Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Formaður VR lagðist gegn ályktun sem fordæmdi Eflingar-uppsagnir

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, lagð­ist gegn því að trún­að­ar­ráð fé­lags­ins sendi frá sér álykt­un, þar sem hópupp­sagn­ir Efl­ing­ar voru for­dæmd­ar. Fyrr­ver­andi formað­ur VR seg­ist hissa á því að formað­ur VR geti op­in­ber­lega stutt for­manns­fram­bjóð­anda í Efl­ingu, en ekki gagn­rýnt það þeg­ar hún segi upp fé­lags­mönn­um hans.

Formaður VR lagðist gegn ályktun sem fordæmdi Eflingar-uppsagnir
Svarar ekki Ragnar Þór fæst ekki til að svara því hvort hann fordæmi sjálfur ákvörðun Sólveigar Önnu og hennar fólks um að grípa til hópuppsagna gegn félagsmönnum í VR. Mynd: Heiða Helgadóttir

Formaður VR lagðist gegn því að trúnaðarráð VR samþykkti ályktun, þar sem nýkjörinn stjórn Eflingar var fordæmd fyrir þá ákvörðun að segja upp öllu starfsfólki á skrifstofu félagsins, á fundi síðastliðin miðvikudag. Tilllaga hans um að ályktuninni yrði vísað frá var samþykkt á fundinum. Formaðurinn telur að ályktun stjórnar VR, sem felur ekki í sér beina gagnrýni á stjórn eða formann Eflingar; þar sem „þungum áhyggjum“ var lýst af hópuppsögninni og „harmað“ að gripið hafi verið til þeirra.

„Formanninum virtist hins vegar mjög í mun að þetta fengist ekki rætt, lagði til og fékk ályktuninni vísað frá.“
Kristinn Örn Jóhannesson
fyrrverandi formaður VR og fulltrúi í trúnaðarráði

Í trúnaðarráði VR eiga sæti um 90 manns og á fundi þess síðastliðinn miðvikudag lagði hópur fólks fyrir fundinn ályktun þar sem framganga meirihluta stjórnar Eflingar, undir forystu Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns, er fordæmd og sögð eiga sér fá fordæmi í vestrænum lýðræðisríkjum, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (12)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Vel gert Ragnar!
    1
  • SH
    Sveinbjörn Halldórsson skrifaði
    Nú vantar bara að einhver í maí göngunni haldi á borða þar sem á stendur: "Fylgjandi hópuppsögnum (við vissar aðstæður)."
    0
  • Þór Saari skrifaði
    Þetta andóf gegn Sólveigu Önnu og Eflingu er greinilega pródúserað, líklega af Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins sem líklega hefur borið fé á þetta fólk. Það væri svo sem ekkert nýtt. Óhlýðin verkalýðsfélög hafa alltaf verið þyrnir í augum pólitískrar yfirstéttar og það er skrítið hvað fjölmiðlar spila með.
    6
    • Bjorn Hilmarsson skrifaði
      Bull og vitleysa, þetta er Pútin að kenna.
      -3
    • skrifaði
      Á hverju ertu? Ef sjallar tóku þátt í þessu máli þá var það svo sannanlega ekki til að gagnrýna getu fyrirtækja á Íslandi að ráðast í hópuppsögn til að lækka laun og kjör starfsfólks.
      1
  • Siggi Rey skrifaði
    Jæá það er auðséð hvar Stundin er í baráttu verkalýðshreyfingarinnar. Stundinni ekki til uppdráttar nema síður sé.
    -1
  • Kristín Magnúsdóttir skrifaði
    3/4 stjórnar sammála Ragnari.
    3
    • Kristinn Örn Jóhannesson skrifaði
      3/4 Fundarmanna á trúnaðarráðsfundi og ekkert um það að segja.
      Ég hinsvegar trúi því að þessi könnun sé ágætis speglun á viðhorfum hins almenna félagsmanns í VR. Gjá milli forystu og félagsmanna?
      https://www.ruv.is/frett/2022/04/30/mikill-meirihluti-telur-hopuppsognina-orettlaetanlega
      2
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Það er auðséð með hverjum aðstandendur Stundarinnar halda í málefnum verkalýðshreyfingarinnar. En það kemur ekki á óvart úr þeirri borgaralegu krataeðlisátt.
    0
    • Garðar Garðarsson skrifaði
      Er eitthvað rangt í fréttinni?
      3
    • Laufey Jóhannesdóttir skrifaði
      má ekki segja frá?
      1
    • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
      Það þarf enginn að fara í grafgötur með að þessari grein H. Seljans er ætlað að rýra trúverðugleik Ragnars Ingólfssona og þá Sólveigar Önnu í leiðinni. Um sannleiksgildi einstakra atriða í greininni ætla ég mér ekki að dæma, en vona greinarhöfundur geir sér grein fyrir hvað hann vara að gera þegar hann setti þessa afurð sína saman. En allt um það, þá hefur ekki farið fram hjá mér sá ískaldi andi sem lagt hefir frá Stundinni í garð Sólveigar Önnu og þeirra sem gengið hafa fram fyrir skjöldu í að vekja verkalýðshreyfinguna til dáða og freista þess að gera hana aftur að því sen hún var stofnuð til. Þessi vesældarlega afstaða Stundarinnar til róttækra baráttuafla í verkalýðshreyfingunni kemur mér svo sem ekki á óvart því ég tel mig vita úr hverju hún er gerð.
      -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Baráttan um Eflingu

Trúnaðarmenn Eflingar:  Sólveig Anna fer með fleipur um að samkomulag hafi náðst
FréttirBaráttan um Eflingu

Trún­að­ar­menn Efl­ing­ar: Sól­veig Anna fer með fleip­ur um að sam­komu­lag hafi náðst

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, fund­aði ekki sjálf með trún­að­ar­mönn­um starfs­manna á skrif­stofu Efl­ing­ar held­ur fól lög­manni stjórn­ar stétt­ar­fé­lags­ins að gera það. Trún­að­ar­menn mót­mæla því að um sam­ráð við þá hafi ver­ið að ræða við fram­kvæmd hópupp­sagn­ar starfs­manna Efl­ing­ar.
Hvað gerðist á skrifstofu Eflingar?
FréttirBaráttan um Eflingu

Hvað gerð­ist á skrif­stofu Efl­ing­ar?

Starfs­menn á skrif­stofu Efl­ing­ar lýsa van­líð­an og kvíða yf­ir mögu­leik­an­um á að Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir verði aft­ur kjör­in formað­ur. Starfs­ánægjuk­ann­an­ir á skrif­stof­unni sýna hins veg­ar al­menna ánægju starfs­fólk allt síð­asta ár. Starfs­manna­fund­ur í októ­ber varð hins veg­ar til þess að 90 pró­sent starfs­manna fann fyr­ir van­líð­an. Stund­in rek­ur sög­una um átök­in inn­an Efl­ing­ar, sem virð­ast að­eins að litlu leyti hverf­ast um for­mann­inn fyrr­ver­andi.
Sólveig Anna er komin og krefst virðingar
ViðtalBaráttan um Eflingu

Sól­veig Anna er kom­in og krefst virð­ing­ar

„Ég fór inn með þá hug­mynd – sem eft­ir á að hyggja var mjög barna­leg – að ég gæti ver­ið bara næs og kammó og vin­gjarn­leg, til í að ræða mál­in og spjalla,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir sem reyn­ir nú að vinna aft­ur for­manns­stól­inn í Efl­ingu, stærsta stétt­ar­fé­lagi verka- og lág­launa­fólks á Ís­landi um inn­komu sína í verka­lýðs­bar­áttu. Fari svo að hún vinni ætl­ar hún sér að fá þá virð­ingu sem hún tel­ur embætt­ið eiga skil­ið.

Mest lesið

„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
7
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
6
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár