Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

„Ég þurfti bara að klára mig“

Helga Lilja Ósk­ars­dótt­ir flúði í neyslu til að deyfa van­líð­an sína en einnig til að finna fé­lags­skap fólks sem var utangátta eins og hún. Það var ekki fyrr en hún átt­aði sig á því hversu al­gjör­lega neysl­an tók af henni stjórn­ina að hún varð hrædd og fann hjá sér eig­in vilja til að verða edrú. Áð­ur hafði hún hins veg­ar misst stjórn­ina al­gjör­lega og far­ið á bólakaf.

„Síðan þegar ég dett í það, í síðasta skiptið, þá gjörsamlega missti ég stjórnina aftur.“ Þetta segir Helga Lilja Óskarsdóttir um bardaga sinn við neysluna sem hún flúði í til að deyfa vanlíðan sína en einnig til að finna félagsskap. Eftir að hafa orðið edrú þegar hún gekk með barnið sitt missti hún fótanna aftur og sökk djúpt.

Helga ólst upp við erfiðar aðstæður í æsku. Foreldrar hennar skildu þegar hún var fimm ára gömul en faðir hennar glímdi við alkahólisma og þunglyndi meðal annars. Á pabbahelgum varð Helga því vör við alkahólismann. Til að byrja með bjó faðir hennar hjá foreldrum sínum eftir skilnaðinn og segir Helga að þá hafi hlutirnir alla jafna verið í lagi. Eftir að faðir hennar kynntist konu og hóf að búa með henni hafi hins vegar sigið á ógæfuhliðina. Sú kona hafi líka glímt við fíkn eins og faðir Helgu og töluvert mikil neysla hafi því verið inni á heimilinu. „Þetta var samt ekki hið týpíska dópistalíferni, þau voru rosalega góð en veik.“

Þrátt fyrir veikindi föður hennar voru þau feðgin náin segir Helga. „Það er alveg gaman stundum að vera í kringum fullt fólk þegar maður er krakki. Það var oft alveg næs en oft líka slæmir tímar.“

„Þetta var samt ekki hið týpíska dópistalíferni, þau voru rosalega góð en veik“

Móðir Helgu kom út úr skápnum þegar hún var átta ára. „Í dag er fullkomlega eðlilegt að vera samkynhneigður en fyrir þessum 22 árum þá var það öðruvísi. Mamma sagði mér að einhver vinkona hennar ætli að búa með okkur núna og þær ætli að vera par. Ég hafði komið inn að biðja um epli og sagði bara: Okei, en má ég fá epli. Mér var alveg sama.“

Helga lýsir því að þegar fór að spyrjast út að móðir hennar væri farin að búa með konu og spurningarnar þar að lútandi hafi byrjað, hafi hún áttað sig á því að þetta væri öðruvísi en alla jafna. „Krakkarnir í skólanum voru alltaf að spyrja mig hvort mamma mín væri lessa og hvort pabbi minn væri þá hommi líka,“ segir Helga og bætir við að á þessum tíma hafi þetta þótt mjög skrítið.

Vandamálinu frestað

Lífið var því flókið og erfitt fyrir Helgu sem barn. Hún skipti um skóla og passaði ekki vel inn í hópinn þar. „Ég tók bara upp þessa grímu, ég ætla að vera töffari af því að ég ætla ekki að leyfa neinum að sjá hvað ég er brotin.“ Vanlíðan hennar varð til þess að hegðun hennar og frammistaða í skóla varð sífellt verri, sem endaði með því að henni var komið í fóstur utan heimilis, og utan borgarinnar, í Borgarfirði. Sú ákvörðun var tekin í samráði við barnaverndarnefnd, ástandið hafi verið orðið þannig. „Ég var bara hætt að mæta í skólann og ef ég mætti í skólann var ég bara rífandi kjaft. Það var verið að grípa inn í til að aðstæðurnar yrðu ekki verra. Það hjálpaði fullt en aðstæðurnar urðu verri seinna meir, þannig að það var bara verið að fresta vandamálinu.“

Helga segir að það besta sem fyrir hana hafi komið hafi verið að vera send í fóstur, árin þar hafi verið frábær og henni liðið vel. Enn hafi þó komið til árekstra í skóla enda andinn í sveitaskólanum á Kleppjárnsreykjum verið annar en hún átti að venjast og hún ekki passað inn enda hafi hún ekki haft áhuga á „samkvæmisdansi eða hestum“ eins og hún orðar það.

Fráfall föður olía á eld

En þó henni hafi liðið betur í Borgarfirðinum segir Helga að vanlíðan hennar hafi verið svo djúpstæð að hún hafi verið tilbúin að leita hvaða leiða sem var til að láta sér líða betur. Hún hafi fyrst drukkið áfengi í kringum tólf ára aldur og síðan prófað að neyta kannabisefna um þrettán, fjórtán ára aldurinn. Í lok 10. bekkjar, eftir að hún kom heim til Reykjavíkur úr fóstri í Borgarfirðinum, hafi hún farið að reykja kannabis daglega. 

Helga lýsir því að með því að með þessu hafi hún bælt niður tilfinningar. „Hjá mér var eðlilegt að hugsa: Ef þetta getur gert þetta fyrir mig, hvað getur þá næsti hlutur gert fyrir mig. Maður er bara alltaf að leitast eftir því að líða betur og betur.“

„Þá tekur bara við einhver brútal neysla þar sem er ekki klukkutíma stopp“

Faðir Helgu féll frá þegar hún var sextán ára. Þrátt fyrir hans bresti segir hún að þau feðgin hafi verið náin og andlát hans hafi verið henni áfall. „Þá varð mér bara alveg sama um allt og þá tekur bara við einhver brútal neysla þar sem er ekki klukkutíma stopp. Það var bara stopp þegar maður varð að sofa. Ég held að það lengsta sem ég hafi verið vakandi hafi verið allt upp í tíu daga sko. Það er erfitt en þegar þú ert kominn á þriðja dag geturðu sigrað heiminn. Þú ert beyglaður og ruglaður en þú hefur ekki vitneskjuna um að þú sért beyglaður og ruglaður.“

Helga fiktaði við ýmis efni en man það óglöggt. „Ég man hins vegar eftir því þegar ég notaði e-pillu fyrst, þá byrjaði boltinn að rúlla.“ Neyslan var bæði til að deyfa tilfinningar en líka leit að félagsskap. Félagsskap annarra sem ekki pössuðu inn, rétt eins og Helga upplifði með sjálfa sig.

Varð edrú barnshafandi

Helga var í neyslu um nokkra hríð, allt þar til hún varð ólétt af sínu fyrsta barni, þá sautján ára gömul. Þegar hún uppgötvaði að hún væri með barni fór hún í meðferð og var edrú á meðan að á meðgöngunni stóð og í nokkra stund eftir að barnið kom í heiminn. Einhverjum mánuðum eftir að Helga átti barnið sitt fór hún að fara á djammið um helgar og þá voru jafnvel allar helgarnar undir. Hún bjó heima hjá móður sinni sem sinnti barninu. Nokkru síðar fór hún inn í AA-samtökin og var þá edrú í um tíu mánuði.

„Síðan þegar ég dett í það, í síðasta skiptið, þá gjörsamlega missti ég stjórnina aftur. Það var samt bara svona tveir mánuðir,“ segir Helga. Hún áttaði sig strax á því að hún væri að fara mjög djúpt í neyslu. „Ég dett algjörlega inn í þetta, það er enginn millivegur. Eftir fyrsta kvöldið hringi ég í mömmu mína og segi: Ég er dottin í það, ég þarf einhvern veginn að koma mér inn í meðferð og þú verður að vera með barnið á meðan því ég ætla ekki að vera í kringum hann í þessu ástandi.“

Helga komst aftur inn í meðferð um tveimur mánuðum síðar. Fram að því var hún í neyslu og segist hafa ákveðið með sjálfri sér að fara á fullt í neysluna, að eiga ekkert eftir. „Ég þurfti bara að klára mig, og það tókst alveg.“ Á þessu tímabili tók hún meðal annars efni í æð.

Spurð hvað hafi verið erfiðast í þessu ferli öllu svarar Helga að það hafi verið að koma út úr neyslunni. Allur hennar vinskapur hafi verið bundinn við neyslufélaga og þegar hún til að mynda varð ólétt og hætti að nota þurfti hún að segja skilið við þá alla og stóð vinalaus eftir.

Eftir að hafa komist í meðferð á þessum tíma, árið 2012, hefur Helga haldið sig á beinu brautinni. Hún segir að ástæðan fyrir því að hún hafi komist úr neyslu hafa verið að þá hafi hana virkilega langað það sjálfa, að verða edrú. „Ástæðan var sú að það hræddi mig hvað þetta tekur stjórnina algjörlega.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu