Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Skrifaði bókina fyrir eiginmanninn heitinn

Þór­unn Jarla seg­ir frá því hvernig bók­in Bær­inn brenn­ur varð til.

Bók

Bær­inn brenn­ur

Síðasta aftakan á Íslandi
Höfundur Þórunn Jarla Valdimarsdóttir
Forlagið - JPV útgáfa
349 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Það er mér einstök ánægja að kynna þessa bók, Bærinn brennur: Síðasta aftakan á Íslandi, vegna þess að eiginmanni mínum, Eggerti Þór Bernharðssyni, sem lést sviplega fyrir sjö árum síðan, var efnið hugleikið og hann bað mig um að skrifa hana,“ segir Þórunn Jarla Valdimarsdóttir. 

Bæði eru menntuð sagnfræðingar, hann einbeitti sér að 20. öldinni en hún lá meira yfir 18. og 19. öld, svo þetta efni heyrði betur undir hana en þetta er 26. bókin eftir hana. „Ég hef líka skrifað skáldskap af því mér leiðist að vera alltaf í sama forminu,“ útskýrir hún.  

Það er saga að segja frá því hvers vegna efnið var eiginmanni hennar heitnum hugleikið. „Hann var prófessor í sagnfræði og mikilvirkur að gera allt mögulegt. Kannski eru frægustu bækurnar hans braggabókin Undir bárujárnsboga og Sveitin í sálinni sem hann var nýbúinn að gefa út, ægilega glaður, þegar hann dó eins og hendi væri veifað. Kannski var dálítil læknahræðsla sem lá að baki því að hann frestaði því að fara til læknis. Hann var dauðþreyttur. Maður verður að muna að hvíla sig, það er líka vinna að sofa, sofa, sofa. Það verður maður að gera þegar maður er kominn á miðjan aldur eða síðaldra eins og ég.“

Hryllileg morð

„Málið er að þetta fræga mál, sem er ekkert smá mál, er engin smá Íslendingasaga. Hryllilega ógeðsleg morð sem voru framin í gróðaskyni, einhvern veginn trekktu krakkarnir sig upp í hatur. Agnes var 33 ára og þau Sigríður og Friðrik voru 17 til 18 ára. Friðrik var hinn bókstaflegi morðingi. Karlarnir halda á vopninu en konurnar eggja og þannig var það algjörlega í þessari sögu. Svo kveiktu þau í bænum og helltu lýsi yfir líkin.

Natan var nokkuð ríkur og þau héldu að hann ætti heilmikið gull því hann var duglegur að lækna í nokkrum sýslum, en það vildi svo til að sauðamaður var staddur á bænum af tilviljun: Pétur Jónsson kallaður Fjárdráps-Pétur því hann hafði látið plata sig, hann var einfeldningur virðist vera, það var stríð milli bænda og þeir öttu kjánum út á forað einhvern veginn. Myrti fé. Ok, hann var ekki góður maður, hann Fjárdráps-Pétur, en hann var bara staddur þarna og af hverju myrða hann líka? Þetta er ótrúlega ógeðslegt. 

„Það brann í honum skömm og hann þráði að leiðrétta þetta mál sem sagnfræðingur“

En lykillinn að því að Eggert minn fékk áhuga á þessu máli, er að bróðir Natans sem var myrtur, Guðmundur Ketilsson, var fenginn til að taka krakkana af lífi. Björn Blöndal sýslumaður rannsakaði þetta mál ótrúlega vel, hélt tuttugu dómþing víða um sýsluna, fletti ofan af alls konar óþverraskap og lögleysu. Hann vildi spara fyrir landssjóð, eins og góðir sýslumenn gera, það var svo djöfulli dýrt að kaupa böðul til landsins, þannig að hann gerði í raun eins og gert er á miðöldum. Hefndarskyldan var þannig, og er þannig enn þar sem hún er enn í gildi í heiminum, að nánasti karlmaður á að fara og hefna. Það getur ekki verið tilviljun að hann beinir þessari ótrúlega erfiðu bón til bróður Natans sem er auðvitað í sárum og bilaður eftir að hafa misst bróður sinn sem honum þótti vænt um. Það er erfitt að segja nei við sýslumanninn og hann gerði þetta. Fór í sex daga heim til sýslumanns í Hvamm í Víðidal til að æfa sig. Öxin var flutt inn. 

Eggert minn lenti í því ellefu ára gamall að það var opnuð fyrir hann bók í afmæli þar sem honum var sýnt að langalangafi ömmu hans bauðst til að vera böðull. Það býðst enginn til að vera böðull. Þetta var náttúrlega bara fjölmæli, níð og ógeð. Þannig að það brann í honum skömm og hann þráði að leiðrétta þetta mál sem sagnfræðingur. Það var hvötin að þessu.“ 

Reyndi að leiðrétta rangfærslur

„Það var böðull í Eyjafirði sem hýddi það af hyskinu sem var ekki sent til Kaupmannahafnar í tukthús eða tekið af lífi held ég. Hann bauðst til að gera það fyrir tóbakspund. Auðvitað þáði Blöndal það ekki, það verður að halda virðingu sinni. 

Þetta var hryllileg aftaka, bændur stóðu í hring, kallaðir til að bera vitni. Sumir komu heim svo lamaðir að þeir gátu ekki talað í sólarhring. Þeir bera heim í hvern einasta bæ í þremur hreppum hryllinginn heim til kvenna og barna og allra, svo að allir reyni að halda sig á strikinu og innan, fari ekki yfir línuna og allt það.

Eggert skrifaði um þetta grein og rannsakaði.  Lykilatriðið í þessari sögu er að sagnamenn byggðu á slúðri, eða sem sagt sögusögnum. Með því að hafa aðgang að þjóðskjölum og dómabók get ég sýnt fram á hvað sannleikurinn breytist hratt og hvað fantasía þjóðar fer fljótt að setja lit á málið. 

Aftakan fór fram 1830 og morðið tveimur árum fyrr. Á þeim tíma var skrifuð svokölluð fljótaskrift og það tekur sagnfræðing langan tíma að setja sig inn í skriftina til að geta lesið af nokkru öryggi skjöl frá þessum tíma. Þess vegna vantaði sagnfræðina og skjalahliðina á þetta mál. 

„Eggert skrifaði greinar og flutti erindi um málið og hann bað mig um að skrifa bók“

Afkomandi Blöndals sýslumanns hafði samband við mig, indælis kona, og sagðist hafa kvalist síðan hún var barn og sá myndina Agnesi vegna þess að Blöndalinn úr Blöndudal, sá sem er faðir Blöndalanna úr þessum landshluta, hafi verið vondur maður eins og hann er gerður í myndinni. Það er er auðvitað verið að gera töff handrit. Auðvitað skilur maður þetta allt saman, en hinir sem hafa gaman af skáldskap verða líka að skilja að það er fólk í kringum hverja einustu aftöku mannorðsins. Þar eru fjölskyldur og það er saklaust fólk og allt þetta. Ég segi bara við fólk núna, því mér er þetta svo hugleikið, allt í lagi, tölum bara illa um náungann svona út í loftið en ekki svart á hvítu.“ 

Bað hana um að skrifa bók

„Eggert skrifaði greinar og flutti erindi um málið og hann bað mig um að skrifa bók. Heimildirnar voru í stórum kassa við hliðina á mér, samansafn, allt útskrifað. Ég skilaði þessu öllu inn á Þjóðarbókhlöðu og þar geta allir sem hafa meiri og dýpri áhuga á málinu komist í frumheimildir og heimildasafnið mitt. 

Mér finnst sem reyndur bókablesi gott að segja fólki frá því að þó að það sé auðvitað ofsalega strangt vinnusiðferði á Íslandi, en þegar þú ert að vinna svona fína vinnu eins og að semja vinnur maður ekkert af viti nema fjóra tíma á dag. Ef maður keyrir sig út og vinnur fimm til sjö tíma á dag þá kemur langþreyta, bólga, einhver veikleiki. Það eru þrjú ár liðin frá síðustu bók, Skúla fógeta. En það er dálítið síðan þessi bók var fullskrifuð. Jólin koma eins og fallöxi, það er oft erfitt fyrir höfund: á ég að keyra þetta út núna eða bíða eitt ár í viðbót? Það er einhvern veginn svoleiðis. 

Þannig að það liggur mikil vinna bak við þetta verk. Síðan er ekkert leiðinlegt að eldast. Ég er nýorðin löglegt gamalmenni, 67 ára. Það tekur sagnfræðing heila ævi að fá tilfinningu fyrir fortíðinni því hún er svo ólík okkar. Það er ótrúlegt hvað breytist margt á hverri öld. Það er ekki eitthvað eitt samfélag í gamla daga, það breytist á hverri einustu öld. 

Þegar ég var ung þá voru einhverjir hippatímar og börnin máttu ekki smakka nein eiturlyf því þá var það kallað flóttinn úr raunveruleikanum. Ég hef nú aldrei verið hrædd við að prófa neitt. Ég er óhræddi drengurinn. En mér hefur alltaf fundist sagnfræði vera besti flóttinn frá raunveruleikanum. Og auðvitað bókmenntir líka, tónlist og allt sem tekur okkur burt. Þó að raunveruleikinn geti verið alveg dásamlegur. Svo kalla ég í gríni sagnfræðina fjórðu víddina. Hún gefur manni sjálfstraust af því að það er erfitt að skilja þennan heim. Svo þegar maður er orðinn 100 ára og loksins farinn að skilja pínulítið þá bara búmm er manni kippt burt og næsti þarf að taka við. Það er svo auðvelt og fallegt að elska börn því að þau eru framtíðin.“

 Gleður að hafa stutt manninn út yfir gröf og dauða

„Ég var gift kona í 34 ár og ég held að hjónabandssáttmálinn sé: þar til dauðinn aðskilur ykkur. Ég er svolítið ánægð að hafa uppfyllt ósk Eggerts og gert þetta. Þetta var hreint ekki leiðinlegt. Og ég er komin með miklu betra þol fyrir hryllingi síðan ég varð 50 ára og eldri. Það er ótrúlega fallegt og gleður mig mikið að hafa stutt og elskað manninn minn út yfir gröf og dauða, alla leið hingað.

Svo veit ég bara að dómabækur og öll þessi dómþing og allt þetta mál er svo krökkt af lífi, ótrúlega fallegum samfélagsslýsingum, litlum krókum og kimum. Ég held að þetta sé alveg einstök heimild sem ég byggi að mestu leyti á. Við höfum svo gott af því að fara aftur í þessa tíma því maður bætir böl með öðru verra. Það lækkar í okkur aumingjaskapinn að átta okkur á hvað þetta var hart samfélag og ofboðslega erfitt á margan hátt.

Kynlíf og hryllingur er það sem fólki finnst mest spennandi, eins og vinsældir þessarar sögu sýnir. Svo segi ég bara gleðileg jól, ég vona að þið sofið vel á jólanótt, þegar þið eruð að lesa mig.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólabókaflóðið 2021

Allir fuglar fljúga í ljósið eftir langa og djúpa hugleiðslu
ViðtalAllir fuglar fljúga í ljósið

All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu

Í bók­inni All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið riðl­ast til­vera ráfar­ans Bjart­ar og lífs­saga henn­ar brýst fram. Auð­ur Jóns­dótt­ir rit­höf­und­ur og skap­ari sög­unn­ar seg­ir að þeg­ar hún ljúki við að skrifa bók líði henni oft eins og hún sé að ranka við sér eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu. „Þetta er eins og að hafa far­ið mjög djúpt inn í draum nema núna er draum­ur­inn kom­inn á prent og fólk er að fara að lesa hann,“ seg­ir Auð­ur.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
3
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
4
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
5
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
9
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
10
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár