„Ilmreyr, móðurminning er titill þessarar bókar. Þetta er bók sem er kveðja frá mér til móður minnar,“ segir höfundurinn Ólína Kjerúlf. „Bókin fór að fæðast í huga mér þegar ég sat við banabeð hennar fyrir þremur árum. En um leið og þetta er bók um mömmu, minning um mömmu, þá er þetta óður til formæðra okkar og forfeðra og tímaspönnin í bókinni er tvö hundruð og fjörutíu ár. Í gegnum sögu þessa fólks og frásagnir og minningar mömmu frá bernsku spinn ég þráðinn inn í mitt eigið líf og til dagsins í dag. Þannig að bókin er að hluta til sjálfsævisöguleg en hún er líka sagnfræði og þjóðfræði og það er í henni talsverður skáldskapur. Hér er sagt frá samskiptum fólks, frá ástum og örlögum, frá hversdagslegu lífi og sorgum, öllu því sem gerir fólk að fólki. Og gripið þannig um ættarstrenginn því að ævi okkar er alltaf framhald af …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir