Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Stigakóngur úr íslensku úrvalsdeildinni viðmælandi í mynd um landsfrægt veðmálasvindl í Bandaríkjunum

Banda­ríkja­mað­ur­inn Dwayne Lamore Font­ana, sem lék með KFÍ á Ísa­firði keppn­is­tíma­bil­ið 2000-2001, er við­mæl­andi í nýrri heim­ild­ar­mynd á Net­flix um veð­mála­s­vindl í há­skóla­bolt­an­um þar í landi. Dwayne, sem var stigakóng­ur úr­vals­deild­ar­inn­ar á Ís­landi, opn­ar sig um svindl tveggja liðs­fé­laga sinna í Arizona State-há­skól­an­um.

Stigakóngur úr íslensku úrvalsdeildinni viðmælandi í mynd um landsfrægt veðmálasvindl í Bandaríkjunum
Viðmælandi í heimildarmynd Netflix Dwayne Lamore Fontana var leikmaður KFÍ á Ísafirði á árunum 2000 til 2001. Hann sést hér í leik með KFÍ gegn ÍR í Seljaskóla. Hann er einn helsti viðmælandinn í heimildarmynd Netflix um veðmálasvindlið í Arizona-háskólanum. Myndin er tekin úr DV.

Bandaríkjamaðurinn Dwayne Lamore Fontana, sem spilaði með liði KFÍ á Ísafirði árið 2000 til 2001, er viðmælandi í nýrri heimildarmynd á streymisþjónustunni Netflix um veðmálasvindl í bandaríska háskólakörfuboltanum árið 1994, nánar tiltekið í liði Arizona State.  Myndin um veðmálasvindlið í körfuboltaliði Arizona State er hluti af sex mynda seríu á Netflix sem heitir Bad Sport og fjallar um svindl og glæpi í íþróttaheiminum. 

Dwayne lék háskólabolta með Arizona State á árunum 1990 til 1994, nokkrum árum  áður en hann kom til Íslands og KFÍ þar sem hann varð stigakóngur deildarinnar með 33 stig að meðaltali í leik og tæp 14 fráköst. 

Tók þátt í veðmálasvindliSteven „Hedake“ Smith tók þátt í veðmálasvindli í Bandaríkjunum og segir Dwayne Fontana, fyrrum liðsfélagi hans og fyrrverandi leikmaður KFÍ, að hann hafi enn ekki komist yfir afleiðingar svindlsins.

Dæmdur í fangelsi fyrir svindlið

Myndin á Netflix fjallar um það hvernig stjarna Arizona State-liðsins, Steven „Hedake“ Smith, dróst inn í veðmálasvindl ásamt einum meðspilara sinna. Svindlið  gekk út á það að Smith átti að sjá til þess að liðið myndi sigra eða tapa með ákveðið mörgum stigum. Fyrir þessa þjónustu sína fékk Smith greiddar upphæðir sem voru á bilinu 10 til 20 þúsund dollarar.

Maðurinn sem skipulagði svindlið náði hins vegar að svindla út nokkrar milljónir dollara með þessum hætti áður en hann tapaði öllu í einum leik þar sem Smith náði ekki að stýra leiknum þannig að hann næði að láta úrslitin verða eins og hann átti að gera. Í kjölfarið komst upp um svindlið enda hafði aðalskipuleggjandinn gengið á milli hótela í Las Vegas og veðjað á leikinn fyrir alls fimm milljónir dollara og vakti þetta grunsemdir í borginni. 

Smith, og liðsfélagi hans sem vann með honum að hluta, og tveir af þeim sem skipulögðu svindlið og græddu mest á því voru dæmdir í fangelsi. 

Í myndinni er rætt um það að Smith hafi í kjölfarið ekki verið valinn af neinu liði í NBA-deildinni árið 1994 en árlega fer fram svokallað NBA-draft þar sem bitist er um bestu leikmennina í bandaríska háskólaboltanum. Þar kemur fram að fyrir veðmálahneykslið hafi fastlega verið búist við því að Smith yrði valinn í NBA-deildina.

„Þetta hvíldi yfir mér eins og svart ský í mörg ár.“
Dwayne Lamore Fontana

Í stað NBA-deildarinnar fór Smith til Evrópu og spilaði með nokkrum liðum í ýmsum löndum. Smith átti nokkrum áður síðar, 1997, eftir að gera skammtímasamning við Dallas Mavericks í NBA-deildinni og spila nokkra leiki fyrir liðið þar sem hann var með 1,8 stig að meðaltali. Hann hélt svo aftur til Evrópu og spilaði fyrir lið í Frakklandi, Búlgaríu og Rússlandi áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2008. 

Dwayne segist ekki hafa jafnað sig á svindlinu 

Ennþá reiðurDwayne Fontana, fyrrverandi leikmaður KFÍ, segist ennþá vera reiður út af veðmálasvindlinu.

Dwayne Fontana segir að hann hafi ekki ennþá jafnað sig til fulls á veðmálasvindlinu.

Á Facebook-síðu sinni segir hann um málið: „Ég hef fengið mikil viðbrögð og pælingar við þætti á Netflix sem ég var viðmælandi í sem snérist um stigasvindl sem háskólaliðið mitt í körfubolta tengdist. Ég hef eiginlega áttað mig á einu loksins: Ég er ennþá dálítið reiður yfir því. Ég hélt að þetta tilheyrði fortíðinni en ég hef ekki komist yfir þetta 100 prósent. Þegar ég horfði á þetta aftur minnti það á mig hversu oft ég hef þurft að svara spurningum um einhvern skít sem ég kom ekki nálægt og sem ég vissi ekkert um. Þetta hvíldi yfir mér eins og svart ský í mörg ár.“

Lofsamleg orð um Dwayne FontanaBenedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfir kvennalandsliðsins, þjálfari Njarðvíkur í úrvalsdeild karla og fyrrverandi þjálfari KR og fleiri liða, var íþróttablaðamaður á DV árið 2000-2001 og skrifaði mikið um körfubolta, meðal annars leiki hjá KFÍ og fer hann lofsamlegum orðum um Dwayne Fontana.

Benedikt: „Ísafjarðar-Barkley“

Íþróttablaðamenn á Íslandi nefndu Dwayne Fontana reglulega sem einn af betri leikmönnum deildarinnar enda var tölfræði hans líka þannig þó svo KFÍ-liðið hafi kolfallið um deild þetta árið með aðeins þrjá sigra. Í einni af greinum sínum um leiki með KFÍ sagði þáverandi íþróttafréttamaður DV og  sigursæll körfuboltaþjálfari, Benedikt Guðmundsson, að Dwayne Fontana þyrfti aðeins að bæta varnarleikinn: „Ef Fontana myndi bæta varnarleikinn þá væri hann einn besti erlendi leikmaður deildarinnar.“

„Ég skil ekki í mér að hafa ekki kallað hann Ísafjarðar-Barkley á sínum tíma þegar ég var að skrifa um leiki liðsins.“
Benedikt Guðmundsson

Aðspurður segir Benedikt, sem í dag er þjálfari Njarðvíkur í úrvalsdeildinni, að hann hafi verið mjög hrifinn af Dwayne Fontana sem leikmanni.

Benedikt segir að hann hafi minnt sig á bandaríska köfuboltamanninn Charles Barkley sem er ein af helstu goðsögnum NBA-deildarinnar síðastliðna áratugi: „Ég var mjög hrifinn af Fontana sem leikmanni á sínum tíma og það kom mér alls ekki á óvart hversu góður hann var með KFÍ. Hann kom úr góðum háskóla í USA þar sem hann stóð sig þvílíkt vel og var stundum líkt við Charles Barkley. Hann var bæði líkamlega sterkur og ofboðslega fjölhæfur. Þrátt fyrir að vera ekki hár í loftinu miðað við körfuboltamann þá var hann frábær frákastari. Þá var hann óstöðvandi skorari með KFÍ því vopnabúrið var svo fjölbreytt eins og hjá Barkley. Hann var algjörlega sérsniðinn fyrir íslensku deildina. Ég skil ekki í mér að hafa ekki kallað hann Ísafjarðar Barkley á sínum tíma þegar ég var að skrifa um leiki liðsins.“

Umrædda mynd má sjá hér.

Fyrirvari um tengsl: Blaðamaður Stundarinnar spilaði körfubolta með Dwayne Lamore Fontana í KFÍ keppnistímabilið 2000-2001. Blaðamaður bjó auk þess fyrir ofan Dwayne í blokk sem kennd er við Múlaland á Ísafirði og keyrði með honum á körfuboltaæfingar og í heimaleiki í sjálfskiptum Saab, árgerð 1988.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ójöfnuður kemur okkur öllum við
2
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
4
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
6
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
10
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár