Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

554. spurningaþraut: Filmstjarna, poppstjarna, fótboltastjarna og landkönnuðarstjarna

554. spurningaþraut: Filmstjarna, poppstjarna, fótboltastjarna og landkönnuðarstjarna

Fyrri aukaspurning:

Hvað nefnist það fyrirbæri sem myndin hér að ofan sýnir?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 1519 lagði upp leiðangur sem sigldi á endanum kringum hnöttinn. Leiðangursstjórinn komst ekki alla leið, en hvað hét hann?

2.  Hvað átti sér stað í fyrsta skipti í sögunni í bænum Kitty Hawk í Norður Karólínu í Bandaríkjunum þann 17. desember 1903?

3.  Hvað hrjáir þá sem þjást af svonefndu Münchausen-heilkenni?

4.  Tveir firðir skera Vestfirðina næstum því frá meginhluta Íslands. Annar þeirra gengur inn úr Breiðafirði og heitir ...?

5.  Hinn fjörðurinn gengur aftur á móti inn úr Húnaflóa og heitir ...?

6.  Frá hvaða landi kemur fótboltasnillingurinn Mohammed Salah sem gerir garðinn frægan með liðinu Liverpool frá Englandi?

7.  Chris Martin heitir músíkant einn. Hann er aðalmaðurinn í afar vinsælli hljómsveit sem sló í gegn árið 2000 með laginu Yellow af plötunni Parachute. Síðari plötur hljómsveitarinnar hafa margar náð miklum vinsældum, svo sem X&Y, Viva la Vida og Mylo Xyloto. Hljómsveitin heitir ...?

8.  Martin þessi var um skeið kvæntur filmstjörnu sem var ein sú vinsælasta á síðasta áratug 20. aldar og fékk þá meðal annars Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni Shakespeare in Love. Hún hét einnig í myndum eins og Emmu, Seven og The Talented Mr. Ripley. Síðan hefur hún leikið minna en dúkkaði nokkuð óvænt upp í hlutverki Pepper Potts í ofurhetjumyndum um Iron Man, Avengers, Spiderman og fleiri. 

9.  Í hvaða landi er borgin Hanoi?

10.  Hvað eru mörg kíló í einu tonni?

***

Seinni aukaspurning:

Karlarnir hér að neðan eru að spila á ... hvaða hljóðfæri?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Magellan.

2.  Fyrsta flug manna á vélknúinni flugvél. Þarna voru Wright-bræður á ferð en ekki er nauðsynlegt að muna nöfn þeirra.

3.  Ólæknandi þrá eftir að gera sér upp sjúkdóma vísvitandi. Vísvitandi er hér lykilorð — þetta er sem sagt ekki ómeðvituð ímyndunarveiki.

4.  Gilsfjörður.

5.  Bitrufjörður.

6.  Egiftalandi.

7.  Coldplay. Hér er hlekkur á lagið Yellow.

8.  Gwyneth Paltrow.

9.  Víetnam.

10.  Þúsund.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin sýnir lotukerfið — skrá yfir frumefni.

Á neðri myndinni spila karlar á básúnur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
10
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár