Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Oddvitar mætast í beinni útsendingu

Borg­ar­stjóra­efni flokk­anna sem bjóða fram í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um um helg­ina mæt­ast í kapp­ræð­um sem streymt verð­ur á vef Stund­ar­inn­ar í dag. Loka­sprett­ur kosn­inga­bar­átt­unn­ar er geng­inn í garð og verða odd­vit­arn­ir krafð­ir svara um hvernig þeir ætla að koma sín­um stefnu­mál­um til fram­kvæmda.

Oddvitar mætast í beinni útsendingu

Borgarstjóraefni stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík um komandi helgi mætast í kappræðum Stundarinnar sem fram miðvikudaginn 11. maí. Útsendingin hefst klukkan 14.00 en það eru blaðamennirnir Aðalsteinn Kjartansson og Margrét Marteinsdóttir stýra umræðunum. Nægur tími verður til að fara yfir helstu kosninganamálin því umræðurnar munu standa í 90-120 mínútur og verður kappræðunum streymt beint á vef Stundarinnar. 

Eftir kappræðurnar verður upptaka aðgengileg á vefnum auk þess sem blaðamenn Stundarinnar munu vinna fréttir upp úr kappræðunum með því markverðasta sem þar kemur fram. 

Stýra umræðumBlaðamennirnir Margrét Marteinsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson stýra umræðunum.

Lesendum Stundarinnar býðst að senda inn spurningar bæði áður en útsending hefst og á meðan kappræðunum stendur. Ritstjórn Stundarinnar velur úr spurningum sem berast og koma þeim til spyrla sem geta í kjölfarið gengið á eftir svörum frá oddvitunum. Hægt er að senda inn spurningar í gegnum netfangið kosningar@stundin.is. Flokkarnir verða spurðir út í helstu stefnumál sín og hvernig þau ætla að koma þeim til framkvæmdar. Ritstjórn Stundarinnar hefur undanfarnar vikur unnið að ítarlegum greiningum á stöðu helstu mála borgarinnar, svo sem fasteigna- og leigumarkaðnum og daggæslu- og leikskólamálum. 

Níu framboðum var boðið að taka þátt en það eru öll framboð sem mældust með meira en eitt prósent fylgi í einhverri skoðanakönnun sem birt hefur verið frá því að framboðsfrestur rann út. Þeir fulltrúar sem staðfest hafa komu sína í kappræðurnar eru: Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, Einar Þorsteinsson, Framsóknarflokki, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Viðreisn, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokki, Ómar Már Jónsson, Miðflokki, og Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins. 

Kappræðurnar eru hápunktur kosningaumfjöllunar Stundarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar en þar að auki Stundin hefur undanfarna daga gefið almenningi færi á að taka kosningapróf á vefnum þar sem tækifæri gefst til að bera sig saman við einstaka frambjóðendur og flokka. Allir oddvitarnir hafa svarað prófinu og munu spyrlar í kappræðunum fara yfir hvaða flokkar eiga málefnalega samleið og hverjir ekki. Þá liggur líka fyrir upplýsingar um hvað þeir kjósendur sem tekið hafa prófið telja að séu mikilvægustu málin fyrir komandi kosningar og hvernig afstaða kjósenda er til þeirra mála sem helst virðast áberandi í komandi kosningum. 

Kannanir sína talsverðar breytingar á fylgi flokka frá því í síðustu kosningum þó að flestar bendi til að meirihlutasamstarf Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar haldi meirihluta sínum. Allir flokkarnir í samstarfinu hafa lýst því yfir að það sé þeirra fyrsta val að halda samstarfinu áfram. Framsóknarflokkurinn, sem ekki fékk fulltrúa kjörinn í síðustu kosningum, mælist í stórsókn og með þrjá menn kjörna en flokkurinn hefur boðað tíma breytinga í borginni, komist hann til valda. Sjálfstæðisflokkurinn, sem fékk mest fylgi allra flokka í síðustu kosningum, mælist í sögulegri lægð og gefa kannanir til kynna sögulegt hrun flokksins í borginni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2022

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
7
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár