Stigakóngur úr íslensku úrvalsdeildinni viðmælandi í mynd um landsfrægt veðmálasvindl í Bandaríkjunum

Banda­ríkja­mað­ur­inn Dwayne Lamore Font­ana, sem lék með KFÍ á Ísa­firði keppn­is­tíma­bil­ið 2000-2001, er við­mæl­andi í nýrri heim­ild­ar­mynd á Net­flix um veð­mála­s­vindl í há­skóla­bolt­an­um þar í landi. Dwayne, sem var stigakóng­ur úr­vals­deild­ar­inn­ar á Ís­landi, opn­ar sig um svindl tveggja liðs­fé­laga sinna í Arizona State-há­skól­an­um.

Stigakóngur úr íslensku úrvalsdeildinni viðmælandi í mynd um landsfrægt veðmálasvindl í Bandaríkjunum
Viðmælandi í heimildarmynd Netflix Dwayne Lamore Fontana var leikmaður KFÍ á Ísafirði á árunum 2000 til 2001. Hann sést hér í leik með KFÍ gegn ÍR í Seljaskóla. Hann er einn helsti viðmælandinn í heimildarmynd Netflix um veðmálasvindlið í Arizona-háskólanum. Myndin er tekin úr DV.

Bandaríkjamaðurinn Dwayne Lamore Fontana, sem spilaði með liði KFÍ á Ísafirði árið 2000 til 2001, er viðmælandi í nýrri heimildarmynd á streymisþjónustunni Netflix um veðmálasvindl í bandaríska háskólakörfuboltanum árið 1994, nánar tiltekið í liði Arizona State.  Myndin um veðmálasvindlið í körfuboltaliði Arizona State er hluti af sex mynda seríu á Netflix sem heitir Bad Sport og fjallar um svindl og glæpi í íþróttaheiminum. 

Dwayne lék háskólabolta með Arizona State á árunum 1990 til 1994, nokkrum árum  áður en hann kom til Íslands og KFÍ þar sem hann varð stigakóngur deildarinnar með 33 stig að meðaltali í leik og tæp 14 fráköst. 

Tók þátt í veðmálasvindliSteven „Hedake“ Smith tók þátt í veðmálasvindli í Bandaríkjunum og segir Dwayne Fontana, fyrrum liðsfélagi hans og fyrrverandi leikmaður KFÍ, að hann hafi enn ekki komist yfir afleiðingar svindlsins.

Dæmdur í fangelsi fyrir svindlið

Myndin á Netflix fjallar um það hvernig stjarna Arizona State-liðsins, Steven „Hedake“ Smith, dróst inn í veðmálasvindl ásamt einum meðspilara sinna. Svindlið  gekk út á það að Smith átti að sjá til þess að liðið myndi sigra eða tapa með ákveðið mörgum stigum. Fyrir þessa þjónustu sína fékk Smith greiddar upphæðir sem voru á bilinu 10 til 20 þúsund dollarar.

Maðurinn sem skipulagði svindlið náði hins vegar að svindla út nokkrar milljónir dollara með þessum hætti áður en hann tapaði öllu í einum leik þar sem Smith náði ekki að stýra leiknum þannig að hann næði að láta úrslitin verða eins og hann átti að gera. Í kjölfarið komst upp um svindlið enda hafði aðalskipuleggjandinn gengið á milli hótela í Las Vegas og veðjað á leikinn fyrir alls fimm milljónir dollara og vakti þetta grunsemdir í borginni. 

Smith, og liðsfélagi hans sem vann með honum að hluta, og tveir af þeim sem skipulögðu svindlið og græddu mest á því voru dæmdir í fangelsi. 

Í myndinni er rætt um það að Smith hafi í kjölfarið ekki verið valinn af neinu liði í NBA-deildinni árið 1994 en árlega fer fram svokallað NBA-draft þar sem bitist er um bestu leikmennina í bandaríska háskólaboltanum. Þar kemur fram að fyrir veðmálahneykslið hafi fastlega verið búist við því að Smith yrði valinn í NBA-deildina.

„Þetta hvíldi yfir mér eins og svart ský í mörg ár.“
Dwayne Lamore Fontana

Í stað NBA-deildarinnar fór Smith til Evrópu og spilaði með nokkrum liðum í ýmsum löndum. Smith átti nokkrum áður síðar, 1997, eftir að gera skammtímasamning við Dallas Mavericks í NBA-deildinni og spila nokkra leiki fyrir liðið þar sem hann var með 1,8 stig að meðaltali. Hann hélt svo aftur til Evrópu og spilaði fyrir lið í Frakklandi, Búlgaríu og Rússlandi áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2008. 

Dwayne segist ekki hafa jafnað sig á svindlinu 

Ennþá reiðurDwayne Fontana, fyrrverandi leikmaður KFÍ, segist ennþá vera reiður út af veðmálasvindlinu.

Dwayne Fontana segir að hann hafi ekki ennþá jafnað sig til fulls á veðmálasvindlinu.

Á Facebook-síðu sinni segir hann um málið: „Ég hef fengið mikil viðbrögð og pælingar við þætti á Netflix sem ég var viðmælandi í sem snérist um stigasvindl sem háskólaliðið mitt í körfubolta tengdist. Ég hef eiginlega áttað mig á einu loksins: Ég er ennþá dálítið reiður yfir því. Ég hélt að þetta tilheyrði fortíðinni en ég hef ekki komist yfir þetta 100 prósent. Þegar ég horfði á þetta aftur minnti það á mig hversu oft ég hef þurft að svara spurningum um einhvern skít sem ég kom ekki nálægt og sem ég vissi ekkert um. Þetta hvíldi yfir mér eins og svart ský í mörg ár.“

Lofsamleg orð um Dwayne FontanaBenedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfir kvennalandsliðsins, þjálfari Njarðvíkur í úrvalsdeild karla og fyrrverandi þjálfari KR og fleiri liða, var íþróttablaðamaður á DV árið 2000-2001 og skrifaði mikið um körfubolta, meðal annars leiki hjá KFÍ og fer hann lofsamlegum orðum um Dwayne Fontana.

Benedikt: „Ísafjarðar-Barkley“

Íþróttablaðamenn á Íslandi nefndu Dwayne Fontana reglulega sem einn af betri leikmönnum deildarinnar enda var tölfræði hans líka þannig þó svo KFÍ-liðið hafi kolfallið um deild þetta árið með aðeins þrjá sigra. Í einni af greinum sínum um leiki með KFÍ sagði þáverandi íþróttafréttamaður DV og  sigursæll körfuboltaþjálfari, Benedikt Guðmundsson, að Dwayne Fontana þyrfti aðeins að bæta varnarleikinn: „Ef Fontana myndi bæta varnarleikinn þá væri hann einn besti erlendi leikmaður deildarinnar.“

„Ég skil ekki í mér að hafa ekki kallað hann Ísafjarðar-Barkley á sínum tíma þegar ég var að skrifa um leiki liðsins.“
Benedikt Guðmundsson

Aðspurður segir Benedikt, sem í dag er þjálfari Njarðvíkur í úrvalsdeildinni, að hann hafi verið mjög hrifinn af Dwayne Fontana sem leikmanni.

Benedikt segir að hann hafi minnt sig á bandaríska köfuboltamanninn Charles Barkley sem er ein af helstu goðsögnum NBA-deildarinnar síðastliðna áratugi: „Ég var mjög hrifinn af Fontana sem leikmanni á sínum tíma og það kom mér alls ekki á óvart hversu góður hann var með KFÍ. Hann kom úr góðum háskóla í USA þar sem hann stóð sig þvílíkt vel og var stundum líkt við Charles Barkley. Hann var bæði líkamlega sterkur og ofboðslega fjölhæfur. Þrátt fyrir að vera ekki hár í loftinu miðað við körfuboltamann þá var hann frábær frákastari. Þá var hann óstöðvandi skorari með KFÍ því vopnabúrið var svo fjölbreytt eins og hjá Barkley. Hann var algjörlega sérsniðinn fyrir íslensku deildina. Ég skil ekki í mér að hafa ekki kallað hann Ísafjarðar Barkley á sínum tíma þegar ég var að skrifa um leiki liðsins.“

Umrædda mynd má sjá hér.

Fyrirvari um tengsl: Blaðamaður Stundarinnar spilaði körfubolta með Dwayne Lamore Fontana í KFÍ keppnistímabilið 2000-2001. Blaðamaður bjó auk þess fyrir ofan Dwayne í blokk sem kennd er við Múlaland á Ísafirði og keyrði með honum á körfuboltaæfingar og í heimaleiki í sjálfskiptum Saab, árgerð 1988.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Formaður stjórnar í samskiptum við lögmanninn
1
Fréttir

Formað­ur stjórn­ar í sam­skipt­um við lög­mann­inn

Kæra var lögð fram á hend­ur leik­manni FH, Eggerti Gunn­þóri Jóns­syni, ásamt lands­liðs­fyr­ir­lið­an­um. Aron Ein­ar Gunn­ars­son komst ekki í lands­liðs­hóp­inn vegna máls­ins. Form­að­ur að­al­stjórn­ar FH, Við­ar Hall­dórs­son, seg­ist hafa haft vitn­eskju um ásak­an­irn­ar í sum­ar en ekki sé ástæða til að bregð­ast við á með­an leik­menn­irn­ir hafi ekki ver­ið kall­að­ir í skýrslu­töku og fé­lag­inu ekki borist til­kynn­ing frá lög­regl­unni.
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
2
FréttirAlþingiskosningar 2021

Þrír starfs­menn Hót­els Borg­ar­ness tóku mynd­ir í tóm­um taln­inga­sal

Starfs­menn Hót­el Borg­ar­nes höfðu óheft­an að­gang að óinn­sigl­uð­um at­kvæð­um í auð­um sal hót­els­ins með­an yfir­kjör­stjórn var ekki á staðn­um eft­ir að fyrstu taln­ingu lauk. Lög­regl­an get­ur ekki stað­fest hvort að starfs­menn­irn­ir hafi far­ið að svæð­inu sem kjör­gögn­in voru geymd vegna þess að starfs­menn­irn­ir hverfa úr sjón­ar­sviði eft­ir­lits­mynda­véla. Þrír starfs­menn tóku mynd­ir af saln­um og þá at­kvæð­um.
Það sem útgerðirnar eiga og þeir sem eiga þær
3
ÚttektSjávarútvegsskýrslan

Það sem út­gerð­irn­ar eiga og þeir sem eiga þær

Ís­lensk­ar út­gerð­ir eiga eign­ar­hluti í hundruð­um fyr­ir­tækja sem starfa í óskyld­um at­vinnu­grein­um. Stærstu út­gerð­ar­fé­lög­in tengj­ast svo marg­ar hverj­ar inn­byrð­is og blokk­ir hafa mynd­ast á með­al þeirra. Ör­fá­ir ein­stak­ling­ar fara með yf­ir­ráð yf­ir 30 pró­senta kvót­ans.
Illugi Jökulsson
4
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Óvænt upp­götv­un set­ur for­sög­una í upp­nám: Er upp­runi manns­ins þá ekki í Afr­íku?

Dýr­in gekk ró­lega eft­ir mjúk­um sand­in­um. Þarna í fjöru­borð­inu var sand­ur­inn svo rak­ur og gljúp­ur að fæt­ur dýrs­ins sukku nið­ur í hann og mynd­uðu all­djúp fót­spor. Dýr­ið hélt svo áfram ferð sinni og náði fljót­lega upp á grýtt­ari strönd þar sem eng­in frek­ari fót­spor mynd­uð­ust. Dýr­ið fór ferða sinna, hvaða er­ind­um sem það kann að hafa ver­ið að sinna. Eft­ir...
Óskaði eftir að koma í skýrslutöku hjá lögreglu: „Ég er fullkomlega saklaus“
5
Fréttir

Ósk­aði eft­ir að koma í skýrslu­töku hjá lög­reglu: „Ég er full­kom­lega sak­laus“

Eggert Gunn­þór Jóns­son, knatt­spyrnu­mað­ur hjá FH, var kærð­ur ásamt Aroni Ein­ari Gunn­ars­syni lands­liðs­fyr­ir­liða. Hann hafði sam­band við lög­reglu á dög­un­um.
Icelandair í Pandóruskjölunum: „Þetta var bara allt eðlilegt“
6
FréttirPandóruskjölin

Icelanda­ir í Pan­dóru­skjöl­un­um: „Þetta var bara allt eðli­legt“

Fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Icelanda­ir, Hall­dór Vil­hjálms­son, seg­ir ekk­ert at­huga­vert við að Icelanda­ir hafi not­ast við fyr­ir­tæki í skatta­skjól­inu Tor­tólu til að kaupa Boeing-þot­ur á sín­um tím­um. Upp­lýs­ing­arn­ar koma fram í Pan­dóru­skjöl­un­um svo­köll­uðu.
Illugi Jökulsson
7
Pistill

Illugi Jökulsson

Já, nor­ræn­ir menn voru í Am­er­íku — en ef þeir hefðu nú aldrei far­ið?

Ill­ugi Jök­uls­son hef­ur iðu­lega velt fyr­ir sér hvernig það hefði end­að ef nor­ræn­ir „vík­ing­ar“ hefðu eki snú­ið frá Am­er­íku

Mest deilt

Saga fjölskyldunnar skrifuð á veggina
1
Viðtal

Saga fjöl­skyld­unn­ar skrif­uð á vegg­ina

Mar­grét Sig­ur­jóns­dótt­ir, Gréta, býr í verka­manna­bú­stöð­un­um á Hring­braut. Þar hef­ur hún bú­ið með hlé­um frá fæð­ingu, með hinum ýmsu með­lim­um fjöl­skyld­unn­ar. Þarna hef­ur hún upp­lif­að fæð­ingu, dauða og yf­ir ein jól­in stóð kista með ömmu henn­ar lát­inni inn­an­stokks í íbúð­inni. Besti tím­inn í hús­inu var þeg­ar son­ur henn­ar bjó þar líka en hann lést fyrr á ár­inu. Sjálf ætl­ar hún ekki að flytja fyrr en hún fær­ir lög­heim­il­ið yf­ir til himna. Ævi­saga henn­ar er sam­tvinn­uð sögu íbúð­ar­inn­ar.
Bragi Páll Sigurðarson
2
Pistill

Bragi Páll Sigurðarson

Vald­inu er skít­sama um þig

Pen­inga­lykt­in renn­ur meira og minna óskipt upp í ör­fá­ar nas­ir. Hlut­verk Morg­un­blaðs­ins er að vera ilm­kert­ið sem dreg­ur at­hygli okk­ar frá því sem og skíta­lykt­inni sem er af Sjálf­stæð­is­flokkn­um, skrif­ar Bragi Páll Sig­urð­ar­son skáld.
Streitan getur valdið slysum
3
Viðtal

Streit­an get­ur vald­ið slys­um

Krist­ín Sig­urð­ar­dótt­ir slysa- og bráða­lækn­ir, sem vann um ára­bil á veg­um ís­lenskra út­gerða á Las Palmas, þurfti síð­ar að hætta störf­um hjá Land­spít­al­an­um vegna veik­inda sem stöf­uðu af raka­skemmd­um í hús­næði spít­al­ans. Krist­ín horf­ir á lík­amann sem heild og vinn­ur að því að efla seiglu og bregð­ast við streitu.
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
4
FréttirAlþingiskosningar 2021

Þrír starfs­menn Hót­els Borg­ar­ness tóku mynd­ir í tóm­um taln­inga­sal

Starfs­menn Hót­el Borg­ar­nes höfðu óheft­an að­gang að óinn­sigl­uð­um at­kvæð­um í auð­um sal hót­els­ins með­an yfir­kjör­stjórn var ekki á staðn­um eft­ir að fyrstu taln­ingu lauk. Lög­regl­an get­ur ekki stað­fest hvort að starfs­menn­irn­ir hafi far­ið að svæð­inu sem kjör­gögn­in voru geymd vegna þess að starfs­menn­irn­ir hverfa úr sjón­ar­sviði eft­ir­lits­mynda­véla. Þrír starfs­menn tóku mynd­ir af saln­um og þá at­kvæð­um.
Daglega dey ég hundrað sinnum
5
Viðtal

Dag­lega dey ég hundrað sinn­um

Út­lend­inga­stofn­un svipti hann og fjölda annarra mat, lækn­is­þjón­ustu og síma og vís­aði ólög­lega á göt­una í maí síð­ast­liðn­um. Emad hef­ur ver­ið í um fimm ár á flótta, fyrst und­an Ham­as sem sök­uðu hann að ósekju um að starfa með Ísra­el á laun. Hann þeytt­ist svo á milli landa í leit að betra lífi en mætti að­eins of­beldi, harð­ræði og for­dóm­um. Allt þar til hann end­aði á Ís­landi.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
6
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar fólk er svipt von­inni

„Hversu lengi þurf­um við að treysta kerfi sem hef­ur ít­rek­að brot­ið á okk­ur og brugð­ist okk­ur?“
Viðskipti Eyþórs og Samherja: Gögn benda til að kaupverðið hafi verið ekkert
7
FréttirEyþór Arnalds og Moggabréfin

Við­skipti Ey­þórs og Sam­herja: Gögn benda til að kaup­verð­ið hafi ver­ið ekk­ert

Ey­þór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vill ekki svara því hvernig hann gerði upp nærri 390 millj­óna króna við­skipti með kröf­ur á hend­ur fé­lagi hans sem Sam­herji átti. Sam­herji af­skrif­aði lán­ið til fé­lags Ey­þórs ár­ið 2019. Ey­þór sagði við Stund­ina ár­ið 2018 að við­skipti hans og Sam­herja værui mögu­leg vegna sterk­ar eig­in­fjár­stöðu eign­ar­halds­fé­lags í hans eigu.

Mest lesið í vikunni

Saga fjölskyldunnar skrifuð á veggina
1
Viðtal

Saga fjöl­skyld­unn­ar skrif­uð á vegg­ina

Mar­grét Sig­ur­jóns­dótt­ir, Gréta, býr í verka­manna­bú­stöð­un­um á Hring­braut. Þar hef­ur hún bú­ið með hlé­um frá fæð­ingu, með hinum ýmsu með­lim­um fjöl­skyld­unn­ar. Þarna hef­ur hún upp­lif­að fæð­ingu, dauða og yf­ir ein jól­in stóð kista með ömmu henn­ar lát­inni inn­an­stokks í íbúð­inni. Besti tím­inn í hús­inu var þeg­ar son­ur henn­ar bjó þar líka en hann lést fyrr á ár­inu. Sjálf ætl­ar hún ekki að flytja fyrr en hún fær­ir lög­heim­il­ið yf­ir til himna. Ævi­saga henn­ar er sam­tvinn­uð sögu íbúð­ar­inn­ar.
Formaður stjórnar í samskiptum við lögmanninn
2
Fréttir

Formað­ur stjórn­ar í sam­skipt­um við lög­mann­inn

Kæra var lögð fram á hend­ur leik­manni FH, Eggerti Gunn­þóri Jóns­syni, ásamt lands­liðs­fyr­ir­lið­an­um. Aron Ein­ar Gunn­ars­son komst ekki í lands­liðs­hóp­inn vegna máls­ins. Form­að­ur að­al­stjórn­ar FH, Við­ar Hall­dórs­son, seg­ist hafa haft vitn­eskju um ásak­an­irn­ar í sum­ar en ekki sé ástæða til að bregð­ast við á með­an leik­menn­irn­ir hafi ekki ver­ið kall­að­ir í skýrslu­töku og fé­lag­inu ekki borist til­kynn­ing frá lög­regl­unni.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
3
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar fólk er svipt von­inni

„Hversu lengi þurf­um við að treysta kerfi sem hef­ur ít­rek­að brot­ið á okk­ur og brugð­ist okk­ur?“
Daglega dey ég hundrað sinnum
4
Viðtal

Dag­lega dey ég hundrað sinn­um

Út­lend­inga­stofn­un svipti hann og fjölda annarra mat, lækn­is­þjón­ustu og síma og vís­aði ólög­lega á göt­una í maí síð­ast­liðn­um. Emad hef­ur ver­ið í um fimm ár á flótta, fyrst und­an Ham­as sem sök­uðu hann að ósekju um að starfa með Ísra­el á laun. Hann þeytt­ist svo á milli landa í leit að betra lífi en mætti að­eins of­beldi, harð­ræði og for­dóm­um. Allt þar til hann end­aði á Ís­landi.
Bragi Páll Sigurðarson
5
Pistill

Bragi Páll Sigurðarson

Vald­inu er skít­sama um þig

Pen­inga­lykt­in renn­ur meira og minna óskipt upp í ör­fá­ar nas­ir. Hlut­verk Morg­un­blaðs­ins er að vera ilm­kert­ið sem dreg­ur at­hygli okk­ar frá því sem og skíta­lykt­inni sem er af Sjálf­stæð­is­flokkn­um, skrif­ar Bragi Páll Sig­urð­ar­son skáld.
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
6
FréttirAlþingiskosningar 2021

Þrír starfs­menn Hót­els Borg­ar­ness tóku mynd­ir í tóm­um taln­inga­sal

Starfs­menn Hót­el Borg­ar­nes höfðu óheft­an að­gang að óinn­sigl­uð­um at­kvæð­um í auð­um sal hót­els­ins með­an yfir­kjör­stjórn var ekki á staðn­um eft­ir að fyrstu taln­ingu lauk. Lög­regl­an get­ur ekki stað­fest hvort að starfs­menn­irn­ir hafi far­ið að svæð­inu sem kjör­gögn­in voru geymd vegna þess að starfs­menn­irn­ir hverfa úr sjón­ar­sviði eft­ir­lits­mynda­véla. Þrír starfs­menn tóku mynd­ir af saln­um og þá at­kvæð­um.
Flóttinn er gagnslaus
7
MenningHamingjan

Flótt­inn er gagns­laus

Við van­líð­an hætt­ir fólki oft til að drekkja áhyggj­um sín­um með ein­hverj­um hætti, en flótt­inn er gagns­laus og ham­ingj­an lífs­nauð­syn­leg, seg­ir Jó­hann­es Kjart­ans­son ljós­mynd­ari, sem skildi við barn­s­móð­ur sína fyr­ir ári.

Mest lesið í mánuðinum

Key witness in Assange case jailed in Iceland after admitting to lies and ongoing crime spree
1
English

Key wit­n­ess in Assange ca­se jai­led in Ice­land af­ter admitt­ing to lies and ongo­ing crime spree

The judgment utilizes a rar­ely in­vo­ked law in­t­ended to stop repeat of­f­end­ers from runn­ing amok and accumulat­ing crim­inal cases before the system has a chance to catch up.
Ný Samherjaskjöl: „Þarf þetta allt að vera til í póstum milli manna?“
2
AfhjúpunNý Samherjaskjöl

Ný Sam­herja­skjöl: „Þarf þetta allt að vera til í póst­um milli manna?“

Ný gögn sem eru und­ir í rann­sókn­um hér­aðssak­sókn­ara og namib­ískra yf­ir­valda varpa ljósi á hversu víð­tæk þekk­ing var um mútu­greiðsl­ur og hátt­semi Sam­herja í Namib­íu inn­an út­gerð­arris­ans. Frjáls­lega var tal­að um mútu­greiðsl­ur og hót­an­ir í skrif­leg­um sam­skipt­um lyk­il­stjórn­enda. Þor­steinn Már Bald­vins­son fékk stöð­ug­ar upp­lýs­ing­ar um gang mála.
Þorvaldur Gylfason
3
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Burt með spill­ing­una

Tólf dæmi um ís­lenska spill­ingu.
Pandóruskjölin: Íslendingar í aflandsleka
4
GreiningPandóruskjölin

Pan­dóru­skjöl­in: Ís­lend­ing­ar í af­l­andsleka

Á Ís­landi snerta Pan­dóru­skjöl­in allt frá vatns­verk­smiðju í Þor­láks­höfn til flug­véla­við­skipta á Tor­tóla, hýs­ingu kláms og fíkni­efna­sölu­síðna á Ís­landi en líka til þess sem varla verð­ur út­skýrt öðru­vísi en sem ímynd­ar­sköp­un. Þótt lek­inn sé sá stærsti eru fá­ir Ís­lend­ing­ar í skjöl­un­um mið­að við fyrri leka.
Pandóruskjölin: „Milljónamæringar Krists“ reka fólk af heimilum sínum
5
FréttirPandóruskjölin

Pan­dóru­skjöl­in: „Millj­óna­mær­ing­ar Krists“ reka fólk af heim­il­um sín­um

Pan­dóru­skjöl­in sýna að kaþ­ólsk kirkju­deild sem varð al­ræmd fyr­ir barn­aníð hef­ur leyni­lega dælt gríð­ar­stór­um fjár­hæð­um í íbúða­hús­næði. Leigj­end­ur voru born­ir út á með­an far­ald­ur­inn geis­aði.
Saga fjölskyldunnar skrifuð á veggina
6
Viðtal

Saga fjöl­skyld­unn­ar skrif­uð á vegg­ina

Mar­grét Sig­ur­jóns­dótt­ir, Gréta, býr í verka­manna­bú­stöð­un­um á Hring­braut. Þar hef­ur hún bú­ið með hlé­um frá fæð­ingu, með hinum ýmsu með­lim­um fjöl­skyld­unn­ar. Þarna hef­ur hún upp­lif­að fæð­ingu, dauða og yf­ir ein jól­in stóð kista með ömmu henn­ar lát­inni inn­an­stokks í íbúð­inni. Besti tím­inn í hús­inu var þeg­ar son­ur henn­ar bjó þar líka en hann lést fyrr á ár­inu. Sjálf ætl­ar hún ekki að flytja fyrr en hún fær­ir lög­heim­il­ið yf­ir til himna. Ævi­saga henn­ar er sam­tvinn­uð sögu íbúð­ar­inn­ar.
Ætlar ekki að skoða upptökur úr öryggismyndavélum
7
FréttirAlþingiskosningar 2021

Ætl­ar ekki að skoða upp­tök­ur úr ör­ygg­is­mynda­vél­um

Ingi Tryggva­son, formað­ur yfir­kjör­stjórn­ar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, seg­ir að hann ætli ekki að skoða upp­tök­ur úr eft­ir­lits­mynda­vél­um á Hót­el Borg­ar­nesi til að vera viss um að eng­inn starfs­mað­ur hót­els­ins hafi far­ið inn í taln­inga­sal­inn þeg­ar eng­inn ann­ar var við­stadd­ur. Þar að auki seg­ir hann að hann myndi ekki fá að­gang að gögn­un­um vegna per­sónu­vernd­ar­laga

Nýtt á Stundinni

545. spurningaþraut: Hver lék fyrir Fukunaga?
Þrautir10 af öllu tagi

545. spurn­inga­þraut: Hver lék fyr­ir Fuk­unaga?

Fyrri auka­spurn­ing: Úr hvaða leik­sýn­ingu frá 1982 er mynd­in hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver var kon­ung­ur Ís­lands þeg­ar Ís­lend­ing­ar gerð­ust lýð­veldi 1944? Núm­er verð­ur að vera rétt. 2.  Hvaða starfi gegndi hinn svo­nefndi Caligula? 3.  Hver varð for­seti Rúss­lands á eft­ir Vla­dimir Pút­in? 4.  Fyr­ir hvaða flokk sit­ur Ingi­björg Ólöf Isak­sen á þingi? 5.  HÚN: „Þeir segja að heima...
Það sem útgerðirnar eiga og þeir sem eiga þær
ÚttektSjávarútvegsskýrslan

Það sem út­gerð­irn­ar eiga og þeir sem eiga þær

Ís­lensk­ar út­gerð­ir eiga eign­ar­hluti í hundruð­um fyr­ir­tækja sem starfa í óskyld­um at­vinnu­grein­um. Stærstu út­gerð­ar­fé­lög­in tengj­ast svo marg­ar hverj­ar inn­byrð­is og blokk­ir hafa mynd­ast á með­al þeirra. Ör­fá­ir ein­stak­ling­ar fara með yf­ir­ráð yf­ir 30 pró­senta kvót­ans.
Óskaði eftir að koma í skýrslutöku hjá lögreglu: „Ég er fullkomlega saklaus“
Fréttir

Ósk­aði eft­ir að koma í skýrslu­töku hjá lög­reglu: „Ég er full­kom­lega sak­laus“

Eggert Gunn­þór Jóns­son, knatt­spyrnu­mað­ur hjá FH, var kærð­ur ásamt Aroni Ein­ari Gunn­ars­syni lands­liðs­fyr­ir­liða. Hann hafði sam­band við lög­reglu á dög­un­um.
Varúlfar, karlakór og Björk með afrískum blæ
Fréttir

Var­úlf­ar, karla­kór og Björk með afr­ísk­um blæ

Stund­ar­skrá dag­ana 22.októ­ber til 11.nóv­em­ber
Félag Helga greiddi 300 milljónir fyrir DV
FréttirEignarhald DV

Fé­lag Helga greiddi 300 millj­ón­ir fyr­ir DV

Fé­lag­ið Frjáls fjöl­miðl­un, sem fjár­magn­að var fjár­fest­ing­ar­fé­lagi Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar, seldi DV á 300 millj­ón­ir króna. Kaup­andi var fé­lag Helga Magnús­son­ar fjár­fest­is. Frjáls fjöl­miðl­un veitti 150 millj­óna króna lán sama ár og við­skipt­in áttu sér stað.
Formaður stjórnar í samskiptum við lögmanninn
Fréttir

Formað­ur stjórn­ar í sam­skipt­um við lög­mann­inn

Kæra var lögð fram á hend­ur leik­manni FH, Eggerti Gunn­þóri Jóns­syni, ásamt lands­liðs­fyr­ir­lið­an­um. Aron Ein­ar Gunn­ars­son komst ekki í lands­liðs­hóp­inn vegna máls­ins. Form­að­ur að­al­stjórn­ar FH, Við­ar Hall­dórs­son, seg­ist hafa haft vitn­eskju um ásak­an­irn­ar í sum­ar en ekki sé ástæða til að bregð­ast við á með­an leik­menn­irn­ir hafi ekki ver­ið kall­að­ir í skýrslu­töku og fé­lag­inu ekki borist til­kynn­ing frá lög­regl­unni.
Icelandair í Pandóruskjölunum: „Þetta var bara allt eðlilegt“
FréttirPandóruskjölin

Icelanda­ir í Pan­dóru­skjöl­un­um: „Þetta var bara allt eðli­legt“

Fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Icelanda­ir, Hall­dór Vil­hjálms­son, seg­ir ekk­ert at­huga­vert við að Icelanda­ir hafi not­ast við fyr­ir­tæki í skatta­skjól­inu Tor­tólu til að kaupa Boeing-þot­ur á sín­um tím­um. Upp­lýs­ing­arn­ar koma fram í Pan­dóru­skjöl­un­um svo­köll­uðu.
544. spurningaþraut: Hver er þarna að leika Bubba Morthens?
Þrautir10 af öllu tagi

544. spurn­inga­þraut: Hver er þarna að leika Bubba Mort­hens?

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir leik­ar­inn sem hér að of­an syng­ur hlut­verk Bubba Mort­hens í söng­leikn­um um ævi hans? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hve mörg eru líf Bubba Mort­hens ann­ars tal­in vera í söng­leikn­um þeim? 2.  Fyr­ir um það bil hve mörg­um millj­ón­um ára átti sér stað hin fræga fjölda­út­rým­ing risa­eðl­anna? Var það fyr­ir 266 millj­ón­um ára, 216 millj­ón­um ára, 166 millj­ón­um...
Lífeyrissjóðirnir ætla sjálfir að reka Jóakim
Fréttir

Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir ætla sjálf­ir að reka Jóakim

Reikni­stofa líf­eyr­is­sjóð­anna ætl­ar að taka yf­ir rekst­ur tölvu­kerf­is­ins Jóakims sem var í rekstri og um­sjá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Init. Eig­end­ur þess höfðu greitt sér 600 millj­ón­ir í arð út úr syst­ur­fé­lagi Init sem rukk­aði fyr­ir­tæk­ið um ýmsa þjón­ustu.
Já, norrænir menn voru í Ameríku — en ef þeir hefðu nú aldrei farið?
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Já, nor­ræn­ir menn voru í Am­er­íku — en ef þeir hefðu nú aldrei far­ið?

Ill­ugi Jök­uls­son hef­ur iðu­lega velt fyr­ir sér hvernig það hefði end­að ef nor­ræn­ir „vík­ing­ar“ hefðu eki snú­ið frá Am­er­íku
543. spurningaþraut: Hvaða himinhnött má hér sjá?
Þrautir10 af öllu tagi

543. spurn­inga­þraut: Hvaða him­in­hnött má hér sjá?

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er sá höff­legi herra á efri mynd­inni? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hversu marg­ir eru aukastaf­irn­ir í hinu stærð­fræði­lega hlut­falli pí eða π? 2.  Hver er ann­ar aukastaf­ur­inn — sem sagt 3,1 og hvaða tölustaf­ur er svo næst­ur? 3.  Á hvaða firði er Hrís­ey? 4.  Hvað hét karl sá sem stóð fyr­ir Njáls­brennu? 5.  Hvaða bær var þá brennd­ur?...
Óvænt uppgötvun setur forsöguna í uppnám: Er uppruni mannsins þá ekki í Afríku?
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Óvænt upp­götv­un set­ur for­sög­una í upp­nám: Er upp­runi manns­ins þá ekki í Afr­íku?

Dýr­in gekk ró­lega eft­ir mjúk­um sand­in­um. Þarna í fjöru­borð­inu var sand­ur­inn svo rak­ur og gljúp­ur að fæt­ur dýrs­ins sukku nið­ur í hann og mynd­uðu all­djúp fót­spor. Dýr­ið hélt svo áfram ferð sinni og náði fljót­lega upp á grýtt­ari strönd þar sem eng­in frek­ari fót­spor mynd­uð­ust. Dýr­ið fór ferða sinna, hvaða er­ind­um sem það kann að hafa ver­ið að sinna. Eft­ir...