Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Geta ekki krafist mútugróða Samherja fari Namibíumál fyrir dóm

Ís­lensk stjórn­völd hafa í ald­ar­fjórð­ung huns­að ít­rek­uð til­mæli um að taka á er­lend­um mútu­brot­um í sam­ræmi við lof­orð. Taf­irn­ar valda því að ekki er hægt að leggja hald á ávinn­ing mútu­brota.

Geta ekki krafist mútugróða Samherja fari Namibíumál fyrir dóm
Undir grun Bæði Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra í Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, eru grunaðir um mútubrot. Esau fyrir að þiggja þær og Þorsteinn fyrir að greiða þær.

„Efni frumvarpsins er að mestu lagatæknilegs eðlis,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er hann mælti fyrir frumvarpi um breytingu á íslenskum hegningarlögum sem fjalla um erlend mútubrot, á Alþingi í gær. 

Þær felast meðal annars í því að nú verður allt að sex ára fangelsisrefsing við brotum eins og þeim sem starfsmenn Samherja hafa verið sakaðir um að fremja í Namibíu: Að bera mútur á fulltrúa erlendra ríkja; stjórnmálamenn, embættismenn eða fyrirsvarsmenn opinberra fyrirtækja. Hvort sem er beint eða í gegnum millilið. Refsiramminn er nú fimm ár. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir því að að brot lögaðila, fyrirtækja eða félaga, á lögunum fyrnist á tíu árum, en ekki fimm árum eins og nú er. 

„[M]unu áhrif þess eflaust verða til þess að styrkja íslensk stjórnvöld í baráttunni gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðaviðskiptum,“ segir í greinargerð með frumvarpinu.

Viðbragð við pressu OECD

Þær breytingar sem ráðherra dómsmála mælti fyrir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár