Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Úkraínski sígarettukóngurinn sem fór með konu í stríð

Pan­dóru­skjöl­in sýna hvernig úkraínsk­ur með­fram­leið­andi ís­lensku verð­launa­mynd­ar­inn­ar Kona fer í stríð sæk­ir í af­l­ands­sjóð til að fjár­magna kvik­mynda­verk­efni sín. Upp­runi pen­inga hans er gríð­ar­stórt síga­rettu­veldi í Úkraínu. Fram­leið­andi mynd­ar­inn­ar full­yrð­ir þó að þeir pen­ing­ar hafi ekki ver­ið not­að­ir við gerð ís­lensku mynd­ar­inn­ar.

Úkraínski sígarettukóngurinn sem fór með konu í stríð

„Það var sönn ánægja að lesa handrit „Kona fer í stríð“ sem við trúum að verði mjög góð kvikmynd,“ skrifar Liudmyla Bobruiko fyrir hönd Tortólafélagsins Millgate Holdings Limited í apríl árið 2017. Tilefni bréfsins var að staðfesta fyrirætlanir um 120 þúsund evra, eða tæplega 18 milljóna króna, fjárfestingu í myndinni í gegnum franska framleiðslufyrirtækið Slot Machine SARL, félags í eigu dansk-franska kvikmyndaframleiðandans Marienna Slot.

Millgate Holdings Limited er skattaskjólsfélag í eigu annars kvikmyndaframleiðanda, Úkraínumannsins Serhiy Lavrenyuk. Upplýsingar um það er meðal þeirra gagna sem eru hluti af hinum svokölluðu Pandóruskjölum; samansafni 11,9 milljóna skjala sem lekið var til samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ, frá fjórtán fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að setja upp og reka aflandsfélög og -sjóði. Stundin og Reykjavík Media eru þeir íslensku fjölmiðlar sem vinna úr skjölunum.

Engar vísbendingar eru um að lög hafi verið brotin við fjármögnun myndarinnar og segir Benedikt Erlingsson, höfundur Konu fer í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pandóruskjölin

Viðskiptavild helmingurinn af 5,5  milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Icelandair gat þess aldrei að félagið stundaði viðskipti í gegnum Tortólu
FréttirPandóruskjölin

Icelanda­ir gat þess aldrei að fé­lag­ið stund­aði við­skipti í gegn­um Tor­tólu

Flug­fé­lag­ið Icelanda­ir lét þess aldrei get­ið op­in­ber­lega að fé­lag­ið hefði fjár­fest í þrem­ur Boeing-þot­um í gegn­um Tor­tóla-fé­lag. Við­skipti fé­lags­ins í gegn­um Tor­tólu komu fram í Pandópru­skjöl­un­um. Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, seg­ir að hlut­ur Icelanda­ir í fé­lög­un­um sem héldu ut­an um þot­urn­ar hafi ver­ið seld­ur með tapi.
Aflandshýsing í aflandsfélagi hýsir klám og nýnasistaáróður á Íslandi
AfhjúpunPandóruskjölin

Af­l­ands­hýs­ing í af­l­ands­fé­lagi hýs­ir klám og nýnas­ista­áróð­ur á Ís­landi

Ís­lend­ing­ur bú­sett­ur í Taílandi er pott­ur­inn og pann­an í rekstri um­deilds vef­hýs­ing­ar­fyr­ir­tæk­is sem ger­ir út á tján­ing­ar­frels­isákvæði ís­lenskra laga. Klám, nýnas­ista­áróð­ur og nafn­laust níð er hýst á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins. „Ég hef ekk­ert að fela,“ seg­ir mað­ur­inn, sem er einn þeirra sem af­hjúp­að­ir eru í Pan­dóru­skjöl­un­um.
Jón segir að verið sé að færa eignarhaldsfélag fjölskyldunnar frá Tortóla til Hong Kong
FréttirPandóruskjölin

Jón seg­ir að ver­ið sé að færa eign­ar­halds­fé­lag fjöl­skyld­unn­ar frá Tor­tóla til Hong Kong

Jón Ólafs­son, fjár­fest­ir og stofn­andi vatns­verk­smiðj­unn­ar Icelandic Glacial í Ölfusi, seg­ir að brátt muni hann og fjöl­skylda ekki eiga fé­lag á Tor­tóla. Hann seg­ir að hann hafi hætt að nota Tor­tóla­fé­lög eft­ir að hann lenti í skatta­máli við ís­lenska skatt­inn sem var vís­að frá á end­an­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár