Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hvar er heima?

Er heima kunn­ug­leg­ur mat­arilm­ur, stað­ur þar sem má segja sín­ar skoð­an­ir eða þar sem fólk deil­ir skoð­un­um með þér, jafn­vel bara góði kodd­inn? Pólsk­ir, litáísk­ir og ís­lensk­ir lista­menn vinna með fræði­mönn­um að því að finna sam­eig­in­leg­an sam­ræðu­flöt, sam­eig­in­lega jörð.

Hvar er heima?
Krzysztof Stanisławski safnstjóri Znaki Czadu, CoCA, samtímalistasafnsins í Torun, Norður-Póllandi.

Í byrjun desember komu til landsins pólskir og litáískir listamenn til að vinna með íslenskum kollegum sínum, og ekki-listafólki sem býr á Íslandi en flutti hingað frá Póllandi og Litáen. Innan handar verða fræðimenn – mannfræðingur, heimspekingur og vistfræðingur. Verkefnið ber heitið Common Ground og leitast við að finna sameiginlegan samræðuflöt, eða sameiginlega jörð. Samtalið um verkefnið hófst fyrir mörgum árum fyrir tilstilli Akademíu skynjunarinnar og bar þá vinnutitilinn Hvar á ég heima?

Myndlistarmennirnir Ragnhildur Stefánsdóttir, verkefnastjóri Common Ground, og Anna Eyjólfsdóttir, listrænn stjórnandi, stofnuðu félagið Akademíu skynjunarinnar árið 2007. Í dag starfa við Akademíu skynjunarinnar ásamt tveim fyrrnefndu listamennirnir Þórdís Alda og Rúrí, Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur og Pari Stave listfræðingur. Félagið hefur staðið fyrir stórum sem smáum listasýningum hér heima og erlendis.

Sameiginleg jörð

Á síðasta ári var fyrsta afsprengi verkefnisins, sýning á Korpúlfsstöðum, samsýning ólíkra listamanna sem allir bjuggu á Íslandi en voru frá Póllandi, Litáen og Íslandi. Nú í desember er verkefnið tekið á annað stig þegar listamenn og fræðimenn frá þessum löndum vinna saman, borða saman og tala saman. Ísland er aðeins fyrsta stopp en í vor ferðast verkefnið til Póllands, og í haust til Litáen og hyggst gera svipað þar. Aðstandendur verkefnisins velta fyrir sér tilfinningunni um heimili, hvar er heima? Hvað er heima? Hvernig er heima? Í auglýsingum verkefnisins má sjá vangaveltur á borð við      hvort heima sé kunnuglegur matarilmur, eða staður þar sem má segja sínar skoðanir, eða þar sem fólk deilir skoðunum með þér, eða jafnvel bara góði koddinn?

Markmið verkefnisins er að skiptast á hugmyndum, þekkingu og reynslu á millli stofnana, myndlistarmanna og vísindamanna, eiga opið samtal um hugtakið Common ground og leitast við að svara spurningunni Hvar er heima?

Laus við þjóðernishyggju

Hillbilly fékk einn þeirra sem leggur Ísland undir fót í viðtal um þetta stóra og viðamikla samvinnuverkefni þjóðanna. Sá sem situr fyrir svörum er Krzysztof Stanisławski, safnstjóri Znaki Czadu, CoCA, samtímalistasafnsins í Torun, Norður-Póllandi. Safnið er eitt þeirra sem hafa umsjón með verkefninu.

„Ég er listgagnrýnandi og sýningarstjóri samtímalistasýninga, hef stýrt um 200 sýningum síðan 1987,“ segir Krzysztof aðspurður um bakgrunninn. Sýningar sem Krizysztof hefur stýrt hafa verið um allan heim, víða í Evrópu og í Mongólíu, Suður-Afríku og Bandaríkjunum. Krzysztof sérhæfði sig í vísindalegri listfélagsfræði við Menningarstofunun Háskólans í Varsjá 1975–1979. „Ég er ekki vísindamaður heldur gagnrýnandi, sem þýðir að ég lít frekar á mig sem rithöfund en til dæmis listfræðing eða fræðimann,“ segir Krzysztof og heldur áfram, „mastersritgerðin mín var um dadaisma frá 1915, þegar hópur alþjóðlegra listamanna, aðallega liðhlaupar úr eigin herjum, skapaði framúrstefnulist í hlutlausu og lokuðu Zürich,“ lýsir Krzysztof.

Krzystof fæddist og ólst upp í Varsjá en býr tímabundið í Torun. Síðustu 10 til 15 ár hefur hann eytt heilu og hálfu árunum fyrir utan sína eigin landsteina vegna vinnu sinnar við sýningar. Hillbilly er að spá, hvar – eða hvað finnst Krzystof vera heima? „Fjölskyldan mín er haldin mikilli ættjarðarást. Í æsku minni var Pólland háð Sovétmönnum, en mér fannst það kerfi óviðunandi. Eftir að herlög voru sett á árið 1981 var ég virkur meðlimur í and-kommúnískum neðanjarðarsamtökum og eftir 1989 varð ég gagnrýnandi og sýningarstjóri með það að leiðarljósi að byggja upp nýja pólska menningu. Ég verð að viðurkenna að mér mislíkaði ekki bara kommúnistar heldur líka öfga-hægrimenn. Almennt séð hef ég andstyggð á öllu ólýðræðislegu valdi. Mér finnst ég vera pólskur og evrópskur og þetta er mín sjálfsmynd, laus við þjóðernishyggju.“

Listalíf Póllands

„Svarið við þessari spurningu myndi taka langa grein eða bók,“ segir Krzysztof léttur í bragði, aðspurður hvernig listalífið sé í Póllandi, en hann gefur Hillbilly stutta svarið. „Pólsk list er mikils virði en vanmetin í heiminum. Einu sinni, á tímum járntjaldsins, var lokað á okkur og pólskri list seinkaði um áratug eða tvo miðað við vestræna list. Í dag geta þó listamenn lifað frjálsir og ferðast.“ Krzysztof minnist líka á lífsgæðin sem felast í internetinu, og jafnvel samfélagsmiðlum, fyrir vinnandi listafólk. „Nú er allt opið, samstarf innanlands og utan og það er alltaf það mikilvægasta.“ Hver heldur Krzysztof að sé besta leiðin til að finna sameiginlegan grundvöll, eða common ground? „Í pólitískum skilningi gæti það til dæmis verið Evrópusambandið, frábært verkefni sem byggir á skýrum lýðræðislegum meginreglum. Í hugmyndafræðilegum og siðferðislegum skilningi ætti það að vera vinátta, þrá eftir skilningi, hreinskilni fyrir hugmyndum annarra og vilji til samstarfs,“ segir hann og undirstrikar að þjóðernishyggja leiði aldrei í rétta átt.

Verkefnið Common Ground snýst um tilfinninguna um heimili en líka umhverfisbreytingar. Er list hentug aðferð eða sameiningartæki, til að finna sameiginlegan flöt, þvert á ólíka menningarheima? spyr Hillbilly. „Ég hef fulla trú á list,“ svarar Krzysztof einfaldlega. Vegir listarinnar eru svo sannarlega óútreiknanlegir.


Sýnendur eru: Anna Eyjólfs, Paulina Kuhn, Krzysztof Stanisławski, Ragnhildur Stefánsdóttir, Evelina Januškaite, Egle Ganda Bogdaniene, Dawid Paweł Lewandowski, Paulina Tchurzewska, Andrii Dostilev, Sylwia Gorak, Maciej Kwietnicki, Ala Savashevich, Wiola Ujazdowska, Magda Wçgrzyn, Tomasz Markiewka, Páll Haukur Björnsson, Ragnhildur von Weisshappel, Sindri Leifsson, Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, Pétur Magnússon, Kristín Reynisdóttir, Anna Wojtynska, Tomas Andrijauskas, Andrius Grigalaitis, Marija Griniuk, Solveiga Gutaute, Živile Minkute, Julija Pociutem og Justas Kazys. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hús & Hillbilly

Leirinn er harður kennari
ViðtalHús & Hillbilly

Leir­inn er harð­ur kenn­ari

Hulda Katarína Sveins­dótt­ir og Dagný Berg­lind Gísla­dótt­ir halda úti nám­skeið­inu (Hand)leiðsla – hug­leiðsla og kera­mik, í rými Rvk Ritual á Selja­vegi 2, 101 Reykja­vík. Á nám­skeið­inu blanda þær sam­an tveim­ur heim­um, hug­leiðslu og kera­mik, enda ekki svo mik­ill mun­ur á þessu tvennu, segja þær. Báð­ar at­hafn­ir fá iðk­and­ann til að vera í nú­inu, að eiga stund með sjálf­um sér.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
2
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
7
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár