Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða

Auð­ur Har­alds rit­höf­und­ur seg­ir að Guð sé al­gjör­lega að­gerð­ar­laus og þess vegna sé tit­ill bók­ar henn­ar sem var að koma út: Hvað er Drott­inn að drolla? Sag­an fjall­ar um reyk­víska skrif­stofu­konu í nú­tím­an­um sem fer í tíma­ferða­lag alla leið aft­ur til árs­ins 1346 og lend­ir inni í miðj­um svarta­dauða.

Maður hefur háttað með ýmsu um dagana en þetta er í fyrsta sinn sem ég tek rottur með í rúmið. Og þó. Eða þannig. Ferfættar rottur skulum við hafa það.
 
Svona er Guðbjörg, skrifstofukona í Reykjavík nútímans að hugsa þegar hún leggst upp í rúm með bók um svartadauða. Hún les um jarðhræringar í Kína, rottuflótta og landnám þeirra í Evrópu. Um flærnar á rottunum sem bera með sér sýkilinn Yersinia Pestis. Yersinia - það hljómar eins og einhver sem er með móðursystur manns í saumaklúbbi, hugsar Guðbjörg og heldur áfram að lesa um svartadauða sem fáum eirði eftir að hann steig á land í Evrópu 1346.  Guðbjörg er aðalpersóna bókar Auðar Haralds, Hvað er Drottinn að drolla? sem kom út fyrir nokkrum dögum, en söguna skrifaði Auður fyrir hartnær aldarfjórðungi. Sagan byrjar á því að Guðbjörg fer óviljandi í tímaferðalag og lendir árið 1346 í Englandi. Hún …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár