony Beevors sem rannsakað hefur orrustuna við Stalíngrad flestum betur.

„Við erum sammála“

„Hvað lausn hafið þið fundið?“ spurði Stalín svo. „Hvor ykkar ætlar að gefa mér skýrslu?“

„Skiptir ekki máli,“ sögðu þeir, „við erum sammála.“

Og svo sýndu þeir Stalín áætlunina sem þeir höfðu sett saman.

Í mjög stuttu máli gekk hún út á að spenna Stalíngrad sem gríðarlega gildru fyrir 6. þýska herinn. Rauði herinn skyldi hopa inn í borgina, verjast af öllum sínum mætti og berjast um hvert hús, en samt gera í rauninni ekki alvöru tilraun til að stöðva sókn Þjóðverja inn í borgina.

Planið var að draga orrustuna á langinn.

Ef tækist að tefja fyrir Þjóðverjum í tvo mánuði, og halda þeim uppteknum við götubardaga í Stalíngrad, þá mætti á meðan safna ógrynni liðs og hergagna beggja megin við víglínuna við borgina og sækja svo fram í skyndingu og umkringja Stalíngrad og 6. herinn einmitt þegar Hitler héldi að borgin væri endanlega að falla.

Áætlun Úranus

Stalín var ekki ánægður. Hann var hræddur um að Stalíngrad myndi falla löngu áður en tækist að safna nægum herafla til að hefja tangarsóknina óvæntu. 

En þeim Sjúkov og Vasilévskí tókst að sannfæra hann og þennan 13. september fyrir 80 árum varð ætlun Úranus til.

Skemmst er frá því að segja að allt gekk nákvæmlega eins og Sjúkov og Vasilévskí ætluðu. Bardagar í Stalíngrad urðu gríðarlega grimmir og mannskæðir en Rauði herinn hélt velli þangað til 19. nóvember þegar Úranus brast á— sókn úr norðri töluvert handan við Stalíngrad. Þann 25. nóvember hófst svo sókn úr suðri.

Áætlun Mars var sú sókn kölluð.

Þýski herinn lokaðist inn í Stalíngrad eins og Sjúkov og Vasilévskí höfðu séð fyrir og í byrjun febrúar 1943 gáfust örmagna leifar hans upp. 

Svo fundurinn í Kreml fyrir 80 árum var heldur betur örlagaríkur.

Því ef Rauði herinn hefði farið þá leið sem Stalín vildi fyrst — og sótt strax fram við Stalíngrad — hefði orrustan orðið jafnvel enn blóðugri en raun bar vitni og hefði getað endað allavega. Og þýski herinn hefði altént áreiðanlega ekki beðið jafn afdráttarlausan ósigur og raun varð á.

Stríðið hefði eflaust dregist á langinn.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
6
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
9
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu