Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Stigakóngurinn á Ísafirði: „FBI hleraði símana mína“

Dwayne Font­ana, banda­rísk­ur körfu­bolta­mað­ur sem spil­aði með KFÍ á Ísa­firði, seg­ir að veð­mála­s­vindlið í Arizona hafi fylgt sér út fer­il­inn, meira að segja til Ísa­fjarð­ar. Hann seg­ist telja að Heda­ke Smith skuldi sér af­sök­un­ar­beiðni fyr­ir að kom­ið sér í erf­iða að­stöðu.

Stigakóngurinn á Ísafirði: „FBI hleraði símana mína“
Málið úr Arizona State elti hann Dwayne Fontana, sem sést hér ásamt syni sínum, í peysum merktum Arizona State-háskólanum, segir að veðmálasvindlið hafi elt sig, meira að segja til Íslands þar sem vitneskja var um það.

Dwayne Fontana, bandaríski körfuboltaleikmaðurinn sem var stigakóngur íslensku úrvaldsdeildarinnar árið 2000-2001 þegar hann spilaði með KFÍ á Ísafirði, segir að Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hafi hlerað símann hans og komið heim til hans til að spyrja hann um veðmálasvindlið sem tveir liðsfélagar hans í háskóla tóku þátt í og högnuðust á. Hann segir, í viðtali við Stundina, að FBI hafi gert þetta til að fá upplýsingar um það hvort hann hafi vitað af veðmálahneykslinu sem átti sér stað í liðinu sem hann var í, Arizona State, árið 1994.  Dwayne var stigahæsti leikmaður íslensku úrvalsdeildarinnar árið 2000-2001 með 33 stig að meðaltali í leik.

„FBI hleraði símana mína. Ég gat heyrt í þeim á línunni þegar þeir voru að hlusta á símtölin mín, það heyrðust svona stöðug klikk í bakgrunninum.  FBI kom svo heim til mín til að taka skýrslu af mér, þeir voru heima hjá mér í svona þrjá klukkutíma.  Þeir vissu að ég hefði ekki tekið þátt í þessu en þeir vildu vita ef ég hefði vitað eitthvað um þetta og hvað ég vissi. En ég vissi ekki neitt um þetta,“ segir Dwayne. 

Ekki nægilega nánir vinir 

Eins og Stundin greindi frá fyrr í vikunni þá er Dwayne Fontana viðmælandi í nýrri heimildarmynd á streymisþjónustunni Netflix um veðmálasvindl í bandaríska háskólakörfuboltanum árið 1994.  Myndin um veðmálasvindlið í körfuboltaliði Arizona State er hluti af sex mynda seríu á Netflix sem heitir Bad Sport og fjallar um svindl og glæpi í íþróttaheiminum.  Myndin á Netflix fjallar um það hvernig stjarna Arizona State-liðsins, Steven „Hedake“ Smith, dróst inn í veðmálasvindl ásamt einum meðspilara sinna. Svindlið gekk út á að reyna að stýra því hvernig leikir liðsins enduðu.  Liðsfélagar Dwayne, meðal annars „Hedake“, voru dæmdir í fangelsi fyrir svindlið 

„Af hverju var ég að leggja svona hart að mér inni á vellinum þegar hann var að stunda svona svindl?“
Dwayne Fontana

Dwayne segir að jafnvel þó að hann og aðalmaðurinn í svindlinu í liði Arizone-skólans, „Hedake“ Smith, hafi verið á sama ári í háskóla þá hafi þeir ekki verið nægilega nánir og góðir vinir til að hann hefði sagt Dwayne frá því hvað hann var að gera. „Við erum í skólanum og liðinu saman í fjögur ár. Við vorum vinir en vorum ekki nægilega miklir vinir til að hann myndi segja mér eitthvað svona.“

Hann segist ennþá vera pirraður út í þennan fyrrum liðsfélaga sinn: „Af hverju var ég að leggja svona hart að mér inni á vellinum þegar hann var að stunda svona svindl? Hann eyðilagði árið hjá okkur. Þetta var vanvirðing við mig.“

Vill afsökunarbeiðniDwayne Fontana segir að hann telji að hann eigi inni afsökunarbeiðni frá Hedake Smith, sem sér hér á mynd, fyrir að hafa komið sér í erfiða aðstöðu.

Spurður um málið á Íslandi

Dwayne segir að myndin um veðmálahneykslið hafi vakið upp sterkar tilfinningar hjá sér. „Ég hafði komist yfir þetta loksins, þetta gerðist fyrir næstum því 30 árum. Ég hafði ekkert komist yfir þetta 10 árum eftir að þetta gerðist. En svo kallaði þessi mynd upp tilfinningar mínar út af þessu. Mér fannst þetta vera ósanngjart gagnvart mér; ég vissi ekki um þetta, ég var ekki hluti af þessu en ég þurfti samt stöðugt að svara spurningum um þetta,“ segir Dwayne. 

Hann segir að hann hafi meðal annars verið spurður út í málið þegar hann kom til Íslands og Ísafjarðar; málið hafi verið það þekkt, meira að segja alþjóðlega. Dwayne vísar í orðum sínum til þáverandi formanns körfuboltadeildar Ísafjarðar, Guðjóns Þorsteinssonar;  „Meira að segja á Íslandi. Þegar ég kom til Ísafjarðar spurði Gaui [Guðjón Þorsteinsson] mig að þessu veðmálasvindli af því þetta var á internetinu,“ segir Dwayne sem var orðinn vanur að fá slíkar spurningar hvar sem hann spilaði og jafnvel þó að hann hafi ekki komið neitt að því þá hafi málið fylgt honum um árabil. 

Varð gráðugur og það varð honum að falli

Þegar Dwayne er spurður að því hvort hann telji að þetta veðmálasvindlsmál sé ástæðan fyrir því að „Hedake“ Smith hafi ekki verið valinn í NBA-deildina þá segist hann telja það. „Já, ekki spurning. Ef hann hefði ákveðið að fara í NBA-deildina eftir næstsíðasta árið sitt í háskóla þá hefði hann verið valinn: Hann var það góður. Hann fer svo út í þetta veðmálasvindl á síðasta árinu sínu og það hafði þau áhrif að hann var ekki valinn í NBA-deildina því NBA-liðin vissu að það var möguleiki á að hann yrði dæmdur fyrir þetta. Hann kastaði draumum sínum á glæ. En þetta er ákvörðun sem hann tók og hann vissi að hann var að gera eitthvað ólöglegt og þeir nöppuðu hann af því hann varð gráðugur. Hann hélt áfram að gera þetta. Hann tók áhættu og hann tapaði,“ segir Dwayne. 

„Hedake“ Smith var dæmdur í fangelsi í eitt ár árið 1997. Dwayne segist ekki hafa verið í samskiptum við hann í meira en 20 ár. 

Hvað áhrif hafði málið á feril Dwayne?

Dwayne segir, aðspurður um hvort og þá hvaða áhrif þetta mál hafi haft á feril hans sjálfs, að hann viti það ekki alveg en að málið hafi fylgt sér, samanber spurningar um málið á Íslandi. Mögulega hafi einhver lið veigrað sér við að semja við hann. „Málið fylgdi mér í mörg ár af því ég var tengdur við það. Kannski voru einhver lið sem sömdu ekki við mig vegna tengsla minna við þetta hneyksli,“ segir Dwayne. 

Hann segir að hann telji að „Hedake“ Smith skuldi sér afsökunarbeiðni vegna málsins. „Mér finnst að hann skuldi mér afsökunarbeiðni eftir öll þessi ár. Þú veist: Maður á mann. Að hann segi: Ég biðst afsökunar, ég var ungur, ég vissi ekki hvaða afleiðingar þetta gæti haft og ég biðst afsökunar. Þetta myndi láta mér líða miklu betur.“

Snjórinn og kuldinn það fyrsta sem kemur upp í hugann

Eftir að Dwayne Fontana fór frá Íslandi hélt hann til Spánar og Lúxemborgar og spilaði þar í samtals nokkra mánuði, segir hann. Fljótlega eftir að hann flutti frá Ísafirði til meginlandsins hætti hann hins vegar í körfubolta, 28 ára gamall. „Ég var orðinn leiður á að vera á stöðugum ferðalögum og ég bað þá bara að senda mig heim frá Lúxemborg. Ég komst líka að því þarna úti í Lúxemborg að konan mín í Bandaríkjunum væri ólétt af syni okkar og þá vissi ég að þetta væri komið gott,“ segir Dwayne. 

Aðspurður um hvað sé það fyrsta sem komi upp í hugann þegar hann hugsar tilbaka til Íslandsdvalarinnar þá nefnir hann snjóinn. „Þetta var í fyrsta skipti á ævinni sem ég sá snjó, það snjóaði allan tímann. Og svo var svo kalt, svo rosalega kalt.“ segir Dwayne, sem er uppalinn í borginni Oakland í Kaliforníu þar sem hann býr í dag ásamt konu sinni og þremur börnum. 

„Samfélagið á Ísafirði var líka svo lítið og vinalegt að fólk fór út í búð, skildi bílinn eftir í gangi, skildi börnin sín eftir í bílnum og fór inn að versla. Ef þú myndir gera þetta í Oakland þá myndi einhver stela bílnum þínum, eða börnunum þínum. Allir þekktu alla; ég húkkaði mér far á hverjum degi til að fara út í búð og fólk keyrði mig hvert sem ég vildi. Allir voru svo vinalegir. Þetta var svo ólíkt Kaliforníu en ég vandist þessu og ég komst í gegnum þetta og kláraði þetta. Það var ekki bara að Ísafjörður væri svo ólíkur Kaliforníu heldur var Ísafjörður svo frábrugðinn Reykjavík. En þetta var góður tími, góður tími og ég naut hans.“

Fyrirvari um tengsl: Blaðamaður Stundarinnar spilaði körfubolta með Dwayne á Ísafirði árin 2000 til 2001. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ójöfnuður kemur okkur öllum við
2
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
4
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
6
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
10
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár