Þessi grein er rúmlega 4 mánaða gömul.

Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?

Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?
Frumbyggjar Taívans eru nú um 600 þúsund. Þeir eru skyldir Malajum og Pólýnesum Kyrrahafsins, ekki Kínverjum.

Heimsókn Nancy Pelosi til Taívans á dögunum olli gríðarlegri gremju Kínverja og hafa Taívanir ekki bitið úr nálinni með það. Kínverjar hóta öllu illu, enda hafi heimsóknin falið í sér ótilhlýðilega viðurkenningu Bandaríkjastjórnar á Taívan sem sjálfstæðu ríki — en sannleikurinn sé sá að Taívan sé og hafi alltaf verið hluti Kína.

Alveg burtséð frá pólitískum spurningum málsins:

Er það rétt?

Hér á eftir verða nokkrar staðreyndir í sögu Taívans raktar.

Yngri en elstu hlutar Íslands

Taívan er eyja, um það einn þriðji af Íslandi að stærð. Hún hlóðst upp í mikilli eldvirkni fyrir 4-5 milljónum ára þegar gríðarlegur núningur hófst milli  jarðskorpufleka Asíu (eða Evrasíu) annars vegar og Filippseyjaflekans hins vegar.

Jarðfræðilega er Taívan því töluvert yngri en elstu hlutar Íslands, Vestfirðirnir og Austfirðirnir, sem mælst hafa 12-18 milljón ára gamlir.

Enn er umtalsverð jarðskjálftavirkni á Taívan vegna fyrrnefnds núnings en eldvirki er fremur lítil um þessar mundir. Á eystri hluta eyjarinnar eru háar fjallakeðjur þar sem eru margir tindar vel yfir 3.000 metrar að hæð. Sá hæsti er nærri 4.000 metrar.

Á vestari hluta eyjarinnar er hins vegar láglendi, aflíðandi frá fjöllunum í austri og niður að vesturströndinni.

Stundum hefur mátt ganga á milli

Taívan hefur stundum tengst meginlandi Evrasíu. Það gerist þegar ísaldir binda mikinn sjó við heimskautin og sjávarborð lækkar umtalsvert. Þetta gerðist til dæmis á síðustu ísöld sem lauk fyrir um 10 þúsund árum.

Meðan sjávarborð var lágt höfðu menn notað tækifærið og gengið þurrum fótum yfir hið svonefnda Taívan-sund, sem nú heitir, og sest að í og við fjöllin háu. Þegar ísaldarjöklarnir bráðnuðu og sjórinn sneri aftur sat fólkið eftir á Taívan.

Nú eru 180 kílómetrar milli meginlands Evrasíu og Taívans. Það er örlítið styttri vegalengd en milli Bandaríkjanna og Kúbu, svo dæmi sé tekið, en umtalsvert lengra en milli Danmerkur og Noregs yfir Skagerak.

Og rétt tæplega helmingi styttri vegalengd en milli Íslands og Færeyja þar sem styst er.

Talið er að á Taívan hafi þá meðal annars búið manntegund sem við kunnum ennþá lítil skil á.

Ný menning á Taívan

Fyrir 5.000 til 6.000 árum var nýtt fólk komið til Taívans og virðist hafa á tiltölulega skömmum tíma rutt úr vegi menningu þeirra sem fyrir voru. Þetta fólk hefur sennilega komið á bátum yfir sundið frá meginlandi Evrasíu en var þó alls ekki á nokkurn hátt skylt því fólki sem seinna gat af sér Kínverja.

Frumdrög að Kínverjum var einmitt verið að leggja um þær mundir þar sem nú er norðurhluti Kína í um 1.500 kílómetra fjarlægð frá Asíuströnd Taívan-sunds.

Eftir að forfeður og -mæður Han-Kínverja lærðu að rækta hrísgrjón efldist það fólk mjög og fór svo að fikra sig í suðurátt og gleypti þá í leiðinni í sig marga ættflokka og þjóðir sem fyrir voru. 

Það snerti hina nýju íbúa Taívans þó ekki neitt.

Þeir undu á sinni eyju bæði í fjöllunum í austri en ekki síður við sjóinn.

Lagt á sjóinn

Það eru reyndar til kenningar um að þetta „nýja fólk“ sé einfaldlega komið af eldri íbúum og hafi þróað sína sérstöku menningu á Taívan.

Og sé því í rauninni sjálfsprottið þar.

Ástrónesíar er þessi þjóð kölluð — og best að ítreka:

Hún var ekkert skyld Kínverjum. Ekki neitt.

Nema hvað þetta fólk lærði að yrkja jörðina en lifði líka að verulegu leyti á sjávarfangi og varð raunar æ meira gefið fyrir siglingar. Í nokkrum áföngum lagði það á haf út og sigldi fyrst suður til Filippseyja, síðan til indónesísku eyjanna, síðan langar langar leiðir út á Kyrrahafið þvert og endilangt.

Það voru sem sé frumbyggjar frá Taívan sem þróuðu hina ótrúlegu siglingamenningu Pólýnesa.

Og afkomendur þessara Taívana búa síðan um allt Kyrrahafið frá Havaí-eyjum til Páskaeyju til Nýja Sjálands og meira að segja á Madagaskar við Afríkustrendur.

Kínverjar byggðu ekki Taívan

En aðrir urðu eftir á Taívan og mynduðu þar Yuanzhumin-þjóðina sem einnig er kölluð Gaoshan. Yuanzhumin-fólkið bjó aðallega í fjöllunum á Taívan en skyldir ættbálkar bjuggu á láglendinu.

Og þetta er það fólk sem nú er kallað „frumbyggjar Taívans“.

Frumbyggjar Taívans eru sem sé ekki Kínverjar, svo það sé enn sagt, heldur skyldir Malajum, Pólýnesum og Mikrónesíngum.

Nú leið og beið.

Töluvert fyrir upphaf tímatals okkar (Krists burð) má segja að Kína hafi verið orðið til á meginlandi Evrasíu enda Han-Kínverjar komnir æ lengra í suðurátt. Í Kína gekk á ýmsu, stundum sameinuðu öflugar valdaættir allt eða mestallt hið víðáttumikla svæði undir einni stjórn, en stundum var allt í hers höndum og grimmileg stríð háð milli kínverskra ríkja.

En einu mátti þó treysta, Kínverjar höfðu lítinn sem engan áhuga á eyjunni Taívan eða hvað þeir munu hafa kallað hana þá. Einhver verslun var milli Yuanzhumin-fólksins og Kínverja en hún var í mýflugumynd.

Höfðu engan áhuga á Taívan

Á ofanverðri 13. öld — það er að segja um svipað leyti og Íslendingar undirgangast stjórn Noregskonungs — þá fara kínverskir fiskimenn að heimsækja Taívan og koma sér þar upp einhverjum veiðistöðvum. Heimamenn virðast hafa látið þá í friði enda gerðu þeir sig ekki breiða í það sinn.

Taívan er út af ströndum Kína en er þó ekki hluti Kína, hvorki landfræðilega, menningarlega né sögulega — fyrr en síðustu 2-300 ár eða svo

Athyglisvert er til dæmis að í eina skiptið í sögu sinni sem Kínverjar gerðust mikið siglingaveldi — í upphafi 15. aldar — og gerðu þá út risastóra flota til að heimsækja aðrar þjóðir í Suðaustur-Asíu og við Indlandshaf og heimta undirgefni þeirra við keisara sinn, þá komu þessir flotar aldrei við á Taívan.

Stjórnendur Kína höfðu greinilega engan áhuga á Taívan þá.

Þar bjuggu frumbyggjarnir að því er virðist í friði og ró að mestu. Þeir mynduðu ekki öflug eða heildstæð ríki en virðast heldur ekki hafa barist neitt að ráði innbyrðis.

Árið 1349 kom kínverski ferðalangurinn Wang Dayuan til Taívans. Hann hitti fyrir allmarga kínverska fiskimenn á Penghu-eyjum sem eru út á Taívan-sundi, 50 kílómetra frá Taívan, en engir Kínverjar voru þá búsettir á Taívan-eyju sjálfri.

Portúgalir „finna“ Fagurey

Þegar kom fram á 16. öld voru Evrópumenn byrjaðir að sigla um öll heimsins höf og 1544 „fundu“ Portúgalir eyjuna og nefndu hana Formósu, eða Fagurey. 

Þeir töldu sig, þrátt fyrir fegurðina, hafa lítt til eyjarinnar að sækja, svo bækistöðvar þeirra urðu ekki umfangsmiklar í það sinn. Í upphafi 17. aldar færðist hins vegar fjör í leikinn þegar Spánverjar og Hollendingar fóru að keppa við Portúgali um yfirráð yfir siglingaleiðum á svæðinu. 

Ekki hirði ég um að rekja þá sögu í smáatriðum en mestallan fyrri hluta aldarinnar má segja að Hollendingar hafi ráðið suðurhluta Taívans en Spánverjar norðurhlutanum.

Yfirráð beggja voru þó fyrst og fremst bundin við lítil virki á ströndinni.

Kínverjum var þá svolítið farið að fjölga á suðvesturhorni eyjarinnar. Þegar Hollendingar mættu til leiks 1623 töldu þeir 1.500 Kínverja á eyjunni.

Flestir voru fiskimenn en einnig svolítið af kaupmönnum, auk þess sem nokkrir sjóræningjar höfðu komið sér upp stöðvum þar.

Uppreisnir gegn Evrópuveldum

Íbúar Taívans — það er að segja frumbyggjarnir — voru sáróánægðir með að vera orðnir leiksoppar Evrópuveldanna og gerðu nokkrum sinnum uppreisnir en biðu ævinlega lægri hlut. Hollendingar, sem nú voru búnir að ýta Spánverjum og Portúgölum burt, brugðust við af þeirri hörku og grimmd sem þeir voru þekktir fyrir sem nýlenduherrar.

Upp úr 1660 voru Hollendingar komnir vel á veg með að leggja undir sig stóran hluta Taívans, altént vesturhlutann, og skipuleggja þar nýlendu. Þeir höfðu hafist handa um að kristna íbúana og kenna þeim evrópska háttu, auk þess sem þeir borguðu innfæddum fyrir að allt að því útrýma miklum dádýrahjörðum sem leikið höfðu lausum hala á eyjunni.

Japanir borguðu hátt verð fyrir húðirnar sem þeir notuðu í brynjur samúræja en Kínverjar keyptu kjötið.

Jafnframt fóru Hollendingar að rækta sykurreyr á eyjunni og fluttu inn Kínverja til að vinna á plantekrum þeirra.

Kínverjar koma 1662

Árið 1662 breyttist allt. Mikið stríð hafði þá lengi geisað í Kína milli Ming-keisaraættarinnar annars vegar og innrásarmanna norðan frá Mansjúríu hins vegar. Þegar þarna var komið sögu voru norðanmenn óðum að ná yfirhöndinni en einn af síðustu herstjórum Ming-ættarinnar — hinn kínversk-japanski Koxinga — hrakti þá Hollendinga burt frá stöðvum sínum á Taívan og gerði þær að sínum helstu bækistöðvum.

Þaðan vonaðist Koxinga til þess að skipuleggja gagnsókn Ming-manna yfir sundið og endurheimta Kína.

Ekki varð af því. Koxinga dó aðeins skömmu eftir að hafa sigrast á Hollendingum og þótt sonur hans tæki við keflinu fékk sá strákur ekki reist rönd við framgangi Mansjúríumanna.

1683 tók Qing-ættin því við ríki Ming-manna á Taívan.

„Hlið helvítis“

Frá og með því ári má vissulega segja að Kínverjar hafi orðið herrar Taívans — eða réttara sagt hluta Taívans.

Sjálf keisaraættin Qing var þó í rauninni varla enn orðin kínversk, enda komin af hinum norðlægu Júrtjenum, er bjuggu lengst norður í Síberíu og Mansjúríu og voru túngúskrar ættar.

Enn sem komið var réðu Kínverjar aðeins suðvesturhluta Taívans en frumbyggjar fóru sínu fram á stærstum hluta hennar.

Qing-ættin spornaði í næstum heila öld gegn innflutningi Kínverja til Taívans, enda höfðu Kínverjar lítið álit á eyjunni og kölluðu hana „hlið helvítis“. Malaría lagði marga að velli og innfæddir tóku innrásarliði Kínverja illa og gerðu iðulega uppreisnir gegn þeim — en Kínverjar börðu slíkt niður af heift.

Heilli öld eftir hernám Kínverja eða um 1770 réðu Kínverjar enn aðeins vesturhluta eyjarinnar.

Þá tóku Kínverjar hins vegar þá ákvörðun að „kínavæða“ Taívan og lögðu af allar hömlur á innflutningi fólks frá Kína. Ástæðan var ekki síst sú að Kínverjar vildu treysta yfirráð sín yfir hafsvæðinu umhverfis eyjuna, en þá voru Frakkar og Bretar farnir að gera sig æ meira gildandi þar um slóðir.

Árið 1811 töldust Kínverjar vera tvær milljónir á Taívan, þá þegar miklum mun fleiri en heimamenn.

Innbyrðis barátta Kínverja

Á ýmsu gekk enn á eyjunni og þar geisuðu nú oft heiftúðugir bardagar milli mismunandi hópa Kínverja sem bitust um völd og áhrif. Frumbyggjar reyndu að halda sjálfstæði sínu og lengi enn réðu Kínverjar litlu sem engu á austurströndinni og í fjöllunum.

Árið 1884 gerðu Frakkar innrás á eyjuna frá Indókína og hugðust leggja hana undir heimsveldi sitt en var svarað af hörku af Kínverjum og þó ekki síður innfæddum, svo Frakkar hrökkluðust fljótlega burt. Er þetta eitt af fáum dæmum um þær mundir um misheppnaða innrás evrópsks nýlenduveldis á lendur í Afríku eða Asíu.

Bretar íhuguðu líka nokkrum sinnum að leggja undir sig eyjuna en töldu það ekki svara kostnaði.

Vaxandi stórveldi Japans tók hins vegar að ásælast Taívan þegar leið á 19. öldina. Þegar Japanir höfðu gersigrað Kínverja í stríði þjóðanna 1895 heimtuðu þeir yfirráð yfir Taívan og réðu eyjunni síðan í 50 ár.

Kína réði innan við helmingi eyjarinnar

Athyglisvert er að þegar Japanir tóku við eyjunni eftir friðarsamninga við Kínverja, þá viðurkenndi Qing-ættin að hún réði í raun og veru aðeins yfir 45 prósentum landsvæðis á Taívan.

Frumbyggjar réðu sem sé enn, fyrir aðeins 125 árum, meirihluta eyjarinnar.

Athugið það, þið sem nú japlið á tuggu Kínverja að Taívan hafi „alltaf verið kínversk“.

Kínverjar voru hins vegar meira tíu sinnum fleiri en frumbyggjar. Alls voru íbúar á eyjunni þá taldir 2,5 milljón en þar af voru Kínverjar 2,3 milljónir.

Þetta hvort tveggja kemur fram í bók eftir fræðimanninn Andrew Morris frá 2002.

Kínverskir íbúar á Taívan reyndu að stofna sjálfstætt lýðveldi á eyjunni fremur en fallast á yfirráð Japana en urðu fljótt að lyppast niður, enda fóru kínverskir herflokkar á vegum Qing-stjórnarinnar með ránum og rupli um eyjuna og íbúum fannst í bili illskárra að þola japanska stjórn.

Stjórn Japana

Japanir máttu búa við ýmsar uppreisnir þá áratugi sem þeir réðu Taívan, bæði af hendi kínverskra íbúa en ekki þó síður frumbyggja. Síðasta uppreisn frumbyggja var 1930 og var vitaskuld barin niður af þeirri hörku sem Japanir voru þá kunnir fyrir.

Á hinn bóginn munu Japanir hafa unnið ýmis þrekvirki við að útrýma landlægum hitabeltissjúkdómum, efla mjög landbúnað og byggja miklu betri innviði en Kínverjar höfðu gert. Töluverður fjöldi Japana settist á að Taívan.

Japan var í raun fyrsta erlenda veldið sem náði raunverulegum völdum á allri eyjunni.

Það hafði hvorki Evrópuveldunum né Kína tekist.

Þegar Japanir gáfust upp eftir síðari heimsstyrjöldina síðsumars 1945 var eyjan fengin í hendur Kínastjórn sem var undir forystu Sjang Kaí-sjeks og vaninn er að kenna flokk hans og manna hans við þjóðernissinna. Stjórn hans hafði lengi átt í blóðugri baráttu við kommúnista Mao Zedongs og fór nú smátt og smátt halloka.

Flóttinn til Taívan

Árið 1949 hröktust leifarnar af her Sjangs út til Taívans en Mao tók völdin í Kína og kom þar á einhverri mestu óhappastjórn allra tíma.

Sjang ímyndaði sér lengi að hann gæti unnið Kína aftur frá Taívan — rétt eins og Koxinga trúði á sínum tíma að hann gæti endurheimt Kína fyrir Ming-ættina — en fljótt kom í ljós að slíkar hugmyndir voru með öllu óraunhæfar, og þá fóru Sjang og menn hans að byggja upp prívatssamfélag á Taívan.

Lengi vel var stjórn Sjangs einræðisstjórn eins flokks en þegar leið að lokum 20. aldar var komin þar á laggirnar sannkölluð lýðræðisstjórn og þykir hún samkvæmt öllum mælikvörðum ein sú besta í allri Asíu — mannréttindi eru í heiðri höfð að mestu, lífskjör eru góð, heilsugæsla til fyrirmyndar.

Íbúar eru nú 24 milljónir.

95 prósent þeirra eru kínverskrar ættar.

Af Kínverjunum eru 85 prósent afkomendur þeirra sem fluttust til eyjarinnar á 17.-19. öld, en 15 prósent eru afkomendur þeirra sem flúðu til Taívan 1949.

Rúm tvö prósent íbúar eru frumbyggjar og álíka margir afkomendur innflytjenda frá Suðaustur-Asíu. 

Þannig er nú það.

 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Ef Vestmannaeyjagosið hefði orðið 1773
Flækjusagan

Ef Vest­manna­eyjagos­ið hefði orð­ið 1773

Sagn­fræð­ing­ar eiga að halda sig við stað­reynd­ir, það vit­um við. Þeir eiga helst að grafa upp sín­ar eig­in, halda þeim til haga, þeir mega raða þeim upp á nýtt, stað­reynd­un­um, al­kunn­um sem ókunn­um, túlka þær og leggja út af þeim á hvern þann kant sem þeim þókn­ast, en eitt mega þeir alls ekki gera: Finna upp sín­ar eig­in stað­reynd­ir. Búa eitt­hvað til sem aldrei gerð­ist og aldrei var. Þá eru þeir ekki leng­ur sagn­fræð­ing­ar.
Síberíumaður Pútíns
Flækjusagan

Síberíu­mað­ur Pútíns

Mjög hef­ur bor­ið á Ser­gei Shoigu, varn­ar­mála­ráð­herra Rúss­lands, eft­ir að Vla­dimír Pútín sendi skrið­dreka hans af stað til að leggja und­ir sig Úkraínu. Shoigu er upp­runn­inn í Síberíu en Síberíu­bú­ar, bæði af rúss­nesk­um ætt­um og ætt­þjóð­um frum­byggja, hafa ver­ið mjög áber­andi í hern­um
Frá Gotlandi til Barcelona?
Flækjusagan

Frá Gotlandi til Barcelona?

Hvað­an eru Katalón­ar komn­ir? spurði Ill­ugi Jök­uls­son sjálf­an sig þeg­ar hann fór í heim­sókn á slóð­ir þeirra.
Djöfullinn með pípuhatt
Flækjusagan

Djöf­ull­inn með pípu­hatt

Það hefði aldrei hvarfl­að að Franz von Papen að hann ætti eft­ir að steypa yf­ir ver­öld­ina ein­hverri mestu illsku og morðæði sem hrjáð mann­kyn­ið hef­ur mátt þola. Hann var sann­færð­ur um að hann væri vit­ur og göf­ug­ur mað­ur sem ætti skil­ið að ráða ríkj­um. En í hé­góma sín­um og heimsku sleppti hann Ad­olf Hitler laus­um í Þýskalandi.
Hræddur einkaritari breytir gangi sögunnar
Flækjusagan

Hrædd­ur einka­rit­ari breyt­ir gangi sög­unn­ar

All­ir vita að það hefði getað breytt gangi sög­unn­ar ef Ad­olf Hitler hefði kom­ist inn í lista­skól­ann í Vín­ar­borg eða ef Lenín hefði ver­ið hand­tek­inn í Petrograd sumar­ið 1917 en get­ur ver­ið að það hefði orð­ið jafn af­drifa­ríkt ef lít­ils­meg­andi rit­ari við hirð Aurelí­anus­ar Rómar­keis­ara hefði til dæm­is fót­brotn­að sumar­ið 275 og því ekki kom­ist með í her­ferð gegn Pers­um?
Í dag eru 80 ár frá fundi í Kreml sem réði úrslitum í orrustunni um Stalíngrad
Flækjusagan

Í dag eru 80 ár frá fundi í Kreml sem réði úr­slit­um í orr­ust­unni um Stalíngrad

Í dag, 13. sept­em­ber, eru rétt 80 ár frá því fund­ur var hald­inn í Kreml þar sem segja má að ör­lög hafi ráð­ist í einni gríð­ar­leg­ustu orr­ustu seinni heims­styrj­ald­ar en sú var þá nýhaf­in við Stalíngrad í Suð­ur-Rússlandi. Þjóð­verj­ar og banda­menn þeirra höfðu að skip­an Ad­olfs Hitlers ráð­ist inn í Sov­ét­rík­in í júní 1941. Markmið þeirra var að ger­sigra hinn...

Mest lesið

Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
1
Viðtal

Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

„Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
Eigandi laxeldisins á Austfjörðum einn af 27 auðmönnum sem flýr til Sviss vegna skatta
2
FréttirLaxeldi

Eig­andi lax­eld­is­ins á Aust­fjörð­um einn af 27 auð­mönn­um sem flýr til Sviss vegna skatta

Norsk­ir auð­menn flýja aukna skatt­heimtu í Nor­egi í hrönn­um og setj­ast að í Sviss. Með­al þess­ara auð­manna er And­ers Måsøval sem er einn stærsti eig­andi ís­lensks lax­eld­is í gegn­um fyr­ir­tæk­ið Laxa. Á sama tíma leið­ir auk­in skatt­heimta á lax­eld­is­fyr­ir­tæki í Nor­egi til þess að þau hætta við fjár­fest­ing­ar, með­al ann­ars fyr­ir­tæk­in sem eiga obb­ann í lax­eld­inu á Ís­landi.
KSÍ neitar að upplýsa um tuga milljóna greiðslur Sáda fyrir landsleik
3
Fréttir

KSÍ neit­ar að upp­lýsa um tuga millj­óna greiðsl­ur Sáda fyr­ir lands­leik

Knatt­spyrnu­sam­band Ís­lands (KSÍ) neit­ar að gefa upp hversu háa greiðslu sam­band­ið fékk fyr­ir að spila lands­leik­inn við Sádi-Ar­ab­íu í byrj­un nóv­em­ber. KSÍ fékk ekki grænt ljós hjá ís­lensk­um stjórn­völd­um fyr­ir við­skipt­un­um eða lands­leikn­um, ólíkt því sem formað­ur KSÍ hafði sagt.
Óþolandi að fólk sitji undir ákúrum vegna beiðna um fjárhagsaðstoð
4
Fréttir

Óþol­andi að fólk sitji und­ir ákúr­um vegna beiðna um fjár­hags­að­stoð

Fólk þarf meira en nauð­þurft­ir til að lifa með sæmd, að mati Ingi­bjarg­ar Sæ­dís­ar, sem sjálf ólst upp í sára­fá­tækt. Eng­inn ætti að þurfa að sitja und­ir hæðn­is­leg­um at­huga­semd­um eða skömm­um fyr­ir að óska eft­ir stuðn­ingi.
Skaupið og félag Kristjáns í Samherja: Tökur fóru fram á Selfossi að hluta
5
Fréttir

Skaup­ið og fé­lag Kristjáns í Sam­herja: Tök­ur fóru fram á Sel­fossi að hluta

Einn töku­dag­ur í Ára­móta­s­kaup­inu fór fram á sjúkra­hús­inu og í leik­hús­inu á Sel­fossi. Sig­ur­jón Kjart­ans­son, eig­andi fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir eng­ar tök­ur hafa far­ið fram ut­an­dyra. Guð­jón Arn­gríms­son, hjá Sig­túni, seg­ir að fast­eigna­fé­lag­ið skipti sér ekk­ert að fram­leiðslu Skaups­ins og að fyr­ir­tæk­ið hafi ver­ið stofn­að til að gera aðra sjón­varpþáttaseríu sem teng­ist Sel­fossi óbeint.
Sýn segir upp starfsfólki og ræður nýja framkvæmdastjóra
6
Fréttir

Sýn seg­ir upp starfs­fólki og ræð­ur nýja fram­kvæmda­stjóra

Fjöl­miðla- og fjar­skipta­fé­lag­ið Sýn ræðst í dag í upp­sagn­ir starfs­fólks. Stjórn fyr­ir­tæk­is­ins sam­þykkti nýtt skipu­lag sem felst í upp­skipt­ingu í tvær ein­ing­ar. Ný­ir fram­kvæmda­stjór­ar verða ráðn­ir á sama tíma.
Heilbrigðiseftirlitið vissi víst af ólöglegri plasturðun við Skálholt
7
RannsóknPlastið fundið

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið vissi víst af ólög­legri plast­urð­un við Skál­holt

Heil­brigðis­eft­ir­lit Suð­ur­lands vissi í meira en þrjú ár af lög­brot­um end­ur­vinnnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Terra án þess að að­haf­ast neitt í mál­inu. Fram­kvæmda­stjóri eft­ir­lits­ins fékk sjálf senda ábend­ingu um mál­ið en sagð­ist þrem­ur ár­um seinna aldrei hafa heyrt af því áð­ur. Hún seg­ir ekki ástæðu til að beita við­ur­lög­um gegn fyr­ir­tæk­inu.

Mest deilt

„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
1
Viðtal

„Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
2
Fréttir

Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.
Fyrirtæki Kristjáns í Samherja gerir Áramótaskaupið
3
Fréttir

Fyr­ir­tæki Kristjáns í Sam­herja ger­ir Ára­móta­s­kaup­ið

Fyr­ir­tæk­ið sem á og bygg­ir nýj­an mið­bæ á Sel­fossi er fram­leið­andi Ára­móta­s­kaups­ins í ár. Kristján Vil­helms­son er stærsti eig­andi þess. Sig­tún þró­un­ar­fé­lag á fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­ið á móti Sig­ur­jóni Kjart­ans­syni. Sam­herji hef­ur átt í ára­löngu stríði við RÚV. Dag­skrár­stjóri vissi ekki um eign­ar­hald Kristjáns þeg­ar samn­ing­ur var gerð­ur við fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­ið.
Alina fær alþjóðlega vernd á Íslandi
4
Fréttir

Al­ina fær al­þjóð­lega vernd á Ís­landi

Út­lend­inga­stofn­un hef­ur sam­þykkt að veita Al­inu Kaliuzhnaya, hvít- rúss­neskri flótta­konu al­þjóð­lega vernd á Ís­landi en Al­ina flúði heima­land sitt eft­ir að hafa ver­ið fang­els­uð og pynt­uð fyr­ir það eitt að mót­mæla stjórn­völd­um. Í sam­tali við Stund­ina seg­ist Al­ina upp­lifa gleði og létti.
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
5
Viðtal

Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

„Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
Jón Baldvin dæmdur fyrir kynferðislega áreitni
6
Fréttir

Jón Bald­vin dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­lega áreitni

Jón Bald­vin Hanni­bals­son hlaut tveggja mán­aða skil­orðs­bund­inn fang­els­is­dóm fyr­ir að hafa áreitt Car­men Jó­hanns­dóttt­ur kyn­ferð­is­lega ár­ið 2018. Car­men seg­ir dóm­inn sig­ur fyr­ir fjölda annarra kvenna. Jón Bald­vin hyggst sækja um áfrýj­un­ar­leyfi til Hæsta­rétt­ar.
Óþolandi að fólk sitji undir ákúrum vegna beiðna um fjárhagsaðstoð
7
Fréttir

Óþol­andi að fólk sitji und­ir ákúr­um vegna beiðna um fjár­hags­að­stoð

Fólk þarf meira en nauð­þurft­ir til að lifa með sæmd, að mati Ingi­bjarg­ar Sæ­dís­ar, sem sjálf ólst upp í sára­fá­tækt. Eng­inn ætti að þurfa að sitja und­ir hæðn­is­leg­um at­huga­semd­um eða skömm­um fyr­ir að óska eft­ir stuðn­ingi.

Mest lesið í vikunni

Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
1
Viðtal

Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

„Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
2
Viðtal

„Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
3
Fréttir

Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.
Fyrirtæki Kristjáns í Samherja gerir Áramótaskaupið
4
Fréttir

Fyr­ir­tæki Kristjáns í Sam­herja ger­ir Ára­móta­s­kaup­ið

Fyr­ir­tæk­ið sem á og bygg­ir nýj­an mið­bæ á Sel­fossi er fram­leið­andi Ára­móta­s­kaups­ins í ár. Kristján Vil­helms­son er stærsti eig­andi þess. Sig­tún þró­un­ar­fé­lag á fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­ið á móti Sig­ur­jóni Kjart­ans­syni. Sam­herji hef­ur átt í ára­löngu stríði við RÚV. Dag­skrár­stjóri vissi ekki um eign­ar­hald Kristjáns þeg­ar samn­ing­ur var gerð­ur við fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­ið.
Eftirlitsnefnd gagnrýnir lögreglu: Verklagsreglum verði breytt
5
Fréttir

Eft­ir­lits­nefnd gagn­rýn­ir lög­reglu: Verklags­regl­um verði breytt

Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu gagn­rýn­ir lög­reglu fyr­ir að tefla Sig­ur­laugu Hreins­dótt­ur fram á blaða­manna­fundi lög­reglu á með­an dótt­ur henn­ar var leit­að ár­ið 2017. Hálfu ári eft­ir ákvörð­un nefnd­ar­inn­ar, þar sem beint er tvenn­um til­mæl­um til Rík­is­lög­reglu­stjóra um end­ur­skoð­un verklags­reglna, hafði rík­is­lög­reglu­stjóri enn ekki kynnt sér ákvörð­un­ina. „Sjokk­er­andi“ seg­ir Sig­ur­laug.
Eigandi laxeldisins á Austfjörðum einn af 27 auðmönnum sem flýr til Sviss vegna skatta
6
FréttirLaxeldi

Eig­andi lax­eld­is­ins á Aust­fjörð­um einn af 27 auð­mönn­um sem flýr til Sviss vegna skatta

Norsk­ir auð­menn flýja aukna skatt­heimtu í Nor­egi í hrönn­um og setj­ast að í Sviss. Með­al þess­ara auð­manna er And­ers Måsøval sem er einn stærsti eig­andi ís­lensks lax­eld­is í gegn­um fyr­ir­tæk­ið Laxa. Á sama tíma leið­ir auk­in skatt­heimta á lax­eld­is­fyr­ir­tæki í Nor­egi til þess að þau hætta við fjár­fest­ing­ar, með­al ann­ars fyr­ir­tæk­in sem eiga obb­ann í lax­eld­inu á Ís­landi.
KSÍ neitar að upplýsa um tuga milljóna greiðslur Sáda fyrir landsleik
7
Fréttir

KSÍ neit­ar að upp­lýsa um tuga millj­óna greiðsl­ur Sáda fyr­ir lands­leik

Knatt­spyrnu­sam­band Ís­lands (KSÍ) neit­ar að gefa upp hversu háa greiðslu sam­band­ið fékk fyr­ir að spila lands­leik­inn við Sádi-Ar­ab­íu í byrj­un nóv­em­ber. KSÍ fékk ekki grænt ljós hjá ís­lensk­um stjórn­völd­um fyr­ir við­skipt­un­um eða lands­leikn­um, ólíkt því sem formað­ur KSÍ hafði sagt.

Mest lesið í mánuðinum

Lifði af þrjú ár á götunni
1
Viðtal

Lifði af þrjú ár á göt­unni

Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
2
Viðtal

Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

„Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
3
Viðtal

„Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
4
Fréttir

Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.
Soffía Karen - Kærði mann fyrir nauðgun sem hélt henni hjá sér í fimm tíma
5
Eigin Konur#114

Soffía Kar­en - Kærði mann fyr­ir nauðg­un sem hélt henni hjá sér í fimm tíma

Soffía Kar­en var átján ára þeg­ar hún fór heim með strák, sem hélt henni hjá sér í fimm tíma á með­an hann braut á henni kyn­ferð­is­lega. Hún leit­aði strax á bráð­ar­mót­töku og lagði fram kæru stuttu eft­ir brot­ið. Ger­and­inn bað Soffíu af­sök­un­ar á því að hafa ver­ið „ógeðs­leg­ur“ við hana, en þrátt fyr­ir áverka var mál­ið fellt nið­ur tveim­ur ár­um síð­ar.
Eiginkona fanga segir aðstöðu til heimsókna barna „ógeðslega“
6
Fréttir

Eig­in­kona fanga seg­ir að­stöðu til heim­sókna barna „ógeðs­lega“

Börn fanga á Litla-Hrauni geta ekki heim­sótt feð­ur sína í sér­staka að­stöðu fyr­ir börn um helg­ar þar sem hún er lok­uð þá. Fang­els­is­mála­stjóri seg­ir að fjár­muni skorti til að opna að­stöð­una. „Börn­in hafa ekk­ert gert af sér og þau eiga rétt á að um­gang­ast pabba sinn þó hann sé í fang­elsi,“ seg­ir Birna Ólafs­dótt­ir.
Skýrslutaka yfir föður ríkislögreglustjóra: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“
7
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Skýrslu­taka yf­ir föð­ur rík­is­lög­reglu­stjóra: „Ef þið bara hefð­uð skoð­að hver skyld­menni mín eru, þá hefð­uð þið ekki kom­ið hing­að“

Menn sem grun­að­ir eru um að hafa ver­ið að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi báru við yf­ir­heyrsl­ur að hálf­sjálf­virkt skot­vopn í þeirra fór­um væri feng­ið frá Guð­jóni Valdi­mars­syni, vopna­sala og föð­ur rík­is­lög­reglu­stjóra. Þá hefði Guð­jón keypt þrívídd­ar­prent­að skot­vopn af ein­um mann­anna. Guð­jón sagði við skýrslu­töku að ann­að hvort hefðu lög­reglu­menn ekki kynnt sér ætt­artengsl hans eða ver­ið væri að reyna að koma höggi á rík­is­lög­reglu­stjóra. Stund­in hef­ur skýrsl­una und­ir hönd­um.

Nýtt á Stundinni

Jón Baldvin dæmdur fyrir kynferðislega áreitni
Fréttir

Jón Bald­vin dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­lega áreitni

Jón Bald­vin Hanni­bals­son hlaut tveggja mán­aða skil­orðs­bund­inn fang­els­is­dóm fyr­ir að hafa áreitt Car­men Jó­hanns­dóttt­ur kyn­ferð­is­lega ár­ið 2018. Car­men seg­ir dóm­inn sig­ur fyr­ir fjölda annarra kvenna. Jón Bald­vin hyggst sækja um áfrýj­un­ar­leyfi til Hæsta­rétt­ar.
Róbert Wessman tekur sjálfur við sem forstjóri Alvotech
Fréttir

Ró­bert Wessman tek­ur sjálf­ur við sem for­stjóri Al­votech

Til­kynn­ing um for­stjóra­skipt­in kem­ur tíu dög­um eft­ir að greint var frá því að sætt­ir hefðu náðst í máli Al­vo­gen á hend­ur Hall­dóri Krist­manns­syni. Hall­dór steig fram sem upp­ljóstr­ari og greindi frá hót­un­um Ró­berts á hend­ur fyrr­ver­andi sam­starfs­mönn­um, sem og því að Ró­bert hefði kýlt sig á op­in­ber­um vett­vangi.
Óþolandi að fólk sitji undir ákúrum vegna beiðna um fjárhagsaðstoð
Fréttir

Óþol­andi að fólk sitji und­ir ákúr­um vegna beiðna um fjár­hags­að­stoð

Fólk þarf meira en nauð­þurft­ir til að lifa með sæmd, að mati Ingi­bjarg­ar Sæ­dís­ar, sem sjálf ólst upp í sára­fá­tækt. Eng­inn ætti að þurfa að sitja und­ir hæðn­is­leg­um at­huga­semd­um eða skömm­um fyr­ir að óska eft­ir stuðn­ingi.
Ingibjörg Sædís: Ólst upp við sárafátækt
Eigin Konur#116

Ingi­björg Sæ­dís: Ólst upp við sára­fá­tækt

Ingi­björg Sæ­dís ólst upp við mikla fá­tækt þeg­ar hún var yngri. Hún bjó hjá for­eldri sem gat ekki unn­ið vegna and­legra og lík­am­legra veik­inda og var á sama tíma mót­fall­ið því að biðja um að­stoð. Hún seg­ist horfa að­dá­un­ar­aug­um á fólk sem bið­ur um að­stoð á in­ter­net­inu fyr­ir börn­in sín og vildi óska að fað­ir henn­ar hefði gert það sama.
„... sem við höfðum bara einfaldlega ekki séð fyrir“
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

„... sem við höfð­um bara ein­fald­lega ekki séð fyr­ir“

Fyrsta nafn­ið sem all­ir blaða­menn leit­uðu að í kaup­endal­ista Ís­lands­banka var Bene­dikt Sveins­son. En Katrínu Jak­obs­dótt­ur hafði bara ekki dott­ið það í hug!
Söguleg mótmæli í Kína: „Þið getið ekki ritskoðað það sem er ósagt”
Fréttir

Sögu­leg mót­mæli í Kína: „Þið get­ið ekki rit­skoð­að það sem er ósagt”

Ára­löng og hörð Covid-stefna kín­verskra yf­ir­valda er und­ir­rót þeirr­ar öldu hljóð­látra mót­mæla sem hafa far­ið fram í mörg­um borga lands­ins. Mót­mæl­in eru sögu­leg í landi þar sem það eitt að gagn­rýna stjórn­völd, hvað þá upp­hátt eða í hópi, hef­ur kostað fjölda manna frels­ið. Í anda þess eru mót­mæla­spjöld­in auð og kröf­urn­ar sett­ar fram með þögn.
Grannt fylgst með brottkasti smábáta en togaraflotinn stikkfrí
Fréttir

Grannt fylgst með brott­kasti smá­báta en tog­ara­flot­inn stikk­frí

Eft­ir­lit Fiski­stofu með brott­kasti og ólög­leg­um veið­um bein­ist fyrst og fremst að smá­bát­um. Tog­ara­flot­inn hef­ur al­veg slopp­ið við dróna­eft­ir­lit á þessu ári. Gef­ur ranga mynd, að sögn tals­manns smá­báta­sjó­manna. Brott­kast mun meira en áð­ur var tal­ið.
Í upphafi var orðið
GagnrýniEden

Í upp­hafi var orð­ið

Mað­ur er alltaf rík­ari eft­ir að hafa geng­ið inn í sagna­heim Auð­ar Övu. Text­inn er fal­leg­ur og blátt áfram, ein­hvern veg­inn heim­il­is­leg­ur, skrif­ar Þór­unn Hrefna Sig­ur­jóns­dótt­ir.
Samstarf VG og Sjálfstæðisflokks: Það sem er gott og slæmt við að „éta skít“
Greining

Sam­starf VG og Sjálf­stæð­is­flokks: Það sem er gott og slæmt við að „éta skít“

Bæði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra segja rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið hafa geng­ið vel en að bæði VG og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi þurft að gera nauð­syn­leg­ar „mála­miðl­an­ir“ í póli­tísku sam­starfi. Þau telja líka bæði að flokk­arn­ir hafi náð sínu fram í sam­starf­inu. Mun­ur­inn á flokk­un­um tveim­ur er hins veg­ar með­al ann­ars sá að VG hef­ur misst mik­ið fylgi í kosn­ing­um og stuðn­ing í skoð­ana­könn­un­um á með­an Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hef­ur ekki gert það.
Ennþá plast um allt á friðlýstu svæði í Krýsuvík
FréttirPlastið fundið

Enn­þá plast um allt á frið­lýstu svæði í Krýsu­vík

Enn má finna plast á frið­lýstu svæði í Krýsu­vík eft­ir að Terra los­aði þar plast­meng­aða moltu. Fyr­ir­tæk­ið sagð­ist hafa hreins­að allt svæð­ið. Plast­ið hef­ur nú veðr­ast og brotn­að í örplast sem er nán­ast ómögu­legt að hreinsa.
Vandasamt að leysa Init-klúður lífeyrissjóða
Fréttir

Vanda­samt að leysa Init-klúð­ur líf­eyr­is­sjóða

Yf­ir­töku tíu líf­eyr­is­sjóða á mik­il­vægu kerfi sem held­ur ut­an um líf­eyr­is­rétt­indi og fjár­fest­ing­ar er nú lok­ið. Marga mán­uði tók að losa sig frá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæki sem sjóð­irn­ir segja hafa brot­ið samn­inga, með um­fangs­mikl­um þjón­ustu­kaup­um af fyr­ir­tækj­um starfs­manna þess.
Unglingarússíbani ... dauðans!
GagnrýniDrengurinn með ljáinn

Ung­linga­rúss­íbani ... dauð­ans!

Dreng­ur­inn með ljá­inn er skemmti­leg ung­menna­bók um missi, bæld­ar til­finn­ing­ar og hvaða vand­kvæði geta fylgt því að fara í sleik ef þú ert með bráða­of­næmi fyr­ir eggj­um. Hún er skrif­uð af hlýju, al­úð og virð­ingu fyr­ir les­enda­hópn­um, skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir.