Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hamingjan er tímaleysi

Hvað er ham­ingj­an fyr­ir þér?

Valur Freyr Einarsson

leikari

„Fyrir mér er hamingjan eins og ástin. Hún visnar og hverfur ef hún er ekki ræktuð. Góðu fréttirnar eru að það er hægt að rækta hamingjuna á hverjum degi á mjög einfaldan hátt. Bara með því að muna að hún liggur í öllu þessu smáa, góðum kaffibolla, morgunkossi frá þeim sem maður elskar, brosi frá ókunnugum, klappi á bakið, ljósaskiptunum, skemmtilegum samskiptum við börnin, fimmaurabrandara eða faðmlagi; sem er besta lagið. Það hefur reynt á þetta í Kóvíd. Sjálfsagðir hlutir verða lúxus og vinahittingur verður lögbrot. Allt snýst á hvolf og máltækið „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ verður dagleg áminning. Það er eins með hamingjuna, maður verður lítið var við hana fyrr en óhamingjan bankar á dyr.“


Ingi Bekk

ljósa- og myndbandshönnuður

„Í mörg ár vissi ég ekki hvað hamingjan væri. Ég hafði ekki tíma til að finna hamingju eða finna út úr því hvernig ég fyndi hana. Ég gat ekki hugsað mér að staldra við því það var svo mikið að gera alls staðar, alltaf. Ég hugsaði með mér að þegar ég hefði náð markmiðunum mínum þá kæmi hamingjan og myndi hella sér yfir mig af gríðarlegu afli. Þá yrði ég hamingjusamur, þá yrði ég sko hamingjusamur. Í apríl á þessu ári þurfti ég að rækta hamingjuna því í apríl vildi ég ekki vera til. Ég settist niður í einbreiðan sófa á skrifstofu hjá manni sem hjálpaði mér að skilja hamingjuna og finna hamingjuna. Stundum sökk ég í sófann og greip í áklæðið og stundum þurftum við að stoppa þangað til ég náði að finna brotin af sjálfum mér í einbreiða sófanum og tjasla þeim saman. En síðan fann ég hamingjuna. Hamingjuna fann ég í þriggja sæta sófa heima hjá okkur fjölskyldunni.

Ég fann hana með konunni minni og dætrum mínum meðan við horfðum saman á bíómynd og hlógum, vá, hvað við hlógum mikið.“


Guðrún Daníelsdóttir

aðstoðarleikstjóri

„Hamingja fyrir mig er tímaleysi. Ég hef alltaf verið dugleg að sækja í aðstæður sem gera mig hamingjusama og oft ákveð ég að verðlauna mig ef ég er í strembnum aðstæðum eða löngum tökudögum með framtíðartímaleysi. Hamingja fyrir mig er að gera eitthvað og vita ekki hvað klukkan er. Enda vinn ég í streitumikilli vinnu sem byggist öll á að tímasetningar standist. Ferðalög í húsbílnum, fjallgöngur með hundunum, langir slakir morgnar, útkallsbók á jóladag, spiladagar og spilakvöld, baksund, vera lengi að elda og allt sem er óplanað og stresslaust. Ég er hamingjusöm þegar ég veit ekki hvað klukkan er eða er að bíða eftir að hún verði eitthvað.“


Kamilla Einarsdóttir

rithöfundur og bókavörður

„Einu sinni hélt ég að hamingjuna væri að finna í nóg af ókeypis bjór, elskhugum og svo einhverjum óljósum hugmyndum um að kannski yrði ég einn daginn eitthvað spennó og dularfull svona eins og allar stelpurnar sem kunna að reykja sígarettur og gera á sig svakalega dramatískan eyeliner. En svo gafst ég upp á að eltast við svona lagað. Ég hef svo ódýran bjórsmekk að ég get alveg keypt hann sjálf. Ég nenni varla að veipa svo sígarettureykingar verða áfram bara að vera eitthvað sem ég dáist að í fari annarra og hössl er oftast bara eitthvert rugl. Nú orðið hallast ég að því að hamingjuna sé að finna í dögum þegar ég get horft á þriðju seríu af Simpsons í friði og ró. Ég er samt opin fyrir því að ég sé ekki komin með endanlegt svar við þessu.“


Ásdís Ingþórsdóttir

húsameistari

„Hamingjan kemur þegar þú hættir að leita að henni, bíða eftir henni og trúa því að hún sé áfangastaður. Hamingjan er hér og nú; hamingjan er ferðalagið sjálft. Hamingjan kemur þegar þú leyfir þér að stoppa, taka eftir og njóta. Njóta litlu hlutanna í lífinu, litlu augnablikanna. Hamingjan býr í gönguferð, sólargeisla í gegnum pálmatré, samveru, rós, hlátri, ferðalagi, símtali, sturtu, matarboði, góðri lykt, fallegum skóm, súkkulaði, lifandi tónlist, dansi, mjúku rúmi, snjókomu um jól, tesopa, varðeldi á sumarkvöldi og þögninni. Að taka hamingjuna þannig með sér í gegnum ferðalag lífsins er ákvörðun. Að gera það ekki er líka ákvörðun. Samkvæmt lyfseðli: Ein ákvörðun á dag, endurtakist eftir þörf.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hamingjan

Endurheimti hamingjuna með aðstoð og breyttu hugarfari
Hamingjan

End­ur­heimti ham­ingj­una með að­stoð og breyttu hug­ar­fari

Eva Hrund Ein­ars­dótt­ir gekk á vegg fyr­ir mörg­um ár­um en hún upp­lifði kuln­un með­al ann­ars vegna of­þjálf­un­ar. Hún fékk alls kon­ar hjálp til að kom­ast yf­ir ástand­ið og end­ur­heimta ham­ingj­una. „Helsti lær­dóm­ur­inn var að læra að segja nei, að lifa í nú­inu, nýta tím­ann með þeim sem mað­ur elsk­ar sem og verja tím­an­um í hluti sem veita manni já­kvæða orku.“
Fjallgöngur veita hamingju
Hamingjan

Fjall­göng­ur veita ham­ingju

Jó­hanna Fríða Dal­kvist seg­ir að sér finn­ist að fólk geti ekki alltaf ver­ið „sky high“; það sé ekki ham­ingj­an að vera alltaf ein­hvers stað­ar á bleiku skýi. Hún seg­ir að fólk þurfi að kunna og ákveða hvernig það ætli að bregð­ast við ef það finn­ur fyr­ir óham­ingju. Það þurfi að ákveða að vinna sig út úr því og tala um hlut­ina. Fjall­göng­ur hjálp­uðu Jó­hönnu Fríðu í kjöl­far sam­bands­slita á sín­um tíma og síð­an hef­ur hún geng­ið mik­ið á fjöll og er meira að segja far­in að vinna sem far­ar­stjóri í auka­vinnu.
Maður varð heill
Hamingjan

Mað­ur varð heill

Guð­mund­ur Andri Thors­son seg­ir að þeg­ar eitt­hvað kem­ur upp á í líf­inu verði mað­ur bara að standa á fæt­ur aft­ur, hrista sig og halda áfram. Það að vinna úr hlut­un­um á já­kvæð­an hátt sé alltaf ákvörð­un. Guð­mund­ur Andri og eig­in­kona hans gátu ekki eign­ast barn og ákváðu því að ætt­leiða og eiga tvær upp­komn­ar dæt­ur. Þeg­ar hann hafi feng­ið eldri dótt­ur­ina í fang­ið þá hafi hann orð­ið heill.
„Ég þurfti að samþykkja sjálfa mig fyrir það sem ég er“
Hamingjan

„Ég þurfti að sam­þykkja sjálfa mig fyr­ir það sem ég er“

Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir var góð í að fela það hvernig henni leið í æsku. Um ára­bil var hún skot­spónn bekkj­ar­fé­laga sinna og upp­lifði sig eina þótt hún ætti vin­kon­ur. Hún þorði ekki að koma út úr skápn­um en til að losna við til­finn­inga­doð­ann varð hún að horfa í speg­il og finna sjálfa sig. „Það var risa­stórt og ótrú­lega ógn­væn­legt skref,“ seg­ir Ingi­leif sem er nú ham­ingju­sam­lega gift. Fjöl­skyld­an er henni allt.

Mest lesið

Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
6
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
7
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Hljóðin eru verst
9
RannsóknirÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Hljóð­in eru verst

„Ég fæ bara gæsa­húð sjálf þeg­ar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síð­an ég sá þetta mynd­skeið,“ seg­ir Bylgja lög­reglu­full­trúi sem hef­ur það hlut­verk að mynd­greina barn­aníðs­efni. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að hún þarf að horfa á mynd­skeið þar sem ver­ið er að beita börn of­beldi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu