Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?

Páfinn sit­ur enn í Róm, 1

Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
„Kyndlar Neros“ eftir Henryk Siemiradzki, málað 1876. Smellið á myndina til að sjá smáatriðin betur.

Í júlí árið 64 braust út eldur í Rómaborg. Það var enginn sérstakur viðburður því eldar kviknuðu oft í borginni og oft varð mikið tjón. Í þetta sinn varð eldurinn hins vegar meiri en oftast áður og brann samtals í níu sólarhringa samfleytt. Þegar upp var staðið höfðu tveir þriðju hlutar borgarinnar brunnið til ösku.

Hinn 27 ára gamli Nero var þá keisari í Róm og honum þótti ljóst að mikil reiði myndi beinast að honum vegna þess gífurlega tjóns sem þarna varð. Hann var hins vegar snöggur til og náði að varpa ábyrgðinni á brunanum á nýjan og enn frekar lítinn hóp Gyðinga, sem aðhylltust sérstaka trú.

Kristni.

Jesúa frá Nasaret var sennilega krossfestur í Jerúsalem árið 31 en lærisveinar hans og -meyjar gáfust ekki upp og á aðeins rúmum þrem áratugum voru þau kristnu komin alla leið til Rómar og orðin svo fjölmenn þar að þau voru farin að vekja athygli fyrir „nýja og einkar skaðlega hjátrú“, eins og sagnaritarinn Suetonius komst að orði.

Þau voru samt ekki fjölmennari en svo að Nero taldi sér óhætt að kenna þeim um brunann og draga þannig athyglina frá sjálfum sér. Þau voru nefnilega til sem sökuðu Nero sjálfan um að hafa látið kveikja í svo hann fengi tækifæri til að hefja umfangsmiklar nýjar byggingaframkvæmdir í Rómaborg.

„Hatur hinna kristnu á öllu mannkyni“

Nú lét Nero refsa hinum kristnu fyrir brunann og reyndar líka fyrir „hatur sitt á öllu mannkyni“, eins og sagnaritarinn Tacitus komst nokkrum áratugum síðar að orði í Annálum sínum.

Aftökur þeirra voru hafðar sem háðulegastar. Sumir voru klæddir í skinn og rifnir í tætlur af hundum, aðrir negldir á kross og því næst brenndir til að lýsa upp kvöldhimininn eftir að dimma tók.

Ekki er því hægt að segja að kristið fólk hafi fengið góðar viðtökur í Rómaborg sjálfri.

En kristindómurinn varð þó ekki kveðinn í kútinn og sagnir sem síðan urðu lífseigar í kirkjunni hermdu að meðal þeirra sem létu lífið í þessum fyrstu ofsóknum Rómverja hefði verið enginn annar en Símon Pétur, hinn helsti meðal postulanna tólf sem Jesúa var sagður hafa skipað áður en hann var handtekinn og líflátinn.

Í Postulasögunni segir frá því að Pétur hafi fyrsta kastið eftir dauða Jesúa verið leiðtogi kristins fólks í Jerúsalem og verið heldur andsnúinn hugmyndum fólks á borð við Pál — sem einnig kallaði sig postula — um að boða skyldi hinar nýju hugmyndir og trú víðar en bara meðal Gyðinga.

Pétur var fyrsti páfinn

Það þarf ekki að stangast á við að hann hafi verið kominn til Rómar árið 64 til að boða trú, því í Rómaborg bjó fjöldi Gyðinga og Pétur gæti sem hægast hafa ætlað sér að boða trúna fyrst og fremst meðal þeirra. Í rauninni er ekkert vitað með vissu um örlög Péturs en kirkjufeður ákváðu seinna að telja skyldi Pétur fyrsta biskup kristins fólks í Róm en í því fólst að hann var þannig hinn fyrsti páfi, því opinber embættistitill páfa er einfaldlega biskup í Róm.

Ljóst virðist að þegar í frumkirkjunni hafa menn trúað því að Pétur hafi verið krossfestur fyrir trú sína. Í Jóhannesarguðspjalli — sem var skrifað um það bil á árunu 90-110 — er svolítið einkennilegur eftirmáli (21. kapítuli) þar sem segir frá samskiptum Jesúa og postulanna í Galíleu eftir upprisuna frá dauðum.

Þar segir Jesúa við Pétur: „„Sannlega, sannlega segi ég þér: Þegar þú varst ungur bjóstu þig sjálfur og fórst hvert sem þú vildir en þegar þú ert orðinn gamall munt þú rétta út hendurnar og annar býr þig og leiðir þig þangað sem þú vilt ekki.“ Þetta sagði Jesús til að kynna með hvílíkum dauðdaga Pétur mundi vegsama Guð.“ (19.-20. vers)

Lýsingin á því hvernig Pétur mun „rétta út hendurnar“ þykir gefa til kynna að höfundur Jóhannesarguðspjalls hafi trúað því að Pétur hafi verið krossfestur.

Og þar reis kirkja Péturs

Og þótt höfundurinn segi það ekki berum orðum, þá komst sem sé á sá trú að Pétur hafi verið krossfestur í Róm árið 64 þegar Nero keisari ákvað að kenna kristnum mönnum um brunann mikla í borginni.

Og kirkjunnar menn urðu brátt sammála um hvar Pétur hefði verið krossfestur.

Á völlunum handan Tíberfljóts, séð frá miðborg Rómar.

Þar urðu seinna aðalbækistöðvar kristinnar kirkju í borginni og sjálf dómkirkjan þar sem biskupinn í Róm prédikar sitt guðsorð.

Péturskirkjan.

Þannig var nú það. Eða kannski, að minnsta kosti. Og kannski ég segi á næstunni með óreglulegu millibili sögur af Rómarbiskupum, páfunum, sögur sem hófust með brunanum ægilega og gömlum manni sem var „leiddur þangað sem hann vildi ekki“.

Hérna er svo sagt frá næstu páfum!

„Pétur krossfestur“ eftir Caravaggio,málað 1601
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...
Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
8
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
8
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
8
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár