Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

„Nakið fólk út um allt og það er verið að góla og öskra“

Sú starf­semi sem rek­in er af and­leg­um söfn­uði sem kall­ar sig Sól­setr­ið, und­ir Esjurót­um, er barna­vernd­ar­mál seg­ir Tanya Pollock í nýj­um þætti af Eig­in kon­ur. Hún seg­ir að mik­ið marka­leysi sé í við­burð­um safn­að­ar­ins og fólk sé sett und­ir mik­inn þrýst­ing til að taka þátt í at­höfn­um sem það síð­an upp­lif­ir sem brot gegn sér. Sjálf hef­ur hún upp­lif­að það sem hún tel­ur hót­an­ir frá fólki sem teng­ist söfn­uð­in­um eft­ir að hafa vak­ið at­hygli á því sem hún tel­ur óeðli­legt og jafn­vel hættu­legt í starf­semi safn­að­ar­ins, sem hún lík­ir við költ.

„Nakið fólk út um allt og það er verið að góla og öskra“
Öfgafull og hættuleg starfsemi Starfsemin sem haldið er úti af Sólsetrinu er hættuleg fólki sem þangað leitar, að mati Tönyu.

Tanya Pollock heilari upplifði hótanir frá fólki sem tengist svokölluðu Sólsetri, þar sem hópur fólks rekur það sem þau kalla andlegt samfélag undir Esjurótum. Þær hótanir bárust henni eftir að Tanya vakti athygli á viðburði sem halda átti á staðnum, Skrauthólum, í apríl síðastliðnum. Var Tanya sökuð um að vera í einhvers konar herferð gegn hópnum sem um ræðir. „Orð þín og gjörðir munu hafa afleiðingar,“ var meðal skilaboða sem Tanya fékk send frá fólki sem tengist Sólseturshópnum. Þá lýsti forsvarskona hópsins því að sögn Tanyu að hún hyggðist mæta heim til hennar. Óljóst var í hvaða erindagjörðum það átti að vera.

Tanya er gestur Eddu Falak í þætti hennar, Eigin konur. Tanya hefur upp á síðkastið verið framarlega í hópi þeirra sem hafa opnað á umræðu í um ofbeldi sem hún segir beitt í því sem má nefna andlega heiminum á Íslandi, það er að segja þeim heimi þar sem óhefðbundnar heilunaraðferðir og sjálfshjálp er stunduð, í sumum tilvikum með hjálp örvandi eða skynbreytandi efna. Hún er mjög gagnrýnin á það sem viðgengst í þessum efnum og segir marga, jafnvel meirihluta, þeirra sem leiði slíkar meðferðir hvergi nærri hafa til þess þekkingu, tök eða getu. Þannig beri starfsemi Sólsetursins ýmis einkenni költs, miðað við það sem hún þekki þar til. „Ég er byrjuð að heyra orðið költ oftar og oftar,“ segir Tanya og vísar til lýsinga fólks sem hún hefur rætt við og sumt hvert hefur sótt sér heilun eða aðstoða hjá henni eftir erfiða reynslu af hinum andlega söfnuði undir Esjurótum.

Börn velkomin á erótískan viðburð

Viðburðurinn sem varð til þess að starfsemi hópsins komst í kastljós fjölmiðla og almennings fór fram 23. apríl. Það sem vakti athygli, og almenna hneykslan fólks, var að í auglýsingu á Facebook fyrir viðburðinn var tilgreint að foreldrar gætu tekið börn sín með, þar sem allir myndu koma fram sem eitt samfélag og „deila tungumáli ástarinnar á alla mögulega vegu, ekki bara rómantíska ást. Með hugleiðslu dansi í bland við kakóathöfn og hið heilaga meðal, munum við tengjast á ný við undirmeðvitund okkar og uppgötva leynd mynstur tengsla.“

„Ég er byrjuð að heyra orðið költ oftar og oftar“

Þótti fólki ljóst að þarna væri verið að tala um neyslu á ofskynjunarsveppum. Þá var tilgreint að fara ætti í gegnum hin mörgu svið ástarinnar, þar á meðal Eros, sem stæði fyrir kynferðislegri, ástríðufullri ást. Þá var dregið fram að önnur kvennanna sem að viðburðinum stóð, hin litháíska Teja Doro, hefði verið gagnrýnd fyrir skrif sín um barnagirnd tónlistarmannsins Michaels Jackson, þar sem hún bar brigður á að barnagirnd væri forkastanleg.

Tanya segir að henni hafi verið verulega brugðið þegar hún sá auglýsinguna fyrir umræddan viðburð, um erótík og nánd og það tilgreint sérstaklega að börn væru þar velkomin. „Þegar ég sé þetta fyrst var ég bara í sjokki sjálf. Er þetta svona rosalega kræft, og er þetta allt í einu talið bara eðlilegt hjá þeim?“

Tanya hóf því að deila þessum upplýsingum og varaði við því sem hún taldi að gengi þarna á í færslum á Facebook. Viðburðurinn og starfsemi Sólseturs varð við það að umfjöllunarefni fjölmiðla og hófst þá áreiti frá fólki sem kallaði sig hluta af fjölskyldunni á Sólsetri, að sögn Tönyu. Var hún sögð, með gagnrýni sinni, vera á móti frelsi fólks og sömuleiðis sögð í einhvers konar herferð gegn söfnuðinum. „Orð þín og gjörðir munu hafa afleiðingar,“ var efni einna skilaboðanna sem Tönyu bárust.

Öfgafullir viðburðir

Tanya hafði áður verið í tengslum við söfnuðinn á Skrauthólum, en hefur að fullu dregið sig út úr þeim tengslum. Tanya segir sað hún hafi verið í sjálfsvinnu þegar hún leitaði til söfnuðarins. „Fyrsta sem mætir manni er bara opið faðmlag, mikil ást og öll réttu orðin notuð,“ segir hún og í því ljósi hafi hún treyst forstöðukonunni, Lindu Mjöll Stefánsdóttur.  „En svo þegar maður fer að tala um mörk, eða eitthvað sem er ekki í lagi, þá breytist tónninn.“

„Áður en ég veit af að þá er einhver maður nakinn þarna“

Tanya hefur því góða innsýn í það sem er þar í gangi. Spurð hvað það sé segir hún að það sé ýmis konar andlega vinna. „Það er verið að fara í alls konar skuggavinnur og ýta á fólk að opna sig.“ Tanya segir einnig að sumir viðburðir á vegum Sólseturs séu öfgafyllri en búast megi við. „Ég fór þangað til þess að búa til handgerða trommu en allt í einu var sett á rave techno tónlist, allir áttu að fara að dansa og áður en ég veit af að þá er einhver maður nakinn þarna“ segir Tanya og bætir við: „Ég er ekki tepra en ég vil samt fá að vita út í hvað ég er að fara.“

Tanya gagnrýnir vinnubrögð söfnuðarins og þeirra sem halda námskeið sem þessi. Þá eru kakóathafnir algengar, en um er að ræða hreint kakó sem á að hafa örvandi áhrif. „Þar er verið að blanda sveppum við kakóið og verið að fara með þetta á óábyrgan hátt,“ segir Tanya í viðtalinu við Eddu. Algengt sé að þeir sem taki þátt í viðburðunum viti ekki fyllilega hvað það sé að fara út í.

Starfsemin barnaverndarmál að mati Tönyu

Sjálf hélt Tanya athafnir á Sólsetrinu. Sú síðasta, áður en hún skar á tengslin, var kakóathöfn. „Þetta var seint um kvöld og ég bjóst ekki við að það yrði barn þarna. Ég býð ekki börnum í það sem ég er að gera. Mér brá við að sjá börn á staðnum. Mér fannst klukkan vera margt, það var vitað mál að ég var að fara í anda vinnu og þetta er ekki fyrir börn.“ Barnið var að sögn Tanyu 8 til 9 ára. Barnið hafi sjálft drukkið kakó á þessari athöfn og það telur Tanya ekki í lagi, því meira sem hún kynni sér kakódrykkju því meiri efasemdir hafi hún um það.

Þá segir Tanya að barn á unglingsaldri búi á staðnum. Það að svo sé, og að börn séu tekin með á viðburði, séu jafnvel þátttakendur eða gangi sjálfala á svæðinu um kvöld og nætur meðan að foreldrar þeirra taki jafnvel örvandi efni eða hagi sér með einhverjum þeim hætti sem ekki sé börnum bjóðandi ætti að vera barnaverndarmál að mati Tönyu. Það sem fram fari á Skrauthólum sé ekkert fyrir börn, „nakið fólk út um allt og það er verið að góla og öskra.“

Töluverð tenging er, að sögn Tönyu, við kynlíf í starfsemi Sólsetursins. Þannig segir hún að maður hafi flutt á Sólsetur rétt fyrir Covid. „Hann telur sig svo mikinn kynlífsheilara og gúru, og þá fara að koma fleiri og fleiri kynlífsathafnir inn í þetta. Þetta fer að vera menningin, fer að vera andinn í kringum þetta setur, þessa fjölskyldu innan gæsalappa.“

Vill styðja við þolendur

Starfsemin einkennist að sögn Tönyu af markaleysi og ófagmennsku. Í andlega heiminn, og meðal annars á Skrauthóla, sæki fólk, sem vilji vinna úr sínum tilfinningum og sé kannski markalaust fyrir, sökum þess sem gengið hefur á í lífi þess. Þetta sama fólk upplifi mikinn þrýsting um að taka þátt í öllu, opna sig um sárar lífsreynslur, taka þátt í kynferðislegum athöfnum og láta snerta sig með óviðeigandi hætti, til að mynda. Í raun sé um ofbeldi að ræða og fólk sé þolendur þess ofbeldis en upplifi mikla skömm fyrir að hafa látið undan þrýstingnum. „Maður er kannski búin að borga sig inná viðburð sem fór algjörlega úr böndunum og þá líður manni eins og maður hafi boðið uppá þetta.“

Tönyu þykir það vera á hennar ábyrgð að vekja athygli á því hvernig er í pottinn búið í þessum efnum og að styðja við þolendur.„Ég og móðir mín, hluti af fjölskyldunni, erum búnar að vera að taka til eftir það sem er að gerast þarna undir Esjurótum eftir Covid-tímann. Þetta fór að vera mjög slæmt í Covid. Það fór að aukast svo mikið og þá fór fólk að hafa samband. Þetta er miklu stærra en lítill hópur sem er að lifa frjálsu lífi sem vill vera í friði,“ segir hún. „Það er mikil ábyrgð sem felst í svona vinnu og þegar þú ert farin að rukka fé, angra nágranna þína, blanda börnum og fólki saman þegar það á ekki við. Ef maður er ekki að taka tillit til einstaklingsins og þeirra gilda sem við viljum hafa í samfélaginu þá finnst mér þessi saga um hóp sem vill bara lifa frjálsu lífi bara hluti af gaslýsingunni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kolbrún Karldsdóttir skrifaði
    Ég kannast ágætlega við þennan stað, þessar lýsingar bæði á staðarhaldara og öðru er eitthvað sem ég kannast ekki við! Við sjáum heiminn ekki eins og heimurinn er heldur eins og við erum sjálf, ég horfi á manneskju vera að lýsa upplifun og aðstæðum sem litast af innræti og hugmyndafræði viðkomandi. Sumt sem fer fram þarna kallar ekki á mig, þá kýs ég að taka ekki þátt. Sumt er ýkt öðru sleppt.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
2
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
4
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
5
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
6
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár