Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

„Ég lifði tvöföldu lífi þar sem ég þóttist vera harður gaur“

Ant­on­ía Arna lýs­ir létt­in­um við að koma út sem trans og þung­bærri bið eft­ir kyn­leið­rétt­andi að­gerð. Hún hef­ur beð­ið í hátt í á þriðja ár. Bið­in tær­ir upp trans fólk og get­ur vald­ið al­var­leg­um and­leg­um veik­ind­um. Dæmi eru um að trans fólk þurfi að leggj­ast inn á sjúkra­hús sök­um þung­lyndi vegna þess.

Langur biðtími eftir kynleiðréttandi aðgerðum veldur því að trans fólk er tilneytt til að setja líf sitt á ís meðan það bíður eftir að komast í aðgerð. Þetta segir Antonía Arna viðmælandi Eddu Falak í nýjasta þætti Eigin kvenna. Hún segir dæmi um að trans fólk finni sig fast á vinnustöðum til að tapa ekki veikindarétti og að það treysti sér ekki til að hefja nám vegna þess að það sé að bíða eftir aðgerð. Enn alvarlegri afleiðingar tengist þó hinum óleiðrétta kynama sem trans fólk sem ekki komist í aðgerð glími við. Slíkt ástand geti meðal annars valdið alvarlegu þunglyndi.

„Þetta er svo íþyngjandi fyrir sálarlífið, þessi bið. Ég komst á biðlistann í nóvember 2019 og þá fannst mér ég búin að að bíða mjög lengi. Það sem gerist svo er að Covid brestur á skömmu síðar og þá eru næstum allar þessar aðgerðir settar til hliðar. Það hefur haft mjög erfið áhrif, ég hef þurft að setja lífið mitt á stopp. Ég hætti námi þar sem ég vildi ekki vera í námi þegar ég færi í aðgerðina. Ég kláraði BS-gráðu í íþróttafræði en ég hafði ætlað mér að gera meira. Ég þori bara ekki að fara í það fyrr en ég er búin í aðgerðinni,“ segir Antonía Arna.

„Ég þarf að vera stanslaust í viðbragðsstöðu vegna þess að ég get átt von á að vera kölluð í hana með þriggja daga fyrirvara“

Antonía Arna kom opinberlega út sem trans kona árið 2016 og ákvað að fara í kynleiðréttingarferli haustið 2017. Hún þurfti því að bíða í tvö ár frá ákvörðun og þar til hún komst á biðlista eftir kynleiðréttandi aðgerð. Nú, rúmum tveimur og hálfu ári síðar, bíður hún enn og veit ekki hvenær hún á von á því að verða kölluð í aðgerð. „Ég þarf að vera stanslaust í viðbragðsstöðu vegna þess að ég get átt von á að vera kölluð í hana með þriggja daga fyrirvara,“ segir Antonía.

Kynami er hættulegur

Biðin eftir aðgerðinni hefur því tekið mikinn toll af Antoníu, rétt eins og af fjölda trans fólks sem er í sömu stöðu. „Þessar aðgerðir eru ekki skilgreindar sem lífsnauðsynlegar aðgerðir heldur er bara litið á þær sem hefðbundnar lýtaaðgerðir. Ég vil ekki gera lítið úr því að fyrir marga bæta lýtaaðgerðir lífsgæði þeirra en þær eru alla jafna ekki lífsnauðsynlegar. Kynami nær miklu dýpra en óánægja með einstök útlitseinkenni. Kynami veldur alvarlegu þunglyndi, hvað þá þegar fólk er fast í limbói svona lengi. Ég þekki tvær trans konur sem eru orðnar óstarfhæfar af þunglyndi af þessum sökum og veit um trans mann sem þurfti að leggjast inn á geðdeild af sömu sökum.“

Að mati Antoníu ætti biðtími eftir kynleiðréttandi aðferðum að vera eins stuttur og kostur er. „Ég er ekki að segja að það ætti að taka mig eða annað trans fólk fram yfir alla aðra í aðgerðum, en þetta er alltof langur tími í bið. Transteymið vill að þessar aðgerðir verði settar í meiri forgang og það þarf ekki mikið til, bara einn fastan skurðaðgerðardag í mánuði. Það myndi bjarga mjög miklu.“

Lifði leynilífi

Antonía kom út sem trans kona fyrir nánustu vinum sínum árið 2013 en þorði ekki að segja öllu heiminum frá þá strax. Hún segir líf sitt á þeim tíma hafa verið mjög erfitt, hún hafi þjáðst af miklu þunglyndi á þeim tíma. Um svipað leyti hafi hún byrjað að æfa bardagaíþróttir sem hafi hjálpað henni við að takast á við átröskunarsjúkdóminn lotugræðgi sem hún hafi þjáðst af um langt skeið. Hins vegar hafi ástundun bardagaíþróttanna líka haft það í för með sér að hún fór í raun aftur og meira inn í skápinn því hún hafi upplifað íþróttina sem svo nátengda karlmennsku og karlmennsku umhverfi. „Ég lifði tvöföldu lífi þar sem ég þóttist vera harður gaur í íþróttinni en utan þess lifði ég leynilífi þar sem ég fékk að njóta mín, klæddi mig í kjóla og málaði mig.“

Íþróttirnar höfðu þó einnig þau áhrif að Antonía fékk frekari áhuga á hreyfingu sem varð til þess að hún skráði sig í íþróttafræðinám við Háskóla Íslands. „Það var erfitt að vera í íþróttafræðinni hvað þetta varðar, maður er mikið í búningsklefum og þetta er allt mjög kynjaskipt. Ég var samt heppin, stelpurnar sem voru með mér, og reyndar allir bekkjarfélagarnir, voru frekar opnir fyrir þessu. Við vorum í skíðaferð í janúar 2017, um það leyti sem ég var að viðurkenna opinberlega að ég væri trans kona, og þá töluðu stelpurnar við mig og spurðu: Viltu ekki bara prófa að vera með okkur í herbergi? Það var í fyrsta skipti sem ég prófaði að vera í kynjuðu rými sem var bara ætlað fyrir konur. Mér leið mikið betur með það. Í kjölfarið prófaði ég að breyta nafninu mínu og valdi nafnið Antonía. Ég gekk þá undir því og kynnti mig þannig.“

„Þetta var svo mikill léttir, að fá bara að vera ég sjálf“

Antonía kom sem sagt opinberlega út úr skápnum í kringum áramótin 2016-2017. Hún æfði á þessum tíma bardagaíþróttir í Mjölni og segir að það hafi í raun verið þar sem feluleiknum lauk. Þjálfari hjá félaginu hafi áttað sig á því að hún væri trans kona. Hann kom til mín þegar það var komið að því að gefa gráðu og spurði: Viltu láta kalla þig Antoníu? Þá hrundi ég niður, brotnaði saman fyrir framan alla og grét. Þetta var svo mikill léttir, að fá bara að vera ég sjálf.“

Leið hörmulega á „röngu“ kynþroskaskeiði

Þegar svona var komið og engin hindrun lengur ákvað Antonía að fara í kynleiðréttingarferlið. Það ferli hóf hún haustið 2017. Þá var hún ríflega þrítug. Antonía lýsir því hversu flókið og erfitt lífið hafði verið henni fyrir þann tíma. „Ég man að mér leið svo illa þegar ég byrjaði á kynþroskaskeiði, þessum ranga kynþroska, sem ég vildi ekki fá. Ég vildi ekki fá skegg, ekki fá dýpri rödd. Ég vissi ekkert af hverju, mér leið bara hræðilega. Þetta varð til þess að ég sökk í djúpt þunglyndi. Ég varð mjög erfitt barn. Ég stundaði sjálfskaðahegðun og hafði sjálfsvígshugsanir sem börn eiga ekki að þurfa að díla við. Þetta hafði mikil áhrif á mitt líf og ég varð að leggjast inn á BUGL vegna þessa. Ég þorði aldrei að segja við neinn að ég vildi vera kona, þetta var bara eitthvað sem ég byrgði inni. Ég þorði ekki að viðurkenna það fyrr en ég var byrjuð í framhaldsskóla.“

Kynleiðréttingarferli er bæði strangt og erfitt, og tekur langan tíma eins og rakið er hér að framan. Til að hefja ferlið þarf að komast í samband við transteymi Landspítalans, nokkuð sem Antonía segir að hún hafi verið hrædd við að gera. Hún hafi verið svo hrædd við að fá neitun. „Maður þarf fyrst að fara í greiningarferli, og í raun sanna að maður sé nógu mikið trans fyrir teyminu. Þeir geta neitað fólki, læknateymið. Ég ætla ekki að tala illa um þau, þau eru bara að reyna sitt besta. Það er hins vegar spurning hvort þetta þurfi að vera svona ótrúlega erfitt. Ég á mjög erfitt með að ímynda mér að einhver sé að fíflast með þetta.“

„Trúir þú að eitthvað afl úr geimnum hafi komið þessum hugsunum inn í hausinn á þér?“

Antonía lýsir því að eitt af því sem greiningarferlið feli í sér sé að hitta sálfræðing og sá hafi verið staðsettur á Kleppi, sem henni hafi þótt bæði skrýtið og óþægilegt. Spurningarnar sem hún hafi þurft að svara þar hafi þá verið afskaplega undarlegar. „Eins og til dæmis: Trúir þú að eitthvað afl úr geimnum hafi komið þessum hugsunum inn í hausinn á þér; eða: Telur þú að þér hafi einhvern tíma verið rænt af geimverum?“

Það var ekki fyrr en í ágúst árið 2018 sem Antoníu var svo loks vísað til innkirtlalæknis. Hormónameðferð hóf hún síðan loks undir lok ársins 2018, um það bil ári eftir að greiningarferlið hófst. Antonía segir að henni hafi þótt ferlið allt óþægilegt. „Mér fannst það niðrandi í rauninni. Það er til að mynda engin trans manneskja í trans teyminu, það er allt cis fólk sem á að meta hvort ég sé trans manneskja, eða ákveðin staðalímynd trans manneskju. Að þurfa að fara og sanna að fólk sé ekki geðveikt, það er ansi mikið rugl.“

Líðanin gjörbreyttist til batnaðar

Antonía upplifði markverða breytingu á líðan sinni eftir að hún hóf hormónameðferðina, þó ekki alveg strax. „Fyrst leið mér mjög undarlega, ég var mjög tilfinningarík og það var mjög erfitt í fyrstu. Síðan gerðist eitthvað og mín andlega líðan rauk upp. Mér fór að líða svo ótrúlega vel, ég var bara alltaf brosandi. Þegar ég fékk síðan brjóstin þá leið mér ofurvel, þó það væri vont þá brosti ég hringinn. Einkunnirnar mínar skutust upp, ég hafði verið í vandræðum í skólanum en það gjörbreyttist. Sjálfsöryggið jókst og andlega líðanin stórbatnaði.“

Það er þó ýmislegt sem Antonía hefur þurft að glíma við áfram, rétt eins og flest trans fólk líklega. Ekki síst þurfti hún þó að vinna í sjálfri sér. „Það var ekki gert ráð fyrir fólki eins og mér í verklegum tímum í íþróttafræðinni þannig að ég þurfti alltaf að fara í karlaklefann en ég var komin með brjóst! Ég krossaði hendur yfir brjóstin og hljóp inn í horn, vonaði að enginn myndi sjá mig. Ég var svolítið hrædd, þetta var vandræðalegt. Ég átti mjög erfitt með að vera nakin. Ég gat ekki farið í kvennaklefann því ég var ekki búin að fara í stóru aðgerðina. Svona gekk þetta út skólagönguna en ég hafði þetta af.

Ég er hætt að nota karlaklefana en ég þori ekki ennþá að fara í sturtu í kvennaklefanum. Fyrsta skipti sem ég fór í kvennaklefa var þegar ég fór á æfingar hjá Þórshamri karatefélagi og vinkona mín, María Helga [Guðmundsdóttir, fyrrverandi formaður Samtakanna '78], bauð mér að prófa að fara í kvennaklefann. Þetta var lítill hópur, mjög opinn, þetta var eins og að fara með vinahóp. Seinna byrjaði ég að nota kvennaklefann í Mjölni, ég var aðeins smeykari við það af því félagið er svo stórt en það hefur ekki verið neitt vesen. Ég fer hins vegar ekki í sturtu, ekki ennþá. Fólk verður sjálft líka að vera tilbúið, þetta er mikil sjálfsvinna. 

Spurð hvort hún hefði kosið að hafa kost á því að fara í sér klefa í íþróttum svarar Antonía: „Já, í raun og veru. En í sjálfu sér er það ekki það sem skiptir máli heldur að samfélagið verði upplýstara í þessum efnum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
10
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
6
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár