Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Náðu hreinum meirihluta með minnihluta atkvæða

Fjór­ir list­ar fengu und­ir helm­ing at­kvæða í síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um en náðu engu að síð­ur hrein­um meiri­hluta full­trúa. Reikni­regl­an sem not­uð er við út­hlut­un sæta hygl­ir stór­um flokk­um á kostn­að minni. Flokk­ar sem í sögu­legu sam­hengi hafa ver­ið stór­ir, eins og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, hafa lagst gegn því að önn­ur regla sem skila myndi lýð­ræð­is­legri nið­ur­stöðu verði tek­in upp.

Náðu hreinum meirihluta með minnihluta atkvæða
Kerfið gagnast Sjálfstæðsflokknum D'Hondt reiknireglan hefur gagnast Sjálfstæðisflokknum, flokki Bjarna Benediktssonar sem hér sést greiða atkvæði, vel enda hefur flokkurinn lagst gegn því að önnur regla verði tekin upp. Mynd: Pressphotos

Minnihluti atkvæða kjósenda skilaði fjórum framboðum hreinum meirihluta fulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí síðastliðinn. Sú reikniregla sem stuðst er við til að ákveða fjölda fulltrúa, d‘Hondt reglan, hyglir stærri framboðum á kostnað þeirra sem minni eru. Til er reikniregla sem jafnar þann mun, sem meðal annars er beitt í Skandinavíu. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor bendir á að á 64 ára tímabili, frá 1930 til 1994, hafi Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík í fimmgang fengið hreinan meirihluta í Reykjavík með minnihluta atkvæða í krafti d‘Hondt reglunnar þegar önnur reikniregla hefði ekki skilað sömu niðurstöðu.

Sé rýnt í úrslit kosninganna um miðjan mánuðinn má sjá að beiting d‘Hondt reiknireglunnar hefur þar haft veruleg áhrif. Sem fyrr segir náðu framboð hreinum meirihluta í fjórum sveitarfélögum út á minnihluta atkvæða. Í Árborg hlaut Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirhluta en hlaut 46,4 prósent atkvæða. Flokkurinn fékk sex sveitarstjórnarfulltrúa kjörna en atkvæðafjöldi hans hefði í raun aðeins átt að duga …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Matthildur Jóhannsdóttir skrifaði
    Ef ekki er notuð þessi regla í Danmörku þá erfðum við hana ekki frá dönum .
    Hvaða kosinn leiðtogi ákvað að breyta? Og hvaða ár?
    Var það kannski embættismaður sem smeigði því inn?
    Ef að ekki hefur verið kosið um reiknireglur af almenningi er hún framkvæmd án lagaheimildar
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár