Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Viðtalið eins og hlandblaut tuska í andlit þolenda“

Ung kona, sem seg­ir að Þór­ir Sæ­munds­son leik­ari, hafi not­fært sér ung­an ald­ur henn­ar fyr­ir sjö ár­um, þeg­ar hún var 16 ára og hann 34 ára, seg­ir í sam­tali við Stund­ina að við­tal­ið við hann á RÚV í gær hafi ýtt und­ir gerenda­með­virkni í sam­fé­lag­inu og geri lít­ið úr þo­lend­um kyn­bund­ins of­beld­is. Sér­fræð­ing­ur í kyn­bundnu of­beldi seg­ir mik­il­vægt að gerend­ur við­ur­kenni brot sín og reyni að setja sig í spor þo­lenda til að reyna að sjá þann sárs­auka sem þeir hafa vald­ið.

„Viðtalið eins og hlandblaut tuska í andlit þolenda“
Jófríður Skaftadóttir Eftir viðtal Kveiks við leikarann Þóri Sæmundsson, þar sem hann sagði fimmtán ára stúlkur hafa gabbað sig til að senda til þeirra kynfæramynd, sagði Jófríður Skaftadóttir frá því á Twitter að hann hefði verið með henni sextán ára.

„Ég var 16 ára og hann 36 ára, hann notfærði sér það. Hann vissi hvað ég var gömul. Hann reyndi að followa mig á insta um daginn mörgum árum seinna, ældi næstum upp í mig. Fer svo að grenja í viðtali og lætur eins og kjáni og fórnarlamb. Dreptu mig ekki #kveikur

Þetta skrifaði Jófríður Ísdís Skaftadóttir á Twitter í gærkvöldi. Hún segist í samtali við Stundina vera að vísa í umtalað viðtal við Þóri Sæmundsson í fréttaskýringarþættinum Kveik.

Yfirskrift viðtalsins var: „Hreinsunareldur Þóris Sæmundssonar“ og í kynningu þáttarins er sagt að Þórir hafi verið rísandi stjarna á íslensku leiksviði en eftir að kynferðisleg myndasending hans hafi komist í hámæli árið 2017 hafi hann verið utangarðs og fái hvergi vinnu.

Gerendur snúi ekki aftur án iðrunar

Í þættinum er spurt hvenær og hvernig fólk sem hafi misstigið sig eigi afturkvæmt í samfélagið. Og viðbrögðin í samfélaginu hafa ekki látið á sér standa. Sumt fólk segir mikilvægt að gerendur fái að tjá sig og gagnrýnir hina svokölluðu slaufunarmenningu sem leiði af sér ærumissi, annað fólk gagnrýnir að gerendur komist upp með að tjá sig án þess að sýna neina iðrun, án þess að virðast vilja bæta fyrir að hafa farið yfir mörk annarra, fyrir að hafa beitt ofbeldi, án þess að taka ábyrgð á hegðun sinni.

„Ég var sjokkeruð strax þegar ég sá kynningu þáttarins“

Jófríður tekur undir þetta og segist ekki skilja þá nálgun að meintir gerendur geti snúið til baka inn í samfélagið eins og ekkert hafi í skorist án þess að sýna  iðrun og biðja þau sem þeir eru sakaðir um að hafa brotið á afsökunar.

„Ég var sjokkeruð strax þegar ég sá kynningu þáttarins og vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta, svo fylltist ég reiði því ég veit ekki til að þessi maður hafi beðið þær sem hann er sakaður um að hafa komið illa fram við, afsökunar,“ segir Jófríður.

Nokkrar konur hafa eftir þáttinn í gær greint frá samskiptum sínum við Þóri á samfélagsmiðlum. Samskiptum sem þær segja að hafi átt sér stað þegar þær voru á aldrinum 16-18 ára og hafi verið óviðeigandi.

Jófríður segir í samtali við Stundina að einhliða umfjöllun ýfi upp gerendameðvirknina í samfélaginu.

„Ung hugrökk kona kom fram í fjölmiðli í gær og sagði frá heimilisofbeldi sem hún hafði orðið fyrir. Hún kom fram undir nafni og myndir voru birtar af henni. Það fékk litlar undirtektir á samfélagmiðlum svo kemur þetta viðtal við Þóri á RÚV og það fer allt á hliðina, fólk samhryggist honum og orð eins og „mannorðsmorð“ eru notuð. Þetta ýtir undir og styrkir gerendameðvirknina sem gerir lítið úr þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða öðru kynbundnu ofbeldi. Þetta viðtal og viðbrögð margra við því er hlandblaut tuska í andlitið á þolendum,“ segir Jófríður og bætir við að hún sé að beina orðum sínum til fjölmiðla sem birti einhliða umfjöllun um svo viðkvæm mál.  „Ég er orðin langþreytt á því hvernig umræða um kynferðisbrot er hér á landi. Gerendum er hampað og þolendur eru skrímslavæddir. Þolendur eru sakaðir um að eyðileggja líf og frama gerenda sinna með því að stíga fram, meðan þeir sjá alveg um það sjálfir með sínum gjörðum og algjörum skorti á iðrun,“ segir Jófríður.  

Hafði veruleg áhrif á hana

Jófríður segir að málið hafi tekið verulega á hana þegar hún var 16 ára en að hún hafi unnið mikið úr því síðan. „Þetta var fyrir sjö árum. Ég var mjög ringluð á þessum aldri og brotin. Ég hitti hann eftir að við höfðum náð saman á Tinder. Í prófílnum mínum þar stóð að ég væri 18 ára en þegar ég og Þórir hittumst sagði ég honum strax að ég væri 16 ára. Honum fannst ekkert athugavert við það og við sváfum saman. Það var ekki þvingað samræði, en ég var svo ung og brotin að strax daginn eftir lokaði ég á öll samskipti við hann og reyndi að gleyma því sem hafði gerst. Mér leið mjög illa en kunni ekki að orða það sem ég veit í dag að var valdamismunun. Hann var ekki bara helmingi eldri en ég, og ég unglingur, heldur var hann líka frægur leikari. Það ýfði sárin þegar fréttir af hans atferli voru sagðar fyrir nokkrum árum og þegar hann reyndi að nálgast mig að nýju fyrir nokkrum mánuðum á Instagram. Það vakti með mér óhug,“ segir Jófríður.

Setji sig í spor þolenda

Sem fyrr segir var spurning Kveiks í gær hvenær og hvernig fólk sem hafi misstigið sig eigi afturkvæmt í samfélagið. 

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir, doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, hefur skoðað kynbundið ofbeldi út frá gerendum og skoðað sýn geranda á gjörðir sínar.  Hún segir að það sé mikilvægt að gerendur gangist við brotum sínum, þeim sársauka sem þeir hafa valdið með því að setja sig í spor þolenda.

„Það er allskonar umræða í gangi um þessi mál í samfélaginu og hún er að breytast með aukinni þekkingu á afleiðingum ofbeldis. Það er kominn meiri fókus á réttlæti brotaþola og þeirra rými. Það er ákall eftir þessum breytingum og það eru ekki bara gerendur sem vilja það heldur brotaþolar líka því umræðan eins og hún er núna er skaðleg fyrir alla, ekki síst brotaþola. Það er talað um að gerendur sýni iðrun en brotaþolar hafa ekki endilega verið að kalla eftir því heldur frekar að gerendur taki ábyrgð á gjörðum sínum, að þeir gangist við brotum sínum og geri eitthvað í sínum málum, vinni gagngert með óæskilega hegðun sem veldur öðrum skaða,“ segir Rannveig.

„Það er talað um gerendur sýni iðrun en brotaþolar hafa ekki endilega verið að kalla eftir því heldur frekar að gerendur taki ábyrgð á gjörðum sínum“
Ágústa Guðjónsdóttir
Doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Hún segir að það þurfi ekki að fela í sér að þeir komi opinberlega fram eða  biðjist afsökunar. Brotaþolar séu jafn ólíkir og þeir séu margir.

„Við hljótum öll að vilja búa í samfélagi þar sem fólk á afturkvæmt á einhvern hátt en það er líka flókið að nálgast það. Gerendur þurfa að gangast við þeim sársauka sem þolendur þeirra upplifa. Þeir verða að sitja í þessum óþægindum, horfast í augu við hegðun sína, setja sig í spor þolenda til að reyna að sjá þann sársauka sem þeir hafa valdið. Það er mjög mikilvægt að þeir séu ekki að afsaka sig, heldur þvert á móti viðurkenna brot sín og sjái sársaukann sem brotin valda,“ segir Rannveig. Hún vonar að við sem samfélag séum á réttri leið þó að enn sé nokkuð langt í land.

„Við eigum eftir að taka þátt í mörgum óþægilegum samtölum áður en við náum því jafnvægi sem þarf til að ná sátt,“ segir Rannveig.  

Ekki náðist í Þóri Sæmundsson við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár