Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Ég er búin að vera með þessar sögur heima hjá mér“

Krist­ín Óm­ars­dótt­ir seg­ir frá Borg bróð­ur míns, stutt­um smá­sög­um sem ger­ast í borg. Per­són­urn­ar koma oft þeg­ar hún fer í göngu­túr eða hjól­ar um.

Bók

Borg bróð­ur míns

Höfundur Kristín Ómarsdóttir
Benedikt bókaútgáfa
208 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Þetta er nýja bókin mín, hún heitir Borg bróður míns,“ segir Kristín Ómarsdóttir rithöfundur. „Nafnið fékk ég af mynd sem heitir sama nafni. Og flestar sögurnar gerast í borg, ekki í sveit. Ég tók þá sögu út sem gerðist í sveit. Þær eiga það sameiginlegt, en ég vildi samt ekki kalla þetta borgarsögur. Þetta eru líka nokkrar sögur sem eru svolítið eins og Senur úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman. Nokkrar sögur eru eins og senur. Aðrar eru eins og við álítum að sögur séu. En flestar eru þær stuttar, þær eru allar stuttar, þetta eru ekki langar smásögur, þetta eru stuttar smásögur.“

Sögurnar tengjast teikningum

Hún byrjaði að skrifa þessar sögur stuttu eftir að skáldsaga kom út fyrir tveimur árum og heimsfaraldurinn fór af stað. „Þær tengjast líka mjög mikið teikningunum sem ég var að teikna á sama tíma. Ég var eins og að búa til borg. Eins og ég væri að leika mér í einhverjum tölvuleik. Að búa til borg og skrifa svo inn sögur fyrir þessa borg. Sögur sem eru sagðar með orðum.“

Henni finnst skemmtilegt að skrifa heima við skrifborðið sitt, „eða ég veit ekki hvort ég eigi það. Og mér finnst best að skrifa í höndunum en ég geri það ekki alltaf. Sumar sögurnar eru skrifaðar fyrst í höndunum. Hugmyndirnar koma ekkert endilega þegar ég sit við skrifborðið. Oft í göngutúr eða hjólatúr þá koma persónurnar. Og einhverjar kannski persónur eða þessi persóna og ég veit hvað hún vill og svo fer ég heim og skrifa um hana.“ 

Verður vör við óraunveruleika

„Mér finnst ég taka betur eftir því núna hvernig mér líður þegar þessi bók kemur út heldur en áður. Mér fannst ég verða vör við einhvers konar óraunveruleika. Það er líka náttúrlega það að ég er búin að vera með þessar sögur heima hjá mér bara í hausnum á mér. Og á tölvunni og í pappírum og handritum. Og það er dálítið plat. Það er svona ímyndaður heimur. Þetta er eins og kannski ef að dúkkuhúsið manns myndi vera allt í einu gefið út. Þegar þetta er orðið allt í einu að hlut, að fyrirbæri, að bók. Þá er allt í einu hægt að koma við hana og aðrir geta lesið. Þá þarf maður einhvern veginn að brúa þennan óraunveruleika og raunveruleika saman eða sauma það saman og ég hef verið að labba yfir þessa brú. Og ég fékk smá svimaköst á leiðinni. Ég held að ég sé alveg að koma yfir inn í raunveruleikann. Átta mig á að hún er til í alvörunni, bókin.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólabókaflóðið 2021

Allir fuglar fljúga í ljósið eftir langa og djúpa hugleiðslu
ViðtalAllir fuglar fljúga í ljósið

All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu

Í bók­inni All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið riðl­ast til­vera ráfar­ans Bjart­ar og lífs­saga henn­ar brýst fram. Auð­ur Jóns­dótt­ir rit­höf­und­ur og skap­ari sög­unn­ar seg­ir að þeg­ar hún ljúki við að skrifa bók líði henni oft eins og hún sé að ranka við sér eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu. „Þetta er eins og að hafa far­ið mjög djúpt inn í draum nema núna er draum­ur­inn kom­inn á prent og fólk er að fara að lesa hann,“ seg­ir Auð­ur.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Brosir gegnum sárin
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
7
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
8
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár