Þessi grein er rúmlega 4 mánaða gömul.

Misstu móður sína nóttina eftir að faðir þeirra var jarðaður

Bræð­urn­ir Elías Aron Árna­son, Gunn­laug­ur Örn Árna­son og Brynj­ar Pálmi Árna­son misstu báða for­eldra sína á að­vent­unni. Fað­ir þeirra, Árni Helgi Gunn­laugs­son, lést úr krabba­meini sex mán­uð­um eft­ir að hann greind­ist og nótt­ina eft­ir jarð­ar­för­ina lést móð­ir þeirra, Jenný Bára Hörpu­dótt­ir, 39 ára göm­ul. Dánar­or­sök er enn ókunn. „Það er skrít­in til­finn­ing að eiga hvorki mömmu né pabba,“ segja strák­arn­ir.

Bræð­urn­ir Elías Aron Árna­son, Gunn­laug­ur Örn Árna­son og Brynj­ar Pálmi Árna­son misstu báða for­eldra sína á að­vent­unni. Fað­ir þeirra, Árni Helgi Gunn­laugs­son, lést úr krabba­meini sex mán­uð­um eft­ir að hann greind­ist og nótt­ina eft­ir jarð­ar­för­ina lést móð­ir þeirra, Jenný Bára Hörpu­dótt­ir, 39 ára göm­ul. Dánar­or­sök er enn ókunn. „Það er skrít­in til­finn­ing að eiga hvorki mömmu né pabba,“ segja strák­arn­ir.

„Pabbi greindist með krabbamein í maga og svo dó mamma nóttina eftir að pabbi var jarðaður,“ segir Elías, sem er elstur þeirra bræðra, 18 ára gamall. Næstur kemur Gunnlaugur, 16 ára og yngstur er Brynjar, 15 ára. Bræðurnir lýsa því þegar faðir þeirra vaknaði fyrir hálfu ári með verk í lungunum og ákvað að hringja í afa þeirra og fá hann til þess að fara með sig upp á spítala. Í kjölfarið voru gerðar rannsóknir þar sem fram kom að hann var með fjórða stigs lungnakrabbamein sem var búið að dreifa sér um allan líkamann. Það var aldrei spurning um hvort heldur hvenær hann myndi látast af völdum þess. En það gátu synir hans ekki meðtekið, innra með þeim bjó vonin um að hann myndi lifa af. 

Pabbi var lengi verkjaður

Bræðurnir eru samankomnir á ritstjórnarskrifstofu Stundarinnar ásamt föðursystur sinni, Fanneyju Gunnlaugsdóttur. Hún segir að bróðir sinn hafi lengi verið …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 2.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir (20)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Anna María Sverrisdóttir skrifaði
  Kæru bræður.
  Ég óska þess að allar góðar vættir fylgi ykkur og styðji í framtíðinni.
  Þið eruð naglar og ég veit þið haldið vel utan um hvern annan hér eftir sem hingað til.
  Ég kannaðist við mömmu ykkar og pabba en vissi ekki af því hvernig staðan var. Standið keikir og þiggið alla aðstoð. <3 <3 <3
  0
 • Svanhildur Árnadóttir skrifaði
  https://stundin.is/grein/14644/misstu-modur-sina-nottina-sem-fadir-theirra-var-jardadur/
  Við fjölskyldan höfum ákveðið að opna söfnunar reikning til að hjálpa þeim á þessum erfiðu tímum. Meðfylgjandi eru upplýsingar um reikninginn. Jóhannes F. Gunnlaugsson föðurbróðir þeirra er ábyrgðarmaður reikningsins.
  Banki 0542-14-350168
  Kt: 0405685309
  0
 • Sigrún Júdit Guðlaugsdóttir skrifaði
  Bið Guð um styrk til ykkar allra ég þekkti þau bæði og ég mun aldrey skilja hvernig félagsmálakerfið vinnur þarna var svo sannarlega brotið á drengjunum og föður þeirra hvar er hjálpræðið við Íslendinga þetta hefði ekki gerst við innflytendur á vegum ríkisinns
  0
 • Ólafía Daníelsdóttir skrifaði
  Guð styrki ykkur bræður í sorginni. Ég þekkti báða foreldra ykkar og þótti vænt um þau.
  0
 • Björg Bjarnadóttir skrifaði
  Hrikalegt álag á eina fjölskyldu en þetta eru greinilega sterkir einsaklinr bræðurnir. Og sem betur fer virðast þeir eiga gott bakland og stuðning þar sem eru ættingjar þeirra og vinir. Innilegar samúðarkveðjur til þeirra.
  0
 • Sylvía Hilmarsdóttir skrifaði
  Þvílíkt flottir strákar eftir alls kyns erfiðleika <3 Þakklátir fyrir góða foreldra sem þeir vissu að elskuðu þá alltaf <3 Þeir hafa virkilega lært margt og hafa stórt hjarta.
  Gangi ykkur allt í haginn <3
  0
 • Margrét Guðrúnardóttir skrifaði
  Átakanleg frásögn, samúðarkveðjur til ykkar og megi ykkur farnast vel í lífinu Drottinn blessi ykkur og styrki á þessum erfiðum tímum,😘😘😘
  0
 • J
  johannaelin68 skrifaði
  Elsku strákar. ❤❤ Ég sit með tárin í augunum. Foreldrar ykkar voru yndisleg. Ég þekkti þau bæði.
  0
 • Fanney Gunnlaugsdóttir skrifaði
  https://stundin.is/grein/14644/misstu-modur-sina-nottina-sem-fadir-theirra-var-jardadur/
  Við fjölskyldan höfum ákveðið að opna söfnunar reikning til að hjálpa þeim á þessum erfiðu tímum. Meðfylgjandi eru upplýsingar um reikninginn en ég föðurbróðir þeirra er ábyrgðarmaður reikningsins.
  Banki 0542-14-350168
  Kt: 0405685309
  0
 • user6800 skrifaði
  ❤️❤️❤️
  0
 • A
  annabjohanns skrifaði
  Samúðarkveðjur til ykkar bræðra. Gangi ykkur vel í framtíðinni <3 <3
  0
 • Björnfríður Þórðardóttir skrifaði
  ❤❤❤
  0
 • Jónína Óskarsdóttir Nína skrifaði
  Allar mínar bestu óskir til þessara fallegu og þrautseigu bræðra.
  0
 • Þorsteinn Þ Baldvinsson skrifaði
  Átakanleg saga en mikið eru þetta flottir ungir menn sem eru þarna og óska ég þeim alls hins besta (og hvernig væri að stundinn væri með fleiri möguleika en tilkynna efni ef einhver skrifar athugasemdir hallo)
  0
 • user5207 skrifaði
  Megi ykkur ganga allt til sólu flottu bræður ❤️✨❤️
  0
 • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
  Einstakir bræður!
  0
 • Sólveig Jónasdóttir skrifaði
  Lærdómsrík lesning sem segir okkur margt og ekki síst hvað félagsmálakerfið þarf að taka sig á í störfum sínum. Ég dáist að þessum bræðrum hvað þeir eru einstaklega duglegir og hafa bjarta framtíðarsýn þrátt fyrir allt mótlætið. Ætla má að foreldrar þeirra og ættingjar hafa gefið þeim styrk sem verður ekki tekin frá þeim.
  0
 • Anna Jónsdóttir skrifaði
  Elska ykkur fallegu frændi mínir
  0
 • Anna Óskarsdóttir skrifaði
  <3
  0
 • Íris Valgeirsdottir skrifaði
  Átakanleg frásögn. Gangi þessum duglegu bræðrum allt í hag.
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt á Stundinni

Oops, I did it again...Kommar gera sömu mistökin aftur og aftur (síðari hluti)
Blogg

Stefán Snævarr

Oops, I did it again...Komm­ar gera sömu mis­tök­in aft­ur og aft­ur (síð­ari hluti)

Í þess­um síð­ari hluta beini ég sjón­um mín­um að marxí­sk­um kenn­ing­um um heimsvalda­stefnu og mann­kyns­sögu. Þær verða gagn­rýnd­ar nokk­uð harka­lega, ekki síst í þeirri mynd sem Þór­ar­inn Hjart­ar­son dreg­ur upp af þeim. Hin illa Am­er­íka og „heimsvalda­stefn­an“. Þór­ar­inn held­ur því fram að meint áróð­urs­ma­skína Banda­ríkj­anna villi mönn­um sýn í Úkraínu­mál­inu. En hon­um dett­ur ekki í hug að sanna mál sitt,...
Oops, I did it again...Kommar gera sömu mistökin aftur og aftur (fyrri hluti)
Blogg

Stefán Snævarr

Oops, I did it again...Komm­ar gera sömu mis­tök­in aft­ur og aft­ur (fyrri hluti)

Frið­mey Spjóts (Brit­ney Spe­ars) söng sem frægt er orð­ið í orðastað stelp­unn­ar sem gerði sömu mis­tök­in aft­ur og aft­ur, lék sér að hjört­um pilta. Æði marg­ir vinstrisósí­al­ist­ar eru and­leg skyld­menni stelpu­gæs­ar­inn­ar. Þeir lágu flat­ir fyr­ir al­ræð­is­herr­um og fjölda­morð­ingj­um á borð við Stalín og Maó, hlust­uðu ekki á gagn­rýni en kok­g­leyptu áróðri al­ræð­is­ins. Í landi Kreml­ar­bónd­ans, Stalíns,  væri „líb­bleg­ur lit­ur í...
Með stríðið í blóðinu
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Með stríð­ið í blóð­inu

Stríð er ekki bara sprengj­urn­ar sem falla, held­ur allt hitt sem býr áfram í lík­ama og sál þeirra sem lifa það af. Ótt­inn sem tek­ur sér ból­stað í huga fólks, skelf­ing­in og slæm­ar minn­ing­arn­ar.
Framtíð Úkraínu og staða Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna í ESB og NATO
Hilmar Þór Hilmarsson
PistillÚkraínustríðið

Hilmar Þór Hilmarsson

Fram­tíð Úkraínu og staða Eystra­salts­ríkj­anna og Norð­ur­land­anna í ESB og NATO

Stríð í Úkraínu vek­ur spurn­ing­ar um stöðu lands­ins í Evr­ópu og stækk­un NATO. Fyr­ir stríð vildi Úkraína bæði í ESB og NATO, en hvor­ug stofn­un­in var til­bú­in að tíma­setja lík­lega að­ild. Nú er spurn­ing um hvað stjórn­völd í Úkraínu eru til­bú­in að semja. Of mikla eft­ir­gjöf við Rússa mætti ekki að­eins túlka sem ósig­ur Úkraínu held­ur líka ósig­ur Banda­ríkj­anna.
Enn er leynd yfir hluta kaupenda bréfa í Íslandsbanka
FréttirSalan á Íslandsbanka

Enn er leynd yf­ir hluta kaup­enda bréfa í Ís­lands­banka

Nöfn allra þeirra að­ila sem keyptu hluta­bréf í Ís­lands­banka í út­boði ís­lenska rík­is­ins á bréf­un­um í lok mars hafa ekki enn kom­ið fram. Í ein­hverj­um til­fell­um voru þeir að­il­ar sem seldu hluta­bréf­in í for­svari fyr­ir kaup­in en á bak við þau eru aðr­ir að­il­ar.
751. spurningaþraut: Fjármálastofnanir, stjórnmálaflokkar, sjúkdómur, fótboltamaður ...
Þrautir10 af öllu tagi

751. spurn­inga­þraut: Fjár­mála­stofn­an­ir, stjórn­mála­flokk­ar, sjúk­dóm­ur, fót­bolta­mað­ur ...

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir unga kon­an sem er til vinstri á mynd­inni? For­nafn dug­ar. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver er elsti banki lands­ins, stofn­að­ur 1885? 2.  Ár­ið 1980 gaf fyr­ir­tæk­ið Kred­it­kort út fyrsta kred­it­kort­ið á Ís­landi. Hvað nefnd­ist það kort? 3.  Ung­ur Norð­mað­ur er nú að ganga til liðs við karla­lið Manchester City í fót­bolta. Hvað heit­ir hann? 4.  Sami mað­ur­inn...
Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
Fréttir

Vill að rúss­neski sendi­herr­ann „and­skot­ist héð­an burtu“

Jers­ey, banda­rísk­ur her­mað­ur ný­kom­inn til Ís­lands frá Úkraínu, hyggst sitja fyr­ir ut­an rúss­neska sendi­ráð­ið þar til hann nær tali af sendi­herr­an­um eða lög­regl­an kem­ur og fjar­læg­ir hann. Hann hyggst snúa aft­ur til Úkraínu og berj­ast með heima­mönn­um gegn inn­rás­ar­hern­um.
Þetta er það sem Einar getur gert
Jón Trausti Reynisson
PistillBorgarstjórnarkosningar 2022

Jón Trausti Reynisson

Þetta er það sem Ein­ar get­ur gert

Skyn­sam­leg nið­ur­staða meiri­hluta­við­ræðna virð­ist liggja í aug­um uppi.
Pálminn úr höndum Framsóknar?
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Pálm­inn úr hönd­um Fram­sókn­ar?

Eft­ir ákvörð­um Vinstri grænna um að sitja í minni­hluta á kom­andi kjör­tíma­bili og úti­lok­un Pírata á Sjálf­stæð­is­flokkn­um og Sósí­al­ista á sam­starfi við hann og Við­reisn, er lít­ið ann­að í stöð­unni en meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Við­reisn­ar og Fram­sókn­ar.
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Fréttir

Val­mögu­leik­um Ein­ars fækk­aði í morg­un

Það sem eft­ir stend­ur af gamla meiri­hlut­an­um í Reykja­vík ætl­ar að fylgj­ast að í þeim við­ræð­um sem framund­an eru. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætl­ar að hitta Dag B. Eggerts­son, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í dag. Svo virð­ist sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé úr leik í bili.
Einungis Íslandsbanki svarar hvort lánað hafi verið í einkavæðingu bankans
FréttirSalan á Íslandsbanka

Ein­ung­is Ís­lands­banki svar­ar hvort lán­að hafi ver­ið í einka­væð­ingu bank­ans

Eitt af því sem er til rann­sókn­ar hjá fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­banka Ís­lands eru mögu­leg­ar lán­veit­ing­ar frá sölu­að­il­um hluta­bréf­anna í Ís­lands­banka til kaup­end­anna. Ein­ung­is einn af ís­lensku sölu­að­il­un­um fimm svar­ar því til að hann hafi mögu­lega veitt lán fyr­ir hluta­bréf­un­um. For­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, Jón Gunn­ar Jóns­son, hef­ur sagt að í ein­hverj­um til­fell­um hafi ver­ið lán­að.
750. spurningaþraut: Hér eru 12 spurningar um Stalín og félaga
Þrautir10 af öllu tagi

750. spurn­inga­þraut: Hér eru 12 spurn­ing­ar um Stalín og fé­laga

Hér snú­ast all­ar spurn­ing­ar um Stalín eða eitt­hvað sem hon­um til­heyr­ir. Fyrri auka­spurn­ing: Í sjón­varps­seríu frá 1994 fór víð­fræg­ur bresk­ur leik­ari með hlut­verk Stalíns. Hann má sjá hér að of­an. Hver er leik­ar­inn? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða landi, sem þá var hluti rúss­neska keis­ara­veld­is­ins, fædd­ist Stalín? 2.  Stalín var af óbreyttu al­þýðu­fólki. Fað­ir hans starf­aði við ... hvað? 3. ...